Morgunblaðið - 11.04.2014, Side 30
30 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. APRÍL 2014
✝ Agnar HörðurHinriksson
fæddist á Fjórð-
ungssjúkrahúsinu í
Neskaupstað 8. júní
1981. Hann varð
bráðkvaddur 31.
mars 2014.
Foreldrar hans
eru Óla Steina Agn-
arsdóttir frá Tind-
um, f. 8. september
1954, og Hinrik
Halldórsson frá Framnesi, f. 21.
september 1952, bæði fædd í Nes-
kaupstað. Þau slitu samvistir þeg-
ar Agnar Hörður var fjögurra
ára. Alsystir Agnars Harðar er
Thelma, f. 25. október 1976, maki
Axel Guðni Úlfarsson og eiga þau
Ingibjörgu og Úlfar Snæ. Hálf-
bræður Agnars Harðar samfeðra
eru Halldór, f. 1.
september 1989, og
Stefán, f. 13. apríl
1994. Móðir þeirra
og seinni kona Hin-
riks er Guðbjörg
Stefánsdóttir.
Árið 1989 flutti
Agnar Hörður
ásamt móður sinni
og systur til Reykja-
víkur og gekk í
skóla þar. Nú síðast
stundaði hann nám við Ljós-
myndaskóla Íslands
Með fyrrverandi sambýlis-
konu sinni, Ingibjörgu Ásmunds-
dóttur, á hann dótturina Ásrúnu
Emblu, f. 13. maí 2013.
Útför Agnars Harðar fer fram
frá Hallgrímskirkju í dag, 11.
apríl 2014, kl. 15.
Margt þú hefur misjafnt reynt,
mörg þín dulið sárin.
Þú hefur alltaf getað greint,
gleði bak við tárin.
(J.Á.)
Elsku fallegi drengurinn minn,
ég get ekki lýst því með orðum
hversu sárt ég sakna þín. Ég ætla
að ylja mér við allar góðu stund-
irnar okkar saman. Fallega bros-
ið þitt, glettnina í augunum og
faðmlagið þitt sem var svo þétt-
ingsfast.
Ég mun gera mitt allra besta
til að halda minningu þinni lifandi
fyrir Ásrúnu Emblu, litla gull-
molann þinn eins og þú sagðir
alltaf þegar þú talaðir um hana.
Hversvegna er leiknum lokið?
Ég leita en finn ekki svar.
Ég finn hjá mér þörf til að þakka
þetta sem eitt sinn var.
(Starri í Garði)
Guð geymi þig, elsku hjartans
Agnar Hörður minn.
Þín elskandi
mamma.
Elsku yndislegi bróðir minn,
það er erfitt að trúa því að við
munum ekki sjá þig aftur, heyra
röddina þína og sjá fallega brosið
þitt. Ég sé þig koma keyrandi inn
götuna mína með alla hundana í
bílnum að sækja Ingibjörgu
frænku þína á leiðinni upp á Úlf-
arsfell. Oft lá leiðin svo í Kola-
portið og þá fékk Úlfar Snær að
koma með og hann talaði um það í
marga daga.
Ég mun sakna símtalanna
okkar þar sem við ræddum allt
milli himins og jarðar oft langt
fram á nótt, við brölluðum einnig
ýmislegt saman en við ræðum
það seinna. Þú varst ekki bara
litli bróðir minn heldur einnig
besti vinur minn og uppáhalds-
frændi barnanna minna. Þú gafst
lífinu lit og við munum geyma all-
ar þessar yndislegu minningar í
hjörtum okkar. Við skulum passa
hana Grímu þína og litlu fallegu
dóttur þína sem þú elskaðir
meira en orð fá lýst, við munum
segja henni allar prakkarasög-
urnar af pabba hennar og hversu
stórt og gott hjarta þú hafðir.
Takk fyrir allt minn kæri, ég veit
þú ert í góðum höndum þar sem
þú ert núna hjá honum nafna þín-
um.
Eitt andartak stóð tíminn kyrr,
æddi síðan inn um glugga og dyr,
hreif burt vonir, reif upp rætur.
Einhvers staðar engill grætur.
Hvers vegna hér – menn spá og spyrja.
Spurningar flæða, hvar á að byrja?
Fólkið á þig kallar, Kristur,
kvölin nístir bræður og systur.
Tárin eru leið til að lækna undir
lífið er aðeins þessar stundir
Gangverk lífsins þau látlaust tifa
og við lærum með sorginni að lifa.
(Bubbi Morthens)
Ástar- og saknaðarkveðjur.
Thelma systir.
Elsku Aggi ég á engin orð.
Ég á engin orð til að lýsa því
hversu mikið ég vildi óska þess að
þessi óraunverulegi raunveru-
leiki væri annar en hann er í dag.
Ég sé þig svo lifandi fyrir mér,
göngulagið þitt, hvernig handar-
bökin snúa alltaf fram þegar þú
gengur, hraðar hreyfingarnar,
skeggið þitt, hláturinn, þétt
faðmlagið þitt, þykka hárið þitt
og skökku puttana þína.
Mér þykir svo óendanlega
vænt um þig og allt sem þú varst
og er svo innilega þakklát fyrir
okkar tíma og allar góðu stund-
irnar og fyrir það að hafa fengið
að deila með þér þessum stóra
kafla í lífi okkar. Þú átt alltaf of-
urstóran stað í mínu hjarta sem
er fullur af söknuði og kærleika.
Það er auðvitað ekki hægt að
segja eða telja allt upp en mig
langar samt að fá að segja við þig
takk fyrir allar innihaldsríku
samræðurnar okkar um lífið og
tilveruna, fortíðina og framtíðina,
takk fyrir allar gönguferðirnar,
það eru svo ótal margir staðir á
öllu landinu sem munu alltaf
minna mig á þig, takk fyrir að
sýna mér Neskaupstað, staðinn
sem þú elskaðir að vera á og leit-
aðir oft til, takk fyrir að bregða
mér næstum alltaf þegar ég fór í
þvottahúsið og takk fyrir alla
hina hrekkina sem voru aldrei
langt undan hjá þér, takk fyrir að
kynna mig fyrir allri eðaltónlist-
inni og sögunum sem fylgdu
hverju lagi, takk fyrir allar ynd-
islegu minningarnar sem við
deildum ég og þú og bara takk
elsku Aggi fyrir að vera þú í blíðu
og stríðu, þú hefur kennt mér svo
ótal margt sem ég tek með mér
áfram út í lífið.
Í minni trú veit ég að þú ert
kominn á nýjan stað, stað þar
sem tekið er vel á móti þér, þinni
yndislegu sál, stað sem er fullur
af kærleika og friði og allt er svo
miklu léttara og einfaldara en
þetta flókna líf hér á jörðinni.
Ég deili hjartahlýju þinni, lífs-
speki og ótal mörgum minning-
um áfram til litlu prinsessunnar
okkar eins vel og ég get og ef það
er eitthvað sem þér dettur í hug
þá hvíslarðu því að mér, elsku
Aggi.
Mig langar ekki að segja bless
svo ég ætla bara að segja takk
svo mikið fyrir samveruna elsku
þú, með ást í hjarta og endalaus-
an kærleika til þín frá mér.
Þín
Ingibjörg (Inga).
Kær frændi minn, Agnar
Hörður, er látinn aðeins 32 ára
gamall. Mikið óskaplega er það
sárt. Eins og alltaf þegar ungt
fólk deyr er skilningurinn gagn-
vart ótímabærum dauða lítill.
Við Agnar bundumst strax
miklum tilfinningaböndum, enda
var hann sonur systur minnar.
Hann var einstaklega lifandi og
skemmtilegt barn, með fallegt
bros og stríðnisglampa í augum.
Átti oft erfitt með stríðnina, sem
við fengum svo sannarlega að
finna fyrir.
Hann og afi hans og nafni áttu
yndislega fallegt samband og
elskaði hann afa sinn mikið. Það
var honum mikið áfall þegar afi
hans dó, stuttu eftir fermingu
hans. Hann missti mikið þá.
Agnar Hörður var mikil til-
finningavera, barngóður og vin-
margur. Það hefur komið berlega
í ljós nú við andlát hans hvað
hann var góður og hjálplegur vin-
ur, enda hafa vinir hans verið
ómetanlegir í öllu þessu sorgar-
ferli. Hafi þeir allir mikla þökk
fyrir.
Þær eru svo margar minning-
arnar þótt árin hafi ekki orðið
fleiri. Á Norðfirði heima á Tind-
um hjá ömmu og afa, hér í
Reykjavík, dagarnir okkar í
Kaupmannahöfn þegar ég,
mamma hans, systir og Ingi-
björg, litla systurdóttirin þá
þriggja ára, heimsóttum hann
þegar hann dvaldi þar í nokkra
mánuði.
Það voru yndislegir dagar.
Ekki var London-ferðin okkar
síðri þótt Ingibjörg væri ekki
með.
Hann naut sín vel þótt hann
væri eini karlmaðurinn í hópnum,
fannst gaman að fara með okkur
– konunum í lífi sínu.
Fyrir nokkrum árum keyrðum
við tvö heim til Norðfjarðar og
voru hundarnir hans að sjálf-
sögðu með. Það kom ekki til
greina að fara án þeirra. Þeir
voru honum mjög kærir og miklir
félagar, enda var hann mikill
dýravinur.
Fyrir nokkrum dögum hringdi
hann í mig og var það einkar gott
samtal sem er svo gott að eiga
með sér nú, þegar hann er allur.
Við höfum öll misst mikið.
Sorglegast er þó að ung dóttir
hans fær ekki að kynnast föður
sínum nema af myndum og um-
sögn. Hún var gullmolinn hans
eins og hann kallaði hana, svo
óskaplega stoltur.
Að leiðarlokum þakka ég mín-
um elskulega frænda fyrir árin
32 í blíðu og stríðu.
Hafðu þökk fyrir allt og allt
Agnar minn.
Þín
Rut frænka.
Ég trúi ekki að við eigum ekki
eftir að heyra þig hlæja og segja
okkur skrítlur framar á meðan
við úðum í okkur góðum mat,
elsku Aggi okkar. Já, mörg voru
matarboðin og skemmtilegast
finnst mér hvað við náðum að
stríða þér hrikalega eftir síðasta
boð á snapchat með girnilegu sal-
atskálina sem þú gerðir „alveg
sjálfur“ manstu, haha. Í því boði
sagðir þú okkur frá því að þig
langði svo að fara í hjálparstarf
til Afríku. Þetta einkenndi þig
svo mikið.
Ég var að horfa á myndband af
okkur tína krækling eldsnemma
um morgun og þar ertu að kæta
okkur hin með þinni einstöku sýn
sem þú hafðir á lífinu. Já, það var
alltaf einstök gleði sem fylgdi þér
og þinni návist.
Það eru þung spor að þurfa að
kveðja þig, sem áttir allt lífið
framundan og svo mikið af
draumum, elsku Aggi okkar. Við
erum harmi slegin og trúum
varla að matarboðin verði ekki
fleiri með þér, með drengnum
sem náði beint í hjartað á öllum
sem hann kom nærri. Þetta skarð
verður ekki fyllt, en minningin
um þig mun ávallt lifa í hjörtum
okkar í Reiðvaðinu.
Þú talaðir svo mikið um dem-
antinn þinn, hana Ásrúnu Emblu,
hún hefði þurft að hafa þig miklu
lengur, því að enginn er eins og
þú.
Við sendum fjölskyldu þinni,
vinum og litlu stelpunni þinni,
Ásrúnu Emblu, okkar innileg-
ustu samúðarkveðjur. Megi andi
huggunar vera með ykkur þegar
þið kveðjið þennan yndislega
mann.
Ég man hvað þú elskaðir lagið
„Vor í Vaglaskógi“ með Kaleo og
þér var alveg sama þó að ég spil-
aði það aftur og aftur.
Læt ég því það lag fylgja
minningunni um þig yndislegi
Aggi okkar.
Hér er bæn sem við förum með
fyrir stelpurnar okkar, megi hún
fylgja þér til hinstu hvíldar.
Ég fel í forsjá þína,
Guð faðir, sálu mína,
því nú er komin nótt.
Um ljósið lát mig dreyma
og ljúfa engla geyma
öll börnin þín, svo blundi rótt.
(Matthías Jochumsson)
Þínir vinir alltaf,
Einar J., Sigrún L.
og stelpurnar þrjár.
Elsku Aggi minn, ég veit ekki
hvar ég á að byrja, ég er ennþá
dofinn og er í sjokki. Er ekki
ennþá búinn að átta mig á því að
þú sért farinn frá okkur. Mér
finnst sú hugsun óbærileg. Ég
hef undanfarið verið að rifja upp
allar góðu stundirnar sem við átt-
um saman vinirnir.
Við vorum eins og tvíburar frá
því að við kynntumst, vorum
saman alla daga og það leið varla
sá dagur að ég hitti þig ekki. Þó
að sambandið hafi minnkað með
árunum þegar við eignuðumst
fjölskyldu og bjuggum hvor í sinu
landinu og vorum orðnir fullorðn-
ir menn rofnuðu tengsl okkar
ekki.
Við vorum áfram í miklu sam-
bandi og vorum miklir trúnaðar-
vinir og við gátum alltaf rætt um
hvað sem er. Ég gleymi aldrei öll-
um kvöldunum sem við sátum
saman og spiluðum FIFA í litla
herberginu í Vesturbænum; ég
þurfti alltaf að gefa þér nokkur
mörk í forgjöf svo að leikirnir
væru jafnir og við gátum spilað
kvöld eftir kvöld í marga klukku-
tíma. Svo ferðin sem við fórum
saman til Benidorm.
Ég gaf þér flugmiðann í 20 ára
afmælisgjöf og þú varst svo
ánægður og stökkst á mig eins og
geðsjúklingur og ferðin var ekk-
ert smá skemmtileg hjá okkur fé-
lögunum; árekstur á vespu, trúnó
og skemmtun.
Svo rifjaði ég upp þegar ég
klessti bílinn hans Hilla á leiðinni
á Halló Akureyri og það komu
einhverjir steraboltar úr bílnum
sem við klesstum á og ég man
hvað ég var hræddur en þá sagðir
þú „nei, þetta er Kiddi, ég þekki
hann“ og allt endaði eins og best
verður á kosið. Svo má ekki
gleyma „dormer“-djókinu okkar,
það lifði í mörg ár. Það eru svo
margar minningar sem ég get
talið upp að það er efni í heila
bók.
Þú varst alltaf svo hress,
skemmtilegur og gefandi, alltaf
til í að rétta hjálparhönd og vera
til staðar fyrir allt og alla. Silla
konan mín var einmitt að segja
hvað þú varst góður við hana þeg-
ar ég var ekki til staðar, hringdir
í hana og hughreystir og gast tal-
að við hana um hvað sem er. Silla
hefur líka svo oft sagt við mig:
„Ég dýrka Agga vin þinn, hann
er svo skemmtilegur.“ Þetta eru
bara svo lýsandi orð fyrir þig
elsku Aggi minn.
Þú eignaðist svo hana Ásrúnu
Emblu í fyrra, þú varst svo stolt-
ur af henni og ég veit að þú ætl-
aðir og hefðir verið besti pabbi í
heimi, þú talaðir alltaf svo fallega
um hana og þegar hún verður
eldri mun hún fá að heyra allar
skemmtilegu sögurnar af pabba
sínum.
Ég man þegar þú komst til mín
á laugardaginn rétt áður en þú
lést. Þú varst svo glaður og
ánægður með árangurinn í skól-
anum og mér fannst lífið leika við
þig. Lífið getur samt verið svo
skrítið og ósanngjarnt því aðeins
tveimur dögum seinna varstu lát-
inn.
Minningin um Aggann minn
mun alltaf lifa, ég fékk að vera
hjá þér þegar þú kvaddir þennan
heim og sú minning mun alltaf
eiga stóran stað í hjarta mínu, að
hafa fengið að njóta þeirra for-
réttinda að vera vinur þinn.
Ég vil votta foreldrum, systk-
inum og nánustu aðstandendum
mína dýpstu samúð. Hér kvaddi
einstakur persónuleiki þennan
heim alltof snemma.
Gunnar Viðar.
Elsku besti vinur minn, að
koma frá mér í orðum elsku
minni til þín er nánast ógerlegt.
Þú sem varst svo stór hluti af öllu
mínu, öllu sem ég á og öllu sem
tilheyrir mér. Þú varst, ert og
munt alltaf vera partur af mér.
Ég er búinn að missa það sem
var mér svo dýrmætt, ég er búinn
að missa það frá mér sem ég var
búinn að sjá fyrir mér verða; okk-
ur tvo að eldast saman. Það er
búið að taka frá mér besta vin
minn, vin barnanna minna, vin
konunnar minnar. Það er svo erf-
itt og vont að þurfa að hugsa til
þess að halda áfram án þín.
Og þegar allt kemur til alls eru
það smáu minningarnar sem
skipta mestu og mér þykir vænst
um, þótt þær séu allar í dag dýr-
mætara enn flest fyrir mér.
Minningar um okkur tvo bara að
vera, ekkert sérstakt í gangi,
bara við.
Þú varst gleði mín og
barnanna minna. Það skipti ekki
máli hvað um var að vera, það var
alltaf gaman. Linda og Almar
fögnuðu þér í hvert skipti sem þú
komst, hlupu í fang þitt og sögðu
þig frænda sinn, það var alltaf
gaman með þér sama hvað. Það
sem við gátum hlegið og skemmt
okkur. Þú varst traustur og
tryggur vinur og ég gat leitað til
þín með allt. Mér þykir vænt um
að hugsa til þess að við kunnum
að meta vináttu okkar og segja
óhræddir að við elskuðum hvor
annan. Missir minn og allra þinna
er svo mikill og sár að því er erfitt
að lýsa.
Hvíldu í friði hjartans vinur
minn, ég mun sakna þín, alltaf.
Elsku Ásrún Embla, Óla, Hinrik,
Guðbjörg, Thelma, Halldór, Stef-
án og Ingibjörg, megi allt það
góða veita ykkur styrk og hugg-
un í þessari miklu sorg, hugur
minn er hjá ykkur.
Augað greinir unaðsmyndir,
angurtóna hlustin nemur
– það er eins og allar lindir
opnist þegar dauðinn kemur.
Þú ert liðinn, ljúfi vinur
– lifir þó í draumi björtum:
ekkert glatast, ekkert hrynur,
allt er geymt í vorum hjörtum.
Líf þitt var sem ljós á vegi
– ljós er býr í trúu starfi
það mun lifa þótt það deyi,
það er hluti af lífsins arfi.
Því skal minning þakklát skína,
því skal blessa liðið gengi:
að hafa öðlast alla þína
ást og fegurð svona lengi.
Hér þó foldin fölni að sinni,
falli dropar regns á veginn,
sæl mun reynast sálu þinni
sólskinsströndin hinumegin.
(Jóhannes úr Kötlum)
Þinn vinur,
Gunnar Þór.
Elsku hjartans vinur minn hve
ósköp ég sakna þín mikið. Loka-
orð um þig verða aldrei skrifuð
og minning þín aldrei gleymd. Þú
varst klettur í hvers manns lífi og
sameiningartákn allra þinna ást-
vina.
Þú varst fyrsti maðurinn sem
komst til mín og reifst mig inn í
vinahópinn þegar ég byrjaði í
Langholtsskóla fyrir laust tutt-
ugu árum.
Þú kallaðir á mig símanúmerið
heima hjá þér meðan þú hljópst á
eftir strætó. Alla leiðina heim
þuldi ég upp númerið í höfðinu til
að gleyma því ekki og um kvöldið
hringdi ég hálfstressaður í þig,
því það var alvitað að þú varst
langmesti töffarinn í hverfinu og
mér leið svolítið eins og fjósa-
manni að reyna að nálgast Sturlu
Sighvatsson.
En auðvitað svaraðir þú sím-
anum hress og kátur, albúinn að
kynnast nýrri sál. Allar götur síð-
an hefur þú verið minn traustasti
vinur og verndari.
Sú staðreynd að þurfa að
kveðja þig svona ungan stangast
með eindæmum á við öll lögmál
réttlætis. Þú varst einfaldlega
þannig af Guði gerður að réttlæti,
samkennd, traust og kærleikur
til náungans var þér hjartans
mál. Að hafa þekkt þig og fengið
að vera þér vinur er sannur heið-
ur og af lífi þínu dreg ég mikinn
lærdóm. Þú varst ljóslifandi
dæmi um hvernig rækta skal
garðinn sinn, hvernig koma á
fram við fólkið sitt og hvernig
stök sál getur svo víðtæk áhrif
haft. Farðu í friði hjartans vinur
minn þar til við dag einn aftur
hittumst.
Þú varst þrekið sem fékk ég til þrauta.
Þú varst garður þar sem fræ mitt enn
grær.
Þú varst ylur sem barst milli skauta.
Þú varst hylur og uppspretta tær.
Þú varst vonin og vit mitt á hafi.
Þú varst viljinn sem eftir mér beið.
Þú varst vit mitt ef upp kom smá vafi,
viti sem lýsti mér leið.
Þinn vinur,
Guðni Jóhann.
Elsku vinur. Þú varst besti
vinur sem maður getur ímyndað
sér að eiga. Þú varst alltaf tilbú-
inn að hjálpa manni með hvaða
vandamál sem kom upp á og þér
fannst ekkert vera sjálfsagðara.
Það var ekkert sjálfsagt við það
að eiga þig að, heldur blessun að
hafa átt þig sem vin.
Þú gafst mér styrk þegar ég
þurfti á honum að halda og gafst
mér góð ráð þegar góð ráð voru
dýr. Ég mun aldrei gleyma öllum
löngu samtölunum sem við áttum
um allt milli himins og jarðar, þú
varst fullur af visku, bjartsýni og
réttlæti. Þú leyfðir heldur ekki
væl, sjálfsvorkunn eða drama. Þú
varst alltaf tilbúinn að samgleðj-
ast vinum þínum við minnsta til-
efni.
Við áttum margar góðar
stundir saman sem ég mun aldrei
gleyma og hlakka til að deila því
með Ásrúnu Emblu dóttur þinni
hversu mögnuð manneskja pabbi
hennar var. Ég þakka fyrir að
hafa átt þig sem vin og er ríkari
fyrir það. Ég mun sakna þín
þangað til við sjáumst næst,
elsku vinur.
Aggi, þú ert bróðir minn
Ljónshjarta.
Kolbeinn
Kolbeinsson.
Nú er vanmátturinn algjör hjá
mér, því þú ert farinn elsku vin-
ur. Ég á eftir að sakna löngu sím-
talanna okkar svo mikið sem við
áttum um allt og ekki neitt, sím-
talanna sem Marcus minn hefur
hermt eftir frá því hann byrjaði
að tala: „Ég era tala við Agga, bla
bla bla.“ Elsku vinur, ég á eftir að
sakna þín. Þú hefur alltaf verið
eins og bróðir minn, náð að pirra
mig meira en nokkur annar, en
líka náð að láta mér líða svo vel
með sjálfan mig, gefið mér sjálfs-
traust.
Þú varst sannur vinur, enginn
efi, alltaf blátt áfram, óhræddur
við að viðra þínar skoðanir, alltaf
samkvæmur sjálfum þér. Ég hef
verið svo heppinn að eiga þig sem
besta vin, bróður, í öll þessi ár.
Ég og Kata okkar vorum að tala
um þetta um daginn hversu
heppin við höfum verið að eiga
svona vinskap allan þennan tíma,
það er ekki sjálfgefið að verða
þess aðnjótandi.
Þú skilur nú eftir hluta af þér í
þessum heimi, hluta af þér sem
við fáum að fylgjast með um
ókomna tíð, hana Ásrúnu Emblu
þína. Ég sakna þín elsku vinur, sé
þig þegar þar að kemur. Í Guðs
friði.
Sölvi
Kristjánsson.
Agnar Hörður
Hinriksson