Morgunblaðið - 11.04.2014, Page 23
Bandaríska alríkislögreglan bætti í
gær William Bradford Bishop Jr.,
fyrrverandi starfsmanni bandaríska
utanríkisráðuneytisins, á listann yfir
þá tíu glæpamenn sem hún vill helst
koma höndum yfir. Lögreglu-
yfirvöld hafa Bishop grunaðan um
að hafa myrt konu sína, móður og
þrjá syni; 5, 10 og 14 ára, á heimili
þeirra í Bethesda í Maryland, 1.
mars 1976.
Bishop hefur fengið viðurnefnið
„fjölskyldutortímandinn“ en síðast
sást til hans daginn eftir að morðin
voru framin, í Norður-Karólínu, þar
sem talið er að hann hafi lagt lík-
amsleifar fórnarlamba sinna í
grunna gröf og kveikt í þeim.
Að sögn alríkislögreglunnar er
Bishop afar greindur en hann út-
skrifaðist frá Yale-háskóla og talar
nokkur tungumál. Lögregluyfirvöld
segja ekkert benda til þess að hann
sé látinn og binda vonir við að al-
menningur aðstoði við leitina. Þau
segja að Bishop hljóti að vera ná-
granni einhvers.
„Þegar Bishop stakk af árið 1976
voru engir samskiptamiðlar, engin
24 stunda fréttaumfjöllun,“ er haft
eftir FBI-fulltrúanum Steve Vogt á
heimasíðu alríkislögreglunnar. Hún
hefur heitið 100.000 Bandaríkjadöl-
um í fundarlaun fyrir Bishop.
Myrti konu sína, móður og syni
Ljósmynd/FBI
Eftirlýstur Listamaður var fenginn
til að gera brjóstmynd af Bishop
eins og hann gæti litið út í dag.
FRÉTTIR 23Erlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. APRÍL 2014
Íbúar Blenheim á Nýja-Sjálandi
tóku vel á móti Vilhjálmi Breta-
prins og fjölskyldu hans þegar þau
heimsóttu borgina í gær. Hertoga-
hjónin eru á þriggja vikna opinberu
ferðalagi um Nýja-Sjáland og Ástr-
alíu en yngsti meðlimur fjölskyld-
unnar, krónprinsinn Georg Alex-
ander Loðvík, er með í för og hefur
heldur betur stolið sviðsljósinu af
móður sinni, Katrínu Middleton.
Hann mun þó ekki fylgja foreldrum
sínum hvert fótmál, heldur verður
hann í umsjá spænsku fóstrunnar
Maríu Teresu Turrion í höfuðborg-
inni Wellington, á meðan Vil-
hjálmur og Katrín heimsækja bæi
og borgir Nýja-Sjálands.
Hertogafjölskyldan heimsækir Nýja-Sjáland
AFP
Krónprinsinn vinsæll
Danmörk. AFP. | Svokölluð neyslu-
herbergi hafa verið tekin í notkun í
öllum helstu borgum Danmörku en
þangað geta sprautufíklar leitað til
að neyta fíkniefna, fengið hreinar
nálar og jafnvel aðstoð við að finna
til þess fallna æð. Fyrsta herbergið
var opnað í Kaupmannahöfn í októ-
ber 2012 og vilja stuðningsmenn
framtaksins meina að það hafi dreg-
ið úr dauðsföllum vegna ofneyslu.
Rasmus Koberg Christiansen,
umsjónarmaður tveggja af þremur
ríkisreknum neysluherbergjum í
höfuðborginni, segir þau viðurkenn-
ingu á ríkjandi ástandi. „Ekkert
land hefur leyst eiturlyfjavandann.
Það eru lönd sem útdeila dauða-
dómum vegna fíkniefnaneyslu en
þau eiga samt við vandamál að
stríða,“ segir hann.
Þeir sem eru fylgjandi herbergj-
unum segja þau m.a. draga úr því
að sprautur og nálar séu skildar eft-
ir á víðavangi og hamli útbreiðslu
smitsjúkdóma. Þá benda þeir á að
dregið hafi úr dauðsföllum vegna of-
neyslu frá því að herbergin voru
opnuð en þau voru 210 árið 2012,
samanborið við 285 árið 2011.
500-800 neytendur á dag
Aðstöðu af þessu tagi er að finna
víðar í Evrópu, t.d. í Þýskalandi,
Hollandi og á Spáni. Danir hafa hins
vegar vakið athygli fyrir að vera
fyrsta þjóðin í meira en áratug til að
grípa til þessa ráðs í baráttunni
gegn fíkniefnum. Framtakið virðist
njóta almenns stuðnings og hefur
mætt lítilli andstöðu.
„Þetta er betra en að vera á göt-
unni,“ segir Kais Neni, 46 ára
þriggja barna faðir, sem er háður
kókaíni og heróíni. Hann er einn
þeirra 2.400 einstaklinga sem hafa
notað eitt herbergjanna í höf-
uðborginni frá því það var opnað en
þangað leita daglega 500-800
manns.
Gagnrýnendur úrræðisins óttast
að það muni gera fíklunum of auð-
velt fyrir en þessu er Koberg
Christiansen ósammála. „Þetta er
afar erfitt umhverfi. Það er harð-
neskjulegt og það öðlast enginn hér
auðveldara líf.“
Neysluherbergi í öll-
um helstu borgum
Dauðsföllum vegna ofneyslu fækkar
Morgunblaðið/Ómar
Fíkniefni Framtakið nýtur almenns
stuðnings í Danmörku.
Suðurlandsbraut 48 (bláu húsin í Faxafeni) - Sími 553 3450 - Vefverslun: www.spilavinir.is - sendumumallt land!
kl. 13:00Upplestur
20%
afsláttur
Við aðstoðum þig við að velja spilin.
Afmælisgjafir - fermingargjafir - tækifærisgjafir.
Velkomin
í nýja verslun
Sendum
um allt land
spilavinir.is