Morgunblaðið - 11.04.2014, Síða 44

Morgunblaðið - 11.04.2014, Síða 44
FÖSTUDAGUR 11. APRÍL 101. DAGUR ÁRSINS 2014 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 425 ÁSKRIFT 4680 HELGARÁSKRIFT 2900 PDF Á MBL.IS 4470 I-PAD ÁSKRIFT 4470 1. Svona er heima hjá Eik og … 2. Kvittaði á rangan … 3. Ruslabílar borgarinnar við 365 4. Uppsagnir hjá Símanum »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Myndlistarmennirnir Libia Castro og Ólafur Ólafsson, sem voru fulltrú- ar Íslands á Feneyjatvíæringnum árið 2011, eru í hópi heimsþekktra sam- tímalistamanna sem eiga verk á sýn- ingu sem var opnuð í samtíma- listasafninu í Ósló í gærkvöldi. Sýningin er haldin í tilefni tveggja alda afmælis norsku stjórnarskrár- innar og fjalla listaverkin öll á ein- hvern hátt um borgaralega óhlýðni, sjálfstæðisbaráttu og kynferðislega eða menningarlega sjálfsmynd fólks. Meðal annarra sýnenda eru kínverski andófsmaðurinn Ai Weiwei, sem sagð- ur er áhrifamesti myndlistarmaður heims um þessar mundir, rússnesku andófskonurnar í Pussy Riot, hinn ís- lenskættaði Norðmaður Gardar Eide Einarsson, Turner-verðlaunahafinn Jeremy Deller og Rirkrit Tiravanija, sem hefur sýnt hér á Listahátíð. Morgunblaðið/Árni Sæberg Ólafur og Libia á andófssýningu í Ósló  Mikil uppi- standshátíð fer fram í Reykjavík í lok október á þessu ári, ný hátíð sem standa mun 23.-26. október og nefnist Reykjavík Comedy Festival. Í tilkynningu frá Senu, sem stendur fyrir hátíðinni, seg- ir að fyrsti grínistinn sem fram kemur á Íslandi hafi verið staðfestur og er sá Englendingurinn Stephen Merchant. Hann hefur starfað náið með landa sínum Ricky Gervais til margra ára og þá m.a. að gamanþáttunum The Office og The Ricky Gervais Show. Merchant með uppistand á Íslandi Á laugardag Norðan og norðvestan 10-18 m/s, snjókoma og síðan él um landið norðanvert og frystir, en heldur hægari sunnantil, úr- komulítið og hiti 2 til 6 stig. Lægir mikið um kvöldið. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Gengur í suðaustan 13-20 fyrir hádegi með rigningu einkum um landið sunnanvert, en slyddu eða snjókomu á Vestfjörðum. Snýst í suðvestan 5-10 með skúrum síðdegis. VEÐUR Stjörnumenn, með Matt- hew James Hairston í aðal- hlutverki, unnu óvæntan og sannfærandi sigur á KR- ingum, 95:76, í þriðja leik liðanna í undanúrslitum Ís- landsmóts karla í körfu- knattleik í Vesturbænum í gærkvöld. Þar með þurfa liðin að mætast í fjórða sinn í Garðabæ á sunnu- dagskvöldið. Hairston skoraði 41 stig og tók 16 fráköst í leiknum. »2 Sannfærandi Stjörnumenn Ísland sigraði Möltu, 8:0, í undan- keppni heimsmeistaramóts kvenna í knattspyrnu í gær. Harpa Þorsteins- dóttir skoraði þrjú markanna og Dóra María Lárusdóttir skoraði og kom mik- ið við sögu í sínum 102. landsleik. „Breiddin í leik- mannahópnum hefur aukist. Ekki veitir af því næstu leikir verða erfiðari,“ segir Dóra María. »4 Breiddin í leikmanna- hópnum hefur aukist Haukar tryggðu sér í gærkvöld deild- armeistaratitil karla í handknattleik þriðja árið í röð og í sjötta sinn á síð- ustu sjö árum þegar þeir gerðu jafn- tefli við Akureyringa í næstsíðustu umferðinni. Baráttan um fjórða sætið í úrslitakeppninni harðnaði til muna en Fram, FH og ÍR bítast um það í loka- umferðinni. ÍR gæti líka lent í næst- neðsta sæti og farið í umspil. »2-3 Sjötti sigur Hauka í deildinni á sjö árum ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Það er gaman að móta nýja hefð og vera í spennu á milli ólíkra hefða. Í söfnuði sem stofnaður var fyrir ekki ýkja mörgum árum – og er ekki einu sinni kominn með eiginlega kirkju- byggingu – er slíkt mögulegt. Við höfum meira svigrúm en margir aðr- ir. Hér fylgjum við sígildu messu- formi með sálmasöng en hér eru líka messur þar sem djasstónlist og gospelsöngur kemur í stað sálm- anna. Og nú ætlum við að rokka,“ segir séra Kjartan Jónsson, sókn- arprestur í Ástjarnarsókn í Hafn- arfirði. Led Zeppelin, Kiss, U2, Janis Joplin og AC/DC Á sunnudagskvöld kl. 20 halda Ástirningar rokkmessu í Víðistaða- kirkju. Messan sjálf fylgir föstu formi, en í stað sálma syngur kirkju- kórinn rokklög með íslenskum lof- gjörðartextum eftir Kópavogsprest- ana sr. Guðmund Karl Brynjarsson og sr. Gunnar Sigurjónsson. Upphaf þessa var, segir Matthías V. Bald- ursson, tónlistarstjóri Ástjarnar- kirkju, að fyrir þremur árum var þar messa með lögum írsku rokksveit- arinnar U2. Hún þótti lukkast vel og er í minnum höfð. Það réð því að ákveðið var að gera eitthvað í svip- uðum dúr – og blanda saman rokki og ritningu. „Nú má segja að við stígum skref- ið lengra með því að koma til messu með rokklög sem Led Zeppelin, Kiss, U2, Janis Joplin og AC/DC hafa gert fræg. Stairway to heaven er virkilega fallegt lag í ís- lenskri útgáfu. Kirkjukórinn er bú- inn að æfa stíft í tvær vikur og svo höfum við haft þau Pál Rósinkranz og Áslaugu Helgu Hálfdánardóttur með okkur og svo hóp frábærra hljóðfæraleikara. Það munar um menn eins og til dæmis Friðrik Karlsson. Nú er þetta allt að smella, kórinn var á æfingu og er kominn með þá tilfinningu í tónlistina sem þarf að vera,“ segir Matthías. Messa sem hreyfir við fólki „Mér finnst það auka gildi þessa hvað textar prestanna tveggja eru ljómandi fínir. Boðskapur textanna er kröftugur og þetta er messa sem mun hreyfa við fólki. Þarna verður talsverður hávaði,“ segir Matthías sem segir kirkjustarfið í Ástjarnar- sókn frjálslynt. Fólk sé óhrætt og raunar áfram um að fara nýjar leið- ir, til dæmis í tónlistarstarfi. Hávaði og kröftugur boðskapur  Ástirningar halda rokkmessu í Víðistaðakirkju Morgunblaðið/Golli Kraftur Tónlistarstjórinn Matthías V. Baldursson og Kirkjukór Ástjarnarkirkju á æfingu með ólgandi rokk í æðum. Ritningargrein komandi sunnu- dags, sem er pálmasunnudagur, er úr tólfta kapítula Jóhannesarguð- spjalls þar sem segir frá því þegar Jesús reið á asna inn til Jerúsalem og var fagnað af fólki með pálmagreinar. Allt lék þá í lyndi, en loft var lævi bland- ið og ekki leið á löngu uns draga tók til tíðinda; svika og krossfestingar. „Lögin sem flutt verða í mess- unni hæfa deginum vel og erindi dagsins kemst alveg til skila með prédikun. Messan er ekkert þynnt út þó að þessi háttur sé hafður á,“ segir sr. Kjartan Jónsson. Hann hefur þjónað í Ástjarnarsókn sl. fjögur ár, þar sem eru um 5.000 sóknarbörn sem búa á Völlunum og í Áslandinu – sem eru nýjustu hverfin í Hafnarfirði og raunar enn í byggingu. Fagnað með pálmagreinum ROKKA FEITT Á PÁLMASUNNUDEGINUM

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.