Morgunblaðið - 05.12.2013, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 05.12.2013, Blaðsíða 10
10 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. DESEMBER 2013 Malín Brand malin@mbl.is C hoden heitir maður sem komið hefur hingað til lands og í samstarfi við Rob Nairn haldið nám- skeið í hugleiðslu og kennt að frumkvæði Hugleiðslu- og friðarmiðstöðvarinnar. Choden er búddamunkur sem upprunalega kemur frá Höfðaborg í Suður- Afríku en býr í Bretlandi. Tolli hef- ur sótt námskeið Chodens og heill- aðist mjög af því sem hann kennir en sjálfur hefur hann stundað hug- leiðslu um margra ára skeið. Tolli er maður kærleikans og er umhug- að um að allir geti öðlast sátt og ró hugans og þannig gefið af sér kær- leika. Kærleikshandbókin byggist meðal annars á kenningum úr búddisma og er komin út í þýðingu Árna Óskarssonar. Stríðsmenn andans gefa hana út. Kærleikur til alþingismanna Í gær fór Tolli og gaf öllum al- þingismönnum eintak af bókinni og var vel tekið á móti honum. „Það að þingið skuli sýna því velvilja að taka á móti mér í þess- um erindagjörðum, hefur ekkert með fígúruna mig eða bókaútgáf- una sem slíka að gera, heldur erum við sammála um það að skilaboðin í því að veita Kærleikshandbókinni viðtöku séu þau að samfélagið þarf á samkennd og kærleika að halda,“ segir Tolli. Hann segir ennfremur að allur heimurinn þurfi á kærleikanum að halda en sérstaklega samfélög sem farið hafa í gegnum ýmsar raunir eins og það íslenska sem er að vinna úr hruni. Gremja, reiði og tortryggni skulu víkja Ýmsar kenndir bærast með fólki í samfélagi sem hefur umpól- ast á sama hátt og það íslenska og ekki eru allar kenndirnar til þess fallnar að byggja upp. „Við þurfum að vinna okkur upp úr gremju, reiði, tortryggni og öðru sem hefur verið mjög áber- andi vegna þess að það viðhorf á greiðari aðgang að fjölmiðlum held- ur en kærleikurinn. Jákvæðar fréttir eiga ekki eins greiðan að- gang að fjölmiðlum og neikvæðar fréttir því neikvæðu fréttirnar hafa oft yfir sér greindarlegra yfir- bragð. Það er eins og þar sé á ferð- inni eitthvað mikilvægara og að þar fái hin gagnrýna hugsun sitt pláss. Það á að vera merki um að einhver greind eða jafnvel gáfur séu á ferð- inni,“ segir Tolli og bendir á að það sama eigi við um manninn og fjöl- miðlana: „Reiði og gremja eiga auðveld- ari aðgang að huga okkar og hegð- un heldur en jákvæð hegðun.“ Hinn frumstæði mannshugur Í bókinni er kafað djúpt í það af hverju neikvæðnin á greiðari að- gang að huga okkar og fjallað er ít- arlega um neikvæð geðbrigði mannsins. „Neikvæð geðbrigði mannsins eru hluti af gamla varnarkerfinu og allt eru þetta eðlilegir þættir í því að vera manneskja. Að vera reiður, gramur og óttasleginn er allt hluti af því að vera ég. Allt eru þetta kenndir sem búa í heilanum og maðurinn hefur þróað með sér í milljónir ára og svona fæðumst við,“ segir Tolli um geðbrigðin. Afleiðingasamfélagið Þar sem við fæðumst svona segir Tolli nauðsynlegt að þjálfa með sér einhvers konar lífsfærni til að takast á við neikvæðnina. „Við lifum svo mikið í afleið- ingasamfélagi. Menn fara ekki og framkvæma neitt fyrr en það er orðið afleiðing af einhverju öðru. Þá á ég við að við erum alltaf svo mik- ið að vinna í harminum, vinna í því að illa hefur farið í stað þess að skoða orsakirnar og reyna að lifa fyrirbyggjandi lífi og ábyrgðar- fyllra lífi. Þar sem við tökum ábyrgð á því hvað leiðir til ham- ingju og hvað ekki.“ Eitt af því er að vera upp- lýstur um að öll erum við gædd þeim eiginleika að búa yfir kær- leika. „Kærleikurinn er óþrjótandi uppspretta skilyrðislausrar orku sem er það besta sem við höfum að- gang að til að verða hamingjusöm. Oft er sagt að innra með manni búi allt sem þarf til að gera einn mann hamingjusaman,“ segir Tolli. Samkvæmt þessu ættu allir, sama hverjar ytri aðstæður eru, að Neikvæðar fréttir of vinsælar hjá miðlum Myndlistarmaðurinn Tolli Morthens hefur mikinn áhuga á kærleikanum sem hann veit að býr í hverjum og einum. Hann hvetur fólk til að virkja þá jákvæðu orku sem er í kærleikanum til að stuðla að breyttu og betra samfélagi sem fyrir vikið yrði fullt af hamingju. Nýlega kom Kærleikshandbókin út og hana mynd- skreytti Tolli. Bókin kennir meðal annars hvernig maður gengst við sjálfum sér. Kveðja Tolli við Alþingishúsið ásamt Einari K. Guðfinnssyni sem fékk ein- tak af Kærleikshandbókinni í gær. Bókin byggist á kenningum úr búddisma. Flest könnumst við við það að bölva og ragna þegar lásinn á bílnum er frosinn og það frýs í lögnunum. Þetta er eitt af því við frostið sem getur verið hvimleitt. Þessi leiðindi mega þó ekki verða til þess að hin und- urfögru smáatriði frostsins falli gjör- samlega í skuggann og því er ágætt að gefa þeim dálítinn gaum á þessum árstíma. Á vefsíðunni www.snowcrystals- .com er að finna aragrúa ljósmynda og upplýsinga um fjölbreytileika snjókorna. Þar eru einnig myndbönd sem sýna hægt og rólega hvernig snjókorn myndast. Vandlega er fjallað um formfræði ískristalla og hvernig þeir byggjast upp. Þeir geta nefnilega verið býsna flóknir í upp- byggingu! Uppbyggingin fer eftir því við hvaða skilyrði kristallarnir mynd- ast. Njótum fegurðarinnar í frostinu. Vefsíðan www.snowcrystals.com Ljósmynd/Malín Brand Ískristallar Birtingarmyndir frostsins eru margbreytilegar og áhugaverðar Fegurðin í frosthörkunum Iðulega er eitthvað um að vera á Græna Hattinum við Hafnarstræti á Akureyri. Fjöldi íslenskra hljómsveita hefur spilað þar og sumar þeirra vilja spila þar aft- ur og aftur, enda staðurinn afar vinsæll og góður til tónleikahalds. Í kvöld verða haldnir útgáfutónleikar á Græna Hattinum. Söngvarinn Eyþór Ingi og hljómsveit hans Atómskáldin hafa sent frá sér glænýja plötu sem þeir kynna í kvöld klukkan 21. Hljómsveitna skipa auk Eyþórs þeir Baldur Hjörleifs- son, Helgi Reynir Jónsson, Baldur Kristjánsson og Gunnar Leó Pálsson. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson ... farið á Græna Hattinn Endilega ... Atómskáldin Útgáfu- tónleikar í kvöld. Skannaðu kóðann til að fara inn á vefsíðuna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.