Morgunblaðið - 05.12.2013, Blaðsíða 6
BAKSVIÐ
Björn Jóhann Björnsson
bjb@mbl.is
Sjálfstæðisflokkurinn fengi 23,3%
fylgi og Framsóknarflokkurinn
20,1% ef gengið yrði til þingkosninga
nú. Skoðanakönnun Félagsvís-
indastofnunar Háskóla Íslands, sem
gerð var fyrir Morgunblaðið, leiðir
þetta í ljós. Miðað við úrslit kosning-
anna í vor hafa stjórnarflokkarnir
misst samanlagt nærri átta prósentu-
stig, en í kosningunum fékk Sjálf-
stæðisflokkurinn 26,7% atkvæða og
Framsóknarflokkurinn 24,4%.
Samfylkingin fengi nú 15,8% fylgi,
var með 12,9% í kosningunum í vor,
Vinstri græn fengju 14,1% sam-
kvæmt könnuninni en voru með
10,9% í kosningunum.
Í könnuninni sögðust 13,7% ætla að
kjósa Bjarta framtíð, borið saman við
8,2% í apríl sl. Píratar myndu einnig
bæta við sig fylgi, myndu fá 7,7% at-
kvæða nú en fengu 5,1% í kosning-
unum. Dögun myndi fá 1,5% en önnur
framboð samanlagt 3,8%. Það eru
Hægri grænir (0,9%), Húm-
anistaflokkurinn (0,9%), Flokkur
heimilanna (0,6%), Regnboginn
(0,5%), Lýðræðisvaktin (0,3%) og
Landsbyggðarflokkurinn (0,3%). Af
þessum framboðum er mesta breyt-
ingin frá kosningum hjá Flokki heim-
ilanna, sem fékk 3% atkvæða í vor.
Sturla Jónsson og Alþýðufylkingin,
sem voru með lista í síðustu kosn-
ingum, komust ekki á blað.
Framsókn skýst upp
Félagsvísindastofnun gerði einnig
stóra könnun á fylgi flokka í nóv-
ember sl., nokkru áður en aðgerðir
stjórnvalda í skuldamálum voru
kynntar. Þá voru niðurstöður að
mörgu leyti svipaðar hjá flestum
flokkum, að Framsóknarflokknum
undanskildum, sem þá fékk aðeins
13,2% atkvæða. Á nokkrum vikum
bætti flokkurinn því við sig um sjö
prósentustigum samkvæmt könn-
uninni sem gerð var í byrjun vik-
unnar.
Að þessu sinni var spurt út í fylgi
flokka samhliða könnun sem gerð var
meðal kjósenda í kjölfar kynningar
ríkisstjórnarinnar á tillögum um
skuldaleiðréttingar um síðustu helgi.
Könnunin fór fram dagana 2. til 3.
desember sl. Var hún send á 1.950
manns og svar barst frá 811 manns,
eða 42% úrtaksins. Þar af tók 651 af-
stöðu til flokkanna sem voru í kjöri í
síðustu þingkosningum. Því voru alls
160 óákveðnir, ætluðu ekki að kjósa,
myndu skila auðu eða ógildu. Afstaða
til flokkanna var ekki greind frekar
þar sem um bakgrunnsspurningu var
að ræða í spurningum um skuldaað-
gerðapakka stjórnvalda.
Samkvæmt upplýsingum frá Fé-
lagsvísindastofnun er úrtakið ekki
nægjanlega stórt til að reikna út
fjölda þingmanna eftir núverandi
kjördæmaskiptingu. Fjöldi þing-
manna í meðfylgjandi töflu er því
miðað við landið sem eitt kjördæmi
og þá flokka sem fengu meira en 5%
fylgi. Því ber að taka fjölda þing-
manna með fyrirvara. Þannig telur
Félagsvísindastofnun líklegt að
Framsóknarflokkurinn fengi fleiri en
13 þingmenn þar sem hann var með
mikið fylgi á landsbyggðinni í síðustu
kosningum.
Stjórnarandstaðan bætir við sig
Stjórnarflokkarnir hafa misst samanlagt nærri átta prósentustig frá síðustu þingkosningum
Mikil breyting á fylgi Framsóknarflokksins frá könnun Félagsvísindastofnunar í nóvember
Píra
tar
Fylgi stjórnmálaflokka á landsvísu
samkvæmt könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið 2.-3. desember 2013
Bjö
rt f
ram
tíð
Önn
ur
fram
boð
Svör alls: 811
Svarhlutfall: 42%
Nefndu einhvern flokk: 651
Veit ekki: 49
Myndu skila auðu/ógildu:37
Myndu ekki að kjósa: 10
Vilja ekki svara: 64
Fjöldi þingmanna,
eftir síðustu kosningar.
Niðurstöður kosninga 2013 Fylgi skv. könnun í nóv. 2013 Fylgi ef kosið væri nú
Fjöldi þingmanna,
væri gengið til kosninga nú.*
Sam
fylk
ing
Vin
stri
-græ
n
Fra
ms
ókn
arfl
.
Sjá
lfst
æð
isfl.
Dög
un
19 16 19 13 9 11 7 9 6 9 3 5
26
,7
%
24
,1
%
24
,4
%
13
,2
%
12
,9
%
17
,6
%
10
,9
%
15
,2
%
8,
2%
15
,7
%
5,
1%
7,
3%
3,
1%
2,
1% 8
,7
%
4,
8%
* Ekki miðað við kjördæmaskiptingu heldur eitt landskjördæmi, og reiknað út frá flokkummeð meira en 5% fylgi.
23
,3
%
20
,1
%
15
,8
%
14
,1
%
13
,7
%
7,7
%
1,
5% 3
,8
%
Ánægja
með aðgerðir
» Félagsvísindastofnun
spurði að þessu sinni að-
allega um afstöðu kjósenda
til aðgerða ríkisstjórnarinnar
í skuldamálum.
» Eins og fram kom í
blaðinu í gær var rúmur
helmingur svarenda mjög
eða frekar ánægður með að-
gerðirnar.
» Einnig var spurt hvort að-
gerðirnar hefðu mikil áhrif á
fjárhagsstöðu fólks og þá
töldu 65% áhrifin lítil eða
engin. Lítill munur var á af-
stöðu kynjanna.
„Mér finnst allt þetta mál Fjármálaeftirlitinu til há-
borinnar skammar og löngu tímabært að þeir alla vega
biðji mig afsökunar,“ segir Ingólfur Guðmundsson.
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt FME til að
greiða Ingólfi sjö milljónir króna vegna fjártjóns og
eina milljón í miskabætur vegna þeirrar ákvörðunar
að hann uppfyllti ekki hæfisskilyrði
til að gegna starfi framkvæmda-
stjóra Lífeyrissjóðs verkfræðinga.
Ákvörðun FME byggðist á því að
fyrrverandi starfsferill Ingólfs hjá
Íslenska lífeyrissjóðnum hefði verið
með þeim hætti að ekki væri tryggt
að hann gæti gegnt starfi fram-
kvæmdastjóra Lífeyrissjóðs verk-
fræðinga á forsvaranlegan hátt.
Ingólfur taldi að FME hefði vald-
ið honum fjártjóni og miska með
ólögmætri ákvörðun um að víkja
honum úr starfi og með opinberri umfjöllun um
ákvörðunina, en hún var felld úr gildi með dómi Hér-
aðsdóms Reykjavíkur 5. janúar 2012. Í þeim dómi kom
fram að ákvörðun FME hefði ekki aðeins verið haldin
formannmarka, með því að brotið var gegn mikilvægri
öryggisreglu í stjórnsýslurétti, heldur áttu tvær af
þremur efnisforsendum ákvörðunarinnar ekki við rök
að styðjast. Auk þess voru gerðar athugasemdir við
þriðju efnisforsenduna.
Héraðsdómur komst að þeirri niðurstöðu að FME
bæri skaðabótaábyrgð á ákvörðun sinni og vegna
fréttar á heimasíðu sinni 12. apríl 2011, þar sem gefið
var í skyn að Ingólfur sætti sakamálarannsókn hjá
sérstökum saksóknara, en sú var ekki raunin. Þá taldi
dómari vafalaust að Ingólfur hefði orðið fyrir fjártjóni
vegna ákvörðunarinnar.
„Ég tel þetta mikinn sigur og mikla viðurkenningu á
að ég var beittur órétti,“ segir Ingólfur en það sé ein-
stakt að aðili á borð við FME sé dæmdur til að greiða
bæði skaðabætur og miskabætur. Hann segir að í
dóminum sé fallist á öll þau atriðið sem hann hafi
gagnrýnt.
„Dómarinn tekur sérstaklega fram að ég væri senni-
lega enn í sama starfi ef þessi valdníðsla hefði ekki átt
sér stað. Og nú er kannski aðalspurningin hver ætlar
að axla ábyrgð í þessu máli gagnvart mér,“ segir hann.
holmfridur@mbl.is
Vill afsökunarbeiðni og spyr hver ætli að axla ábyrgð
FME dæmt til að greiða
Ingólfi 8 milljónir
Ingólfur
Guðmundsson
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. DESEMBER 2013
tofrandi jolagjafir
Kringlan 4-12 | s. 577-7040 • loccitane.com
Jólatilboð: 6.350 kr.
Andvirði: 7.910 kr.
Handkrem 30 ml - 1.250 kr | Ilmsápa 50 g - 600 kr.
Sturtusápa 250 ml - 2.230 kr. | Húðmjólk 250 ml - 3.830 kr.
.. ‘
CHERRY BLOSSOM GJAFAKASSI
Ánægja kjósenda stjórnarflokk-
anna, Sjálfstæðisflokks og Fram-
sóknarflokks, með tillögur ríkis-
stjórnarinnar um leiðréttingar
skulda er mun meiri en þeirra sem
myndu kjósa aðra flokka. Sam-
kvæmt könnun Félagsvísindastofn-
unar um afstöðu til tillagnanna,
sem sagt var frá í blaðinu í gær,
eru 48% kjósenda Framsókn-
arflokks mjög ánægð og 44%
frekar ánægð. Aðeins 2% fram-
sóknarmanna eru mjög óánægð
með tillögurnar. Af kjósendum
Sjálfstæðisflokksins eru 34%
mjög ánægð og 47% frekar
ánægð.
Innan raða kjósenda Bjartrar
framtíðar reyndust 34% mjög eða
frekar ánægð, 20% hjá kjósendum
Samfylkingar og 18% hjá VG.
Svipaða sögu er að segja um af-
stöðu til þess hvort aðgerðaáætl-
un stjórnvalda myndi hafa mikil
eða lítil áhrif á fjárhaginn. Þar eru
kjósendur stjórnarflokkanna já-
kvæðari en aðrir, hóflega þó. Um
25% framsóknarmanna telja áætl-
unina hafa mjög eða frekar mikil
áhrif og 19% sjálfstæðismanna, en
t.d. aðeins 2% samfylkingarfólks.
Ánægjan mest innan stjórnarflokkanna
AFSTAÐA TIL TILLAGNA STJÓRNVALDA UM LEIÐRÉTTINGU SKULDA
Aðgerðir Bjarni Benediktsson og Sigmundur Davíð kynna tillögurnar.
Morgunblaðið/Ómar
Morgunblaðið/Styrmir Kári
FME „Nú er kannski aðalspurningin hver ætlar að axla
ábyrgð í þessu máli gagnvart mér,“ segir Ingólfur.