Morgunblaðið - 11.04.2014, Page 26
26 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. APRÍL 2014
Á Þorláksmessu aug-
lýsti Reykjavíkurborg
eftir athugasemdum við
tillögu sína að nýju
deiliskipulagi fyrir
Reykjavíkurflugvöll og
var ég meðal 43 sem
sendu athugasemdir.
Hinn 8. apríl barst mér
svar Umhverfis- og
skipulagssviðs og með
því umsögn skipulags-
fulltrúa Reykjavíkur, dags. 10. mars,
upp á 24 síður. Þar er vitnað til ým-
issa skjala, sem deiliskipulagið bygg-
ist á, og bersýnilega treyst á að sauð-
svartur almúginn þekki hvorki á þeim
haus né sporð. Lítum nánar á þessi
grunnskjöl deiliskipulagsins.
Þar ber fyrst á fjöru það sem þar
er nefnt „skýrsla samgöngu-
ráðherra“. Í reynd er það skýrsla
nefndar, sem Steingrímur J. Sigfús-
son, þáverandi samgönguráðherra,
skipaði 7. des. 1988 undir formennsku
Álfheiðar Ingadóttur líffræðings til
„að vinna áhættumat vegna Reykja-
víkurflugvallar“. Skilaði hún skýrslu
sinni til ráðherra 30. nóv. 1990. Þá
vakti athygli eftirfarandi yfirlýsing á
bls. 2: „Nefndarmenn komust að
þeirri niðurstöðu að gerð áhættumats
vegna Reykjavíkurflugvallar krefðist
yfirgripsmeiri og sérhæfðari rann-
sókna en væru á færi nefndarinnar
auk þess sem ekki liggur fyrir
ákvörðun stjórnvalda um það hvað
teljist ásættanleg áhætta af rekstri
flugvallar í Vatnsmýri.“ Engu að síð-
ur lagði nefndin fram tíu tillögur, og
ein þeirra var eftirfarandi: „Hætt
verði notkun á NA/SV-braut (07-25)
og henni lokað.“ Í umfjöllun skýrsl-
unnar er hvergi orð að finna um áhrif
slíkrar lokunar á nothæfisstuðul vall-
arins, né heldur minnst á þá stór-
auknu slysahættu, sem myndi fylgja
auknum fjölda flugtaka og lendinga
við efri mörk leyfilegs hliðarvinds.
Hvorki samgönguráðherra né ráðu-
neytið tók neina afstöðu til tillagna
nefndarinnar og mér er vel kunnugt
um að skýrslan var ekki send Flug-
ráði til umsagnar, eins og hefð var
fyrir um slík skjöl.
Þetta grunngagn deili-
skipulagsins hefur því
nákvæmlega ekkert
gildi.
Þá er í umsögn skipu-
lagsfulltrúa ítrekað
vitnað til „samkomulags
um endurbætur á að-
stöðu fyrir farþega og
þjónustuaðila á
Reykjavíkurflugvelli“,
sem Ögmundur Jón-
asson, þáverandi innan-
ríkisráðherra, og Jón
Gnarr borgarstjóri undirrituðu 19.
apríl 2013, en „með fyrirvara um
samþykki borgarráðs“. Á vefsíðu
Reykjavíkurborgar eru nú birtar
fundargerðir 46 funda borgarráðs frá
þessum degi, og þar er hvorki að
finna kynningu samkomulagsins né
umrætt samþykki borgarráðs. Meg-
inatriði málsins felst hins vegar í af-
gerandi afstöðu, sem Alþingi tók dag-
ana 19.-21. des. 2013 við
lokaafgreiðslu fjárlaga ársins 2014,
en þá var alfarið hafnað að í þeim
væri heimild til sölu einhvers hluta
lands Reykjavíkurflugvallar.
Í umsögn skipulagsfulltrúa er
ítrekað vitnað til skjala frá 25. okt.
2013, og þeim þá á ýmsan hátt fléttað
saman. Nauðsynlegt er, að menn átti
sig á því hvað þar fór fram. Í fyrsta
lagi undirrituðu forsætisráðherra,
innanríkisráðherra, borgarstjóri, for-
maður borgarráðs og forstjóri Ice-
landair Group hf. „samkomulag um
innanlandsflug“, sem fjallar um eitt
málefni, skipun verkefnisstjórnar
undir formennsku Rögnu Árnadóttur
til „að fullkanna aðra kosti til rekstr-
ar innanlandsflugs en framtíð-
arflugvöll í Vatnsmýri“. Hefur hún til
ársloka 2014 að skila skýrslu sinni. Í
öðru lagi undirrituðu aðeins innanrík-
isráðherra og borgarstjóri annað
skjal án fyrirsagnar, og í þremur lið-
um. Í inngangi þess er sérstaklega
áréttað að þar sé um að ræða vinnu „í
samræmi við áður undirritaða samn-
inga“, án þess að þeir séu þar til-
greindir. Í bréfi innanríkisráðuneytis
til Isavia ohf., dags. 30. des. 2013,
kemur hins vegar fram um hvaða
fimm „ítrekuðu samninga“ sé að
ræða, og eru það skjöl frá árunum
1999-2013. Ekki er rými í þessari
grein til nánari umfjöllunar um þessi
fimm skjöl, sem ég tel að í dag séu
marklaus og hafi ekkert fordæm-
isgildi fyrir ákvarðanir núverandi
stjórnvalda um skerðingar á umfangi
flugvallarins eða þeirri starfsemi,
sem þar fer fram. Ég hef sent hlut-
aðeigandi embættismönnum ríkisins
nánari ábendingar um þessi fimm
skjöl.
Að lokum er vitnað til bréfs for-
stjóra Isavia ohf. til innanríkis-
ráðherra, dags. 13. des. 2013, undir
fyrirsögninni „Afleiðingar lokunar
norðaustur-suðvestur-flugbrautar
Reykjavíkurflugvallar fyrir sjúkra-
flug“. Með því var fylgiskjalið „Not-
hæfisstuðull fyrir sjúkraflugvélar á
Reykjavíkurflugvelli og Keflavík-
urflugvelli“, þar sem litið er á þessa
tvo flugvelli sem eitt mannvirki, og
miðað við 25 hnúta hámarkshliðar-
vind! Þessi skjöl eru nú á sveimi í net-
heimum og sagnfræðingar framtíðar
eiga eflaust eftir að skoða þau af at-
hygli, einkum þeir, sem kunna að lesa
á milli lína.
Bæði innanríkiráðuneyti og Isavia
ohf. vita eflaust af „reglugerð um
flugvelli nr. 464/2007“, sem er að
mestu bein þýðing alþjóðareglna um
flugvelli. Í henni er að finna nákvæma
skýringu orðsins „nothæfisstuðull“
(e: Usability factor). Þar er jafnframt
skilmerkilega tilgreint hvernig hann
skuli reiknaður, og að miða skuli við
þrenns konar tölugildi hámarkshlið-
arvinds, 10, 13 og 20 hnúta, sem
tengjast lengd flugbrauta og flug-
umferð, sem þær þjóna. Fyrir
Reykjavíkurflugvöll ber alfarið að
nota 13 hnúta tölugildið.
Deiliskipulag á brauðfótum
Eftir Leif
Magnússon » Þar er vitnað til
ýmissa skjala, sem
deiliskipulagið byggist
á, og bersýnilega treyst
á að sauðsvartur almúg-
inn þekki á þeim hvorki
haus né sporð.
Leifur Magnússon
Höfundur er verkfræðingur.
Sjókvíaeldi á Íslandi
hefur fram til dagsins í
dag verið í fremur
smáum stíl og gekk í
upphafi fremur erf-
iðlega. Ástæðurnar
eru vissulega marg-
þættar, ein þeirra er
að fiskeldi er þekking-
ariðnaður og þekking
verður ekki til á einni
nóttu. Fiskeldi er fjár-
frekt og fjárbindingin mikil. Fyrstu
tekjur verða til eftir þrjú ár og því
þurfa fjárfestar að vera þolinmóðir.
Fiskeldi skapar atvinnu á jað-
arsvæðum, eykur hagvöxt og býr til
fisk fyrir bæði heima- og alþjóð-
legan markað. Fiskeldi hefur aukist
mikið á undanförnum árum, m.a.
vegna ofveiði á helstu nytjastofnum
og aukinnar eftirspurnar eftir fiski.
Samfara stöðugt vaxandi mann-
fjölda í heiminum mun fiskeldi
aukast og koma til viðbótar veiðum
úr sjálfbærum stofnum. Fiskeldi er
nú þegar blómleg atvinnugrein í
mörgum löndum og skilar mjög
miklum tekjum til samfélagsins þar
sem það er stundað, m.a. í Noregi,
Skotlandi og Færeyjum.
Íslenskt laxeldi enn
í uppbyggingu
Á sunnanverðum Vestfjörðum er
Fjarðalax að rækta sína fjórðu kyn-
slóð af laxi. Á undanförnum fjórum
árum hefur fyrirtækið skapað störf
sem ekki voru til áður, í landshluta
sem búið hefur við viðvarandi fólks-
fækkun undanfarin 20 ár. Laxeldið
býr til störf sem skapa verðmæti
fyrir nærsamfélagið.
Það skapast um 19 ný
störf á hver eitt þús-
und tonn af fiski sem
alin eru í sjókvíaeldi.
Lífrænt vottað eldi er
mannaflsfrekara en
svokallað „massaeldi“
en skilar engu að síður
hærra afurðaverði. Í
fyrsta skipti í langan
tíma hefur orðið við-
snúningur í fólksfjölda
á sunnanverðum Vest-
fjörðum, þökk sé lax-
eldinu. Æ fleira fólk hefur tekið
ákvörðun um að flytja heim á æsku-
slóðirnar þar sem nú bjóðast nýir
atvinnumöguleikar, ódýrt húsnæði
og fjölskylduvænt umhverfi. Mann-
lífið verður æ blómlegra, börnum í
leikskóla og grunnskóla er að fjölga
á ný. Sveitarfélög sem áður bjuggu
við fólksfækkun upplifa nú vaxandi
útsvarstekjur með nýju fólki.
Vaxandi starfsemi Fjarðalax
Frá því að Fjarðalax hóf starf-
semi á Vestfjörðum hafa nokkrar
fjölskyldur flutt vestur til að starfa
hjá fyrirtækinu. Á þann hátt hefur
Fjarðalax beinlínis stuðlað að fólks-
fjölgun á svæðinu. Fyrirtækið sér
enn fram á frekari vöxt og af þeim
sökum mun starfsfólki halda áfram
að fjölga og bætast í hóp okkar
góðu starfsmanna sem fyrir eru á
svæðinu. Það hefur verið keppikefli
Fjarðalax að ráða og halda í hæfi-
leikaríkt starfsfólk. Þannig hafa
starfsmenn fengið tækifæri til að
þróast í starfi og hafa sumir lagt
fyrir sig köfunarnám, aðrir farið í
nám í fiskeldi og skipstjórn, nám
sem stundað er samhliða vinnu með
stuðningi frá fyrirtækinu. Þá á
Fjarðalax gott samstarf við erlenda
háskóla og tekur reglulega að sér
skiptinema frá Spáni, Frakklandi
og Portúgal sem koma hingað til
lands til að starfa við eldið í sex til
níu mánuði í senn.
Fjölbreyttur mannauður
Um þessar mundir starfa um
fimmtíu manns hjá Fjarðalaxi og er
gert ráð fyrir að þeir verði orðnir
um sextíu talsins í lok þessa árs.
Menntun starfsmanna er fjölbreytt.
Hjá fyrirtækinu starfa hagfræð-
ingar, skipstjórar, viðskiptafræð-
ingar, bifvélavirkjar, líffræðingar,
lögfræðingar, kafarar, fiskeld-
ismenn, markaðsfræðingar, vél-
stjórar, smiðir, rafvirkjar, bílstjórar
og fólk úr ýmsum öðrum starfs-
stéttum sem vinnur sérhæfð störf í
laxeldi. Þetta er breiður hópur fólks
með ólíka menntun og reynslu að
baki. Í sameiningu vinnur allt þetta
starfsfólk að því að byggja upp fyr-
irtæki með því að rækta nátt-
úruvottaðan lax í vel launuðum
störfum. Til viðbótar þessu hafa
orðið til fjölmörg afleidd störf hjá
verktökum, s.s. rafvirkjum, vél-
smiðju, tölvuþjónustu, matar-
þjónustu, flutningsþjónustu o.fl.
sem hefur margföldunaráhrif á
svæðinu.
Eftir Kristínu
Helgadóttur » Það skapast um 19
ný störf á hver eitt
þúsund tonn af fiski sem
alin eru í sjókvíaeldi.
Kristín Helgadóttir
Höfundur er starfsmannastjóri
Fjarðalax.
Mannauður í laxeldinu
VINNINGASKRÁ
50. útdráttur 10. apríl 2014
1218 11235 22065 32237 41395 52235 62701 72978
1551 11291 22076 32359 42373 52663 62738 73264
1595 12085 22411 32796 42570 53063 62740 73787
1626 12682 22761 32856 42751 53372 62850 73792
1674 13603 23072 33708 43243 53503 62966 74180
1923 14294 23452 33915 43419 53510 63858 74710
2263 14538 23469 33951 43724 53513 64049 75389
2538 14693 24181 34495 43973 53538 64133 75416
2765 14785 24403 34907 44631 53609 64186 75481
2911 14895 24658 35091 44813 53747 64189 75695
3029 15019 25055 35632 45385 53946 64221 75717
3099 15071 25571 36177 45615 54108 66112 75987
3260 15515 25762 36592 45814 54158 66641 75992
3300 15526 25865 36961 46923 54437 67174 76102
3436 15846 25973 37158 47061 54568 67444 76166
4184 16258 26203 37559 47573 56488 67532 77967
4391 16408 26225 37565 47677 56689 67576 78461
5460 16511 26568 37593 47733 56968 67667 78464
5825 16647 27291 37748 47871 57256 67768 78495
6235 16746 27470 37984 47887 57946 68576 78854
6319 16855 27649 38221 47956 58143 69076 78884
6387 17407 27882 38557 48437 58304 69487 79291
6823 17860 28133 38801 48867 58342 69875 79299
8014 17940 28531 38822 49261 58725 70181 79429
8940 18273 29033 39006 49461 59022 70552 79541
9029 18407 29118 39932 49681 59253 70601 79834
9234 18864 29143 40002 50195 59836 71203
9547 18869 29713 40488 50343 60084 71385
9676 19243 30571 40638 50838 60798 71712
10675 20016 30733 40730 51228 61536 72009
10935 20350 31009 40877 51621 61796 72314
10947 20836 32086 41131 51857 62225 72944
319 10297 18392 30474 45179 57584 65771 76342
1324 10303 20333 32207 45465 58045 66799 76906
2691 11178 21007 32262 46619 58949 71570 76940
2835 11319 21199 33112 46823 59195 72254 77108
3189 12184 21654 34675 47618 59885 72590 77163
3871 12862 23473 35403 47641 60926 72596 77252
4417 13303 23555 37889 48625 61944 73281 77908
5158 15372 23831 38702 49046 61949 73923 78511
5350 15843 24475 38966 53382 62669 74253 79518
6350 17144 25940 39373 54277 63346 75724
6376 17509 26494 41241 55008 63568 75774
7319 17939 28053 42469 55726 64083 75935
8978 18018 29003 44751 56938 64086 76098
Næstu útdrættir fara fram 16. apr & 23. apr 2014
Heimasíða: www.das.is
Vinningur
Kr. 10.000 Kr. 20.000 (tvöfaldur)
Vinningur
Kr. 20.000 Kr. 40.000 (tvöfaldur)
Vinningur
Kr. 100.000 Kr. 200.000 (tvöfaldur)
13559 13677 30893 39387
Vinningur
Kr. 50.000 Kr. 100.000 (tvöfaldur)
1128 17489 23522 40191 59837 67725
2537 17818 28751 43827 65263 70441
4247 21570 29228 50666 65269 71698
8560 22458 35717 53550 65894 75596
A ð a l v i n n i n g u r
Kr. 2.000.000 Kr. 4.000.000 (tvöfaldur)
1 8 0 3 8
Ársalir ehf fasteignamiðlun
533 4200 og 892 0667
arsalir@arsalir.is
Engjateigi 5, 105 Rvk
Björgvin Björgvinsson, löggiltur fasteignasali
ÁRSALIR
FASTEIGNAMIÐLUN
533 4200
Glæsileg 200 m² hæð
Mánaðarleiga kr. 180 þús.