Morgunblaðið - 11.04.2014, Side 34

Morgunblaðið - 11.04.2014, Side 34
34 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. APRÍL 2014 Smiðjuvegi 68-72, Rvk Hjallahrauni 4, Hfj Fitjabraut 12, Njarðvík Eyrarvegi 33, Selfossi Barðinn, Skútuvogi 2 Við tökum að okkur: Peruskipti, rafgeymaþjónustu, bremsuviðgerðir, stýrisenda, spindilkúlur, kerti, kertaþræði, hjólalegur, fjöðrunarbúnað, viftureimar, hjólastillingar og margt fleira. LAGFÆRUM BÍLINN VIÐ www.solning.is Það verðurkannski eitt-hvað tekið létt á því með barna- börnunum. Ég fæ að sækja þau í leikskól- ann í tilefni dagsins og ætla að gera eitt- hvað skemmtilegt með þeim. Ætli við fjölskyldan reynum ekki svo að borða saman góðan mat um helgina,“ segir Baldur Pálsson bif- reiðasmiður sem er fimmtugur í dag. Baldur býr í Grinda- vík og er giftur Katrínu G. Hilm- arsdóttur, þau eiga þrjú börn og þrjú barnabörn auk þess sem það fjórða er á leiðinni. Baldur segist ekki ætla að slá upp veislu núna en stefn- ir á hátíðahöld í haust. „Þetta þarf svolítinn aðdraganda þar sem stórfjölskyldan er út um allan heim. Ég reyni að stíla inn á að hafa alla á landinu og því verður veislan ekki fyrr en í haust. Þetta verður bara gleði út allt árið,“ segir Baldur léttur í lund en stórfjölskyldan kemur alltaf sam- an á afmælistímum hjá hverjum og einum. „Það er sama hversu stórt afmælið er; það er alltaf komið saman og borðaður góður mat- ur. Við notum þetta tækifæri til að hittast og mér finnst það góð regla.“ Baldur er fæddur og uppalinn í Reykjavík, bjó um tíma í Vest- mannaeyjum, þaðan sem eiginkona hans er, flutti síðan til Hafnar- fjarðar og þaðan til Grindavíkur. „Mér finnst gott að búa í Grinda- vík, þetta litla samfélag á betur við mig en það stóra.“ Baldri finnst ljómandi gott að eldast enda getur hann með aukn- um aldri sinnt áhugamálinu sínu meira sem eru mótorhjól. „Ég fékk mér mótorhjól þegar ég varð afi fyrir fimm árum og reyni að hjóla þegar ég get,“ segir Baldur, sem fer jafnvel á rúntinn í dag. ingveldur@mbl.is Baldur Pálsson er fimmtugur í dag Afmæli Baldur Pálsson í Grindavík er fimm- tugur í dag. Áhugamál hans eru mótorhjól. Fékk sér mótorhjól þegar hann varð afi Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is Bolungarvík Jakob Helgi fæddist 30. maí kl. 18.44. Hann vó 3.090 g og var 47 cm langur. Foreldrar hans eru Ásta Ákadóttir og Þorsteinn Elías Sigurðsson. Nýir borgarar Reykjavík Kristinn Jökull fæddist 18. maí kl. 4.35. Hann vó 3.090 g og var 49 cm langur. Foreldrar hans eru Margrét Ósk Óskarsdóttir og Kristinn Magnússon Michelsen. F ríða fæddist í Reykjavík 11.4. 1939 og ólst þar upp, lengst af á Kambsveginum í Kleppsholtinu. „Kleppsholtið var svolítið sér á báti í borgarmyndinni, nokkurs konar þorp út af fyrir sig, óralangt frá miðbænum. Það var töluvert fyr- irtæki að „fara í bæinn“ með stræt- isvagni sem hét Kleppur og var nú númer 3. Síðan kom Kleppur - Hraðferð – ef manni lá á, en hann var númer 13. En þetta var yndislegt umhverfi, stutt í óbyggða víðáttuna, með kart- öflugörðum, njólabreiðum og ósnortnum Vatnagörðunum þar sem við krakkarnir renndum okkur á sleðum og skautuðum á Fúlutjörn.“ Fríða lauk stúdentsprófi frá MR 1959, var í námi í blaðamennsku í University of Arkansas í Bandaríkj- unum 1959-60 og í námi í ensku við HÍ 1960-62. Fríða var fréttamaður hjá Ríkis- útvarpinu sumarið 1961 og blaða- maður á Tímanum frá ársbyrjun 1962 til 1982. Hún var auk þess rit- stjóri Lögbergs Heimskringlu í Winnipeg í Kanada 1976-77, ritstjóri Sáms, blaðs Hundaræktarfélags Ís- lands, í nokkur ár og ritstjóri 19. júní 1984-85. Þá var hún blaðamað- ur hjá Fróða í átta ár. Fríða var sjálfsætt starfandi blaðamaður frá ársbyrjun 1982, hef- ur skrifað í ýmis tímarit frá þeim tíma, lengst í Hús og híbýli, í rúm 20 ár samfleytt, skrifaði í Lyfjatíðindi og Frjálsa verslun um langt árabil og var í fimm ár ritstjóri Umhyggju, tímarits Félags til stuðnings lang- veikum börnum. Fríða sat í stjórn Blaðamanna- félags Íslands 1973-83, hefur setið í samninganefnd félagsins frá 1974 og sat í stjórn Lífeyrissjóðs blaða- manna 1979-1999. Hún var fram- kvæmdastjóri Blaðamannafélags Ís- lands á árunum 1979-99. Borgarbarnið flutti úr bænum En hvað er annars að frétta af Fríðu eftir að blaðamenn eru hættir að fá hjá henni lykla að sumar- bústöðunum í Brekkuskógi? „Ekkert annað en það að við hjón- in ákváðum að kaupa okkur hús í Fríða Björnsdóttir, fyrrverandi framkvæmdastjóri BÍ – 75 ára Fjölskyldan Fríða og Bergsveinn halda sín fyrstu jól í Þorlákshöfn, ásamt börnunum, Val og Völu Ósk. Blaðamaður af lífi og sál og er enn á fullu Fríða og Mandla Tíkin er Rauða- krosshundur, þjálfuð til að gleðja eldri borgara á vistheimilum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.