Morgunblaðið - 11.04.2014, Qupperneq 4
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. APRÍL 2014
Brynjólfur Þorkelsson
Framkvæmdastjóri
binni@remax.is
Sylvía GWalthersdóttir
Löggiltur fasteignasali
sylvia@remax.is
„...veittu mér framúrskarandi
þjónustu í alla staði“
„Katrín heiti ég. Þau hjónin Binni og Sylvía sáu um
að selja húsið mitt sumarið 2013 og veittu mér
framúrskarandi þjónustu í alla staði. Haldið var
opið hús þar sem þau sáu um að bjóða fólkið
velkomið og fylgdu opna húsinu svo eftir
en það leiddi til sölu sem allir voru sáttir við.
Ég mæli hiklaust með þessum sætu hjónum“
820 8080 Hringdu núna ogpantaðu frítt söluverðmat
Ágúst Ingi Jónsson
aij@mbl.is
Stefnt er að því að framkvæmdir
hefjist í sumar við nýtt hótel á lóð-
unum númer 17 og 19 við Hafn-
arstræti og að hótelið taki til starfa
eftir tvö ár, þ.e. vorið 2016. Í þessu
fjögurra stjörnu hóteli verða 70-80
herbergi í háum gæðaflokki og má
áætla að kostnaður við framkvæmd-
irnar geti numið um tveimur millj-
örðum króna.
Í hjarta borgarinnar
Það er Skúli Gunnar Sigfússon,
oft kenndur við Subway-veitinga-
staðina, og félög á
hans vegum sem
eiga lóðir og
mannvirki á reit-
unum og standa
að fram-
kvæmdum. „Hót-
elið verður á ein-
stökum stað í
hjarta borg-
arinnar og þarna
verður vandað til
verka,“ segir
Skúli í samtali við Morgunblaðið.
Hann segir að nú séu í gangi við-
ræður við innlenda aðila um rekstur
hótelsins.
Unnið er að útfærslu teikninga í
framhaldi af deiliskipulagsteikn-
ingum, sem samþykktar voru síð-
asta haust, en ásýnd Hafnarstrætis
á ekki að breytast. Að sögn Skúla er
miðað við að byrja á framkvæmdum
í sumar ef undirbúningur, leyfisveit-
ingar og annað slíkt gengur vel.
Gengið í gegnum Kolasund
Hótelið verður í raun í fjórum
húsum, sem verða samtengd. Inn-
gangurinn verður í Kolasundi, á milli
húsa 17 og 19, sem lá niður að höfn-
inni. Mögulega verður gönguleið eft-
ir sundinu í gegnum húsin.
Rammagerðin leigir versl-
unarrými í húsi númer 19 og verður
ekki breyting á því með tilkomu hót-
elsins. Skúli segir að starfsemi
Rammagerðarinnar passi vel inn í
hótelreksturinn og frekar verði rými
fyrirtækisins stækkað en að þrengt
verði að því. Einnig verður veitinga-
staður á jarðhæð hótelsins.
Byggt Tryggvagötumegin
Húsið á lóðinni númer 17 var
byggt árið 1900 og er því friðað.
Thomsen kaupmaður eignaðist hús-
ið árið 1902 og er það gjarnan kennt
við hann, en margvísleg starfsemi
hefur farið þar fram. Það verður
gert upp í samræmi við upprunalegt
útlit í samvinnu við Minjastofnun og
borgarminjavörð.
Skúli segir að undirbúningur að
þeirri vinnu sé þegar hafinn og verði
þetta gamla hús hluti af hótelinu. Á
lóðinni rís nýtt fjögurra hæða hús
með kjallara innan byggingarreits-
ins Tryggvagötumegin.
Friðað hús hluti af hótelinu
Húsið á lóðinni númer 19 var
byggt árið 1925 og verður nýtt fjög-
urra hæða hús byggt á reitnum sem
snýr að Tryggvagötu. Þá verður
byggt hús á horninu og mjókkar það
í átt að Lækjargötu. Þegar er farið
að tala um húsið sem fyrsta „strau-
járnshús“ landsins.
Húsnæðið, þar sem leigubílastöð-
in City Taxi er til húsa, verður rifið.
Framkvæmdir eru hafnar við
breytingar á Pósthússtræti og verða
gangstéttir m.a. breikkaðar. Fyr-
irhugað er að lítið torg verði á horni
Pósthússtrætis og Tryggvagötu fyr-
ir framan pylsustaðinn þar sem bæj-
arins bestu hafa verið seldar í ára-
tugi. Fyrirhugaðar hótelfram-
kvæmdir tengjast ekki húsinu á
horni Hafnarstrætis og Póst-
hússtrætis, sem byggt var árið 1898.
Þar hefur veitingastaðurinn Hornið
verið starfræktur frá 1979.
Hótelbygging Straujárnshúsið fremst á myndinni, en ásýnd Hafnarstrætis
á ekki að breytast mikið að öðru leyti. Stuðst er við deiliskipulagsteikningu.
Nýtt hótel í Hafnarstræti
70-80 herbergi í nýjum húsum og gömlum Opnar vorið 2016 Fyrsta „straujárnshús“ landsins
„ Þarna verður vandað til verka,“ segir Skúli Sigfússon í Subway sem stendur að verkefninu
Tölvumynd/THG-arkitektar
Frá Tryggvagötu Mikil breyting verður á götumyndinni við Tryggvagötu
og byggingar rísa að mestu þeim megin. Fremst er torg við Bæjarins bestu.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Verslun og veitingahús Byggingareiturinn er í hjarta miðborgarinnar og
verður Rammagerðin áfram á jarðhæðinni, en einnig veitingastaður.
Skúli Gunnar
Sigfússon
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
„Við sjáum tækifæri hér í æfinga-
og kennsluflugi. Flugskólar gætu
átt heima hér,“ segir Ásta Stef-
ánsdóttir, framkvæmdastjóri
Sveitarfélagsins Árborgar. Til at-
hugunar er að byggja flugvöllinn á
Selfossi upp þannig að hann geti
tekið við hluta af þeirri starfsemi
sem hverfa mun frá Reykjavík-
urflugvelli ef þrengt verður meira
að starfseminni þar. Á skipulagi
er gert ráð fyrir að hægt sé að
byggja íbúðarhús við flugvöllinn,
með flugskýlum í stað bílskúra.
Selfossflugvöllur er í eigu Flug-
klúbbs Selfoss. Hann er við Ölf-
usá, sunnan Selfoss. Byggt hefur
verið í nágrenni hans og fleiri
hverfi á skipulagi. Um tíma var
hugmyndin að leggja hann af en
Þórir Tryggvason, gjaldkeri flug-
klúbbsins, segir að tekist hafi að
festa hann í skipulagi.
Höfum það sem vantar
Forsvarsmenn flugklúbbsins
hafa farið á fund bæjarráðs Ár-
borgar og kynnt hugmyndir sínar
um uppbyggingu vallarins. Þeir
hafa einnig verið að laga völlinn
til. Þar eru malarbrautir en búið
að græða upp aðra flugbrautina og
helming hinnar. „Við erum að
horfa til framtíðar og viljum efla
og styrkja völlinn,“ segir Þórir og
bendir á að þar sé hægt að bjóða
upp á þjónustu sem verið sé að
þrengja að á Reykjavíkurflugvelli.
„Við höfum það sem vantar,“ segir
Þórir.
Einkum er verið að ræða um
kennslu- og æfingaflug en jafn-
framt almennt einkaflug. Bæj-
arráð hefur einnig fengið á sinn
fund fulltrúa Isavia sem annast
rekstur flugvalla í landinu og
Flugmálafélags Íslands.
„Við bíðum hér með opinn faðm-
inn,“ segir Ásta Stefánsdóttir,
framkvæmdastjóri Árborgar, um
hugsanleg tækifæri við uppbygg-
ingu í fluginu. Hún segir að verið
sé að undirbúa breytingu á að-
alskipulagi, þar sem gert yrði ráð
fyrir kennsluflugi. Gera þurfi
hljóðkort og aðra tæknivinnu til
að meta áhrif aukinnar umferðar á
íbúðabyggð í nágrenninu. Þá sé
verið að skoða kostnað við að
leggja bundið slitlag á flugbraut.
Kostnaðurinn ræðst af lengd
brautar og breidd en hleypur alla-
vega á tugum milljóna króna.
Þverpólitísk samstaða er um
verkefnið. „Við sjáum þetta sem
hluta af tækifærum sveitarfé-
lagsins í atvinnumálum. Þjónusta
sem fyrir er myndi njóta góðs af
ef flugvöllurinn yrði meira not-
aður,“ segir Ásta.
Flogið heim í hlað
Skipulagt hefur verið svæði fyr-
ir flugskýli fyrir 30 til 40 flug-
vélar, til viðbótar þeim sem fyrir
eru, og svæðið er tilbúið til upp-
byggingar. Þá hefur verið tekið
frá svæði fyrir íbúðarhús alveg við
flugvöllinn þar sem unnt er að
bjóða flugáhugafólki að byggja
íbúðarhús með flugskýli í stað bíl-
skúrs. Þá gætu flugmennirnir
rennt á flugvélinni heim í hlað eft-
ir flugið. Ásta tekur fram að ekki
sé búið að leggja götur og lagnir
að þessum lóðum.
Kennsluflugið velkomið
Morgunblaðið/Sigmundur Sigurgeirsson
Selfossflugvöllur Til athugunar er að byggja upp flugvöllinn á Selfossi svo
hann geti hugsanlega tekið við kennslu og æfingaflugi auk einkaflugs.
Kristín Ingólfsdóttir, rektor Há-
skóla Íslands, telur að háskólakerf-
ið hér á landi sé allt of flókið. Hag-
kvæmast væri, bæði til að spara
peninga og til að styrkja vísinda-
kerfið, að sameina krafta stærstu
stofnananna.
Í viðtali við Stúdentablaðið, sem
kom út í gær, segir hún það jafn-
framt valda sér gríðarlegum von-
brigðum ef ekkert verði af samein-
ingu Landbúnaðarháskólans og HÍ.
Hún segir að hingað til hafi ekki
verið vilji til þess að sameina Há-
skólinn í Reykjavík og Háskóla Ís-
lands, meðal annars vegna þess að
fólk hafi viljað hafa ákveðna sam-
keppni milli stofnana.
Sameining HÍ og HR hagkvæmasti kost-
urinn að mati rektors Háskóla Íslands