Morgunblaðið - 11.04.2014, Síða 1
Stofnað 1913 86. tölublað 102. árgangur
F Ö S T U D A G U R 1 1. A P R Í L 2 0 1 4
SÖGULEGUR
FYRSTI SIGUR Á
MÓTI BELGÍU
PÁSKAEGG,
MATUR, FERÐIR
OG HÁTÍÐ
DAGBÓK JAZZ-
SÖNGVARANS
FRUMSÝND
32 SÍÐNA PÁSKABLAÐ ÞURFTI AÐ SLEPPA 38SILFURVON Á HM ÍÞRÓTTIR
Sótt hefur ver-
ið um leyfi til
Matvælastofn-
unar fyrir til-
raunaræktun á
skelfiski í Skerja-
firði. Áhersla
yrði lögð á blá-
skel eða kræk-
ling og hún rækt-
uð í búrum og er sótt um leyfi til
tveggja ára.
„Spurningarnar sem við þurfum
að fá svör við eru hvort þetta sé
yfirleitt framkvæmanlegt og hvort
svæðið sé nógu hreint til þessa eld-
is,“ segir Davíð Freyr Jónsson,
framkvæmdastjóri Arctic Seafood,
sem stendur að umsókninni. »12
Vilja reyna ræktun á
bláskel í Skerjafirði
Vel á annan milljarð
» Kostnaður vegna starfa
Rannsóknarnefndar Alþingis
um sparisjóðina er rúmlega
600 milljónir króna og er
launakostnaður 355 milljónir.
» Samanlagður kostnaður við
þrjár rannsóknarnefndir Al-
þingis vegna sparisjóða, Íbúða-
lánasjóðs og bankahrunsins er
vel á annan milljarð króna.
Baldur Arnarson
Vilhjálmur A. Kjartansson
Áhættusöm útlán til einkahlutafélaga
og skyldra félaga og gríðarleg lántaka
í erlendri mynt eru meginástæður
þess að sparisjóðirnir féllu við efna-
hagshrunið haustið 2008.
Þetta kemur fram í skýrslu Rann-
sóknarnefndar Alþingis um spari-
sjóðina en lesa má út úr umfjölluninni
að grunnrekstur sjóðanna hafi hvílt á
veikum stoðum talsvert fyrir hrunið.
Sjóðirnir lánuðu mikið til verkefna í
fasteignageiranum og sóttu í erlent
lánsfé sem var svo endurlánað. Þeir
lánuðu til hlutabréfakaupa og þá
gjarnan með veðum í umræddum fé-
lögum. Dæmi voru um að sparisjóð-
irnir lánuðu fé til kaupa á stofnfé í
sparisjóðunum og voru stofnfjárbréf-
in þá höfð að veði. Arður greiddist af
varasjóði og gekk arðgreiðslan því á
sjóðina. Veikti þetta undirstöður sjóð-
anna sem höfðu þegar upp er staðið
breyst í fjárfestingarbanka.
Þeir riðuðu loks til falls þegar halla
tók undan fæti hjá félögum sem lánað
var til og þegar erlend lán tóku að
hækka mikið í krónum, í kjölfar þess
að gengi krónunnar gaf eftir.
Tap ríkissjóðs vegna endurfjár-
mögnunar sparisjóðanna er sagt tæp-
lega 35 milljarðar. Þá er óljóst um
endurheimtur 215 milljarða króna
kröfu ríkissjóðs á hendur þrotabúi
Sparisjóðabankans.
Einar K. Guðfinnsson, forseti Al-
þingis, tók við skýrslunni í gær sem er
tæpar 1.900 blaðsíður. Þingmenn hafa
því ekki haft færi á að kynna sér ít-
arlega innihaldið. Guðlaugur Þór
Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðis-
flokksins, telur þó skýrsluna staðfesta
gagnrýni hans á síðasta kjörtímabili.
Eftirlitsstofnanir hafi brugðist.
MÁhættusækni »16-17
Áhættan veikti sjóðina
Skýrsla Rannsóknarnefndar Alþingis um sparisjóðina sýnir mikla áhættusækni
Lántökur grunnur að örum vexti Grunnrekstur hvíldi í lokin á veikum stoðum
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Skýrslan kynnt Frá vinstri: Nefndarmennirnir Bjarni Frímann Karlsson, Tinna Finnbogadóttir og Hrannar Hafberg, formaður nefndarinnar.
Morgunblaðið/Þorkell
Kokkar Verkefnin eru næg en þörf
er talin fyrir fleiri matreiðslumenn.
Mikil eftirspurn er eftir matreiðslu-
mönnum og þjónum til starfa hjá fyr-
irtækjum í ferðaþjónustu. Hefur eft-
irspurnin haldist í hendur við fjölgun
ferðamanna til landsins en framboð
á menntuðu starfsfólki ekki aukist að
sama skapi.
„Vöxturinn í ferðaþjónustunni er
það ör að innviðirnir hafa ekki náð að
fylgja eftir. Það á við bæði um mat-
reiðslumenn og ekki síður í þjón-
ustustörfum veitingahúsa,“ segir
Hafliði Halldórsson, formaður
Klúbbs matreiðslumeistara, en víða
um land er erfitt að manna stöður í
veitingarekstri með menntuðu fag-
fólki. Þó að ástandið sé betra á höf-
uðborgarsvæðinu segir Hafliði að
þar sé einnig „slegist um besta fólk-
ið“. Hann telur nauðsynlegt að efla
menntunina enn frekar og fjölga
námstækifærum.
Baldur Sæmundsson, áfangastjóri
hótel- og matvælagreina í MK, segir
að skólinn hafi verið í góðu samstarfi
við atvinnulífið og þrátt fyrir fjölgun
nemenda sé enn hægt að bæta við.
Góð aðstaða sé fyrir hendi en hún sé
þó í endurnýjun og einnig þurfi að
bæta við kennurum. »6
Slegist um matreiðslumenn
Mikil eftirspurn í ferðaþjónustu eftir kokkum og þjónum
Útgjöld
Reykjavík-
urborgar til
menningarmála
á þessu ári eru
vel á fjórða millj-
arð króna. Í
fréttaskýringu í
dag segir að
stærsti hlutinn sé
vegna styrkja og
samstarfssamn-
inga. Af einstökum borgarstofn-
unum er Borgarbókasafnið dýrast,
kostar rekstur þess 622 milljónir á
þessu ári. »18
Menningin kostar
vel á fjórða milljarð
Menning Bókabíll-
inn er vinsæll.
Landsbankinn hefur slitið formlegu
söluferli á 99,9% hlut bankans í
verktakafyrirtækinu Ístaki. Var
öllum tilboðum sem bárust hafnað.
Að sögn Kristjáns Kristjáns-
sonar, upplýsingafulltrúa Lands-
bankans, voru þau verðtilboð sem
bárust „vel fyrir neðan“ það sem
Landsbankinn taldi viðunandi.
Kolbeinn Kolbeinsson, fram-
kvæmdastjóri Ístaks, segir að þessi
niðurstaða breyti litlu fyrir starf-
semi Ístaks. „Við erum ánægðir
með að söluferlinu sé lokið í bili og
munum sem fyrr einbeita okkur að
því að reka fyr-
irtækið eftir
bestu getu.“
Landsbankinn
eignaðist Ístak
þegar Phil &
Søn, móðurfélag
Ístaks, var tekið
til gjald-
þrotaskipta í lok
ágúst 2013. Hlut-
ur Landsbankans
var í kjölfarið settur í söluferli og í
janúar sl. var greint frá því að
fimmtán tilboð hefðu borist. »21
Landsbankinn hafnaði
öllum tilboðum í Ístak
Kolbeinn
Kolbeinsson
Vorið 2016 er
fyrirhugað að
opna nýtt hótel
með 70-80 her-
bergjum á lóðum
17 og 19 við
Hafnarstræti í
Reykjavík. Hót-
elið verður í fjór-
um tengdum hús-
um og verða nýbyggingar að mestu
Tryggvagötumegin. Thomsen-hús
við Hafnarstræti 17 verður gert
upp og verður hluti af hótelinu.
Rammagerðin, sem er á lóð númer
19, verður á jarðhæð hótelsins. »4
Nýtt hótel í Hafnar-
stræti í rekstur 2016