Morgunblaðið - 11.04.2014, Qupperneq 35
Þorlákshöfn og fluttum síðan búferl-
um 30. apríl, 2012. Ég tek það skýrt
fram að það var ekki út af
„hruninu“. Við tókum enga koll-
steypu í þessu blessaða „hruni“. Við
bara ákváðum að breyta til. Þarna
var að vísu rennt svolítið blint í sjó-
inn því ég hef alltaf búið í Reykjavík
en eiginmaðurinn er reyndar frá
Hólmavík. En ég sé ekki eftir þessu.
Þorlákshöfn er fallegur staður. Þar
er vel tekið á móti manni. Hér er
blómstrandi félagslíf og ég er nátt-
úrlega komin í stjórn Félags eldri
borgara og kvenfélagsins og hef
verið í óðaönn að hjálpa þessum
góðu konum að gefa út afmælisblað
vegna 50 ára afmælis kvenfélagsins
9. maí nk. Eiginmaðurinn fer svo í
hverri viku á svokallað Karlarabb á
9-unni, Félagsmiðstöð eldri borgara
í bænum og heyrir þar sitthvað nýtt
og gamalt um lífið hér.“
Fjölskylda
Fríða giftist 17.11. 1963 Berg-
sveini Jóhannessyni, f. 13.8. 1937,
húsasmíðameistara og fyrrverandi
starfsmanni hjá Slippfélaginu. For-
eldrar Bergsveins voru Jóhannes
Bergsveinsson, f. 20.10. 1908, d. 3.8.
1989, verkstjóri í Reykjavík, og k.h.,
Kristín Jónsdóttir, f. 11.11. 1908, d.
7.12. 1994, húsfreyja.
Börn Fríðu og Bergsveins eru
Valur Bergsveinsson, f. 29.6. 1968,
hótelstjórnunarfræðingur, MBA og
ráðgjafi, búsettur í Þorlákshöfn, og
Vala Ósk Bergsveinsdóttir, f. 18.5.
1978, BA í ensku og MA í alþjóða-
almannatengslum, enskukennari og
stundar nú MA-nám við HÍ, búsett í
Reykjavík.
Albróðir Fríðu er Trausti, f. 5.1.
1943, fyrrverandi kennari við Hóla-
brekkuskóla í Reykjavík, var
kvæntur Sigurlínu Kristjánsdóttur
sem er látin. Hún var starfsmaður
Kennarasambands Íslands.
Hálfbróðir Fríðu, samfeðra, var
Bragi, f. 30.7. 1932, d. 6.1. 1997, lög-
fræðingur hjá Landsbanka Íslands,
en fyrri kona hans var Helga
Tryggvadóttir en þau slitu sam-
vistum og seinni kona Braga var
Sigríður Jóhannesdóttir, starfs-
maður við Landsbankann, en þau
slitu einnig samvistum.
Foreldrar Fríðu voru Björn Guð-
finnsson, f. 21.6. 1905, d. 27.11. 1950,
prófessor í íslensku við HÍ, og f.k.h.,
Halldóra Andrésdóttir, f. 14.9. 1909,
d. 27.7. 1993, hjúkrunarkona.
Seinni kona Björns var Sigríður
Pétursdóttir, f. 18.8. 1918, d. 8.3.
1968, hjúkrunarkona.
Úr frændgarði Fríðu Björnsdóttur
Fríða
Björnsdóttir
Halldóra Jónsdóttir
húsfr.
Jón Jónsson
vinnum. á Hvoli í Mýrdal
Erlendína Jónsdóttir
húsfr. í Rvík
Halldóra Andrésdóttir
húsfr. í Rvík
Andrés Ágúst Jóhann Guðnason
fisksali í Rvík
Jóhanna Andrésdóttir
frá Syðra-Langholti, af Reykjaætt. Bróðurdóttir Helga í
Birtingarholti, afa Ásmundar Guðmundssonar biskups
Guðni Halldórsson
b. á Lágafelli í Mosfellssveit
Vigdís Einarsdóttir
húsfr. á Vogi, af Ormsætt
Guðbrandur Einarsson
b. á Vogi á Fellsströnd
Sigurbjörg Guðbrandsdóttir
húsfr. í Litla-Galtardal
Guðfinnur Jón Björnsson
búfr. í Litla-Galtardal á Fellsströnd
Björn Guðfinnsson
prófessor í íslensku við HÍ
Gestur Guðfinnsson
skáld og blaðamaður við
Alþýðublaðið
Agnes Guðfinnsdóttir
húsfr. í Ytra-Skörðugili
Björn
Jónsson
skólastjóri
Hagaskóla
Magnús
Jón
Björnsson
tannlæknir
Björg Þuríður Guðfinnsd.
húsfr. í Rvík
Guðfinna Ragnarsdóttir,
fyrrv. kennari við MR og
ættfræðingur
Agnes Guðfinnsdóttir
húsfr. á Ytrafelli
Björn Ólafsson
b. á Ytrafelli á Fellsströnd
Katrín Andrésdóttir
húsfr. á Neðri-Brunn-
stöðum á Vatnsleysustr.
Magnús Andrésson
prófastur og alþm.
á Gilsbakka
Eyjólfur Andrésson
b. á Kirkjubóli í
Hvítársíðu
Páll Andréss.
formaður í
Nýjabæ
Elín
Pálsd.
húsfr.
Björg Björgólfs.
húsfr. í
Hafnarfirði
Geir
Gunnarss.
alþm.
Lúðvík Geirsson
fyrrv. alþm. og
bæjarstj. Í Hafnarfirði
og fyrrv. form. BÍ
Andrés Eyjólfss.
alþm. í Síðumúla
Þórður Eyjólfss.
hæstaréttar-
dómari í Rvík
Magnús Þórðars.
framkvæmdastj.
NATÓ á Íslandi
Guðrún
Þórðardóttir
kennari og
ættfræðingur.
Kjartan Magnúss.
borgarfulltrúi
Þórður Þórarinss.
framkvæmdastj.
Sjálfstæðis-
flokksins
Pétur Magnússon
alþm. og ráðherra
Ásgeir Pétursson
fyrrv. sýslum. og bæjarfógeti í Kópavogi
Stefán Pétursson
lögfr. og bankastj.
Landsbankans
Einar Stefánsson
augnlæknir
Margrét Guðmundsdóttir
húsfr. í Hafnarfirði
Guðmundur Í. Guðmundss.
alþm. og ráðherra
ÍSLENDINGAR 35
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. APRÍL 2014
Erlingur Davíðsson ritstjórifæddist á Stóru-Hámundar-stöðum á Árskógsströnd
11.4. 1912. Hann var sonur Davíðs
Sigurðssonar, hreppstjóra þar, og
Maríu Jónsdóttur húsfreyju. Meðal
systkina Erlings voru Ingólfur grasa-
fræðingur og Haraldur, bóndi á
Stóru-Hámundarstöðum.
Eiginkona Erlings var Katrín
Kristjánsdóttir frá Eyvík á Tjörnesi.
Erlingur lauk búfræðiprófi frá
Hvanneyri 1935, var ráðsmaður við
Laugaskóla í Reykjadal, stjórnaði
kornrækt KEA á Klauf í Öngulstaða-
hreppi frá 1939 og síðar gróðurhús-
unum á Brúnalaug, var afgreiðslu-
maður og auglýsingastjóri Dags á
Akureyri frá 1950 og sinnti afgreiðslu
Tímans og Samvinnunnar.
Erlingur hóf fljótlega að skrifa
smágreinar í Dag og þegar Haukur
Snorrason, sem hafði verið ritstjóri
Dags og Samvinnunnar, varð ritstjóri
Tímans í Reykjavík tók Erlingur við
ritstjórn Dags sem þá var að vísu enn
vikublað en þó það stærsta og út-
breiddasta á landsbyggðinni. Önnur
blöð á Akureyri voru þá Íslendingur,
Verkamaðurinn og Alþýðumaðurinn.
Erlingur var ritstjóri Dags 1955-
79. Hann kom sér upp föstum frétta-
riturum á Norðurlandi, jók mjög
fréttaskrif blaðsins og útbreiðslu þess
og bætti fjárhaginn. Blaðið eignaðist
eigið húsnæði og prentvél og var síð-
ar breytt úr vikublaði í dagblað.
Erlingur var vinnusamur og af-
kastamikill. Hann var pólitískur í
anda ungmennafélaga og samvinnu-
hreyfingar og eindreginn málsvari
góðtemplara en fremur frábitinn
flokkspólitísku þrasi.
Auk þess var Erlingur afkastamik-
ill rithöfundur, sendi frá sér 18 bindi
af viðtalsbókunum Aldnir hafa orðið,
en bækur hans urðu 32 samtals, s.s.
Jói norski, Miðilshendur Einars frá
Einarsstöðum og Furður og fyrir-
bæri. Þá stofnaði hann tímaritið Súl-
ur, ásamt Jóhannesi Óla Sæmunds-
syni fornbókasala.
Erlingur var mikill áhugamaður
um stangveiði, í ám, vötnum og á sjó.
Þá starfaði hann mikið í Félagi aldr-
aðra á Akureyri, sat í fyrstu stjórn
þess og var formaður félagsins um
skeið.
Erlingur lést 17.7. 1990.
Merkir Íslendingar
Erlingur
Davíðsson
105 ára
Hlíf Böðvarsdóttir
85 ára
Baldur Guðmundsson
80 ára
Anna Rut Haubitz
Halla Helga Skjaldberg
Óskar Veturliði Grímsson
75 ára
Jón Sigurjónsson
Selma Guðmundsdóttir
70 ára
Ásdís Nikulásdóttir
Bjarni Þ. Hagen
Gunnar Halldórsson
Hallgrímur Sigurðsson
Jóhann Alexandersson
Jón G. Sigurðsson
Tove Dahle
60 ára
Guðmundur S Kristjánsson
Guðný Jónsdóttir
Guðrún Sigríður
Vignisdóttir
Halla Sjöfn Hallgrímsdóttir
Hallfríður Alfreðsdóttir
Hrafn Jónasson
Ingibjörg A. Guðlaugsdóttir
Jens Sigurðsson
Sigurður S. Jóhannsson
Tómas Tryggvason
Þorsteinn Jónsson
Þorsteinn Pálsson
50 ára
Baldur Pálsson
Borgþór Sveinsson
Eva Yngvadóttir
Guðfinna Björg
Jóhannsdóttir
Guðjón Símonarson
Guðmundur Ingason
Gunnar Mýrdal Einarsson
Helena Rafnsdóttir
Kristín Jónsdóttir
Ragnar Aðalsteinn
Magnússon
Sigrún Traustadóttir
Sólveig S. Guðmundsdóttir
Tryggvi Ólafsson
40 ára
Anna Elísabet Bjarnadóttir
Ágústa Hlín Gústafsdóttir
Birgitta Heiðrún
Guðmundsdóttir
Brynjólfur Jón Baldursson
Jónína Marteinsdóttir
Kristín Guðbrandsdóttir
Ragnheiður Valdimarsdóttir
Rakel Elín Garðarsdóttir
Rögnvaldur Helgason
30 ára
Arnar Helgi Hlynsson
Baldur Ágúst Sigþórsson
Birkir Örn Hreinsson
Bjarki Eiríksson
Davíð Guðjón Pétursson
Fanney Bjarnþrúður
Þórsdóttir
Höskuldur Björgúlfsson
Íris Ósk Kjartansdóttir
Kristinn Vignir Helgason
Kristín Ósk Jónasdóttir
Lilja Björk Sigurdórsdóttir
Linda Tommelstad
Malgorzata Maria
Plociniczak
Rógvi Lamhauge
Valgerður Helga
Einarsdóttir
Til hamingju með daginn
30 ára Valdís ólst upp í
Reykjavík, býr þar, lauk
sveinsprófi í matreiðslu
frá Hótel- og veitingaskól-
anum og starfar á Hótel
Natura í Reykjavík.
Bróðir: Hreinn Hjart-
arson, f. 1979, fram-
reiðslumaður.
Foreldrar: Bragi Guð-
jónsson, f. 1947, slökkvi-
liðsmaður á Keflavík-
urflugvelli, og Ingibjörg
Júlíusdóttir, f. 1955,
sjúkraliði.
Valdís Sigurlaug
Bragadóttir
30 ára Oddný lauk BA-
prófi í uppeldis- og
menntunarfræði, stundar
MA-nám í námsráðgjöf og
er ráðgjafi hjá Vinnu-
málastofnun.
Maki: Haraldur A. Ein-
arsson, f. 1981, aðstoð-
arskólastjóri.
Dóttir: Rakel Elísa, f.
2009.
Foreldrar: Kristján
Bjarnason, f. 1952, og
Ragna Hannesdóttir, f.
1951.
Oddný Þóra
Kristjánsdóttir
30 ára Sóley býr í
Reykjavík, lauk BA-prófi í
vöruhönnun og diplóma-
prófi í kennslufræðum frá
Listaháskóla Íslands, og
er umbúðahönnuður hjá
Sif Cosmetics.
Maki: Grétar Sveinn
Theodórsson, f. 1980, al-
mannatengill.
Dóttir: Iðunn Guðný, f.
2012.
Foreldrar: Þórir Bald-
ursson, f. 1944, og Guð-
rún Pálsdóttir, f. 1957.
Sóley
Þórisdóttir
Skráðu þig í iPad-áskrift á www.mbl.is/mogginn/ipad/
LAUGAVEGI 5 - SÍMI 551 3383
Fermingarsprengja
Fallegir skartgripir á frábæru verði
Hringur
4.700
Hringur
5.900
Hringur
8.900
Hálsmen
8.600
Hálsmen
7.200
Hálsmen
6.750