Morgunblaðið - 19.04.2014, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 19.04.2014, Qupperneq 32
32 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. APRÍL 2014 ERTU Á LEIÐ Í GOLF? HiSun golfbíll á frábæru kynningarverði. Tveggja manna golfbíll með góðri fjöðrun. 48v, 3.7 kw rafmagnsmótor. 90 km. drægni (við kjöraðstæður) Tveggja ára ábyrgð. 990.000,- Kirkjulundi 17 / 210 Garðabæ / Sími 557 4848 / www.nitro.is Sorglegt hefur verið að horfa upp á tilburði nokkurra einkaaðila til þess að skattleggja ferðamenn á Geysi- ssvæðinu í eigin þágu þó að ljóst sé að ís- lenska ríkið væri með forræði yfir svæðinu ef hagsmuna ríkisins væri gætt. Því miður hefur ríkisvaldið látið hjá líða að gæta hagsmuna al- mennings í málinu. Því sitjum við uppi með vanda sem ógnar stöðu ferðaþjónustunnar og þar með þjóð- arhag. Hverasvæðið við Geysi er talið vera um 20 ha að stærð og var ásamt öðrum jarðhitaréttindum Hauka- dalstorfunnar í óskiptri sameign jarðanna fjögurra sem teljast til Haukadalstorfunnar, þ.e. landnáms- jarðarinnar og höfuðbólsins Hauka- dals og býlanna sem seinna voru byggðar sem hjáleigur frá höfuðból- inu, Laug, Bryggju og Tortu. Utan þessarar sameignar voru þó fjórir helstu hverirnir Geysir, Strokkur, Blesi og Litli-Geysir sem ríkið keypti árið 1935. Ríkið eignaðist jörðina Laug árin 1902 og 1903 nema gistihúsið við Geysi sem þar stóð á ca 1.000 fer- metra lóð. Árið 1938 kaupir svo danskur athafnamaður, Kristian Kirk, Haukadal, Bryggju og Tortu fyrir milligöngu Hákonar Bjarnason- ar skógræktarstjóra til að hefja þar baráttu gegn landeyðingunni sem ógnaði Haukadal. Kirk þekkti bar- áttu skógræktarmanna gegn gróð- ureyðingunni á V-Jótlandi og glæsi- legum árangri þeirra. Þegar hann gaf Skógrækt ríkisins jarðirnar með öllum gögnum og gæðum tveimur ár- um síðar hafði hann friðað landið með girðingu, hafið uppgræðslu og endurbyggt Haukadalskirkju sem var að falli komin. „Vaxið skógi eyðist landið ekki,“ skrifaði Kirk í af- salsbréf til skógræktarinnar 15. júní 1940 og hefur það gengið eftir. Haukadalur var kominn í eyði og áfok ógnaði jörðinni en Sigurður Greipsson, eigandi jarðarinnar og eyðibýlisins Bryggju, hafði áður stofnað skóla með smá- búrekstri fyrir neðan hverasvæðið. Var þar kallað „við Geysi“ eða „á Söndum“. Greinilega kemur fram í afsali Sig- urðar og móður hans sem var meðeigandi, að jarðirnar voru seldar með öllum gögnum og gæðum. Undanskilið er sölunni tiltekið land sem var í óskiptri sam- eign Haukadalskirkju og jarðanna fjögurra. Haukadalskirkja fylgdi með í kaupunum til Kirk en hún er bændakirkja, þ.e. í eigu land- eiganda. Samkvæmt gömlum mál- dögum á hún 25% af óskiptu landi og hlunnindum Haukadalstorfunnar auk þess að eiga Haukadalsheiðina. Ekki er unnt að raska þeirri stöðu ef eigandi kirkjunnar gætir réttar hennar. Eigendur Tortu seldu Kristian Kirk jörðina með sömu skilmálum enda fara öll kaupin fram á sama tíma þ.e. undanskilið er sölunni til- tekið land sem var í óskiptri sam- eign. Augljóst er að þeir selja jörðina án allrar takmörkunar á rétti kaup- anda vegna ítaka, óskipts lands eða annarra gæða. Af ofangreindu sést að ríkið og Skógrækt ríkisins voru orðin eig- endur Haukadalstorfunnar ásamt með Haukadalskirkju og öllum gæð- um árið 1940 ef utan eru skildar smá- spildur. Árið 1990 tekst eigendum þeirra spildna sem var haldið eftir við sölu jarðanna til Kristians Kirk 1938 með grunsamlegu tómlæti ráðamanna að ná undir sig ca. 700 ha lands úr óskiptri sameign Haukadalstorf- unnar en ekkert kom í hlut Skóg- ræktar ríkisins sem er eigandi býl- anna þriggja og Haukadalskirkju. Augljóst er af gögnum málsins að hvorki skógræktin né landbún- aðarráðuneytið (hvort tveggja undir stjórn þáverandi landbúnaðarráð- herra, Steingríms J. Sigfússonar) gættu hagsmuna ríkisins við land- skiptagerðina sem gerð var að kröfu sona Sigurðar Greipssonar á grund- velli laga um landskipti nr. 46/1941. Núverandi umboðsmaður Alþing- is, Tryggvi Gunnarsson, þá hæsta- réttarlögmaður gerði mjög alvar- legar athugasemdir við landskiptagerðina í álitsgerð til fjár- málaráðuneytisins 1992. Hann gerði ítarlega könnun á málinu og komst að þeirri niðurstöðu að fullt tilefni væri til þess af hálfu ríkisins að fá landskiptagerðinni frá 1990 hnekkt, jafnvel með málsókn. Í álitsgerðinni er farið ítarlega í alla þætti málsins og ekki unnt hér að gera grein fyrir smáatriðum. Tryggvi segir hugsanlegt, að Kristi- an Kirk hafi keypt öll jarðhitarétt- indi jarðanna þriggja og eigi því ríkið öll jarðhitaréttindi í Haukadalstorf- unni. Hæstaréttarlögmaðurinn gerði fræðilega ráð fyrir að 5% af rétt- indum til jarðhita gætu verið hjá eig- endum spildnanna sem undanskildar voru við sölu jarðanna þannig að annaðhvort á ríkið öll jarðhitarétt- indi eða 95% af þeim (auk þess að eiga hverina fjóra sem áður getur). Gera verður kröfu til handhafa ríkisvaldsins að þeir gæti hagsmuna almennings. Það hefur ekki verið gert í Haukadal. Af óskiljanlegum ástæðum hafa erfingjar manna sem höfðu selt jarðir sínar komist upp með það að ráðskast með þær eins og þeir séu enn eigendur þeirra. Rík- isvaldið hefur öll tök á því að leið- rétta sinn hlut. Raunar er ekkert sjálfsagt að þeir verslunaraðilar sem nú njóta einstakrar aðstöðu til að nýta ferðamannastraum sem liggur á Geysissvæðið, geri það áfram einir né að þeir nýti jarðhita fyrir hús sín án þess að semja um það við eigand- ann. En fyrst og fremst verður ríkið að endurheimta verðmætt land sem ranglega hefur verið tekið frá því og staðfesta yfirráð sín yfir hverasvæð- inu í Haukadal. Ríkið gæti ráðið öllu við Geysi Eftir Valdimar H. Jóhannesson » Af óskiljanlegum ástæðum hafa erf- ingjar manna sem höfðu selt jarðir sínar komist upp með það að ráðsk- ast með þær eins og þeir séu enn eigendur þeirra. Valdimar H. Jóhannesson Höfundur er á eftirlaunaaldri. Einu sinni voru eignarrétturinn og einkaframtakið talin góð vera og meðal undirstaðna lýðræð- islegs réttarríkis. Það kemur mér spánskt fyrir sjónir að menn séu nú mótfallnir því að einkaaðilar inn- heimti afnotagjöld af landi í umsjón og eigu sinni vegna reksturs, viðhalds og end- urbóta á því. Er það virkilega hugsanlegt að ríkið geti bannað slíkt og hvað verður þá t.d. um bændur sem krefjast afnota- gjalds vegna fugla- veiði í landi sínu? Verndunar- aðgerðir hindraðar Reynt var að koma lögbanni á aðila sem eru þannig að reyna að skapa tekjur til að vernda og byggja upp staði sína, væntanlega af ábyrgð og umhyggju, t.a.m. þar sem hafa orðið skemmdir vegna ágangs mikils fjölda ferðamanna. Þeirri kröfu var hafnað en ríkið ætlar samt í einhverjum asa í dómsmál vegna þess arna en von- andi eru ekki einhver ólög í landinu um þessa hluti sem mér fyndist þá næsta skrítið. Stóri bróðir ætti að fagna Ríkið á að huga að innviðum landsins og standa vörð um þjóð- lendur og gersemar þeirra. Þá er ekki nóg að plástra aðeins í átroðslusárin heldur þarf miklu fremur að byggja upp af stórhug og myndarskap til framtíðar og bæta verulega alla aðstöðu, auka öryggi og þjónustustig og upplýsingagjöf til ferðamanna og gera staðina að sem mestu aðdráttarafli fyrir alla. Ég hélt að hið opinbera ætti nóg með sig þessi misserin enda hefur það sýnt sig að minna hefur komið þaðan en þörf er á til þessa mála- flokks sem þá von er m.a. vegna þess að ekki hefur enn verið tekið til í óarðbærum opinberum rekstri m.m. Það er því væntanlega nauð- synin sem hefur rekið viðkomandi til umrædds frumkvæðis. Ég hefði haldið að ríkið ætti að fagna öllu slíku framtaki og að einkaaðilar vilji létta undir með því að drífa sig í framkvæmdir sem verða hvort eð er að gera sig og mega vart bíða nefndarálita og fjárskömmtunar. Ríkispassi Á meðan þetta hefur ekki verið skilgreint betur þá efast maður um málið, en hugmynd miðstjórnar- og forsjárhyggjumanna er sögð vera að fjármagna eigi öll náttúruverk- efni með því að stofna hér einn Reichsbeschränkterreiseundnat- urbeschauungserlaubnispass eða ríkisinnanlandsferðaognáttúruskoð- unarheimildarpassa sem allir þeir sem vilja hreyfa sig eitthvað um landið verða að borga fyrir og væntanlega bera á sér að við- lögðum útsýnismissi. Það hefur heldur ekki komið fram hvernig á að innheimta eða selja fyrirbærið eða þá ráð- stafa afrakstrinum, en búast má við að það verði að venju batterí í kring um það sem mun taka skildinginn í sjálft sig og varla verður ætl- að eftirlit lögreglu á vegum landsins kostn- aðarlaust fyrir utan ósjarmerandi leiðindin og vesenið sem sjálf- sagt mun af því hljót- ast. Svo er hugsanlega hætta á að þegar þrautpíndir Íslendingar muni vart þora út úr húsi ef þetta verður að veruleika og hvað ger- ist ef fólk gleymir svo pappírunum heima? Jákvæð uppbygging Það er auðvitað einkaframtakið sem hefur staðið og stendur að dugmiklum fjárfest- ingum í ferðaþjónust- unni sem er nú sögð vera stærsti gjaldeyrisskapandi atvinnuvegur þjóðarinnar og fara ört vaxandi samkvæmt spám. Hið opinbera þarf að stuðla að því að gera atvinnu- veginum mögulegt að byggjast upp og verða sem ábatasamastur, m.a. með hóflegri skattlagningu sem gefur best af sér þegar upp er stað- ið fyrir það, blessað, með sem ein- földustu regluverki og svo með að- laðandi eigin framkvæmdum á alfaraleiðum og stöðum í eigu þess. Með samvirkandi átaki hins opin- bera og einkaaðila ætti að skapast væntanlega tiltölulega fljótt og þá fyrr en ella viðkunnanleg aðstaða víða sem við viljum koma til og út- lendingar heimsækja og fá góða upplifun af. Fari gestirnir héðan með góðar minningar með sér munu þeir væntanlega segja öðrum frá sem þá vonandi vilja einnig heimsækja okkur síðar og eyða fé sínu hér. En maður veltir því fyrir sér hvað almenningur muni segja ef það þarf sérstakt innanlands- vegabréf til þess að mega viðra sig og rölta út fyrir bæinn og á ein- hverja hóla en taka annars áhættu á því að sjá eitthvað af náttúrunni og brjóta með því lög og reglur? Framtíðarviðhorf gesta okkar til landsins gætu hugsanlega einnig verið í húfi ef við förum ekki var- lega. Tekjur ríkisins góðar en einstaklinga slæmar Hjá sumum ríkir eilífur ótti við það að einstaklingar hafi arð af erf- iði sínu, hafi jafnvel eitthvað upp úr því eins og sagt er. Ég er hissa á að sumir einkaaðilar í ferðaþjón- ustu skuli snúast gegn því að aðrir einkaaðilar geri það sem þeir telja skynsamlegast í stöðu sinni. Tekju- von er mikilvægur drifkraftur til athafna og framfara og það ættu þessir mótmælendur að skilja enda er það hún sem rekur þá sjálfa áfram. Afnotagjald í stað skattheimtu Ég spyr hvort það væri kannski ekki hið besta mál ef hið opinbera tæki einkareksturinn sér til fyrir- myndar og innheimti sjálft hóflegt gjald á stöðum í sinni eigu þar sem það á við og starfsfólk, t.d. land- verðir, er fyrir? Flestum finnst sjálfsagt að borga fyrir bíó- og sundmiðana sína. Ég spyr hvort það sé ekki best það sem beinast liggur við og það eðlilegast að þeir sem nota borgi fyrir sig um leið og þeir njóta? Fjármögnun á upp- byggingu ferða- mannastaða Eftir Kjartan Örn Kjartansson Kjartan Örn Kjartansson »Er það virki- lega hugsan- legt að ríkið geti bannað slíkt og hvað verður þá t.d. um bændur sem krefjast af- notagjalds vegna fuglaveiði í landi sínu? Höfundur er fyrrverandi forstjóri. - með morgunkaffinu

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.