Morgunblaðið - 11.04.2014, Qupperneq 27
UMRÆÐAN 27
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. APRÍL 2014
Nokkuð hefur verið
til umræðu í fjöl-
miðlum nýtt frumvarp
til laga um opnun svo-
nefndra spilahalla (e.
Casino) á Íslandi.
Lestur á frumvarpi
og meðfylgjandi
greinargerðar vekur
upp ýmsar spurn-
ingar um einstök at-
riði og þær breyt-
ingar á peningaspilamarkaði sem
það hefur í för með sér, ef sam-
þykkt verður. Í þessari fyrri grein
verður fjallað um atriði er tengjast
spilun peningaspila, spilavanda og
hugsanleg áhrif spilahalla á þessa
þætti.
Í greinargerð með frumvarpi má
sjá nokkuð ítarlega og jákvæða
umfjöllun um rekstur spilahalla í
Danmörku. Þar er einnig tilvísun í
afmarkaðar niðurstöður einu rann-
sóknar Dana á algengi spilafíknar
og því komið á framfæri að algengi
spilafíknar sé minna þar í landi
(0,1%) en annars staðar á Norð-
urlöndum. Af þessu má skilja, þó
að það sé ekki beinlínis fullyrt í
greinargerð, að hættulaust sé að
opna spilahallir hér á landi þar sem
spilafíkn sé svo lítil í Danmörku.
Þetta er einkennileg framsetning
rannsóknarniðurstaðna, sér-
staklega í ljósi þess að hvergi á
Norðurlöndum hefur verið gert
eins lítið af rannsóknum á þessu
sviði og í Danmörku. Hér á landi
hafa til dæmis verið gerðar þrjár
faraldsfræðilegar rannsóknir (árin
2005; 2007 og 2011) á spilun pen-
ingaspila og algengi spilavanda
meðal fullorðinna Íslendinga. Nið-
urstöður síðustu rannsóknar frá
árinu 2011 sýndu að um 76% Ís-
lendinga spiluðu peningaspil og var
algengi hugsanlegrar spilafíknar
0,8% (öryggismörk: 0,5%-1,4%) og
u.þ.b. 1,7% (öryggismörk: 1,2
%-2,4%) til viðbótar áttu í veruleg-
um vanda vegna þátttöku sinnar í
peningaspilum. Þetta bendir ein-
faldlega til þess að algengi spila-
fíknar sé hærra hér á landi en í
Danmörku, án spilahalla.
Ljóst er að opnun spilahalla mun
þýða aukið framboð af pen-
ingaspilum, bæði meira af því sem
þegar er í boði (spilakassar) og nýj-
ar gerðir peningaspila (t.d. 21, pók-
er, rúlletta) sem ekki hafa verið
lögleidd hér áður. Það sem ein-
kennir þessar tegundir pen-
ingaspila er samfelld spilamennska
með tiltölulega miklum spilahraða
og tíðri endurgjöf vinninga en nið-
urstöður erlendra rannsókna
benda til að slík peningaspil hafi að
öllu jöfnu sterkari tengsl við spila-
vanda en aðrar tegundir. Í nið-
urstöðum íslenskra rannsókna hef-
ur líka endurtekið komið í ljós að
besta forspá um spilavanda var
þátttaka í spilaköss-
um, póker og spilun á
erlendum netsíðum.
Þetta er ekki í
fyrsta sinn sem hug-
myndir um opnun
spilahalla verða til hér
á landi. Reyndar minn-
ir þetta frumvarp
mjög á hugmyndir sem
voru í gangi veturinn
2009/2010 en um þær
hugmyndir ritaði und-
irritaður greinargerð
fyrir landlækni þar sem farið var
nokkuð ítarlega í erlendrar rann-
sóknir sem gera tilraun til að meta
áhrif af opnun spilavíta á samfélög
(skýrslu landlæknis má finna hér:
http://www.velferdarraduneyti.is/
hbr/frettir/nr/32207). Niðurstöður
þeirra rannsókna voru ekki ein-
hlítar þar sem sumar sýndu fram á
aukningu í spilun peningaspila og
jafnvel spilavanda en aðrar ekki. Í
stuttu máli var og er mín afstaða
sú að gera megi ráð fyrir því að
opnun spilahalla muni a.m.k. fyrst í
stað auka á spilun peningaspila á
höfuðborgarsvæðinu en síðan væri
hugsanlegt að náðst gæti jafnvægi
eða jafnvel dregið úr þátttöku, þeg-
ar nýjabrumið er horfið. Nið-
urstöður rannsókna á áhrifum
spilahalla á spilavanda voru hins-
vegar það tvíbentar að ómögulegt
er að fullyrða hvort slíkar hallir
leiða til meiri spilavanda eður ei.
Hinsvegar er nauðsynlegt að
huga að einkennum þeirra spila
sem eru í boði innan spilahalla en
slík peningaspil byggjast eins og
áður sagði á samfelldri spila-
mennsku, með miklum spilahraða
og tíðri endurgjöf í formi vinninga.
Niðurstöður erlendra rannsókna á
hlutfalli tekna af mismunandi teg-
undum peningaspila benda til að
u.þ.b. 30-60% af tekjum spilakassa
og borðspila eins og rúllettu, 21 og
póker komi úr vasa þess fámenna
hóps sem á við spilavanda að
stríða. Engin ástæða er til að halda
að það verði öðruvísi hér á landi og
ekki ólíklegt að tilvist spilahalla
muni leiða til þess að þeir sem eiga
við vanda að stríða muni leita í
meira mæli eftir þeirri þjónustu
sem þar er í boði. Spilahallir munu
því líklega auka á vanda þessa
hóps.
Fáeinar hugleiðing-
ar um frumvarp til
laga um spilahallir
Eftir Daníel Þór
Ólason
Daníel Þór Ólason
» Af þessu má skilja,
þó að það sé ekki
beinlínis fullyrt í grein-
argerð, að hættulaust sé
að opna spilahallir hér á
landi þar sem spilafíkn
er svo lítil í Danmörku.
Höfundur er dósent í sálfræði
við Háskóla Íslands og sinnir
rannsóknum á sviði spilafíknar.
Móttaka aðsendra greina
Morgunblaðið er vettvangur lifandi umræðu í landinu og birtir aðsendar grein-
ar alla útgáfudaga.
Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota
innsendikerfi blaðsins. Kerfið er auðvelt í notkun og tryggir öryggi í sam-
skiptum milli starfsfólks Morgunblaðsins og höfunda. Morgunblaðið birtir
ekki greinar sem einnig eru sendar á aðra miðla.
Að senda grein
Kerfið er aðgengilegt undir Morgunblaðslógóinu efst í hægra horni forsíðu
mbl.is. Þegar smellt er á lógóið birtist felligluggi þar sem liðurinn "Senda inn
grein" er valinn.
Í fyrsta skipti sem innsendikerfið er notað þarf notandinn að nýskrá sig inn
í kerfið. Ítarlegar leiðbeiningar fylgja hverju þrepi í skráningarferlinu. Eftir að
viðkomandi hefur skráð sig sem notanda í kerfið er nóg að slá inn kennitölu
notanda og lykilorð til að opna svæðið. Hægt er að senda greinar allan sólar-
hringinn.
Nánari upplýsingar veitir starfsfólk Morgunblaðsins alla virka daga í síma
569-1100 frá kl. 8-18.
Atvinnublað alla sunnudaga
ER ATVINNUAUGLÝSINGIN ÞÍN
Á BESTA STAÐ? Sendu pöntun á augl@mbl.is eða
hafðu samband í síma 569-1100
Allar auglýsingar birtast bæði í
Mogganum og ámbl.is
DANMÖRK
2 fullorðnir
með fólksbíl
Netverð á man
n frá
69.500*
570 8600 / 472 1111
www.smyrilline.is
*Netverð á mann miðað við staðgreiðslu, lágannatímabil.
FÆREYJAR
2 fullorðnir
með fólksbíl
Netverð á mann frá
34.500*
Stangarhyl 1 · 110 Reykjavík
Sími: 570-8600 · info@smyril-line.is
Fjarðargötu 8 · 710 Seyðisfjörður
Sími: 472-1111 · austfar@smyril-line.is
Komdu út að keyra
Berlín · Amsterdam · París
Róm · Barcelóna?
HVERNÆTLAR ÞÚAÐ GLEÐJA Í DAG?
PÁSKABLÓMIN