Morgunblaðið - 11.04.2014, Blaðsíða 14
14 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. APRÍL 2014
Ný bresk rannsókn á inflúensulyfinu
Tamiflu sýnir að lyfið hefur enga
kosti umfram hefðbundin verkjalyf til
varnar inflúensu. Sóttvarnalæknir
segir aðrar rannsóknir sýna fram á
gagnsemi lyfsins.
„Tamiflu gagnast við inflúensu ef
það er rétt notað og við teljum þetta
mikilvægt lyf,“ segir Haraldur
Briem, sóttvarnalæknir hjá Land-
læknisembættinu, spurður um gagn-
semi lyfsins. Hann segir afstöðu emb-
ættisins ekki hafa breyst, þrátt fyrir
niðurstöður rannsóknarinnar. Hún
var unnin af rannsóknarstofnuninni
Cochrane og greint var frá henni á
vef breska ríkisútvarpsins.
Haraldur segir þessa umræðu
koma reglulega upp, ekkert nýtt sé
að finna í þessari rannsókn. Aðrar
rannsóknir sýni fram á gagnsemi
lyfsins. Hann bendir á að flestir þurfi
ekki á lyfjum að halda þegar þeir
veikjast af inflúensu. En alltaf sé
ákveðinn hópur fólks, t.d. með und-
irliggjandi aðra sjúkdóma, sem getur
veikst mikið. Þá sé gott að nota Ta-
miflu. Kostirnir við að nota lyfið séu
m.a. þeir að sjúklingurinn smiti í
styttri tíma. Auk þess slái lyfið á ein-
kennin. Þá segir Haraldur að alltaf
hafi verið vitað að lyfið komi ekki í
veg fyrir útbreiðslu inflúensu en geti
þó hægt á henni.
Lyfið var fyrst keypt inn árið 2006.
Bætt var við birgðum árið 2009. Til er
nóg af lyfinu fyrir þriðjung þjóð-
arinnar og Haraldur segir að þær séu
ekki of miklar. Á árunum 2012 og
2013 fengu um 400 manns lyfið og um
200 það sem af er ári. thorunn@mbl.is
„Tamiflu
gagnast við
inflúensu“
Morgunblaðið/Kristinn
Tamiflu Deilt er um ágæti lyfsins.
Rannsókn segir
virkni sem verkjalyf
Þórunn Kristjánsdóttir
thorunn@mbl.is
„Hvernig haga eigi framfærslu
barna eftir skilnað í ljósi breyttra
fjölskylduhátta er óleystur vandi af
hálfu löggjafans. Sérstaklega þegar
börn búa jafnt á tveimur heimilum.
Þá er ekki ásættanlegt að annar að-
ilinn fái greiðslur og hinn sé skuld-
settur fyrir meðlagsgreiðslur,“ segir
Sigrún Júlíusdóttir, prófessor í fé-
lagsráðgjöf við Háskóla Íslands og
reyndur fjölskylduráðgjafi.
Hún segir að það þurfi að vera
leiðbeinandi löggjöf um hvernig
ungir foreldrar geti haldið á þessu,
þar sem litið er til þeirrar nýju þró-
unar að börn eru að miklu leyti til
jafns hjá báðum foreldrum. „Þá hlýt-
ur kostnaðurinn að sama skapi að
þurfa að skiptast jafnar,“ segir Sig-
rún.
Í gegnum starfið hefur hún
kynnst vel stöðu foreldra, einkum
þeirra sem skilja ungir að árum.
Hún segir þann hóp oft vera í mikl-
um vanda, ekki síst fjárhagslega.
Staða meðlagsgreiðenda hér á
landi er bág, og skýrist hún að hluta
af lögheimili barnsins. Þetta kom
fram í samtali Gunnars Kristins
Þórðarsonar, formanns Samtaka
meðlagsgreiðenda, við Morgunblað-
ið á mánudaginn sl.
Skilnaðarforvarnir vantar
Sigrún bendir á að margir skjól-
stæðinga hennar hafi orðið skuld-
settari eftir að hafa selt fasteign sína
við skilnað. Þeir hafi þar af leiðandi
átt erfiðara með að fóta sig á hús-
næðismarkaðnum.
„Þegar fólk stendur frammi
fyrir hugmyndinni um skiln-
að eru skilnaðarforvarnir
eitt af því sem vantar,“
segir Sigrún. „Skilnaður
er ekki alltaf lausnin.
Stundum er hann flótta-
leið. Þá tekur fólk með
sér sömu vandamál og
það var að kljást við inn í önnur sam-
bönd. Auðvitað geta aðstæður verið
þannig að stundum er skilnaður
óhjákvæmilegur, en í mörgum tilvik-
um má vinna úr vandanum og
styrkja sambandið.“
Hún bendir á að óhjákvæmilega
verður lífið flóknara eftir skilnað,
ekki síst fyrir börnin. Sigrún skrifaði
ásamt Sólveigu Sigurðardóttur bók-
ina Eftir skilnað. Um foreldrasam-
starf og kynslóðasamskipti. Þar er
að finna margt gagnlegt um skilnað,
leiðbeiningar til foreldra og ráðgjöf.
Skoðað hvort lagt verði fram
Árið 2010 skilaði nefnd af sér
drögum að frumvarpi til laga um
breytingar á barnalögum. Þær fólu í
sér töluverðar breytingar á með-
lagskerfinu. Hlutverk nefndarinnar,
sem skipuð var árið 2008, var að fara
yfir reglur barnalaga um framfærslu
barna með það fyrir augum að kanna
hvort núverandi fyrirkomulag þjóni
hagsmunum barna og foreldra með
sanngjörnum hætti.
Tillögur nefndarinnar til úrbóta
voru m.a. á þá leið að rýmka eigi
samningsfrelsi foreldra um skipt-
ingu kostnaðar vegna framfærslu
barns og um greiðslu meðlags. For-
sendurnar voru þær að ábyrgð á
framfærslu barns hvíli á herðum for-
eldra. Þá er það barni fyrir bestu ef
foreldrum, sem ekki búa saman,
tekst að ná samstöðu um öll atriði
sem varða hagsmuni barns. Þá er
lagt til að afnumin verði skylda til að
semja um meðlag við skilnað og
sambúðarslit foreldra og ennfremur
að ákvæði um lágmarksfjárhæð
meðlags verði afnumið.
Ekki hefur verið ákveðið hvort
frumvarpið um framfærslu barna
verður lagt fram, hvort sem það yrði
í breyttri eða óbreyttri mynd. Ráðu-
neytið hefur það nú til skoðunar.
Þær breytingar sem gerðar voru á
barnalögunum og tóku gildi í byrjun
árs 2013, voru byggðar á tillögum
annarrar nefndar sem einnig skilaði
af sér drögum að frumvarpi árið
2008.
Framfærslu barna verði
skipt jafnar eftir skilnað
Drög að frumvarpi um breytingar á lögum um framfærslu barna fullbúin 2010
Morgunblaðið/Styrmir Kári
Börn að leik Skilnaðarforvarnir vantar, segir Sigrún Júlíusdóttir, prófessor og reyndur fjölskylduráðgjafi.
Verslunarrekstur á Eyrarbakka er
hafinn á nýjan leik eftir um það bil
eins mánaðar stopp. Hjónin Eggert
Valur Guðmundsson og Eygló Har
Sigríðardóttir eru að fara af stað með
verslunina Bakkann og opna á morg-
un, laugardag. Þau leigja aðstöðu og
húsnæði af Olís og sjá jafnframt um
eldsneytisafgreiðslu.
Það lagðist illa í Eyrbekkinga að
versluninni þar skyldi hætt. Ýmsir
sýndu því hins vegar áhuga að koma
að málum og Olís svaraði kalli. „Þetta
leggst prýðilega í okkur, við lítum á
þetta sem einskonar tilraunaverkefni
og sjáum margvíslega möguleika í
stöðunni. Við munum bjóða upp á
helstu nauðsynjavörur, og stefnum á
að bjóða upp á nýjungar í framtíð-
inni,“ segir Eggert. Þau Eygló búa í
Tjarnarbyggð, sem er miðja vegu
milli Selfoss og Eyrarbakka og eru
þau því vel í sveit sett. Þau starfa sem
landpóstar og sjá um dreifingu pósts í
Laugardal og Grímsnesi og nú bætist
búðin á Bakkanum við. Þá er Eggert
Valur oddviti Samfylkingar í bæj-
arstjórn Árborgar. sbs@mbl.is
Eyrarbakki Hjónin Eggert Valur Guðmundsson og Eygló Har Sigríðar-
dóttir fyrir utan verslunina Bakkann. Þau opna á morgun, laugardag.
Bæjarfulltrúi opnar
búð á Eyrarbakka
„Ég tel löngu tímabært að end-
urskoða meðlagskerfið, taka af-
stöðu til þess með hvaða hætti
foreldrar eigi að skipta með sér
kostnaði og hvaða áhrif um-
gengni eigi að hafa á greiðslu
meðlags,“ segir Hrefna Friðriks-
dóttir, dósent í fjölskyldu- og
erfðarétti við Háskóla Íslands.
Hrefna var ein af þremur sem
skipuðu nefnd um endur-
skoðun á barnalögum er lúta
að framfærslu barna.
Hún furðar sig á því að
drögin að frumvarpinu hafi
enn ekki verið lögð fram
til breytinga á barnalög-
um.
MEÐLAGSKERFIÐ
Hrefna
Friðriksdóttir
Endurskoða
kerfið
21.890.-
8.300.-
4.150.-
4.390.-
4.500.-28.900.-
338.000.-
595.000.-