Morgunblaðið - 11.04.2014, Qupperneq 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. APRÍL 2014
20% afsláttur
Fæst án lyfseðils.
Lesið leiðbeiningar í fylgiseðli vandlega fyrir notkun.
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson ritstjorn@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is
Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Vilhjálmur A. Kjartansson
vilhjalmur@mbl.is
Borgarráð felldi í gær tillögu Sjálf-
stæðisflokksins um að íþróttafélagið
Fylkir fengi 7,8 milljóna króna styrk
til að ljúka við kaup og uppsetningu
sæta í áhorfendastúku félagsins.
Þess í stað var samþykkt að veita fé-
laginu 4 milljóna króna styrk til að
klára verkefnið en það mun ekki
duga til að ljúka uppsetningunni, að
sögn Björns Gíslasonar, formanns
Fylkis. „Reykjavíkurborg styrkir
okkur við byggingu stúkunnar en sá
styrkur er innan við helmingurinn af
heildarkostnaði framkvæmdarinnar.
Okkur finnst það sérkennilegt í ljósi
þess að hingað til hefur verið í gildi
svokölluð 80/20 regla þar sem borgin
stendur undir 80 prósentum kostn-
aðarins og íþróttafélögin fjármagna
hin 20 prósentin,“ segir Björn. Fylk-
ir hefur neyðst til þess að fara út í
byggingu áhorfendastúku en sam-
kvæmt alþjóðlegum reglum sem KSÍ
er bundið af verða öll félög í efstu
deild að vera með áhorfendastúku
sem uppfyllir ákveðin skilyrði eins
og að á henni sé þak og sæti fyrir
1.200 manns.
„Fylkir hefur verið á undanþágu
frá KSÍ en nú er komið að því að við
verðum að byggja stúku við keppn-
isvöllinn okkar og það kostar okkur
um 200 milljónir. Þrátt fyrir styrk
frá borginni og KSÍ þarf félagið að
leggja út bróðurpartinn sjálft,“ segir
Björn, en nú þegar hefur Fylkir lagt
út 42 milljónir.
Gert að byggja stúku en
fá einungis helming í styrk
Íþróttafélagið Fylkir þarf að greiða bróðurpartinn sjálft
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Styrkur Fylkir fær ekki það sem
þarf til að ljúka stúkubyggingu.
Netöryggissveit
til lögreglunnar
Viðar Guðjónsson
vidar@mbl.is
Fyrir Alþingi liggur frumvarp um
að netöryggissveit, sem hefur verið
starfrækt af Póst- og fjarskipta-
stofnun, PFS, frá árinu 2011, verði
færð til ríkislögreglustjóra. Verður
hún hluti af almannavarnadeild
embættisins frá og með 1. sept-
ember fái frumvarpið samþykki.
Fram kemur í athugasemdum við
frumvarpið að hvati að breyting-
unum sé sá öryggisbrestur sem átti
sér stað hjá fjarskiptafyrirtækinu
Vodafone á síðasta ári.
Í minnisblaði Páls Ásgrímssonar
lögmanns, sem hefur sérhæft sig í
fjarskipta- og samkeppnisrétti, til
innanríkisráðuneytisins kemur fram
að tvíþætt hlutverk netöryggissveit-
arinnar geti valdið hagsmuna-
árekstrum. Annars vegar er hlut-
verkið að hafa almennt eftirlit með
fjarskiptafyrirtækjum og hins veg-
ar að sinna þjónustuhlutverki við
sömu aðila og aðra sem gera þjón-
ustusamninga við netöryggissveit-
ina.
Jafnframt kemur fram að þörf sé
á netöryggissveit sem sinni net- og
upplýsingaöryggi stjórnvalda.
Tekur ráðuneytið undir að hlut-
verk netöryggissveitarinnar snúi
einkum að þjónustu við fjarskipta-
fyrirtæki á sviði net- og upplýsinga-
öryggis sem fari ekki endilega vel
saman við eftirlitshlutverk PFS við
að framfylgja fjarskiptaregluverk-
inu. Þá segir að netöryggisdeild hjá
ríkislögreglustjóra sé í anda fyr-
irkomulags sem þekkist erlendis.
Hún gefi betri möguleika á að sam-
hæfa skipulagningu viðbúnaðar og
viðbragða vegna öryggisatvika sem
snerta net- og upplýsingakerfi, at-
vika sem kunna að hafa áhrif langt
utan þeirra kerfa sem sveitinni var
upphaflega ætlað að fylgjast með.
Vodafone-málið hvati að breytingum
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Ríkislögreglustjóri Til stendur að
færa netöryggissveit til ríkislög-
reglustjóra í september.
Viðar Guðjónsson
Hjörtur J. Guðmundsson
Hóflega áætlað verður ríkið af um 8 millj-
arða króna skatttekjum vegna undanskota
gististaða frá virðisaukaskatti. Eru það um
17% af heildarveltu gististaða í landinu.
Þetta kemur fram í drögum að skýrslu sem
Rannsóknarmiðstöð atvinnulífsins á Bifröst
vinnur fyrir Samtök ferðaþjónustunnar og
kynnt var á aðalfundi samtakanna í gær.
Vinnu við hana lýkur í lok mánaðar.
Gera má ráð fyrir að hluti þeirra sem
stunda svarta starfsemi af þessu tagi sé með
tilskilin leyfi og borgi til að mynda fast-
eignaskatt af atvinnustarfsemi en gefi hins
vegar mögulega ekki upp alla veltu til
skattútreikninga.
Ennfremur segir í skýrslunni að nokkrir
kerfislægir þættir skapi hvata til skattsvika.
Til að mynda lágt frítekju-
mark námsmanna sem og
meiri eftirspurn eftir en
framboð á námsmönnum
og bótaþegum yfir sum-
artímann. Hækkun á frí-
tekjumarki námsmanna
eða breyting á atvinnu-
leysistryggingakerfinu
gæti hins vegar bætt úr
málum.
Grímur Sæmundsen,
forstjóri Bláa lónsins, var kjörinn fram-
kvæmdastjóri SAF á fundinum með um 55%
atkvæða en Þórir Garðarsson, stjórnarfor-
maður Iceland Excursions, fékk 45% at-
kvæða. Grímur telur að eitt af verkefnum
SAF sé að vinna með stjórnvöldum að því að
útrýma svartri atvinnustarfsemi. „Á fundi
Samtaka atvinnulífsins sem fram fór í gær
(fyrradag), þar sem greindar voru hag-
stærðir í ferðaþjónustu, kom fram að miðað
við kortaveltu erlendra ferðamanna hafa
skatttekjur ekki haldist í hendur við aukin
umsvif. Þessi skýrsla staðfestir klárlega að
vandamálið er til staðar,“ segir Grímur.
Úrbætur þarfar fyrir
ímynd greinarinnar
Hann segir að málið sé litið alvarlegum
augum. Mikilvægt sé fyrir ímynd grein-
arinnar að menn sjái sér ekki hag í því að
stunda svarta atvinnustarfsemi. „Í okkar at-
vinnugrein líkt og mörgum öðrum eru marg-
ir smáir atvinnurekendur og einyrkjar. Þeg-
ar menn eru að reka hlutina fyrir sjálfa sig í
mjög smáum stíl, þá eru meiri líkur á því að
menn geri hlutina á einfaldan hátt fremur
en að lúta öllum reglum. En að sama skapi
þarf að einfalda regluverk og skattaum-
hverfi ferðaþjónustunnar þannig að menn
sjái ávinning í því að hafa sína atvinnu-
starfsemi uppi á yfirborðinu,“ segir Grímur.
17% af veltunni skotið undan
Ríkið verður að lágmarki af um 8 milljörðum vegna vangreidds virðisaukaskatts gististaða Grímur
Sæmundsen, nýkjörinn formaður SAF, telur að einfalda þurfi skattkerfið Samstarf við stjórnvöld
Morgunblaðið/Styrmir Kári
Aðalfundur Fjölmenni mætti á aðalfund Sam-
taka ferðaþjónustunnar sem fram fór í gær.
Grímur
Sæmundsen
Á morgun lýkur þingi alþjóðlegu samtakanna Spirit of
Humanity Forum, SoH Forum, sem hófst í Reykjavík í
gær. Samtökin eru alþjóðlegur samstarfsvettvangur
leiðtoga á ýmsum sviðum, m.a. stjórnmála, viðskipta og
menntunar, sem vilja auka kærleika og samhygð í
stjórnarháttum. Þingið er haldið í Hörpu, það sækja á
þriðja hundrað manns og í gær stigu þátttakendur
saman dans undir fjörugum trumbuslætti.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Dansað af kærleika og samhygð
Leiðtogar á ýmsum sviðum víða að úr heiminum halda þing í Hörpu