Morgunblaðið - 11.04.2014, Page 20
20 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. APRÍL 2014
Aðstoðarmaður Magnús Ragnarsson.
● Magnús Ragnarsson, aðstoðarmaður
menntamálaráðherra, hefur verið ráð-
inn framkvæmdastjóri markaðs-
setningar- og vörusviðs hjá Símanum,
en fyrirtækið tilkynnti skipulagsbreyt-
ingar í gær. Auk hans mun Birna Ósk
Einarsdóttir taka við sem fram-
kvæmdastjóri sölu- og þjónustusviðs,
en hún stýrði áður markaðssetningu og
vörum. Guðmundur Stefán Björnsson
verður framkvæmdastjóri nýs sviðs
sem heitir upplýsingatæknisvið. Hann
gegndi áður starfi framkvæmdastjóra
sölu- og þjónustusviðs.
Magnús Ragnarsson fer
frá Illuga til Símans
BAKSVIÐ
Helgi Vífill Júlíusson
helgivifill@mbl.is
Sex ástæður eru fyrir því að nýsköp-
unarfyrirtæki hafa blómstrað í Finn-
landi á undanförnum fjórum árum.
Áður hafi samfélagið í raun verið
fjandsamlegt vaxtarfyrirtækjum.
Fyrst ber að nefna lög sem heimiluðu
einkarekstur háskóla árið 2009 og
sköpuðu þeim meiri sveigjanleika. Í
kjölfarið sameinuðust þrír háskólar í
Aalto og hefur sá skóli ungað út og
stutt vel við bakið á frumkvöðlum.
Þetta sagði Petri Rouvinen, for-
stöðumaður hjá finnsku hagrann-
sóknastofnuninni ETLA, á Nýsköp-
unarþingi í gær.
Uppgangur
Í annan stað séu fyrirtæki á borð
við leikjafyrirtækin Supercell, sem
býr til leikinn Clash of Clans, og Ro-
vio, framleiðandi Angry Birds, góðar
fyrirmyndir. Fyrir ári hafi helmings-
hlutur í Supercell, sem þá var þriggja
ára gamalt með 150 starfsmenn, ver-
ið keyptur á 1,5 milljarða evra. Rovio
hafi búið til 50 leiki, og enginn þeirra
gengið vel, áður en Angry Birds kom
út, sem notið hefur mikilla vinsælda.
„Angry Birds var 51. leikur Rovio,“
sagði Rouvinen.
Veltan í finnska leikjaiðnaðinum
hafi aukist í 900 milljónir evra úr 250
milljónum á milli áranna 2012 og
2013. Starfsmönnum hafi fjölgað í
2.200 úr 1.800 á sama tíma.
Hnignun Nokia
„Í þriðja lagi er að nefna hnignun
Nokia,“ sagði hann. Símaframleið-
andinn var risi í finnsku efnahagslífi
og um aldamótin lagði hann til 4% af
vergri landsframleiðslu. Á undan-
förnum árum hefur rekstur fyrirtæk-
isins gengið erfiðlega. Rouvinen
sagði að margir hefðu ályktað í kjöl-
farið að ekki væri hægt að treysta á
vinnu hjá stórfyrirtækjum og áhugi á
sprotafyrirtækjum hefði glæðst.
Fyrir fimm árum hefði fólk almennt
haft lítinn áhuga á að starfa hjá þeim.
Minni kostnaður, meiri tekjur
Í fjórða lagi hafi kostnaður við að
koma á fót hugbúnaðarfyrirtæki
minnkað, t.d. vegna skýlausna, og
möguleikinn á að ná til mikils fjölda
með ódýrum hætti aukist, t.d. í
gegnum App Store sem
Apple rekur. Áður fyrr hafi
tölvuleikjafyrirtæki þurft að
setja leiki á diska, pakka
þeim í umbúðir og senda í
fjölda verslana víða um
heim, sem hafi verið kostn-
aðarsamt.
Í fimmta lagi nefndi hann
alþjóðavæðinguna og
hve auðvelt sé að út-
vista verkefnum. Stærð
fyrirtækja og hvar þau séu staðsett í
heiminum skipti æ minna máli.
Ríkisstuðningur
Loks nefndi hann aðgerðir stjórn-
valda – og nýtti tækifærið til að
árétta mikilvægi kerfisbreytinga á
háskólum landsins sem sagt hefur
verið frá – og nefndi framlög ríkisins
til uppbyggingarverkefna. Annars
vegar hafi það lagt fé í svokallaða
Vigo-hraðla. Það séu fjárfestingar-
sjóðir sem einkafjárfestar og hið op-
inbera leggi fé í og styðji við bakið á
fyrirtækjum á frumstigum þeirra.
Einkafjárfestarnir stýri sjóðunum en
þeir hafa lagt þeim til 220 milljónir
evra og hið opinbera 70 milljónir.
Vigo hafi fjárfest í 90 fyrirtækjum.
Rouvinen sagði að téð Supercell hefði
sprottið fram úr Vigo-hraðli. Hins
vegar leggi hið opinbera fé í Tekes-
sjóði sem leggi fjármuni í rannsókn-
ar- og þróunarverkefni.
Einkarekstur háskóla sáði fræjum
Morgumblaðið/Þórður
Nýsköpun Finninn Petri Rouvinen sagði að hningun Nokia hefði glætt áhuga á sprotafyrirtækjum í heimalandinu.
Nýsköpunarfyrirtæki hafa blómstrað í Finnlandi á undanförnum fjórum árum að sögn hagfræðings
Einkarekstur háskóla lagði hönd á plóg Finnsk tölvuleikjafyrirtæki hafa náð góðum árangri
Angry Birds
» Petri Rouvinen er hagfræð-
ingur og forstöðumaður
finnsku hagrannsóknastofn-
unarinnar ETLA. Hann hélt er-
indi á Nýsköpunarþingi í gær.
» Finnsk tölvuleikjafyrirtæki
hafa átt mikilli velgengni að
fagna á undanförnum árum.
» Fyrirtækin Supercell sem
framleiðir tölvuleikinn Clash
of Clans og Rovio sem fram-
leiðir Angry Birds hafa gengið
sérstaklega vel.
» Veltan í finnska leikjaiðn-
aðinum hefur aukist í 900
milljónir evra úr 250 millj-
ónum á milli áranna 2012 og
2013.
● Síminn sagði upp á annan tug starfs-
manna í gær. Félagið tikynnti skipu-
lagsbreytingarnar sem fela meðal
annars í sér að nýtt svið, upplýsinga-
tæknisvið, verður stofnað, segir á
mbl.is
Á fundi með starfsfólki sagði Orri
Hauksson, forstjóri Símans, að mikill
kostnaður hefði verið hjá fyrirtækinu og
að ráðist væri í breytingarnar vegna
hagræðingarkröfu. Meðal þeirra sviða
sem munu minnka eru vöru- og mark-
aðssetningarsvið.
Uppsagnir hjá Símanum
● Carl Icahn fjárfestir hefur ákveðið
að hætta baráttunni um að eBay
selji PayPal og að hann fái að til-
nefna tvo stjórnarmenn netfyrirtæk-
isins. Á sama tíma var ákveðið að
bæta einum óháðum stjórnarmanni
við stjórn eBay. Sá sem varð fyrir
valinu heitir David Dorman og er
stjórnarformaður lyfjakeðjunnar
CVS.
Þetta kemur fram í erlendum fjöl-
miðlum. Icahn hefur unnið að upp-
skiptingunni mestallt árið.
John Donahue, forstjóri eBay,
hefur fullyrt að fyrirtækin séu meira
virði saman en sitt í hvoru lagi, því
eBay sendi viðskipti til PayPal.
Carl Icahn sleppir eBay
STUTTAR FRÉTTIR
!
"#
#$$
%
%#!
""
%!
""%
&'()* (+(
,-&.&+/0 -'+(1(23& 45+(2/5
$
%"
"
%!%
"
%
%
##
%!$
""
#"
%#
%#
#
%!
%"%
!
%!%
""
"" $
Skannaðu kóð-
ann til að sjá
gengið eins og
það er núna á
Hugbúnaðarfyrirtækið Meniga
hlaut Nýsköpunarverðlaun Íslands
í ár. Það er markaðsleiðandi í Evr-
ópu á sviði heimilisfjármála-
hugbúnaðar, með sautján við-
skiptavini í fjórtán löndum.
Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðn-
aðar- og viðskiptaráðherra, af-
henti Georg Lúðvíkssyni, fram-
kvæmdastjóra og einum af
stofnendum Meniga, verðlaunin á
Nýsköpunarþingi í gær.
Fyrirtækið hefur vaxið hratt frá
stofnun í mars 2009 og er nú með
starfsemi í Reykjavík, Stokkhólmi
og London. Starfsmenn Meniga
eru nú um 80, og þar af eru 60 á
Íslandi. Stærstu markaðir Meniga
eru Þýskaland, Spánn og Suður-
Afríka. Hugbúnaður Meniga nær
til, eða mun fljótlega ná til, um
fimmtán milljóna netbankanot-
enda í fjórtán löndum.
Vaki, hátæknifyrirtæki sem
framleiðir tæki og búnað fyrir
fiskvinnslur, hlaut verðlaunin
í fyrra.
Við val á verðlaunahafa er
m.a. litið til þess hvort um sé
að ræða nýtt sprotafyrirtæki,
hvort það sé byggt á nýskap-
andi tækni og hugmynd
og sé kröfuhart á
þekkingu.
Meninga verðlaunað
NÝSKÖPUNARVERÐLAUN ÍSLANDS AFHENT
Georg
Lúðvíksson