Morgunblaðið - 19.04.2014, Síða 20
20 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. APRÍL 2014
Gleðilega
páska
Kringlunni 4
Sími 568 4900
VIÐTAL
Björn Jóhann Björnsson
bjb@mbl.is
Á Heilbrigðisstofnuninni á Sauðár-
króki dvelur nú „ríkasta amman“ á
Íslandi, Elísabet Stefánsdóttir, 96
ára, kennd við Gil í Borgarsveit. Hún
á langflesta afkomendur á lífi, eða 154
að tölu, og hefur engan misst nema
eiginmann sinn, Skarphéðin Pálsson,
bónda og smið á Gili, sem lést árið
1978. Samkvæmt upplýsingum frá Ís-
lendingabók er fjöldi afkomenda nú
133 hjá þeim sem næstur kemur á
eftir Elísabetu.
Saman eignuðust þau Elísabet og
Skarphéðinn 12 börn, þar af átta dæt-
ur og fjóra syni, en fyrir átti hann sex
börn með Kristínu Björnsdóttur. Séu
afkomendur þeirra taldir með þá eru
Gilsararnir, sem gjarnan eru kallaðir
svo, orðnir 272. Ömmubörn Elísabet-
ar eru 45, langömmubörnin 89 og
langalangömmubörnin 8.
Ætlaði bara að eignast eitt
Elísabet fæddist að bænum
Skuggabjörgum í Deildardal í Skaga-
firði 27. mars 1918, eða undir lok
frostavetrarins mikla. Hún fagnaði
því 96 ára afmæli sínu á dögunum.
Foreldrar hennar voru Stefán Jón
Sigurjónsson og Arnfríður Guðrún
Sveinsdóttir. Elísabet ólst upp á
Skuggabjörgum með fimm bræðrum,
næstyngst systkinanna. Hún á einn
bróður á lífi, Þorstein, en látnir eru
Óskar, Sveinn, Gunnar og Sigurjón.
„Ég þurfti stundum að elta bræður
mína til að fá þá til að leika við mig,
þeir voru ekki alltaf til í að hafa mig í
eftirdragi,“ segir hún og hlær. Elísa-
bet gekk fljótlega í öll störf eins og al-
siða var í þá daga. Hún segist hafa
haft yndi af hestum. „Það voru engir
bílar í þá daga, þá fór maður um allt
gangandi eða á hestum,“ segir
Elísabet og rifjar upp þegar hún var
á fermingaraldri að hún fékk taminn
hest frá bónda á næsta bæ. „Hann
setti það sem skilyrði að enginn
skyldi fá að nota þennan hest nema
ég. Honum fannst ég fljót í förum en
ég var oft í því að sækja hesta fyrir
pabba.“
Í orðsins fyllstu merkingu gekk El-
ísabet í barnaskólann í Hlíðarhúsinu í
Óslandshlíð, sem er í nokkurra kíló-
metra fjarlægð frá Skuggabjörgum.
„Mér var aldrei fylgt, labbaði þetta
bara ein. Þegar snjórinn kom var gott
að geta gengið á skíðum í skólann.
Þetta tíðkast ekki lengur, nú er öllum
krökkum keyrt í skólann upp að dyr-
um.“
Elísabet lærði snemma að sauma
og prjóna og var dugleg að sækja
saumanámskeið. Hún segist hafa alist
upp við að nýta alla hluti mjög vel en
á heimilinu var prjónaefni og fatn-
aður af skornum skammti. Þá varð að
gera við fötin og jafnvel snúa þeim við
til að nýta þau sem best. Saumaskap-
urinn kom sér vel síðar meir þegar
þurfti að sauma föt á öll börnin. En
sem stelpa í sveitinni ætlaði hún
reyndar bara að eignast eitt barn,
verða búðarkona og fín frú í kaup-
stað!
Elísabet kynntist Skarphéðni í
Deildardal er hann vann sem smiður
á bænum Kambi. Það var síðan dans-
leikur á Hofsósi sem kom þeim end-
anlega saman. „Skarphéðinn var af-
skaplega flinkur dansari og hafði
gaman af því að dansa. Við vorum
eitthvað búin að kynnast áður,“ segir
Elísabet en þau Skarphéðinn eign-
uðust sitt fyrsta barn 1943, þá var
hún 25 ára gömul. Ári seinna hófu
þau búskap á Gili, skammt sunnan
Sauðárkróks, og börnunum fjölgaði
jafnt og þétt. Árið 1962 voru þau orð-
in 12 að tölu og að auki ól Elísabet
upp eitt af börnum Skarphéðins af
fyrra hjónabandi.
Bættu við börnum í sveit
Eins og barnaskarinn hafi ekki
verið nægur á heimilinu þá segir El-
ísabet það hafa þótt sjálfsagt að taka
líka börn í sveit á sumrin.
„Okkur fannst ekki muna um að
bæta við fleiri krökkum,“ segir hún
en þegar mest var voru á þriðja tug
manna í heimili á Gili. Vinnudagur
Elísabetar var því langur og það varð
að beita góðu skipulagi og aga. Aldrei
þurfti hún að byrsta sig við börnin,
þau einfaldlega hlýddu foreldrum sín-
um.
Hún viðurkennir að stundum hafi
heimilisstörfin verið erfið, þegar
vaknað var eldsnemma til að fara í
fjósið og síðasta verk á kvöldin var að
sauma föt og hnoða í deig til að baka
daginn eftir. „Það var ekkert í boði að
gefast upp, maður vann bara þau
verk sem þurfti að vinna,“ segir hún
en stundum var hörgull á aðföngum,
eins og kringum 1950 þegar ríkti inn-
flutningsbann og víða þröngt í búi.
Þurfti Elísabet til dæmis að beita út-
sjónarsemi til að útvega efni í bleiur
um haustið 1950, þá með nýfæddan
son. „Á skömmtunarárunum fékk
maður kannski eina flík í kaupfélag-
inu eða eitt skópar. Þetta gerði mað-
ur sér að góðu.“
Skarphéðinn vann oft utan heim-
ilisins við smíðar og akstur og bú-
störfin lentu því meira á Elísabetu og
krökkunum, þegar þau höfðu aldur
og krafta til. Eitt sinn var Guð-
mundur Andrésson dýralæknir,
Gvendur dýri eins og hann var kall-
aður, fenginn í Gil en ein kýrin var þá
veik. Þegar Gvendur mætti og sá El-
ísabetu og dætur hennar á hlaðinu
sagði hann: „Hva, ég veit ekki til
hvers var verið að sækja mig, hér er
ekkert nema kvenfólk heima.“ Hann
fór þó að huga að kúnni og fékk við
það aðstoð frá heimasætunum. Að
verki loknu sagði Gvendur við Elísa-
betu: „Mikið ansvíti áttu sterkar dæt-
ur!“
Hlutir hurfu á heimilinu
Elísabet segir enga sérstaka skýr-
ingu hafa á öllu barnaláninu, þetta sé
einfaldlega guðsgjöf sem beri að
þakka fyrir. Aðspurð segist hún vera
trúuð og útilokar heldur ekki að sér
fylgi einhverjar góðar vættir. „Það
hurfu stundum hlutir á heimilinu sem
ég hafði aldrei neina skýringu á. Einu
sinni prjónaði ég peysu fyrir jólin og
setti hana síðan inn í skáp til að
geyma hana þar til jóla. Þegar komið
var að jólum ætlaði ég að sækja peys-
una en þá var hún ekki þar. Ég leitaði
svosem ekki mikið og hugsaði ekki
meira út í þetta. Löngu seinna sat ég
á stól á ganginum heima og það er
hvíslað að mér: Opnaðu skápinn! Ég
stóð upp og opnaði skápinn, þá datt
peysan í fangið á mér,“ segir Elísabet
Var ekki í boði að gefast upp
Elísabet Stefánsdóttir á Sauðárkróki, 96 ára, á flesta afkomendur á lífi í dag, eða 154 Hefur eng-
an misst nema eiginmanninn Áttu saman 12 börn og hann átti 6 áður Gilsarar orðnir 272 að tölu
Systkinin Börn Elísabetar Stefánsdóttur og Skarphéðins Pálssonar á 95 ára afmæli hennar í fyrra. Frá vinstri í efri röð: Hafdís, Sigurbjörn, Stefán, Sóley,
Símon, Sigurjóna, Alda og Elísabet. Frá vinstri í neðri röð: Pálína, Sigríður Kristín, dóttir Kristínar en alin upp á Gili, síðan afmælisbarnið Elísabet, Guðrún
og Þuríður. Á myndina vantar yngsta soninn, Svein, og börn Skarphéðins og Kristínar, þau Steinar og Höllu. Látnir eru þeir Ásbjörn, Páll og Gunnar.
Síðasta met yfir fjölda afkomenda á lífi átti Stella
Stefánsdóttir á Akureyri, eða 190, en hún lést í
lok janúar sl., 90 ára að aldri. Svo skemmtilega
vill til að þær Elísabet á Gili tengjast með þeim
hætti að eiga sameiginlega fjögur langömmubörn.
Það er því ekkert smáríkidæmi sem þau börn hafa
búið við.
Talið er að Ragnheiður Halldórsdóttir hafi átt
allra flesta afkomendur er hún féll frá, eða 263 ár-
ið 1962. Þá var Ragnheiður orðin 86 ára. Við hana
er kennd svonefnd Bæjarætt.
Fjögur börn tengjast
STELLA STEFÁNSDÓTTIR Á AKUREYRI ÁTTI METIÐ ÁÐUR
Stella Stefánsdóttir