Morgunblaðið - 19.04.2014, Síða 23
FRÉTTIR 23Innlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. APRÍL 2014
Verið er að huga að öðrum leiðum.
Lítið sveitarfélag á Skaga, Skaga-
byggð, hefur ráðist í það verkefni að
leggja ljósleiðara um sveitina ásamt
þrífasa rafmagni. Áætlað er að heild-
arkostnaður verði um 80 milljónir
sem svarar til 800 þúsund króna á
hvert mannsbarn í sveitarfélaginu.
Þennan kostnað greiðir sveitarfélagið
en ætlar að reyna að ná einhverju til
baka með samningum um kaupleigu á
strengnum.
Eitt skyldi yfir alla ganga
Þeir sem tengst hafa ljósleið-
aranum eru ánægðir og vilja ekki
hverfa til fyrri tíma. „Þetta breytir
ekki miklu fyrir þá sem horfa á eina
sjónvarpsstöð og senda tölvupóst
annað slagið. Lífið á heimilum og í
fyrirtækjum sem nota netið meira og
vilja hafa aðgang að fleiri sjónvarps-
stöðvum í bestu gæðum hefur hins
vegar breyst,“ segir Gunnar Örn
Marteinsson í Steinsholti í Skeiða- og
Gnúpverjahreppi. Hann tók þátt í að
ljósleiðaravæða sveitarfélagið þegar
hann var í forystu sveitarstjórnar.
„Mestu breytir þetta fyrir ferðaþjón-
ustuna og fólk sem vinnur bókhald og
önnur störf í fjarvinnu og þarf að
hlaða upp eða senda mikið gagna-
magn,“ segir Gunnar.
„Það var neyðarbrauð að gera
þetta og kemur eingöngu til af því
hvað þjónusta við landsbyggðina er
léleg. Þetta er svo mikilvægur þáttur
í lífi fólks í dag að okkur fannst nauð-
synlegt að gera þetta sjálfir,“ segir
Gunnar Örn. Sveitarfélagið greiddi
reikninginn, stofnaði eigið fjarskipta-
félag um ljósleiðarann og samdi
þannig við símafélögin að notend-
urnir geti valið við hvaða félag þeir
skipta. Ljósleiðarinn var lagður á alla
bæi sveitarfélagsins, líka þangað sem
það var ekki hagkvæmt fjárhagslega.
„Eitt skyldi yfir alla ganga,“ segir
Gunnar. Sveitarfélagið gat gert þetta
án þess að setja sig í klemmu fjár-
hagslega.
Póst- og fjarskiptastofnun er að
uppfæra reglur um svokallaða al-
þjónustu við almenna fjar-
skiptakerfið. Snýst hún um
skiptingu
kostnaðar á
milli notanda
og fjar-
skiptafyr-
irtækis.
Vegna
þess hversu
dýrt er að
leggja ljós-
leiðara í
dreifbýli
borgar sig
ekki fyrir Mílu eða önnur ljósleið-
arafyrirtæki að fara af stað. Talið
er að 6% landsmanna búi á
svæðum þar sem markaðs-
brestur kemur í veg fyrir upp-
byggingu símafyrirtækja á að-
gangsneti.
Í umræðuskjali PFS er gert ráð
fyrir að minnka þær kvaðir sem
lagðar eru á símafyrirtækið.
Heimilt verði að leggja á notand-
ann kostnað sem fer yfir 500
þúsund kr. við tengingu, í stað
650 þúsund kr. Þó er hámark
heimtaugagjaldsins 300 þúsund
kr. Óleyst er hvernig á að greiða
það sem umfram er en rætt um
kröfur sem gerða þarf þeirra
sem standa í framkvæmdum um
útboð og tæknileg mál til þess
að jöfnunarsjóður á vegum ríkis-
ins komi þar inn í. Óvíst er hvaða
fjármagn hann hefur til skipt-
anna.
Dregið úr
kvöðum
ÞJÓNUSTUKRAFA UPPFÆRÐ
Hrafnkell V. Gísla-
son forstjóri PFS.
Mjúkar
sumarg jafir
TM
UMBOÐSAÐILI:
www.danco.is
Sölustaðir:
Fjarðarkaup, Vínberið, Bókabúð Máls og menningar,
Fríhöfnin, helstu apótek og verslanir um land allt.
Safnaðu
þeim öll
um!
„Við gerum þetta af illri nauðsyn. Það virðist engin von
um úrbætur, hvorki af hálfu hins opinbera né símafyrir-
tækjanna,“ segir Steinþór Vigfússon, hótelstjóri á Hót-
el Dyrhólaey í Mýrdal. Hann er einn forsvarsmanna fé-
lagsins Lífs í Mýrdal sem leggur ljósleiðara um dreifbýli
sveitarfélagsins.
Hann segir að erfitt sé að reka ferðaþjónustufyrir-
tæki í dag nema geta boðið upp á gott netsamband á
öllum herbergjum. Sú þjónusta sem nú sé í boði full-
nægi ekki þeim kröfum.
Forsvarsmenn nokkurra ferðaþjónustufyrirtækja
könnuðu áhuga fólks í sveitinni og niðurstaðan var að
ráðast í að leggja ljósleiðara. Er verið að plægja hann í
jörðu og er stefnt að tengingu í byrjun júní. Mýrdals-
hreppur og tvö búnaðarfélög leggja fram hlutafé auk
fyrirtækja og einstaklinga. Mikil þátttaka er í verkefn-
inu þótt greiða þurfi 300 þúsund króna tengigjald, auk
virðisaukaskatts. Auk bættra fjarskipta eiga heimili og
fyrirtæki kost á að ná háskerpusjónvarpi. Sumir bænd-
ur leggja ljósleiðara í útihús til að geta verið vel tengdir
við vinnuna og bætt eftirlit með skepnunum og sparað
sporin, til dæmis á sauðburði.
„Við leggjum upp með að þjónustan verði sambæri-
leg við það sem best gerist. Á þeim bæjum sem tengj-
ast er hægt að vera með hvaða starfsemi sem er.“
Samið hefur verið við Vodafone um þjónustuna.
Virðist engin von um úrbætur
ÍBÚAR Í SVEITINNI TÓKU MÁLIN Í SÍNAR HENDUR Í MÝRDAL
Morgunblaðið/Jónas Erlendsson
Ljós Ingólfur Bruun miðlar Mýrdælingum af reynslu sinni frá því hann stóð fyrir ljósleiðaravæðingu Öræfa-
sveitar fyrir nokkrum árum. Hann dregur ljósleiðararör inn í bæinn Steig í Mýrdal.