Morgunblaðið - 11.04.2014, Page 12

Morgunblaðið - 11.04.2014, Page 12
12 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. APRÍL 2014 AUKIN ÞJÓNUSTA VIÐ EIGENDUR VW • Bílson er sérhæft og vottað þjónustuverkstæði sem uppfyllir allar ströngustu kröfur Volkswagen. • Fullkomin forgreiningarstöð þar sem greina má flest allt um ástand bílsins og gæði. • Bílson hefur gæðavottun Bílgreinasambandsins með gæðaúttekt frá BSI á Íslandi auk starfsleyfis til endurskoðunar frá Samgöngustofu. Við leitumst við að vera samstíga því besta í Evrópu. Komið, sjáið og sannfærist. Kletthálsi 9 • Sími 568 1090 - V E R K S T Æ Ð I Ð - Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fyrirtækið Arctic Seafood hefur sótt um leyfi til tveggja ára vegna tilraunaræktunar á nokkrum skel- dýrategundum í Skerjafirði. Davíð Freyr Jónsson, framkvæmdastjóri, segir að einkum sé horft á eldi og áframeldi á bláskel eða kræklingi í nokkrum búrum til að byrja með. Í umsókninni var einnig farið fram á leyfi vegna hjartaskeljar, sandskeljar, öðuskeljar og hörpu- disks. Ef af eldinu verður er líklegt að búrunum verði valinn staður nálægt Álftanesi. Sótt var um leyfi til Matvælastofnunar fyrir þessari tilraunaræktun og jafnframt beðið um stuðning við verkefnið. Mikið umsagnarferli fór í gang og var um- sóknin m.a. send áfram á sveitarfélög við Skerjafjörð, Landhelgisgæsluna, heilbrigðisyfirvöld og á fleiri stofn- anir, að sögn Davíðs Freys. Hann segir að samkvæmt viðbrögðum séu ekki líkur á stuðningi við verkefnið, en hann segist hafa frétt af jákvæðum umsögnum. Miklar kröfur um heilnæmi „Spurningarnar sem við þurfum að fá svör við eru hvort þetta sé yfirleitt framkvæmanlegt og hvort svæð- ið sé nógu hreint til þessa eldis,“ segir Davíð Freyr. „Gríðarlega miklar kröfur eru gerðar um heilnæmi og hreinleika og svo viljum við ekki bjóða annað en örugga gæðavöru,“ segir Davíð Freyr. Í umsókninni er gert ráð fyrir að heildarframleiðsla í Skerjafirði fari ekki yfir 18 tonn á tveggja ára tímabili og að hlutur bláskeljar geti verið 15 tonn. Áætlað er að stunda ræktunina í götuðum búrum sem ýmist eru lögð á botninn eða látin hanga í floti. Arctic Seafood gerir út tvo báta, Fjólu GK og Von SK, og hefur Fjólan undanfarið veitt bláskel í Hvalfirði. Eiturefni í skelinni voru yfir viðmiðunarmörkum í febr- úar og því var ekkert veitt. Síðustu vikur hafa eitur- efnin látið undan síga, samhliða því að skelin er farin að nærast meira eftir veturinn. Eftir að tilskilin leyfi feng- ust er búið að veiða 5-6 tonn af kræklingi í þremur veiðiferðum. Nú er leyfi til veiðanna hins vegar að renna út og fer þá umsóknarferli um leyfi til veiða að nýju í gang. Króksfjarðarnes og Búðardalur Framleiðsla úr skelveiði ársins er að hefjast og er Arctic Seafood í samvinnu við Nesskel í Króksfjarð- arnesi um þann þátt. Fjórir starfsmenn eru hjá Arctic Seafood og þrír hjá Nesskel. Suðu- og pökkunarlína hefur síðan verið sett upp í Búðardal, í samvinnu við Sæfrost. Í fyrra fengust um 100 tonn af bláskel upp úr sjó og fór framleiðslan að mestu í veitingahús og versl- anir hér á landi. Nokkrir minni samningar eru einnig fyrir hendi við erlenda kaupendur. Arctic Seafood stundar einnig veiðar á grjótkrabba í Hvalfirði, en tegundinni hefur vaxið fiskur um hrygg við suðvesturströndina á síðustu árum. Þá stunda bátar fyrirtækisins krókaveiðar á makríl yfir sumartímann. Vilja rækta skel í búrum í Skerjafirði  Framleiðslan fari ekki yfir 18 tonn næstu tvö árin Ljósmynd/ Haraldur Bjarnason Góður afli Bláskel úr Hvalfirði landað í Reykjavík. Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is Síðasta athöfn í byrjun aðventu á Austurvelli, þegar kveikt var á Ósló- artré að öllum líkindum í síðasta sinn, er einnig athyglisverð fyrir þær sakir að þar söng ekki Dómkór- inn, líkt og hann hafði gert í áratugi af sama tilefni. Kári Þormar, stjórn- andi kórsins, segir þessa ákvörðun borgaryfirvalda hafa komið sér verulega á óvart og vakið undrun margra innan og utan kirkjunnar. Kórinn hafi fengið að vita þetta nokkrum dögum fyrir viðburðinn. Ákveðið að prófa eitthvað nýtt Einar Bárðarson, forstöðumaður Höfuðborgarstofu, segist hafa tekið þessa ákvörðun og ekki verið undir neinum þrýstingi borgarmeirihlut- ans. Hann hafi ákveðið að breyta til og skipta um tónlistaratriði. Um tónlistarflutninginn að þessu sinni sáu söngkonurnar Sigríður Thorla- cius og Ragnhildur Gísladóttir. „Það var ákveðið að prófa eitthvað nýtt og ég veit ekki betur en að þessi söngur hafi fallið vel í kramið,“ segir Einar og vill á þessu stigi ekkert útiloka að Dómkórinn verði aftur fenginn til að syngja við þennan viðburð. Það fari líka eftir því hvort kveikt verði á ein- hverju jólatré yfirhöfuð í ljósi ákvörðunar Norðmanna. „Þessi tíð- indi komu manni algjörlega í opna skjöldu, þó að milliríkjasamskipti séu nú ekki á okkar sviði. Annars ör- væntum við ekki, það er nóg til af fallegum jólatrjám,“ segir Einar. Áratugalöng hefð Kári Þormar segist vel skilja það að nýir menn vilji breyta til og hann hafi ekkert út á aðra tónlistarmenn að setja. En þar sem um áratuga- langa hefð sé að ræða hefði mátt ræða málið í breiðari hópi og með lengri fyrirvara. „Þetta fór ekki hátt en margir furðuðu sig á því af hverju kórinn var ekki þarna að syngja. Þetta er löng og mikil hefð og fyrst ákveðið var að breyta til finnst okk- ur skrítið að engu öðru var breytt en okkar framlagi,“ segir Kári. Hjálmar Jónsson dómkirkju- prestur tekur undir með Kára og segir ákvörðun borgarinnar hafa komið sér verulega á óvart. „Við fengum að vita með skömmum fyr- irvara að Dómkórsins væri ekki ósk- að, þar sem það átti að poppa upp þessa samkomu, eins og það var orð- að. Þetta hefur verið fastur liður lengi og stundum var kórinn með heitt súkkulaði uppi á kirkjuloftinu þar sem stemningin var góð. Mér finnst ástæðulaust að breyta því sem hefur gefist vel og er partur af hefðinni. Ég hef engar skýringar fengið á því hvers vegna þessari þjónustu var hafnað,“ segir Hjálm- ar. Morgunblaðið/Ómar Dómkórinn Frá æfingu kórsins sem söng ekki við tendrun jólatrésins á Austurvelli fyrir síðustu jól. Höfuðborgarstofa ákvað að skipta um atriði. Dómkórnum var hafnað við jólatréð „Þegar keppnin er jöfn, eins og hún var núna í KS-deildinni, þarf maður alltaf smá heppni með. Ég var líka óheppinn í einhverjum greinum,“ segir Ísólfur Líndal Þórisson á Lækjamóti sem sigraði í KS-deild- inni, meistaradeild Norðurlands, sem lauk í fyrrakvöld. Hann fékk 90 stig í einstaklingskeppni mótaraðar- innar, Bjarni Jónasson varð í öðru sæti með 88 stig og Þórarinn Ey- mundsson í því þriðja með 85 stig. Elvar Einarsson átti raunar loka- kvöldið því hann sigraði í báðum greinunum, slaktaumatölti og skeiði, og það dugði honum í fjórða sæti heildarkeppninnar. Innanhússtímabilið hefur verið annasamt hjá Ísólfi því hann tók að þessu sinni þátt í meistaradeildinni fyrir sunnan. Þar hafnaði hann í sjö- unda sæti en sigraði í Húnvetnsku liðakeppninni og KS-deildinni. „Nei, þetta er gaman og alger forréttindi að vera með marga góða hesta og geta keppt mikið,“ segir Ísólfur þeg- ar hann er spurður að því hvort ekki hafi verið of mikið að vera með í öll- um mótaröðunum. Menn og hestar fá frí um páskana. „Maður hvílir sig og hleður batteríin. Svo hefst utan- hússtímabilið og það verður fjögurra mánaða törn,“ segir Ísólfur. helgi@mbl.is Ljósmynd/Svala Guðmundsdóttir Barátta Bjarni Jónasson varð annar, Ísólfur Líndal Þórisson sigraði í KS- deildinni og Þórarinn Eymundsson náði þriðja sæti í einstaklingskeppni. Forréttindi að geta keppt mikið Náttúrufræðistofa Kópavogs vann umsögn fyrir Kópavogsbæ vegna umsóknar Arctic Seafood. Bent er á að tegundirnar sem ætlunin er að rækta séu þekktar í Skerjafirði eða við Innnes. Meginniðurstaðan er sú að staðsetning rækt- unarstaða fyrir skelfisk í Skerjafirði sé takmörkum háð. Bent er á að svæði sem tilheyra Skerjafirði og eru innan bæjarmarka Garðabæjar og Kópavogs hafi verið friðlýst. Eitt fyrirhugaðra ræktunarsvæða lendi mjög nærri eða jafnvel innan friðlýsta svæðisins í Garðabæ. Fleiri atriði eru nefnd í skýrslunni, m.a. umferð skemmtibáta í Skerjafirði og bent á að rétt sé að leita álits siglingaklúbba. Staðsetning vafasöm TEGUNDIRNAR Í SKERJAFIRÐI

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.