Morgunblaðið - 11.04.2014, Side 18

Morgunblaðið - 11.04.2014, Side 18
FRÉTTASKÝRING Guðmundur Magnússon gudmundur@mbl.is Ólíklegt er að tekist verði á um menn- ingarmál í kosningabaráttunni til borgarstjórnar í vor. Um megin- stefnu Reykjavíkurborgar á þessu sviði ríkir þverpólitísk samstaða. Undantekning er að alvarleg ágrein- ingsefni komi upp við afgreiðslu mála á þessu sviði. Menningarstarfsemin sem borgaryfirvöld standa fyrir eða styrkja er afar fjölbreytt og sýnir að- sókn borgarbúa að söfnum og ein- stökum viðburðum að hún nýtur mik- illa vinsælda. Útgjöld borgarinnar vegna hennar eru vel á fjórða milljarð króna. Stærsti hlutinn er vegna styrkja og samstarfssamninga. Af einstökum stofnunum er Borgar- bókasafnið með fjölmörgum útibúum sínum dýrast, kostar rekstur þess 622 milljónir á þessu ári. Barnamenningarhátíð Í stjórnkerfi Reykjavíkur eru menningar- og ferðamál höfð undir einum hatti. Þykir hagræði að því enda er það ekki síst menningar- og listalífið sem laðar ferðamenn til borgarinnar. Ferðamálum er stýrt af Höfuðborgarstofu og undir hana heyrir upplýsingamiðstöð ferðamála. Um 300 þúsund manns nýttu sér þjónustu upplýsingamiðstöðvarinnar í fyrra. Á vegum Höfuðborgarstofu eru á þessu ári fjórir stórir viðburðir; Vetr- arhátíð með Safnanótt sem haldin var í febrúar, Barnamenningarhátíð sem verður í lok þessa mánaðar, Menningarnótt í ágúst, Imagine Reykjavík (friðarsúlan í Viðey) í október og Aðventuhátíð í desember. Megináhersla er lögð á að kynna Reykjavík sem vetrar-, menningar-, heilsu- og ráðstefnuborg. Kostnaður af rekstri Höfuðborgar- stofu í ár nemur 137 milljónum króna og eru starfsmenn sextán, en ekki allir í fullu starfi. Mest útgjöld vegna styrkja Undir menningar- og ferðamála- sviði hafa verið fimm meginstofnanir auk Höfuðborgarstofu. Þetta eru Borgarbókasafnið, Listasafn Reykja- víkur, Minjasafn Reykjavíkur, Ljós- myndasafn Reykjavíkur og Menn- ingarmiðstöðin Gerðuberg. Tvær þeirra, Listasafnið og Minjasafnið, verða ásamt Víkinni sjóminjasafni og Viðey sameinaðar undir einni yfir- stjórn frá og með 1. júní, en að öðru leyti er starfsemin aðskilin og sjálf- stæð. Stærsti hluti útgjalda Reykjavík- urborgar til menningarmála er hins vegar ekki til stofnana borgarinnar heldur eru það styrkir til ýmissa aðila og samstarfssamningar, svo sem til Leikfélags Reykjavíkur í Borgarleik- húsinu og Listahátíðar, og framlög til Sinfóníuhljómsveitarinnar og tónlistahússins Hörpu. Áhersla á listuppeldi barna Í starfsáætlun Menningar- og ferðamálasviðs fyrir þetta ár segir að helstu breytingar á framlagi mála- flokksins litist af nýjum samningum til fleiri ára. Samningur um rekstur Borgarleikhússins 2013-2015 er tví- þættur; annars vegar rekstrar- styrkur til starfsemi en hins vegar styrkur vegna innri leigu af húseign og búnaði. Þar er nýmæli að Leik- félag Reykjavíkur leggur áherslu á að sinna listuppeldi barna og ung- menna og vinna árlega fræðslu- áætlun þar að lútandi. Nær fjórir milljarðar í menningu  Þverpólitísk samstaða er um stefn- una í menningarmálum Reykjavíkur MENNINGARMÁL LISTIR OG MENNING Í REYKJAVÍK MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. APRÍL 2014 Fjögur söfn Reykjavíkurborgar sameinast undir einni yfirstjórn 1. júní næstkomandi. Þetta eru Minja- safn Reykjavíkur, Ljósmyndasafn Reykjavíkur, Viðey og Víkin Sjó- minjasafn. Hefur Guðbrandur Benediktsson nýlega verið ráðinn forstöðumaður hinnar nýju stofn- unar sem enn hefur ekki hlotið nafn. Var leitað eftir hugmyndum borg- arbúa um viðeigandi nafn á hina nýju stofnun og verður það kynnt innan skamms. Víðtækt hlutverk Nýja stofnunin mun hafa yfirum- sjón með menningarminjum í Reykjavík og bera ábyrgð á söfnun, skráningu, varðveislu, rannsóknum og miðlun á afar fjölbreyttum safn- kosti. Um er að ræða muni, hús, ljós- myndir og minjar tengdar sjó- mennsku o.fl. sem eru einkennandi fyrir menningararf borgarinnar og varpa ljósi á sögu hennar og menn- ingu. Stofnunin ber jafnframt ábyrgð á skráningu fornleifa, húsa og mannvirkja, rannsóknum og eft- irliti og er ráðgjafi borgaryfirvalda um verndun menningarminja í Reykjavík og um önnur menningar- söguleg verkefni. Ákvörðunin um sameiningu safn- anna fjögurra var tekin í fyrrahaust. Var hún rökstudd með því að sókn- arfæri fælust í sameiningunni og að samlegðaráhrif gætu orðið mikil þótt söfnin væru ólík. Engum verður sagt upp vegna sameiningarinnar. Fjögur söfn í eina sæng  Nýja stofnunin hefur umsjón með öllum menningarminjum í Reykjavík Morgunblaðið/Arnaldur Viðey Fjölbreytt menningar- starfsemi fer fram í eyjunni. Tweeter ein nýjung frá Ármúla 24 • S: 585 2800

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.