Morgunblaðið - 19.04.2014, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 19.04.2014, Blaðsíða 42
42 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. APRÍL 2014 Yfirleitt höfum við fjölskyldan farið á skíði á heimaslóðir okkarnorður á Akureyri um páskana, en nú verðum við heima.Páskanir fara líklega í að grisja tré í garðinum og svo verður tekin góð rispa við tiltekt á háaloftinu. Jú, og síðan verður eitthvað gott matbúið og tappinn tekinn úr bestu rauðvínsflöskunni sem til er í rekkanum,“ segir Þór Freysson hjá Stórveldinu sem er 52 ára í dag. Þór hefur starfað við sjónvarp í áratugi. Hóf ferilinn á Stöð 2 árið 1987 og var tökumaður, útsendingarstjóri og fleira. Hann starfaði hjá Saga Film 2005 til 2013 og flutti sig á síðasta ári til Stórveld-isins. Fyrirtækið framleiðir efni fyrir sjónvarpsstöðvarnar Bravó og Mikla- garð, en járnin í eldinum eru fleiri. Til að mynda sáu Stórveldismenn um framleiðslu fyrir RÚV á Ferðastiklum feðginanna Láru og Ómars Ragnarssonar, en annar þátturinn í þeirri syrpu verður sendur út á morgun. „Þetta er eitt skemmtilegasta sjónvarpsverkefni sem ég hef tekið þátt í. Það er gaman að ferðast um landið í efnisöflun. Oft gleymist hreinlega að maður er að vinna en ekki í leik,“ segir Þór og bætir við að þetta samtvinnist áhugamálum sínum að nokkru. Sömu- leiðis þyki sér fluguveiðin frábær og að fara á skíði sé skemmtilegt sport. „Stóra ánægjuefnið er þó að vera með fjölskyldunni,“ segir Þór sem er kvæntur Halldóru Jakobsdóttur og eiga þau þrjú börn. sbs@mbl.is Þór Freysson er 52 ára í dag Morgunblaðið/Sigurður Bogi Sjónvarp „Það er gaman að ferðast um landið í efnisöflun. Oft gleymist hreinlega að maður er að vinna,“ segir Þór Freysson. Í Ferðastiklunum hjá Stórveldinu Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Reykjavík Ernir fæddist 25. júní kl. 3.28. Hann vó 2.730 g og var 47 cm langur. Foreldrar hans eru Helga Árna- dóttir og Arngrímur Stefánsson. Nýir borgarar Vestmannaeyjar Þorbjörg Unnur fæddist 12. júní kl. 4.14. Hún vó 3.800 g og var 51 cm löng. Foreldrar hennar eru Sólveig Sverrisdóttir og Birkir Karlsson. U nnar fæddist í Nes- kaupstað 20.4. 1934 en ólst upp í Hveragerði frá tveggja ára aldri. Hann var í barnaskól- anum í Hveragerði, lauk stúdents- prófi frá Menntaskólanum á Laug- arvatni 1954 og viðskiptafræðiprófi frá HÍ 1959: „Við voru tíu talsins í þessum fyrsta stúdentsárgangi frá Laugar- vatni. Þetta var skemmtilegur og samheldinn hópur. Fyrsti skólameistarinn á Laugar- vatni var Sveinn Þórðarson frá Kleppi og þar voru afbragðskenn- arar á borð við Ólaf Briem og Har- ald Matthíasson.“ Unnar var blaðamaður við Al- þýðublaðið á sumrin, samhliða námi. Unnar Stefánsson, fyrrv. ritstjóri Sveitarstjórnarmála – 80 ára Fjölskyldan Unnar og María með börnunum sínum þremur, tengdabörnum og barnabörnunum tíu. Sáttasemjari höfuðborg- arsvæðis og landsbyggðar Nafnarnir Unnar með nafna sínum og dóttursyni, Sveinbjarnarsyni. Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.