Morgunblaðið - 11.04.2014, Side 15

Morgunblaðið - 11.04.2014, Side 15
FRÉTTIR 15Innlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. APRÍL 2014 Nemendur í Hagaskóla söfnuðu a.m.k. 2,2 millljónum króna á góð- gerðardeginum Gott mál sem hald- inn var í fimmta skipti í gær. Að sögn Sigríðar Ástu Eyþórsdóttur, kennara í skólanum, liggur end- anleg upphæð ekki fyrir, en hún gaf þó upp að hún væri ekki lægri en í fyrra þegar 2,2 milljónir kr. söfnuðust. Að þessu sinni völdu börnin að styrkja börn í Sýrlandi í gegnum Barnaheill og SOS barna- þorp. Að sögn Sigríðar mættu mörg þúsund manns á hátíðina þar sem hver einasti bekkur í skólanum útbjó sína fjáröflun. Buðu nem- endur m.a. upp á keilu, kaffihús, héldu bingó, happdrætti og seldu frumsamdar örsögur og ljóðabæk- ur. ,,Þetta skapar góða stemningu á milli nemenda. Einn nemandi sagði í dag: það er svo gott að líða svona vel í hjartanu,“ segir Sigríður. vidar@mbl.is Gott að líða svona vel í hjartanu  Söfnuðu að lág- marki 2,2 m. króna Góðgerðardagur Nemendur í Haga- skóla bökuðu m.a. kökur til að selja. „Þetta er starfsemi sem okkur Sál- verjum þótti verðugt að leggja lið. Hugmyndina fékk ég í hádeginu á tónleikadegi og lét prenta 50 auka- eintök af tónleikaveggspjaldinu í snarhasti. Svo sátum við sveittir og árituðum fyrir tónleika og mér skilst að færri hafi fengið en vildu,“ segir Stefán Hilmarsson söngvari. Á dögunum færði hljómsveitin Sálin hans Jóns míns Barna- og ung- lingageðdeild Landspítalans 250 þús. kr. að gjöf. Upphæðin safnaðist í nóvember á 25 ára afmælistón- leikum sveitarinnar í Hörpu. 50 spjöld voru árituð og seld á 5.000 kr. hvert. Til viðbótar fékk BUGL 51. spjaldið með peningagjöfinni. Stefán segir að engin ákveðin ástæða eða tilefni hafi verið til þess að áðurnefndu málefni var lagt lið. „Eins og margt í heilbrigðisþjónustu er starfsemi BUGL í sífelldri fjár- þörf, þó enginn efist um hve miklu hún skiptir fyrir fjölda barna og fjöl- skyldur þeirra. Þetta varðar okkur öll og því ljúft að geta lagt dulítið af mörkum,“ segir Stefán. Sálin hefur haft hægt um sig það sem af er ári, enda var 25 ára afmæl- isárið í fyrra – með tónleikum og böllum – annasamt. En á laugardag koma Sálverjar koma fram á Spot í Kópvogi og munu svo troða upp á Selfossi laugardaginn fyrir páska, 19. apríl. sbs@mbl.is Seldu spjöld og studdu BUGL Gjöf Stefán Hilmarsson og Ágústa Ingibjörg Arnardóttir hjá BUGL.  Sálverjar leggja lið  Afmælistónleikar  Ljúft að geta lagt dulítið af mörkum, segir Stefán Hilmarsson söngvari Bragi Guð- brandsson, for- stjóri Barna- verndarstofu, var í gær einróma kjörinn formaður Lanzarote- nefndar Evr- ópuráðsins. Meginhlutverk nefndarinnar er að hafa eftirlit með framkvæmd samnings Evr- ópuráðsins um vernd barna gegn kynferðislegu ofbeldi. Samning- urinn er kenndur við spænsku borgina Lanzarote þar sem hann var opnaður til undirritunar. Auk eftirlits með samningnum skal nefndin eiga frumkvæði að efl- ingu vitundar og miðlun bestu þekkingar á þessu sviði á meðal að- ildarríkjanna. Alls hafa 30 aðild- arríkja ráðsins fullgilt samninginn en hann tók gildi á Íslandi í byrjun árs 2013 en öll ríki ráðsins utan eitt hafa undirritað samninginn, 46 að tölu. Bragi formað- ur Lanzarote- nefndar Bragi Guðbrandsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.