Morgunblaðið - 11.04.2014, Side 25

Morgunblaðið - 11.04.2014, Side 25
25 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. APRÍL 2014 Fyrsta klippingin Þegar maður er orðinn tveggja ára bætast við nýjar áskoranir eins og að fara til rakara í fyrsta sinn. Elvar Bjarki fylgdist því vel með Jökli og skærunum enda mikið í húfi. Eggert Félags- og mannvís- indadeild Háskóla Ís- lands sýndi lofsvert frumkvæði með því að fá Stefán Ólafsson pró- fessor til framsögu á fundi, sem haldinn var í gær, 10. apríl 2014, um það, hvort háskóla- kennarar séu í póli- tískri krossferð. Stefán hefur verið forstöðumaður tveggja stofnana háskólans, Félagsvísinda- stofnunar og Borgarfræðaseturs. Árið 1996 fengum við Hreinn Lofts- son Félagsvísindastofnun til að gera í kyrrþey skoðanakönnun um, hvaða fylgi Davíð Oddsson gæti haft í kom- andi forsetakjöri. Það kom okkur mjög á óvart, þegar Matthías Jo- hannessen ritstjóri birti löngu síðar á netinu kafla úr dagbókum sínum, þar sem segir svo við 8. maí 1996: „Stefán Ólafsson félagsfræðingur sagði okkur Styrmi í morgun í trún- aði að nokkrir vinir Davíðs Odds- sonar hefðu beðið Félags- vísindastofnun um að gera könnun á fylgi hans ef hann færi í forseta- kjör.“ Rakti Stefán síðan niður- stöður könnunarinnar nákvæmlega fyrir ritstjórum Morgunblaðsins. Samkvæmt þeim vildu þá margir (eins og við Hreinn báðir), að Davíð yrði frekar áfram forsætisráðherra en að hann gæfi kost á sér í forseta- embættið. Heimsókn Stefáns á ritstjórnar- skrifstofur Morg- unblaðsins vorið 1996 verður að vísu frekar kennd við hvíslingar en krossferðir. En þegar leið að kosningum 2003 fór Stefán í sannkall- aða krossferð. Þá var hann ekki lengur for- stöðumaður Félags- vísindastofnunar, held- ur svokallaðs Borgarfræðaseturs, sem meiri hluti R- listans í Reykjavík kostaði af almannafé ásamt Háskól- anum. Skömmu fyrir kosningarnar gaf Borgarfræðasetur út skýrslu um, að fátækt væri talsvert meiri á Íslandi en í grannríkjunum. Stefán skrifaði einnig um það blaðagrein. Leiðtogar Samfylkingarinnar fögn- uðu skýrslu Borgarfræðaseturs og notuðu óspart í kosningabaráttunni, þótt ýmsir leyfðu sér að efast op- inberlega um niðurstöðurnar. Í febr- úarbyrjun 2007 birtist síðan yf- irgripsmikil skýrsla hagstofu Evrópusambandsins um fátækt og tekjuskiptingu í Evrópulöndum, og var fátækt á Íslandi árin 2003-2004 samkvæmt henni einhver hin minnsta í álfunni. Fátæktartal Stef- áns reyndist úr lausu lofti gripið. Þegar leið að kosningum 2007 tók Stefán að skrifa í blöð og tala í út- varp um, að tekjuskipting á Íslandi væri að verða miklu ójafnari en ann- ars staðar á Norðurlöndum. Notaði hann tölur frá 1995 til 2004 máli sínu til stuðnings og hafði stór orð um breytingar á íslenska velferðarrík- inu. Leiðtogar Samfylkingarinnar fögnuðu skrifum Stefáns og vitnuðu iðulega í þau. Þegar áðurnefnd skýrsla hagstofu Evrópusambands- ins birtist í febrúarbyrjun 2007 kom í ljós að Stefán hafði notað rangar töl- ur í samanburði sínum. Í tölum um tekjur fyrir Ísland hafði hann reikn- að með söluhagnaði af hlutabréfum, en honum var sleppt í tölum um tekjur fyrir aðrar þjóðir. Þegar sam- bærilegar tölur voru skoðaðar kom í ljós að tekjuskipting á Íslandi árið 2004 var síst ójafnari en annars stað- ar á Norðurlöndum. (Hún varð hins vegar talsvert ójafnari 2004-2008, eftir að klíkukapítalismi Baugs leysti af hólmi markaðskapítalismann, en þess má geta, að Stefán gagnrýndi Baugsmenn aldrei í valdatíð þeirra.) Þegar Bretar ætluðu eftir banka- hrun að neyða íslenskan almenning til að greiða skuldir, sem hann hafði ekki stofnað til, fór Stefán í þriðju krossferð sína og nú fyrir því að láta undan kröfum Breta. Á bloggi sínu 27. júní 2012 skrifaði hann til dæmis: „Það verður ljósara með hverjum degi sem líður að þjóðin var gróflega blekkt með málflutningi sumra and- stæðinga samningaleiðarinnar í Ice- save-málinu. Forsetinn gerði einnig alvarleg mistök þegar hann vísaði Icesave III (Buchheit-samningnum) í þjóðaratkvæðagreiðslu, á röngum forsendum og gegn mjög rúmum meirihluta á Alþingi.“ Hálfu ári síðar kvað EFTA-dómstóllinn upp úr- skurð í málinu og staðfesti þá skoðun mína og margra annarra, þar á með- al þorra kjósenda, að íslenskur al- menningur ætti ekki að greiða skuldir, sem hann hefði ekki stofnað til. Ég kann síðan enga skýringu á dagbókarfærslu Össurar Skarphéð- inssonar, þáverandi utanríkis- ráðherra, 8. október 2012, í nýút- kominni bók: „Í hringingum til mín er línan klár. Stefán er innsti koppur í búri Jóhönnu Sigurðardóttur. Hann er á launum við að skrifa spannarþykkar skýrslur fyrir Guð- bjart Hannesson sem Jóhönnuvæng- urinn ætlar að etja fram gegn Árna Páli.“ Hitt veit ég af eigin reynslu, að fáir háskólakennarar eru betur til þess fallnir en Stefán Ólafsson að fræða menn um pólitískar kross- ferðir og jafnvel hvíslingar líka. Eru háskólakennarar í pólitískri krossferð? Eftir Hannes Hólm- stein Gissurarson » Fáir háskólakenn- arar eru betur til þess fallnir en Stefán Ólafsson að fræða menn um pólitískar kross- ferðir og jafnvel hvíslingar líka. Hannes Hólmsteinn Gissurarson Höfundur er prófessor í stjórnmálafræði.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.