Morgunblaðið - 11.04.2014, Page 6

Morgunblaðið - 11.04.2014, Page 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. APRÍL 2014 flottir í flísum Stórhöfða 21 | sími 545 5500 | flis.is Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt breskan karlmann á 28. aldurs- ári í 5 ára fangelsi fyrir að hafa orðið fimm mánaða gamalli dóttur sinni að bana 17. mars 2013. Þá var honum gert að greiða íslenskri móður barns- ins 3 milljónir króna í bætur vegna þess miska sem hún varð fyrir. Scott James Carcary var ákærður fyrir stórfellda líkamsárás með því að hrista dóttur sína svo harkalega að hún hlaut blæðingu í heila sem leiddi til dauða hennar. Samkvæmt því sem kom fram við aðalmeðferð málsins fór móðir barns- ins til nokkurra klukkustunda vinnu rétt fyrir kl. sex sunnudaginn 17. mars 2013. Eftir rúma klukkustund leitaði Scott James til nágranna sinna þar sem barnið var meðvitundarlítið. Ríkissaksóknari sagði við flutning málsins, að við mat á sönnun skipti máli framburður sérfræðilæknis sem framkvæmdi aðgerð á barninu að kvöldi 17. mars. Hann hefði séð að bláæðar voru rofnar í höfði barnsins og bláæðatengingar voru einnig í sundur. „Þegar þær tengingar eru rofnar þá safnast blæðingin fyrir og æðarnar fara í sundur um leið og barnið er hrist,“ sagði Sigríður J. Friðjónsdóttir ríkissaksóknari. Þá kom fram að það væri mat læknisins að þegar barnið var hrist svona harkalega og fékk þennan áverka þá hefðu ekki liðið nema nokkrar mínútur þar til meðvitund þess skertist. Óumdeilt sé í málinu að Scott James var einn með dóttur sína þessa klukkustund. Scott James neitaði að hafa hrist dóttur sína eða á annan hátt veitt henni áverka. En í niðurstöðu fjöl- skipaðs héraðsdóms segir, að engum öðrum en honum sé til að dreifa og útilokað sé annað en að hann hafi hrist barnið allharkalega. Honum hafi ekki átt að geta dulist að með því gat hann valdið barninu verulegum áverkum. Scott James var einnig dæmdur til að greiða móður barnsins 3 milljónir króna í bætur auk rúmlega 3,5 millj- óna króna í sakarkostnað. Dæmdur fyrir að verða barni sínu að bana Í dómnum Scott James Carcary huldi andlit sitt í héraðsdómi.  Fimm ára fangelsisrefsing Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is „Vöxturinn í ferðaþjónustunni er það ör að innviðirnir hafa ekki náð að fylgja eftir. Það á við bæði um matreiðslumenn og ekki síður í þjón- ustustörfum veitingahúsa,“ segir Hafliði Halldórsson, formaður Klúbbs matreiðslumeistara, en víða um land er erfitt að manna stöður í veitingarekstri með menntuðu fag- fólki, eins og matreiðslumeisturum og þjónum. Þó að ástandið sé betra á höfuðborgarsvæðinu segir Hafliði að þar sé einnig „slegist um besta fólk- ið“. Hafliði segir flesta rekstraraðila vilja fá menntað fólk til starfa en það geti reynst erfitt, sér í lagi þegar um tímabundna vinnu sé að ræða. Fólk sé ekki tilbúið að flytjast búferlum fyrir nokkurra mánaða vinnu. „Það þarf nauðsynlega að efla menntunina. Skólinn sem menntar matreiðslumenn [Hótel- og mat- vælaskólinn við Menntaskólann í Kópavogi - innsk. blm] er orðinn verulega aðþrengdur,“ segir Hafliði en nemendum í matreiðslunámi hef- ur fjölgað það ört að skólinn er kom- inn að þolmörkum og á ekki auðvelt með að taka inn nema á réttum tíma sem komist hafa á samning. Gerð er krafa um að matreiðslunemar starfi í þrjú ár á samingi og taki þrjár annir í skólanum. Í dag eru um 200 mat- reiðslunemar á samningi, sem þýðir að 50-60 eru að útskrifast á ári, en þetta virðist ekki duga til. Auk MK býður Verkmenntaskólinn á Ak- ureyri einnig upp á nám í matreiðslu og framreiðslu. Snýst um gæði en ekki magn „Þetta hangir einnig saman við það hvernig ferðamenn við viljum fá. Viljum við fá vel borgandi gesti eða þá sem sætta sig við minni gæði þjónustunnar? Þetta þarf að snúast um gæði en ekki magn. Hitt getur leitt til þess að ef gæðin eru ekki næg, þá leita kröfuhörðu ferða- mennirnir eitthvað annað og Ísland gæti helst úr lestinni,“ segir Hafliði, sem segir skort á matreiðslumeist- urum hafa verið vandamál í mörg ár. Með aukningu í ferðaþjónustunni hafi vandinn orðið enn greinilegri. Baldur Sæmundsson, áfangastjóri hótel- og matvælagreina í MK, tekur undir með Hafliða um að passa þurfi upp á gæðin í matreiðslu og annarri þjónustu við ferðamenn. Skólinn hafi jafnan verið í góðu samstarfi við at- vinnulífið og þrátt fyrir fjölgun nem- enda sé enn hægt að bæta við. Góð aðstaða sé fyrir hendi en hún sé þó í endurnýjun og einnig þurfi að bæta við kennurum. Baldur bendir á að reglur hafi ver- ið rýmkaðar og hver matreiðslu- meistari geti nú tekið tvo nemendur á samning í stað eins áður. „Við þetta jókst fjöldinn en marg- feldið er lengi að verða til þar sem nemar þurfa að vera í eitt til eitt og hálft ár í verklegu áður en þeir koma til okkar. Núna sóttu fleiri um 2. bekk en við höfðum pláss fyrir en það er vel hægt að skoða það að taka inn fleiri á næstu önn,“ segir Baldur en MK útskrifaði 46 matreiðslu- menn á síðasta ári. Í vor verða 25 út- skrifaðir og stefnir í annað eins um næstu áramót. Þá hefur nemum í framreiðslu (þjónum) fjölgað og núna útskrifast um 30 á ári frá skól- anum. Baldur segir þessar tölur ekki hafa sést síðan í kringum 1990. „Það er einnig eftirspurn eftir okkar matreiðslumönnum erlendis. Þeir hafa verið að gera góða hluti þar, komist að hjá heimsins bestu veitingahúsum og nú eigum við Norðurlandameistara í matreiðslu.“ Skortur á mat- reiðslumönnum í ferðaþjónustu  Slegist um besta fólkið, segir for- maður Klúbbs matreiðslumeistara Morgunblaðið/Ómar Matreiðsla Nemar í MK í mat- reiðslu eiga góða vinnu nokkuð vísa. ASÍ áætlar hver yrði kostnaður ríkis og sveitarfélaga ef ráðist verður í þetta átak og byggðar eða keyptar 1.000 íbúðir á ári fyrstu fimm árin og 600 íbúðir eftir það. Framlag sveitarfélag- anna yrði mest fyrstu 5 árin, eða 2,8 milljarðar á ári, en lækk- ar síðan í 1,7 milljarða á sjötta ári. Eftir 40 ár þegar íbúa- greiðslan skiptist í þrennt lækk- ar framlagið í núll og þá hefjast jafnframt endurgreiðslur fyrri framlaga. Framlög ríkisins yrðu fyrst 600 milljónir en vaxa í 2,8 milljarða eftir fimm ár, 4 millj- arða eftir 10 ár og þau ná há- marki í 6,3 milljörðum eftir 30 ár. Fara síðan lækkandi þegar íbúagreiðslurnar fara að standa undir þessum framlögum. ASÍ telur að á einni starfsævi nái kerfið að verða fjárhagslega sjálfbært og það muni standa undir nægum fjölda íbúða. Sjálfbært á einni starfsævi FRAMLÖG HINS OPINBERA Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Alþýðusamband Íslands kynnti í gær ítarlega útfærðar tillögur að átaki við uppbyggingu á nýju fé- lagslegu íbúðakerfi sem yrði að nokkru að danskri fyrirmynd. Lagt er til að ráðist verði í hraða upp- byggingu og að byggðar verði eða keyptar í þessu skyni 1.000 íbúðir á ári fyrstu fimm árin og 600 íbúðir á ári eftir það. „Gangi þetta eftir og ef tekið er tillit til þess að um 5.000 íbúðir eru í dag flokkaðar sem fé- lagslegar lausnir, má gera ráð fyrir að það taki einn mannsaldur að byggja upp kerfi sem uppfylli þarfir fimmtungs þjóðarinnar,“ segir í skýrslu ASÍ. Bent er á að mjög stór hópur Ís- lendinga búi við óöryggi í húsnæðis- málum, sem brýnt sé að leysa. Til- lögur ASÍ að uppbyggingu byggjast á að bygging og rekstur félagslega húsnæðiskerfisins verði í höndum húsnæðissamvinnufélaga (búsetu- réttarfélaga) sem löng hefð sé fyrir í dönsku og íslensku samfélagi. Fé- lagsformið sé ekki hagnaðardrifið, það starfi í almannaþágu og tryggi aðkomu íbúa að eigin málum. 2% framlag íbúa Nýframkvæmdir og kaup verði fjármögnuð að mestu í gegnum al- menn húsnæðislán og stuðningur ríkis og sveitarfélaga miði að því að gera leiguna viðráðanlega fyrir íbúa. Skv. tillögum ASÍ yrði kerfið fjármagnað með 2% framlagi frá íbúum sem endurgreiðist við flutn- ing. Það jafngildi í reynd um þriggja mánaða leigu. Í öðru lagi komi 14% stofnframlag sveitarfé- laga, vaxtalaust lán sem gæti oft verið í formi lóða og gatnagerð- argjalda. Í þriðja lagi yrði fjár- mögnun húsnæðisins með 84% al- mennu húsnæðislán á markaði, þar sem ríkið skuldbindur sig til að nið- urgreiða vexti með sérstökum samningum. Viðkomandi sveitarfé- lag ábyrgist svo þann hluta lánsins sem er umfram 65% af verðmæti húsnæðisins. Gert er ráð fyrir að kerfið verði í höndum sveitarfélaganna og ríkið gefi út heimildir fyrir tilteknum fjölda íbúða í viðkomandi sveitarfé- lagi og sé í framhaldinu skuldbund- ið til að taka þátt í greiðslu vaxta á líftíma þess láns sem aflað er. Rekstrarkostnaður og framlag til viðhalds yrði innheimt með leigu og að lokinni uppgreiðslu lána yrði svo greiðslum íbúanna umfram annan rekstrarkostnað ráðstafað til við- halds og endurnýjunar félaglegs húsnæðis og nýbygginga. Markmiðið með aðgerðunum er að tryggja að byggt sé nægjanlegt magn félagslegs íbúðarhúsnæðis fyrir tekjulágar fjölskyldur. Fjármögnun og húsaleiga í nýju kerfi ASÍ Samkvæmt Fasteignaskrá Þjóðskrár má áætla kostnað af meðalíbúðinni í félagslega kerfinu Íbúðaverð Hbsv. L.byggð Íbúðaverð m.v. markaðsverð 77,4 fm. 21.105.965 14.715.307 Stofnframlög sveitarfélaga 14% 2.954.835 2.060.143 Eigið framlag íbúanna 2% 422.119 294.306 Lán frá Húsnæðislánastofnun 84% 17.729.010 12.360.858 Greiðslubyrði Hbsv. L.byggð Íbúagreiðsla, ígildi fjármagnskostnaðar 3,0% 52.765 36.788 Annar rekstrarkostnaður 3,0% 52.765 36.788 Leiga frá húsnæðissamvinnufélagi 105.530 73.577 Húsaleigubætur* (hjón með 2 börn) 22.504 22.504 Nettó greiðsla íbúa 83.026 51.073 Afborgun og vextir láns 104.444 72.820 Samanburður á markaðsleigu og leigu í nýju félagslegu leiguíbúðakerfi - 3 herberbergja - 77 fm. íbúð - Leiga í nýjum félagslegum leiguíbúðum m. húsa- leigubótum Leiga í nýjum félagslegum leiguíbúðum Markaðs- leiga (Höfuðborgarsvæðið) 135.572 105.530 83.026 * Mv. hámark húsaleigubóta Heimild: ASÍ Boða átak vegna húsnæðisvanda  1.000 félagslegar íbúðir á ári fyrstu 5 árin og síðan 600 á ári

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.