Morgunblaðið - 16.05.2014, Blaðsíða 72

Morgunblaðið - 16.05.2014, Blaðsíða 72
72 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. MAÍ 2014 ✝ GuðmundurJónsson, bif- vélavirkjameistari, fæddist í Reykjavík 15. febrúar 1944. Hann lést á heimili sínu, Hnjúkaseli 11, Reykjavík, 7. maí 2014. Foreldrar hans voru Jón Eiríksson, f. 3. desember 1911 í Reykjavík, d. 3. september 1986, og Níelsína Guðmundsdóttir, f. 18. júlí 1916, í Nýjubúð í Eyrarsveit, Snæ- fellsnesi, d. 11. nóvember 1999. Systkini Guðmundar eru Elísa- bet, f. 28. nóvember 1942, Jens- maki Haukur Sigurðsson, börn þeirra Tinna Rut, f. 12. júlí 1992 og Sigurður, f. 29. janúar 1996. 2) Jónína, f. 28. ágúst 1969, börn hennar Telma Sif, f. 12. nóvember 1996 og Sæbjörn Rafn, f. 26. janúar 1999. Barns- faðir Steinar Ágústsson. 3) Daníel Rafn, f. 20. júlí 1977, sambýliskona Bergrún Lind Jónasdóttir. Börn hans Brynja Sól, f. 16. janúar 2000 og Saga Lind, f. 4. mars 2005. Barns- móðir Linda Björk Grétars- dóttir. Guðmundur ólst upp í Reykjavík. Hann lærði bifvéla- virkjun hjá H. Ben., fékk meist- araréttindi 1973. Hann vann alla tíð við iðn sína, lengst af hjá Stillingu, eða þar til hann stofnaði eigið verkstæði, Hemil, í október 1981. Útför Guðmundar fer fram frá Seljakirkju í dag 16. maí 2014, og hefst athöfnin kl. 15. ína, f. 9. mars 1946, Ingibjörg, f. 9. mars 1946, og Ei- ríkur f. 8. sept- ember 1947. Guðmundur kvæntist 7. október 1967 Brynju Bald- ursdóttur, f. 24. desember 1946. Foreldrar hennar voru Baldur Guð- mundsson, útgerð- armaður, f. 14. maí 1911, d. 14. ágúst 1989, og Magnea Guðrún Rafn Jónsdóttir, f. 3. mars 1923, d. 8. júní 1981. Börn Guðmundar og Brynju eru 1) Magnea, f. 3. ágúst 1967, Elsku besti pabbi minn, það er svo sárt að þú sért farinn, þú varst besti og yndislegasti pabbi sem ég hefði getað óskað mér. Minningarnar okkar saman eru svo góðar, alltaf varstu jafn þolinmóður og traustur, sama hvað gekk á. Þú kenndir mér allt það góða sem ég kann þó ég hafi örugglega verið mjög krefjandi lítill strákur í uppeld- inu, það er ekkert nema ást og hlýja í hjartanu mínu þegar ég hugsa til þín og þó svo við hefð- um verið búnir að ræða saman um allt og búa okkur undir að svona færi er svo margt núna sem ég hefði viljað segja þér og þakka þér fyrir því þú varst alltaf til staðar fyrir mig og hafðir alltaf þinn einstaka kær- leika og umburðarlyndi, sama hvað gekk á. Ég er svo þakklátur fyrir að hafa fengið þann heiður að vera sonur þinn, elsku, hjartans pabbi minn og ég mun gera mitt besta til að standa undir því. Þú ert mesta hetja sem ég hef nokkurn tímann kynnst og baráttan þín við þennan skelfi- lega sjúkdóm var mögnuð, þú sýndir aldrei uppgjöf eða ótta við það sem myndi gerast og eins og þú orðaðir það best sjálfur þá stefndir þú einfald- lega bara í rétta átt og tókst því sem koma skyldi óttalaus. Ég elska þig, pabbi minn, og get ekki komið öllum þeim hugsunum í orð sem ég á þér að þakka og hvað þú gafst mér mikið af þínu hjarta, gæti skrif- að endalaust af minningum sem við áttum saman en ætla frekar að geyma þær í hjartanu mínu. Hvíldu í friði, elsku pabbi minn, ég sakna þín svo sárt, þú ert og verður alltaf í hjartanu mínu og það verður að duga þangað til við hittumst aftur. Þinn sonur sem er ávallt svo stoltur af því að hafa átt þig sem pabba. Daníel Rafn. Elsku besti pabbi minn, nú ertu farinn frá okkur og klár- lega kominn í önnur verkefni. Þú barðist hetjulega við þenna hvimleiða vágest „krabbann“ og kvartaðir aldrei, þú varst svo jákvæður og bjartsýnn á að sigrast á þessu allt fram á síð- asta dag. Þú ætlaðir þér að vera hjá okkur aðeins lengur. Það eru svo margar góðar minningar sem koma upp í hugann á svona stundu, þú varst alltaf svo þolinmóður og umburðar- lyndur gagnvart öllu. Varst aldrei reiður eða skammaðist í okkur hvað sem á gekk. Þú hef- ur alltaf verið svo viljugur að gera allt fyrir alla hvenær sem er og hvar sem er en líklega gleymt að gera margt og mikið fyrir þig sjálfan og safnaðir upp verkefnum til að eiga til góða í ellinni. Við sem vorum búin að plana Noregsferð fyrir ykkur, þú vildir koma og taka út nýja heimilið okkar og sjá hvort þú þyrftir ekki að laga eitthvað, pússa útihúsgögnin eða reyta arfa i garðinum. Þér leið alltaf svo vel þegar þú komst til okk- ar til Noregs, gast slappað svo vel af þar langt frá amstri hversdagsins. Um leið og við þökkum þér fyrir samfylgdina og allt sem þú hefur gert fyrir okkur, elsku besti pabbi og tengdapabbi, með góðri von um að þú hafir það gott þar sem þú ert. Megi Guð styðja og styrkja elsku mömmu á þessum erfiðu tímum, það er erfitt að missa sinn besta vin og félaga til 50 ára. Hvíl i friði, elsku besti pabbi og tengdapabbi. Magnea og Haukur. Það er skrítið að hugsa til þess að næst þegar við komum heim í Hnjúkaselið verða ekki allir þar til þess að taka á móti okkur eins og vanalega. Afi talaði alltaf um að við ættum að njóta lífsins og gera allt það sem okkur langaði til að gera meðan við hefðum tök á því. Elsku besti afi, við ætlum sko að taka þig á orðinu og njóta lífsins eins mikið og við höfum tök á, eins og við töl- uðum alltaf um. Jákvæðari, ákveðnari, dug- legri og þrjóskari laumusprell- ara er ekki hægt að finna. Þú barðist eins og hetja í gegnum þetta allt saman og færð 1.000 rokkstig fyrir það, elsku besti afi minn. En því miður hafði krabbinn, eins og við kölluðum hann, betur og tók þig alltof snemma frá okkur. Þetta líf er ósanngjarnt og óréttlátt og ég held að ég átti mig ekki alveg á þessu. Jákvæðnin þín og ákveðnin í gegnum þetta allt, er eitthvað sem við munum taka með okk- ur áfram í gegnum lífið. Ég mun halda áfram að vera seinisteini, og halda tímaskyn- inu okkar á réttum stað svo amma komi nú ekki alltof snemma í allt. Þú varst yndislegasti og góð- hjartaðasti maðurinn sem virki- lega áttir allt það besta í lífinu skilið. Þú varst maðurinn sem var alltaf sanngjarn, sá allt það besta í fólki, sá sem var alltaf að kenna okkur krökkunum eitthvað nýtt um hluti sem við ekki vissum um eða vildum læra meira um og alltaf tilbú- inn að hjálpa öllum eins mikið og hann hafði tök á eða oftar en ekki of mikið en hann hafði tök á, meira að segja vængbrotna geitungnum sem lenti á tröpp- unum í Hnjúkaselinu. Það að geta aldrei fengið afa spjall aftur um allt og ekkert er svo óraunverulegt í alla staði. Telma og Brynja Sól halda því fram að guð sé orðinn leið- ur á að starfa sem guð og að afi hafi verið besti valkosturinn til þess að taka við af honum. Því ætlum við að trúa. Það er ekki til betri afi eða bara maður en hann afi okkar og við erum svo heppin að hafa fengið hann sem afa. Við viljum að við hugsum um jákvæðu minningarnar sem við höfum átt með honum afa, því hann hefði ekki viljað að við sætum öll hér grátandi og syrgjandi yfir því að hann væri farinn frá okkur heldur hefði hann viljað að við fögnuðum lífinu sem hann átti og deildi með okkur öllum. Við erum þakklát fyrir að hafa fengið allar þessar minningar með honum og fjöl- skyldunni, og þakka fyrir að við séum öll búin að vera jafn lengi saman og við vorum. Það eru ekki allir jafn heppnir og við. Við vitum að þú ert kominn á betri stað núna og að þér líður betur. Við treystum á þig að fylgj- ast með okkur öllum og minna okkur reglulega á að njóta lífs- ins. Þú munt alltaf eiga stóran hluta í hjörtunum okkar allra sem eru svo lítil og viðkvæm akkúrat núna Við elskum þig, afi, hvíldu í friði. Þín afabörn Tinna Rut Hauksdóttir og Sigurður Hauksson. Elsku besti og yndislegasti afi minn, þú varst alltaf svo já- kvæður og barðist eins og hetja alla leiðina, en núna er baráttu þinni lokið og þú ert kominn á miklu betri stað þar sem þú vakir yfir okkur og passar okk- ur. Ég elska þig svo mikið, elsku afi minn, þú varst alltaf tilbúinn að hjálpa öllum og gera allt fyrir alla, það er bara ekki hægt að setja það í orð hversu góður og yndislegur maður þú varst. Ég sakna þín svo mikið, elsku afi minn, þú varst og ert ennþá svo mik- ilvægur partur af lífi mínu og fjölskyldunnar, þú átt stóran stað í hjörtum okkar allra og þín verður ávallt sárt saknað, hvíldu í friði, elsku afi minn. Þín afastelpa, Brynja Sól Daníelsdóttir. Elsku bestu afi minn, þú ert besti afi sem maður gæti átt, þú teiknaðir alltaf með mér þegar ég þurfti hjálp og þú sagðir alltaf sögu með þegar þú varst að hjálpa mér að teikna. Þegar við fórum í Kiwanis-úti- legur þá var alltaf gaman. Einu sinni varst þú nammikallinn og dreifðir namminu. Ég á bara góðar minningar um þig. þú ert alltaf afi minn þótt þú sért farinn, ég mun aldrei gleyma þér, sama hvað gerist, þú ert rosastór partur af hjartanu mínu og verður alltaf stór partur af lífinu mínu, ég mun alltaf elska þig. Ég á svo margar góðar minningar um þig, maður gæti aldrei gleymt þér, þú ert svo yndislegur mað- ur. Þín afastelpa, Saga Lind Daníelsdóttir. Í dag kveð ég æskuvin minn Guðmund í hinsta sinn en kveðjan sú er með miklum trega. Við Guðmundur deildum vin- áttu í meira en sex áratugi þar sem aldrei brá skugga á, fyrstu árunum í Vesturbænum í Kamp Knox þar sem allt hverfið var einn leikvöllur fyrir allan þann skara af krökkum sem þar bjó. Leikir okkar strákanna ein- kenndust eins og oftast af bar- dagaleikjum, hjólatúrum og uppátækjum sem oftast fengu góðan endi, skrámur og minni háttar meiðsl voru strokin burt með hundasúrum og njóla. Þetta voru góð ár við ærsl og margskonar uppgötvanir og við krakkarnir í hverfinu samheld- inn og góður hópur sem enn hittist á góðum stundum. Síðar flytja fjölskyldur okkar á Réttarholtsveginn og búum við vinirnir í sömu raðhúsa- lengjunni. Þar verður til alveg nýr heimur, stærri og örlítið flóknari en samt svo spennandi fyrir stráka sem keppast við að verða fullorðnir. Nú voru það skellinöðrurnar sem áttu hug okkar Guðmund- ar, við á útopnu um allt hverfið og miklu lengra en það. Þessi stórmerkilegu farartæki voru líf okkar og yndi, alltaf stíf- pússuð og flott, hávaðinn eins og fallegasta músík og við ridd- arar götunnar. Við byggðum meira að segja vandaðan vinnuskúr þar sem farartækin áttu að eiga sama- stað fyrir viðgerðir og bón og áttum við bara eftir að opna hann formlega þegar starfs- menn borgarinnar mættu á svæðið með stórar teikningar og framtíðarplön sem báru nöfn eins og borgarskipulag og framtíðar vegalagning. Skúrinn var látinn fjúka og eftir stóðum við kapparnir dálítið hnípnir. En ungir menn láta svona smámuni ekki slá sig út af lag- inu heldur ákváðum við að fara í viku ferðalag á skellinöðrun- um vestur í Eyrarsveit til ætt- menna Guðmundar. Það sóma- fólk tók vel á móti okkur og við áttum þar afar góða daga við veiðiskap, berjatínslu og nátt- úruskoðun. Ferðalagið var eitt ævintýri sem við töluðum oft um og gerði sú reynsla okkur örugglega að betri mönnum. Svo komu bílarnir til skjal- anna með öllu því sem þeim til- heyrir og þar var minn maður á heimavelli þar sem hann lærði bifvélavirkjun og kunni skil á flóknu gangverki bílsins. Það er ekki ofsögum sagt að Guð- mundur var vinnusamur, hand- laginn og mikill atorkumaður. Vinnuþjarkur á kannski betur við því hann var stöðugt að og gott var að koma á verkstæði Hemils og fá úrlausn sinna mála. Þegar við vorum orðnir ráð- settir menn lágu leiðir okkar saman í Kiwanisklúbbnum Jörfa en sá félagsskapur gerir góða menn betri. Þar höfum við starfað saman í frábærum hópi í hartnær 40 ár og nú er skarð fyrir skildi. Jörfi hefur misst öflugan liðsmann en hans verð- ur minnst um ókomin ár. Þú ert kært kvaddur gamli góði vin. Elsku Brynju, Magneu, Jón- ínu og Daníel, systkinum Guð- mundar og fjölskyldunni allri sendum við Ásta innilegustu samúðarkveðjur. Ævar Breiðfjörð. Að fá tilkynningu í síma um andlát góðs vinar og félaga er alltaf áfall. Jafnvel þótt vitað hafi verið um skeið að hverju stefndi. Þegar sú er staðreyndin að hann Guðmundur svili minn er látinn leitar hugurinn til baka til allra þeirra ótal gleðistunda sem við áttum saman með fjöl- skyldum okkar og vinum. Hjálpsemi hans var einstök og hvar sem hann fór vildi hann leggja hönd á plóg ef það mætti verða einhverjum til góðs. Hann taldi ekki eftir sér að hjálpa fólki við nánast hvað sem er og jafnvel smæstu dýr fengu sinn skerf af hlýju hans. Undir það tækju með mér köngulærnar í garðinum í Hnjúkaselinu ef þær gætu, svo ekki sé minnst á kettina sem athvarf fengu í bílskúrnum heima. Minnisstæðar eru ferðir sem við fórum saman innanlands og utan. Þegar við hittumst með gönguhópnum okkar var tæki- færið oft notað til að ferðast. Þannig var Tröllaskaginn fín- kembdur sem og Vestfirðirnir. Þau Brynja ferðuðust alltaf í „Hilton“, bláa húsbílnum sem hann hafði innréttað á þann hátt sem honum einum var lag- ið. Við Halldóra hins vegar með aftanívagn sem sjaldnast fékk sömu umhirðu og natni og sá blái. Enda reyndist vestfirski holuþjóðvegurinn vagninum of- viða og braut hann niður. Þá kom sér vel rólyndi og verk- lagni Guðmundar. Þegar mín fyrsta hugsun var að panta kranabíl til að flytja vagninn á ruslahaugana lagðist Guðmundur á veginn, kíkti undir vagninn og spurði hvort Guðmundur Jónsson ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, SAMÚEL FRIÐLEIFSSON, Birkiteig 35, Keflavík, lést sunnudaginn 4. maí á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Fjölskyldan þakkar samúð og vinarhug. Erna Hákonardóttir, Hákon Örn Matthíasson, Hildur Guðrún Hákonardóttir, Ingibjörg Samúelsdóttir, Guðmundur Óli Jónsson, Karl Samúelsson, Svanfríður Guðrún Gísladóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ANNA MARGRÉT CORTES, Silfurteigi 6, Reykjavík, sem lést á Landspítalanum í Fossvogi mánudaginn 12. maí, verður jarðsungin frá Laugarneskirkju miðvikudaginn 21. maí kl. 13.00. Björg Cortes Stefánsdóttir, Halldór I. Elíasson, Steinunn Guðbjörg Stefánsdóttir, Stefán Valdimar Halldórsson, Anna Margrét Halldórsdóttir, Haraldur Darri Þorvaldsson, Steinar Ingimar Halldórsson, Xue Li, Halldór Alexander, Jökull Ari og Hugrún Eva Haraldsbörn. ✝ Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, ANNA GUÐNÝ ÁRMANNSDÓTTIR, Bólstaðarhlíð 45, Reykjavík, lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi mánudaginn 12. maí. Útförin fer fram frá Háteigskirkju mánudaginn 19. maí kl. 13.00. Hermann Bridde, Jóhann Kristinsson, Anne Grethe Salvesen, Ásta Kirkeby, Torben Kirkeby, Vilhelmína Kristinsdóttir, Friðrik Bridde, Svava Guðmundsdóttir, Einar Bridde, Guðný Steinunn Guðjónsdóttir, Karl Bridde, Sigrún Ævarsdóttir og barnabörn. ✝ Eiginkona mín og móðir okkar, dóttir og tengdadóttir, GUNNUR ELÍSA STEFÁNSDÓTTIR, til heimilis í Þverbrekku 2, Kópavogi, lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi laugardaginn 10. maí. Útför hennar verður gerð frá Kópavogskirkju miðvikudaginn 21. maí kl. 13.00. Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir en þeim sem vildu minnast hennar er bent á styrktarsjóðinn fyrir börnin. Bankanúmer hans er 331-13-110606 og kt. 310380-4159. Davíð Karl Sigursveinsson og börnin, Kristlaug Björg Sigurðardóttir og fjölskylda, Stefán Ingólfsson og fjölskylda, Símon Elí Teitsson og fjölskylda, Gísli Ólafur Pétursson og Ragna Freyja Karlsdóttir og fjölskylda.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.