Morgunblaðið - 19.04.2014, Side 48

Morgunblaðið - 19.04.2014, Side 48
Morgunblaðið/Kristinn Vinyll Sjö tomma vínylplata með Ásgeiri Trausta kemur í plötubúðir í dag í tilefni plötubúðadagsins. Alþjóðlegi plötubúðadagurinn er í dag og verður haldið upp á hann víða um heim og þá m.a. á Íslandi. Plötu- búðin Lucky Records er meðal þeirra sem fagna deginum og þá m.a. með sölu á nýjum plötum með hjómsveit- unum Of Monsters and Men, FM Belfast og Epic Rain. Plötusnúðar frá plötuútgáfunni Borg munu þeyta skífum og tónlistarmenn troða upp, m.a. Futuregrapher, Samaris og Epic Rain. Tónlistarmaðurinn Ásgeir Trausti mun gefa út sjö tomma vínylplötu með laginu „Here it Comes“ sem er ensk útgáfa lagsins „Nú hann blæs“ sem frumflutt var í Stúdíói A á RÚV. Ábreiða Ásgeirs af lagi Nirvana, „He- art-Shaped Box“, verður á B-hlið plötunnar. Hljómsveitin FM Belfast sendir frá sér sína þriðju breiðskífu, Bright- er Days, 22. apríl en platan verður þó fáanleg í plötubúðum í dag, í tilefni al- þjóðlega plötubúðadagsins. Alþjóðlega plötu- búðadeginum fagnað  Ásgeir Trausti sendir frá sér 7" 48 MENNING MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. APRÍL 2014 Ökufærni er lykilatriðið þegar ungmenni hefja akstur. Hvar fær ungmennið þitt kennslu? Hluti námsins fer fram í fullkomnum ökuhermi Áhersla lögð á færni nemenda og öryggi þeirra í umferðinni Allt kennsluefni innifalið Ökukennsla www.bilprof.is Upplýsingar og innritun í síma 567 0300 • Opið 10-17 alla daga. Hringdu núna og bóka ðu ökuskól ann ÖKUSKÓLINN Í MJÓDD – yfir 40 ár í fagmennsku. Þekking og reynsla í fyrrirúmi PÖNTUNARTÍMI AUGLÝSINGA: Fyrir kl. 16, mánudaginn 28. apríl. NÁNARI UPPLÝSINGAR: Katrín Theódórsdóttir kata@mbl.is Sími: 569-1105 Morgunblaðið gefur út glæsilegt sérblað um Íslandsmótið Pepsí-deild karla í knattspyrnu 2.maí. Farið verður um víðan völl og fróðlegar upplýsingar um liðin sem leika sumarið 2014. –– Meira fyrir lesendur SÉRBLAÐ ÍSLANDSMÓTIÐ PEPSÍ-DEILD KARLA Í KNATTSPYRNU 2014 TÓNLIST Arnar Eggert Thoroddsen arnareggert@arnareggert.is Simon Frith er einn af áhrifa-ríkustu dægurtónlistar-fræðimönnum heims og var einn af þeim sem tóku hvað helstan þátt í að móta þau fræði snemma á níunda áratugnum. Frith hefur nú sest í helgan stein til hálfs; sinnir enn skrifum, doktorsnemum og öðru því sem hug hans fangar en hefur hins vegar losnað undan erl- inum sem fylgir kennslustörfum og skrifræði. Til að marka þessar breytingar á háttum Friths var ráð- stefna undir heitinu „Studying Mus- ic“ haldin honum til heiðurs um síð- ustu helgi í Edinborgarskóla þar sem hann gegnir stöðu prófessors. Fræðimenn hvaðanæva úr heim- inum, sem eru beint eða óbeint und- ir áhrifum frá honum, héldu fyrir- lestra þar sem áhrif hans á þróun akademískra rannsókna á dægur- tónlist voru rædd í þaula. Á hnjánum Þar sem ég er í námi hjá Frith um þessar stundir var ég einn af þeim „Frithsterum“ sem sinntu sjálfboðavinnu í kringum ráðstefn- una. Fólust störfin í ýmsu, ég tók m.a. þátt í dyravörslu, uppsetningu á kynningarbæklingi, skipulagn- ingu tónleika (þar sem bróðir Sim- ons, Fred Frith, lék) og í að meta innsend gögn frá ólíkum fræði- mönnum. Þetta var heilmikil upp- lifun, bráðskemmtileg og dýrmæt reynsla sem náði óefað hápunkti sínum er ég aðstoðaði aðalræðu- manninn, Robert Christgau, við að tengja tölvuna sína. Lágum við báð- ir á hnjánum í hótelherberginu hans, hann svefndrukkinn mjög (ný- lentur frá New York), og býsnuð- umst yfir mismunandi innstungu- kerfi Bretlands og Bandaríkjanna. Súrrealísk stund og eiginlega efni í sérgrein. Tilgangurinn með ráð- stefnum eins og þessari er marg- háttaður. Með því að mæta tekur þú stikkprufu á því sem er efst á baugi í fræðunum á hverjum tíma, færð nýjar hugmyndir og innspýtingu fyrir eigin rannsóknir. Þú átt þá kost á að koma á tengslum við fólk sem er á svipuðum nótum og þú og dulda virknin er þessi einfalda, fé- lagslega virkni. Fólk hittist, skiptist Hugsað, skrifað, talað, deilt … um dægurtónlist Áhrif Simon Frith hefur gefið út fjölda rita sem taka akademískt á poppinu. á skoðunum, hlær, fíflast, treystir bönd og kemur á nýjum. „Léttmeti“ Fyrirlestrarnir voru jafnólíkir og þeir voru margir (65 stykki!). Sumir hálfkveðnar vísur, aðrir hár- beittir og upplýsandi. Einn fjallaði um „söngstíl“ Marks E. Smiths úr The Fall, annar um eigindi þess að syngja rokk á öðru tungumáli en ensku og einn tók á stöðu dægur- tónlistaruppfræðslu í breskum há- skólum í dag. Og svo má telja (sjá nánar um dagskrá hér: sites.ace.- ed.ac.uk/studyingmusic). Enn eru þeir til sem finnst það öfugsnúið að ræða „léttmeti“ eins og dægur- tónlist á alvarlegum nótum og einn mikilvægasti þátturinn í starfi Friths hefur verið að vinna á þess- ari skammsýnu afstöðu. Frith á ræt- ur í marxískum skóla breskra fræði- manna sem fóru mikinn á þeim tíma sem fræðin voru að mótast og það sýnir sig m.a. í fræðilegum áhersl- um hans. Bækur sem hann hefur staðið að einn eru fáar (en þar má m.a. telja tímamótaverkið The So- ciology of Rock og svo Performing Rites, mikið grundvallarrit í fræð- unum) en margvísleg samstarfs- verkefni eru hins vegar í tugatali; bækur ásamt öðrum, kaflar, skýrslur, hin og þessi yfirstandandi rannsóknarverkefni og fjöldinn all- ur af doktorsnemum sem Frith hef- ur sinnt af natni í gegnum tíðina. Frith er hæglátur maður, vill lítið láta á sér bera og það var mikill vandi að fá hann til að vera við- staddur lokahóf ráðstefnunnar. Umfang hennar, innihald fyrir- lestra og allar umræður manna á millum á meðan hún stóð yfir undir- strikuðu hins vegar rækilega áhrif þessa merka fræðimanns. Þar sem verkin tala, umfram annað. » Fræðimenn hvað-anæva úr heiminum, sem eru beint eða óbeint undir áhrifum frá hon- um, héldu fyrirlestra þar sem áhrif hans á þróun akademískra rannsókna á dægur- tónlist voru rædd í þaula.  Ráðstefna til heiðurs Simon Frith fór fram um síðustu helgi í Edinborg  Akademískar rannsóknir á dægurtónlist ræddar Morgunblaðið/Sverrir Stíll Einn fyrirlestranna var um „söngstíl“ Marks E. Smiths úr The Fall. Gítarleikarinn Malcolm Young glímir við alvarleg veikindi og mun af þeim sökum ekki starfa með AC/ DC á næstunni. Hljómsveitina stofnaði hann árið 1973 með bróður sínum, Angus Young. Tilkynnt var um málið á Facebook-síðu hljóm- sveitarinnar Þar þakkaði Malcolm Young samstarfsfólki sínu og aðdá- endum samfylgdina á umliðnum áratugum. Brian Johnson, söngvari AC/DC, vísar vangaveltum um upp- lausn sveitarinnar á bug og segist binda vonir við að hún geti farið í hljóðver þegar í næsta mánuði. Síð- asta plata sveitarinnar, Black Ice, kom út árið 2008. Ljósmynd/Matt Becker Veikur Malcolm Yong gítarleikari AC/DC. Eru dagar AC/DC senn á enda?

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.