Morgunblaðið - 11.04.2014, Síða 9

Morgunblaðið - 11.04.2014, Síða 9
Innlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. APRÍL 2014 JEPPADEKK FRÁ DICK CEPEK Trail Country er fínmynstrað alhliða jeppadekk sem er rásfast og þægilegt í akstri innanbæjar, en býr einnig yfir frábærum aksturseiginleikum á vegum úti. Trail Country er frábært alhliða heilsársdekk fyrir flestar gerðir jeppa og jepplinga. Fun Country var sérstaklega hannað með það í huga að ná fram einstökum askturseiginleikum við erfiðar aðstæður, auk þess að vera bæði hljóðlátt og endingargott við akstur innanbæjar. Fun Country er ætlað nútíma jeppum sem vilja komast lengra! Dekkið er fáanlegt í stærðum frá 32“ til 37“. Kletthálsi 3 | 110 Reykjavík | Sími 540 4900 | arctictrucks.is Kíktu á úrvalið á vefversluninni á michelsen.is Laugavegi 15 - 101 Reykjavík Sími 511 1900 - www.michelsen.is FOSSIL 23.000 kr. ADIDAS 13.700 kr. CASIO 13.000 kr. JACQES LEMANS 30.400 kr. Fallegar fermingar- gjafir ASA HRINGUR 13.400 kr. ASA LOKKAR 7.800 kr. ASA HÁLSMEN 19.300 kr. Glaðlegarskyrtur Bæjarlind 6, sími 554 7030 www.rita.is Verð kr. 12.900 Str. S-XXL Laugavegi 63 • S: 551 4422 FRANKLYMAN Glæsikjólar Skoðið laxdal.is/kjólar www.laxdal.is 20-30% afsláttur föstudag til laugardags Bæjarráð Akureyrarbæjar telur að þrátt fyrir úrskurð innanríkisráðu- neytisins um að ólögmætt hafi verið að víkja Snorra Óskarssyni úr starfi kennara við Brekkuskóla á Akureyri vegna bloggskrifa hans um samkyn- hneigð hafi það verið rétt ákvörðun. Snorra var vikið úr starfi sínu árið 2012, en greint var frá úrskurði ráðu- neytisins í fyrradag. Snorri ráðfærir sig nú við lögfræð- ing sinn um hvort hann eigi að höfða skaðabótamál á hendur bænum. „Þeim er ekki stætt á að sniðganga ís- lenskt dómskerfi,“ segir Snorri um afstöðu Akureyrarbæjar til úrskurð- arins. Hann segist hafa hug á að snúa aftur til kennslu, en óttast að það gæti reynst erfitt vegna brottrekstursins. „Ég sótti nýlega um kennarastöðu, en fékk hana ekki,“ segir Snorri og tekur fram að það hafi ekki verið á Akur- eyri. „Ég fékk litlar skýringar á því, en ég er næsta viss um að eitthvað annað en fagleg sjónarmið hefur þar ráðið för.“ annalilja@mbl.is Ekki stætt á að snið- ganga dómskerfið Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is Samtök kaupmanna og fasteignaeig- enda við Laugaveg áttu í vikunni fund með embættismönnum borg- arinnar þar sem afstaða kaupmanna til þróunarinnar á Laugaveginum var kynnt og áhyggjum lýst af því raski sem verður af fyrirhuguðum framkvæmdum á svæðinu. Benda samtökin m.a. á að umferð um Laugaveginn hafi snarminnkað á seinni árum og afnema þurfi þreng- ingar á götunni ofanverðri og á Snorrabrautinni. Borgin þurfi að grípa til fleiri aðgerða til að snúa þróuninni við, t.d. banna hjólreiðar á gangstéttum, bæta lýsingu og um- hirðu og fjölga bílastæðum. „Hér er allt steindautt“ Gunnar Guðjónsson, eigandi Gler- augnamiðstöðvarinnar og formaður samtakanna, segir lítið hafa komið út úr fundinum annað en að embætt- ismennirnir hafi hlustað á sjónarmið kaupmanna en engin umræða farið fram. Gunnar segir kaupmenn hafa komið á framfæri áhyggjum sínum af þróuninni við Laugaveg og áhrif- um gatnaframkvæmda og lokunar á Laugavegi. Einnig vilja samtökin að lagt verði bann við hjólreiðum á gangstéttum Laugavegarins, en hjólandi umferð var leyfð þar á ný árið 2012 eftir að hafa verið bönnuð í nokkur ár að frumkvæði kaup- manna. „Hjólreiðar á gangstéttum eru stórhættulegar og hafa valdið slys- um þegar viðskiptavinir eru að koma út úr verslunum eða öðrum fyrir- tækjum við Laugaveg. Einnig lögð- um við áherslu á að Laugavegurinn yrði opinn allan ársins hring og ekki yrði farið í þessar sumarlokanir. Þær hafa valdið okkur miklum skaða og ekki náð neinum tilgangi eða hæðum,“ segir Gunnar og bendir á að mikið mannlíf sé á Laugaveginum þegar bæði bílar og fólk geti farið þar um. „Hér er allt steindautt þegar göt- unni er lokað. Mannlífið í miðborg- inni er ekki það sterkt að það geti þolað lokanir á götum í tíma og ótíma,“ segir Gunnar. Íslenskri verslun útrýmt Rüdiger Þór Seidenfaden, eigandi Gleraugnasölunnar, er heldur ekki sáttur við þróunina á Laugavegi. Verslun hans hefur verið starfandi í áratugi við Laugaveg 65 og nú íhug- ar hann alvarlega að flytja sig um set. Hann segir að borgaryfirvöld séu að fara í þveröfuga átt í sinni skipulagsvinnu og hreinlega sé verið að útrýma íslenskri verslun við Laugaveginn. Búið sé að fækka bíla- stæðum og þrengja aðgengi með stöðugum framkvæmdum. „Hér er verið að bola burtu rót- grónum fyrirtækjum. Það verður ekkert eftir nema hótel og ferða- mannaverslanir. Erlendir ferða- menn vilja ekki koma hingað og versla með öðrum erlendum ferða- mönnum heldur þar sem Íslending- arnir eru,“ segir Rüdiger og er einn- ig ósáttur við hjólreiðar á gang- stéttum og hundahald á Laugavegi. Það líði varla sá dagur að hann þurfi ekki að byrja á því að hreinsa hunda- skít fyrir framan sína verslun. „Ef borgin hlustar ekkert á raddir okkar kaupmanna þá munum við einfaldlega flytja annað. Borgarfull- trúarnir búa bara í 101 og hugsa ekki út fyrir rammann. Við þurfum að byggja upp alvöru verslunargötu í þessari nyrstu höfuðborg heims,“ segir hann. „Fyrirtækjum er bolað í burtu“  Kaupmenn funduðu með borginni Morgunblaðið/Rósa Braga Laugavegur Kaupmenn eru líka ósáttir við lokanir á sumrin. mbl.is alltaf - allstaðar

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.