Morgunblaðið - 05.12.2013, Page 33

Morgunblaðið - 05.12.2013, Page 33
MINNINGAR 33 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. DESEMBER 2013 ✝ Daníel Haf-steinsson fædd- ist í Reykjavík 25. desember 1961. Hann lést á heimili sínu 24. nóvember 2013. Hann var sonur Margrétar J. Þor- steinsdóttur, f. 11.11. 1933 og Hafsteins Daníels- sonar, f. 15.3. 1936, d. 30.8. 2001. Systkini Daníels eru: Unnur Inga Karls- dóttir, gift Davíð Bjarnasyni og eiga þau tvö börn. María J. Hafsteinsdóttir, gift Smára Geirssyni og eiga þau tvö börn. Aðalsteinn Hafsteinsson, giftur Guðrúnu Sigvaldadóttir og eiga þau tvö börn. Sigrún Haf- steinsdóttir, gift Hans P. Blomsterberg og eiga þau sex börn. Jón Grétar Hafsteinsson, giftur Hildigunni Jónínu Sig- urðardóttur. Har- aldur Haf- steinsson. Sólveig Hafsteinsdóttir, sambýlismaður Walter Unnarsson, og á hún fjögur börn. Þórdís Haf- steinsdóttir og á hún eitt barn. Lilli Hafsteinsson, lát- inn. Frá 16 ára aldri starfaði Daníel hjá Símanum og hætti hann störfum þar árið 2009 eftir 32 starfsár. Hann starfaði hjá Múlalundi síðast- liðin tvö ár og fram að dán- ardegi. Daníel var mikill fótbolta- unnandi og var hann mikill stuðningsmaður Víkings í Reykjavík og harður Leedsari. Útför Daníels fer fram frá Lágafellskirkju í dag, 5. des- ember 2013, kl. 13. Okkur langar að segja nokkur kveðjuorð til þín, elsku bróðir og mágur. Þú varst alltaf svo ljúfur og góður og alltaf tilbúinn að koma með okkur á fótboltaleiki í Vík- inni. Þær voru líka ófáar ferð- irnar til Leeds sem við fengum að njóta með þér. Það er sárt að þurfa að kveðja þig svona snemma, elsku Danni okkar. Sjáumst síðar á góðum stað. Áfram Víkingur og áfram Leeds United. Jón Grétar og Hildigunnur (Hillý). Elsku Danni. Við bara trúum því ekki að þú sért dáinn, elsku kallinn okkar, hrikalega er þetta sárt. Við huggum okkur við það að afi og Lilli eru nú búnir að taka á móti þér opnum örmum. Þú varst frábær bróðir, frændi og vinur, þú varst einstaklega barn- góður maður og börnin dýrkuðu þig. Þú varst Danni frændi sem varst alltaf tilbúinn að leika við þau, fara í feluleik, eltingaleik, gera galdra og fleira. Hafsteinn Ingi kallar þig Danna frænda með peninginn, því þú fórst alltaf í vasann á buxunum þínum og gafst Hafsteini Inga og Elíasi Skúla klinkið þitt, því þú vissir að strákarnir væru alltaf að safna sér fyrir einhverju. Við er- um svo þakklát fyrir að hafa átt yndislegan dag með þér þegar amma varð áttræð núna í nóv- ember. Takk fyrir allar stundirnar sem við höfum átt saman. Við kveðjum þig með miklum söknuði. Leiddu mína litlu hendi, ljúfi Jesús, þér ég sendi bæn frá mínu brjósti, sjáðu, blíði Jesús, að mér gáðu. (Ásmundur Eiríksson) Margrét Steinunn, Sigurður Þorgeir og börn. Danni frændi. Elsku Danni frændi minn, elsku besti frændi minn. Ég vil bara byrja á að þakka þér fyrir allar góðu stundirnar sem við áttum saman. Alveg frá því að ég fæddist þá hefur þú passað upp á mig, enda fékk ég nafnið þitt í skírnargjöf. Þegar þú byrjaðir að taka mig með þér á fótboltaleiki var ég stuðnings- maður Fylkis, en þér tókst að snúa mér við og ég byrjaði að halda með Víkingi eins og þú. Að fara með þér á Víkingsleiki er eitthvað sem ég mun aldrei gleyma. Að horfa á þig styðja þitt lið af lífi og sál kenndi mér svo margt. Í gegnum súrt og sætt stóðst þú alltaf við bakið á þínu liði og gafst aldrei upp. Þrátt fyrir að við vorum ekki sammála í enska boltanum þá fórst þú samt alltaf með mér á Ölver til að horfa á Crystal Pa- lace þegar þeir voru að spila. Það var stórkostlegt þegar ég fór með þér og fleirum til Leeds til að horfa á liðin okkar spila. Þetta er án efa eitt það skemmti- legasta sem ég hef gert og mun aldrei gleyma. Ég á erfitt með að trúa því að þú sért farinn frá mér, elsku Danni minn, ég sakna þín enda- laust og mun aldrei gleyma þér. Þú hefur kennt mér margt sem mun nýtast mér í framtíðinni. Það var heiður að kynnast þér og að vera nafni þinn! Elska þig, Danni, þinn frændi Daníel Örn. Elsku Danni frændi, mikið varstu tekinn fljótt frá okkur. Þú varst alltaf svo ljúfur og kátur, vildir öllum allt hið besta og varst alltaf til í skemmtileg- heit. Ég er svo fegin hvað er stutt síðan ég hitti þig og knús- aði þig, það var í afmælinu hjá ömmu þar sem þú varst svo glað- ur og fínn að sýna mér nýju fötin sem þú hafðir keypt þér. Þú varst alltaf svo frábær í kringum börn og það leyndi sér ekki hvað honum Smára Leví mínum fannst þú skemmtilegur. Ég sé enn gleðisvipinn og stjörnurnar í augunum á þér þegar ég kynntist Willa mínum og sagði þér frá því að hann væri Leedsari. Þið rædduð oft um það að fara á fótboltaleik og mikið er ég glöð að við náðum því ásamt góðum hóp Leedsara. Elsku frændi, þín verður sárt saknað af stórum sem smáum og vil ég minnast þín með þessu ljóði. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og hljóðu kynni af alhug þakka hér, þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibjörg Sig.) Þín frænka, Jóhanna Smáradóttir. Jæja elsku Danni minn. Þá hefur dómarinn flautað til leiks- loka, langt fyrir lok venjulegs leiktíma. Þetta yrðum við ekki sáttir með ef þetta væri leikur hjá okkar mönnum. Rétt komið yfir miðbik leiks og þá bara eins- og hendi væri veifað, búmm, leikurinn búinn. Það væri sárt þar sem leik- urinn gæti verið tapaður. Það er einmitt það sem á við í þessu til- felli, leikurinn er tapaður. Við höfum misst góðan dreng til ann- arra starfa á öðrum stað. Það er virkilega sárt til þess að vita að aldrei á ég eftir að geta spjallað við þig um fótbolta, áhugamál sem við höfum alltaf deilt. Ég hugsaði til þess í dag hvort þessi svokallaði dómari sem stjórnar veröld okkar hafi verið orðinn svo afbrýðisamur út í okkur hin að eiga þig að, að hann varð að gera eitthvað í málun- um? Mikið skil ég hann, enda annað eins gull af manni sjaldséð einsog þú varst, elsku Danni. Á meðan sitjum við hin eftir í sárum, sárum sem gróa aldrei en minning þín lifir hinsvegar. Hún er sterk. Ein stærsta minningin mín frá yngri árum var þegar ég tók uppá því að styðja Leeds til skamms tíma. Mikið varstu sátt- ur og ekki bara þú heldur Jón og Halli líka. Ég reyndar sveik lit, en mér var heldur betur fyrir- gefið það og er ég viss um að það hafi bara gert öll okkar samtöl skemmtilegri. Það verður skrýtið að hitta ykkur bræður næst. Alltaf þegar ég hef hitt ykkur hafið þið tekið mér opnum örmum. Stórt skarð hefur verið höggvið í þann hóp með fráfalli þínu, elsku Danni minn. Það er alveg grátlegt að jafn góður drengur og þú varst sé að kveðja okkur í dag, þú áttir svo allt gott skilið, hvernig þú komst fram við fólk, hvernig þú varst bara þú. Gríðarlega barngóður og vildir öllum svo vel að vand- fundið er annað eins. Svo ertu bara tekinn – ég trúi þessu varla. Ég man t.d. seinasta sumar á frændahittingi, þá varstu eitt- hvað að veigra þér við að mæta sökum slappleika frá kvöldinu áður. Ég man að ég hringdi í þig og sagði að verið væri að ná í þig – við ætluðum að skemmta okk- ur. Þú að sjálfsögðu svaraðir kallinu og áttum við frændurnir skemmtilegt kvöld. Þetta varst þú. Algjört lýsandi dæmi um þig. Vildir allt fyrir alla gera. Að lokum vil ég segja eitt, minn kæri frændi og vinur: Þú munt alltaf eiga stað við hliðina á ÍA-merkinu í skærgula hjartanu mínu. Ég mun tileinka mér þitt viðmót; reyna að koma fram við alla einsog ég vil að aðrir komi fram við mig. Takk fyrir allt, Danni minn, og hvíldu í friði. Okkar tími kem- ur aftur. Kveðja, þinn frændi, Bjarki Þór Aðalsteinsson. Elsku Danni okkar, það er erfitt að kveðja eins stórbrotinn mann og þig. Allt frá fyrstu kynnum hefur þú verið okkur góður og þegar Elli bættist í fjöl- skylduna tókstu honum strax vel og hann leit á þig sem vin. Þegar við minnumst þín er svo margt sem kemur upp í hugann, en það sem okkur er efst í huga er hversu barngóður þú varst og því fékk hann Víkingur okkar að kynnast. Jólin 2011 vorum við búin að ákveða að tilkynna fjöl- skyldum okkar að við yrðum senn þrjú og ákváðum við að láta þig fyrst vita þar sem þú áttir af- mæli á jóladag, og þetta árið varðstu fimmtugur. Viðbrögðin stóðu sko ekki á sér, þú varðst rosalega glaður og hlakkaðir augljóslega mikið til. Þar er sárt að vita það að Víkingur hafi ekki náð að kynnast þér betur, en við ætlum að passa að segja honum reglulega skemmtilegar sögur af Danna frænda og vonum að hann muni þannig læra margt af þér. Já, það er margt sem hægt er að læra af manni eins og þér, Danni, þú varst svo hjartahlýr og sýndir það svo sannarlega að þú gleymdir engum, þú hugsaðir til allra. Fyrir þér voru allir jafn- ir. Þú gafst svo mikið af þér með hlýrri nærveru þinni. Þú varst mikill húmoristi. Það er ógleym- anlegt hvernig þú pikkaðir í mann voðalega lúmskur, laum- aðir einum brandara og glottið sem kom á þig, maður komst aldrei hjá því að hlæja. Þú komst manni alltaf í gott skap, þegar mikið gekk á varstu alltaf glaður og ánægður og sýndir að þú vild- ir að öllum liði vel og ættu góða tíma. Svo má ekki gleyma hversu ákafur áhugamaður um fótbolta þú varst. Þú varst grjótharður Leeds-ari og Víkingsstuðnings- maður, enda voruð þú, Halli og Jón ekkert smá ánægðir þegar við skírðum son okkar Víking Thor. Þessi tvö fótboltalið hafa misst dyggan stuðningsmann. Við eigum afar erfitt með að skilja af hverju þú, svo indæll og hjartahlýr maður sem ert okkur svo mikið, sért tekinn frá okkur svo skyndilega, en þín hafa ef- laust beðið mikilvægari verkefni hinum megin. Við erum í engum vafa um það að afi og Lilli hafi tekið brosandi á móti þér og séu þér samferða. Þú talaðir nú oft um hann Lilla og hvað þú sakn- aðir hans, okkur verður hlýtt við tilhugsunina um að þið séuð nú loksins saman á ný. Guð á himn- um og aðrir í himnaríki eru heppnir að njóta þeirra forrétt- inda að hafa þig hjá sér, hann er einum góðum engli ríkari. Það er svo margs að minnast af manni eins og þér og gætum við haldið endalaust áfram, en þær minn- ingar geymum við í hjörtum okk- ar um ókomna tíð. Við gleymum þér aldrei, elsku Danni, og hlýj- um okkur við tilhugsunina um hvað við eigum nú sterkan verndarengil á himnum. Að lok- um viljum við þakka þér fyrir allt sem þú hefur verið okkur, góða ferð og við sjáumst þegar okkar tími kemur. Við elskum þig. Deyr fé, Deyja frændur, Deyr sjálfur ið sama. En orðstír Deyr aldregi Hvem er sér góðan getur (Úr Hávamálum) Minning þín er mér ei gleymd; mína sál þú gladdir; innst í hjarta hún er geymd, þú heilsaðir mér og kvaddir. (Káinn) Hildigunnur Sif Aðalsteins- dóttir, Ellert Ingi Ellertsson og Víkingur Thor Ellertsson. Þín alltaf mun ég minnast fyrir allt það góða sem þú gerðir, fyrir allt það sem þú skildir eftir, fyrir gleðina sem þú gafst mér, fyrir stundirnar sem við áttum, fyrir viskuna sem þú kenndir, fyrir sögurnar sem þú sagðir, fyrir hláturinn sem þú deildir, fyrir strengina sem þú snertir, ég ætíð mun minnast þín. Elsku Danni. Það er ótrúlegt að hugsa til þess að þú sért farinn. Í gegnum árin höfum við átt saman margar góðar stundir. Þú varst gallharð- ur Víkingur og Leedsari og það fengu allir að vita sem kynntust þér. Þú gerðir það nú samt fyrir okkur Skagamennina að halda með þeim – stundum. Við eigum eftir að hittast síðar og þá mun- um við áfram bera saman bækur okkar um gengi okkar liða í bolt- anum. Fjölskyldu votta ég samúð mína. Minning um góðan dreng lifir. Guðrún (Rúna). Sl. fimmtudag bárust okkur þau skelfilegu tíðindi að Danni væri dáinn langt fyrir aldur fram. Það fer ekki hjá því á sorgleg- um tímamótum sem þessum að ýmislegt sem tengist lífi Danna rifjist upp en hann var alla tíð hinn besti bróðir og mágur. Það var ávallt ánægjulegt að eiga samskipti við Danna. Hann var einstakt ljúfmenni sem vildi öllum vel. Stundum mátti jafnvel halda því fram að góðmennska hans og greiðvikni gengi of langt; hann átti það til að gleyma sjálfum sér, svo umhugað var honum um velferð annarra. Áberandi var hve Danni var barngóður og hafði mikla unun af því að umgangast börn. Hann fylgdist vel með systkinabörnum sínum og þau nutu samvista við hann. Oft mátti sjá hvað hann gladdist innilega þegar hann fékk fréttir af velgengni barnanna hvort heldur sem var á sviði náms, íþrótta eða annarra verkefna sem þau tóku sér fyrir hendur. Þegar nýtt barn fæddist inn í ættina hóf Danni þegar að sýna því áhuga og afla frétta af þroska þess og áfangasigrum. Danni var einlægur íþrótta- unnandi og fylgdist með þeim vettvangi mannlífsins af ákafa. Einkum var það knattspyrna sem átti hug hans og Víkingur í Reykjavík var félagið hans. Hann studdi Víkingana í gegnum súrt og sætt, þegar vel gekk var fagnað innilega en dapurt gengi átti hann erfitt með að sætta sig við. Í enska boltanum var Leeds United liðið sem hann studdi og stuðningur hans var af heilum hug. Nokkrum sinnum hélt hann til Englands til að njóta þess að sjá sína menn leika á Elland Road. Slíkar ferðir voru eftir- minnilegar og það geislaði af honum gleðin þegar hann sagði frá Alla tíð var Danni í sérstak- lega sterku og nánu sambandi við bræður sína, Harald og Jón. Þeir áttu sameiginleg áhugamál og voru allir Víkingar og Leeds- arar. Í hinar eftirminnilegu Leedsferðir fóru þeir bræður saman ásamt Hillý, konu Jóns. Í þeim ferðum og þess utan kom margoft fram hve þeir bræður voru samstiga og hugsuðu vel hver um annan. Á milli þeirra ríkti sannkallað bræðralag. Danni var einungis 51 árs þegar hann kvaddi þessa jarð- vist. Hans verður sárt saknað af mörgum og þá ekki síst börn- unum sem áttu svo oft hug hans allan. Minningin um góðan dreng mun lifa. María og Smári. Kveðja frá Knattspyrnu- félaginu Víkingi Okkur var brugðið er við feng- um fréttir af ótímabæru andláti Daníels Hafsteinssonar. Danni, eins og við öll þekktum hann, var Víkingur í húð og hár og tók virkan þátt í starfi okkar árið um kring. Hann var einn virkasti meðlimurinn í stuðningsmanna- liðinu Berserkjum og fór oft mikinn á leikjum. Oftar en ekki ferðaðist hann um langan veg á útileiki liðsins og yfirleitt í för með bræðrum sínum þeim Jóni Grétari og Haraldi og mágkon- unni Hildigunni. Þá var hann ávallt mættur í getraunakaffið í Víkinni á laugardögum, yfirleitt með fyrstu mönnum og sat lengst. Honum leið vel í Víkinni. Leeds var liðið hans í enska bolt- anum og þeir bræður þekktir sem Leedsbræðurnir enda ástríða þeirra á Leeds síst minni en á Víkingi. Við Víkingar erum fátækari við brotthvarf Danna en vitum að hann mun hvetja okkur sem aldrei fyrr á nýjum stað með öðrum föllnum fé- lögum. Hvíldu í friði, kæri vinur. Móður Daníels, systkinum og öðru skyldfólki sendum við inni- legar samúðarkveðjur og biðjum Guð um að gefa ykkur styrk í sorginni. Haraldur V. Haraldsson, framkvæmdastjóri. Daníel Hafsteinsson HINSTA KVEÐJA Danni frændi var stór hluti af okkar uppvexti og við sitjum eftir með ótal góðar minningar um hann, brandara, grín, jákvæðni og kærleika. Margs að minnast, margs er að sakna. Ástarkveðjur, Ísak og Anja María. Í dag kveðjum við með söknuði vin okkar og bekkjarbróður Lárentsínus Gunnleifsson, einnig oft nefndan Lalli Löggunnar, en það kom til sökum þess að Gunnleifur faðir Lárentsínus Gunnleifsson ✝ LárentsínusGunnleifsson fæddist í Stykk- ishólmi 28. janúar 1965. Hann lést í Reykjavík 8. nóv- ember 2013. Útför Lárents- ínusar var gerð frá Bústaðakirkju 26. nóvember 2013. hans var lögreglu- maður í Stykkis- hólmi á þessum ár- um. Upp í hugann koma góðar minn- ingar frá þeim tíma sem við áttum í Stykkishólmi, efst í huga okkar er hversu góður drengur hann Lalli var, hann var alltaf hress og til í að sprella, en samt alltaf hógvær og kurteis. Hóg- værðin varð þess valdandi að stundum fór frekar lítið fyrir honum Lalla en þegar t.d. kom að því að leika í skemmtiatriðum á árshátíðum skólans stóð ekki á hans framlagi. Er það sumum okkar minnisstætt þegar hann tók það að sér að leika töffarann Björn í ABBA á einni slíkri hátíð og gaf ekki eftir að láta stelp- urnar mascara á sér löngu augn- hárin í tilefni þess. Í dag söknum við þess að hafa ekki alist upp með snjallsíma með myndavél, til að eiga myndir en þess í stað lifa minningarnar í huga okkar. Lalli var einnig góður íþrótta- maður, þá sérstaklega í blaki og körfu og var gott að vera með honum í liði. Hann tók því ekki vel að tapa enda leyndist í hon- um góður keppnismaður sem lagði sig allan fram til að ná sigri, en svo að leik loknum var hóg- værðin og kurteisin aftur búin að ná yfirhöndinni í geðslagi hans. Efst í huga okkar bekkar- systkinanna er þakklæti, að hafa verið þess heiðurs aðnjótandi að hafa alist upp með Lalla í Stykk- ishólmi, hafa átt með honum góð- ar og skemmtilegar stundir. Lalli var einstakur drengur, kurteis, ljúfur og hæglátur og verður hann alltaf í minningu okkar. Nú stígur þú ölduna, kæri sjóbróðir, á nýju skipi og kannar óþekkt mið Seinna verður þér lagt til auka lið Hvíl í friði og sjáumst síðar, kæri bekkjarbróðir. Kæra fjölskylda og aðstand- endur, sendum ykkur okkar dýpstu samúðarkveðjur. Hugur okkar er hjá ykkur og megi guð styrkja ykkur og veita huggun á þessum erfiðu tímum. Kveðja frá bekkjarsystkinum, árgangi 1965, úr Grunnskóla Stykkishólms, Hlíf Berg Gísladóttir og Halldór Kolbeins.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.