Morgunblaðið - 16.05.2014, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 16.05.2014, Blaðsíða 36
Nýlega rann út frestur til að sækja um tvö prestsembætti í Reykjavík, við Háteigskirkju og Laugarnes- kirkju. alls bárust 26 umsóknir um embættin tvö. Nítján umsækjendur voru um embætti prests í Háteigskirkju. Embættið veitist frá 1. september næstkomandi. Umsækjendur eru: Séra Arna Ýrr Sigurðardóttir, séra Arndís G. Bernharðsdóttir Linn, Davíð Þór Jónsson cand. theol, séra Eiríkur Jóhannsson, Elvar Ingimundarson mag. theol, Fritz Már Berndsen Jörgensson mag.theol, Grétar Hall- dór Gunnarsson cand.theol, Guðrún Áslaug Einarsdóttir cand. theol, séra Gunnar Jóhannesson, séra Halldór Reynisson, séra Hannes Björnsson, séra Jón Ómar Gunn- arsson, séra Jón Ragnarsson, séra Karl V. Matthíasson, séra Leifur Ragnar Jónsson, séra María Ágústsdóttir, Oddur Bjarni Þorkels- son cand. theol, séra Sigurður Grét- ar Helgason og séra Skírnir Garð- arsson. Sjö umsækjendur voru um emb- ætti sóknarprests í Laugarnes- prestakalli. Embættið veitist frá 1. september 2014. Umsækjendur eru: Séra Arna Ýrr Sigurðardóttir, séra Bryndís Malla Elídóttir, Fritz Már Berndsen Jörgensson mag.theol, séra Gunnar Jóhannesson, séra Kristín Þórunn Tómasdóttir, séra Sigurvin Lárus Jónsson og séra Svanhildur Blöndal. Biskup Íslands skipar í embættin tvö að fenginni umsögn valnefnda. sisi@mbl.is 26 sóttu um tvö prestsembætti  Nýir prestar taka við í haust 36 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. MAÍ 2014 Bæði úti og inni ÞURRKGRINDUR Opið virka daga frá 9-18 og laugardaga frá 10-16 Laugavegi 29 - sími 552 4320 www.brynja.is - brynja@brynja.is Frístandandi þurrkgrindur og strauborð Tvær stærðir Minni grindin Breidd 60 cm Snúruhaf 3,60 m tekur allt að 10 kg. Verð kr. 5.100 Stærri grindin Breidd 80 cm Snúruhaf 6,70 m tekur allt að 20 kg. Verð kr. 9.440 STANGVEIÐI Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Laxinn er mættur í Kjósina; feðg- arnir Ólafur Helgi Ólafsson og Ólaf- ur Þór Ólafsson frá Valdastöðum sáu nýrenning í Laxfossi í Laxá í Kjós í vikunni, 10 til 12 punda fisk, en það er heldur fyrr en venjulega. Algengt er að fyrstu laxar sumarsins sjáist á þessum stað, en ekki fyrr en um 20. maí. Veiðin í Kjósinni hefst 20. júní og því hafa fyrstu laxarnir þá verið upp undir í mánuð í ánni og ættu að hafa dreift sér vel. Meira sést af urriða Sjónir veiðimanna hafa beinst að Þingvallavatni síðustu vikur, eins og algengt er á vorin, en kannski enn meira nú en áður þar sem reglum um veiðina var breytt fyrir landi þjóðgarðsins og spennandi að vita hvort það breyti einhverju. Aukinni ásókn í urriðann, sem gefur einkum færi á sér á vorin, var mætt að því að einungis má veiða á flugu á þessum tíma og skal veiddum fiski sleppt aft- ur. Eftir að hafa rætt við allmarga veiðimenn sem hafa kastað fyrir þessa spretthörðu og á tíðum stór- vöxnu fiska, ber öllum saman um tvennt: að veiðin hafi verið góð og að umgengni á bökkunum sé mun betri en síðustu ár (þar sem mátti ganga fram á poka með úldinni beitu og nagaða beingarða og annað rusl sem á alls ekki að sjást í þjóðgarði). Þá segja sumir líka að meira sé að sjá af urriða á góðum veiðistöðum. Mögu- lega vegna þess að ekki sé verið að moka honum upp og drepa. Rauk út á dýpið „Veiðin hefur verið góð í vor og síðustu daga heyrist mér að menn séu ekki að lenda í moki en þeir fá einn og einn. Fiskurinn er líka í æ betri holdum,“ segir Haraldur Ei- ríksson, sölustjóri Hreggnasa, sem hefur farið nokkrum sinnum í Þing- vallavatn í vor. Og gengið ágætlega. „Fyrstu dagana voru menn að hluta til að veiða slápa, nú veiðast færri og betur haldnir urriðar, og þá á ég við þjóðgarðinn. Annað mál er í Þorsteinsvíkinni, sem ION selur leyfi í, nú er besti tíminn þar. Hlýjar uppsprettur eru í víkinni og urriðinn kemur þar inn til að koma melting- unni í gang.“ Haraldur var við veiðar þar á sunnudaginn var. „Ég var í því að missa þá,“ segir hann. „Ég setti meðal annars í einn sem við sáum aldrei. Hann rauk eitthvað út á dýp- ið. Þegar reynt er að stoppa þessi dýr þá rífur maður út úr þeim. En ég hef fengið mjög fína fiska í vor.“ Sá stærsti var um 50 cm í ummál og 85 cm langur. „Það er fínn fiskur,“ seg- ir hann. „Það var hrygna, þær eru styttri og sverari. Það er drjúgt pundið í hrygnunum.“ Oft er sagt að urriðinn taki best í ljósaskiptunum en Haraldur segir allan gang á því. „Þar sem er djúpt, jafnvel gjár, má veiða allan daginn. En ef menn vilja ná þessum stóru fiskum á grynningum þá þarf að reyna á kvöldin.“ Bætt veiðimenning Haraldur er einn þeirra sem segja umgengni hafa batnað stórlega á bökkum vatnsins. „Mér finnst þessi bætta veiðimenning í þjóðgarðinum standa upp úr,“ segir hann. „Nú er gaman að koma þar. Menn geta líka staðið nokkuð þétt því allir eru að nota flugu. Nú er meiri sátt meðal manna, svo ekki sé talað um hvað umgengnin er margfalt betri en und- anfarin ár. Nú sér maður ekki rusl og það er bylting.“ Þá blæs Haraldur á það tal að margir fiskar drepist þegar þeim er sleppt, enda hefur verið sýnt fram það í Kanada og Noregi að fiskur veiddur á flugu og sleppt varlega lifi af í 98 prósentum tilfella. Helgi Guðbrandsson veiðileið- sögumaður þekkir vel til vorveiði á Þingvöllum. Hann hefur komist nokkrum sinnum í vor og hefur feng- ið fína urriða. „En Þingvellir eru þannig að stundum þarf maður að fara nokkrum sinnum áður en maður lendir í bingói,“ segir hann og tekur undir að umgengnin hafi breyst. „Þvílíkur munur! Menn eru ánægðir með það hvernig ástandið er núna, mótlætið var minna en margir bjuggust við en það er eins og veiðimenn skilji að þetta þurfti að gerast. Auk þess sem veiðin hefur verið frábær í vor og margir hafa fengið flotta fiska. Það er óskandi að svona verði það áfram í framtíðinni.“ Þrátt fyrir þessi orð heyrist af og til af veiðiþjófum. Í síðustu viku komu félagar sem höfðu leyfi til veiða í Þorsteinsvík að veiðimönnum sem „stóðu úti í tökustaðnum“ og beittu makríl. Voru þeir komnir með fullan poka af fiski og þurfti að beita fortölum áður en þeir hurfu á braut. En bleikjan er líka farin að gefa sig á Þingvöllum, sem er með fyrra fallinu. Oft hefur verið sagt að bleikjan komi þar að landi þegar birkið brumi, í síðustu viku maí, en nú fréttist af mönnum sem eru að fá nokkrar fínar í hverri ferð. 100 í bók við Hlíðarvatn Sérfræðingar Veiðimálstofnunar segja bleikju fara fækkandi um land allt. Hlíðarvatn í Selvogi er eitt þeirra vatna sem margir halda upp á og hafa veiðitölur verið lækkandi. Veiðin hefur þó farið ágætlega af stað í vatninu og á fyrstu ellefu dög- unum eftir að veiðin hófst, var búið að skrá um 100 fiska í bókina í veiði- húsi Ármanna en þeir hafa þrjár stangir í vatninu. Talvert veiðist að smárri bleikju, sem er ekki skráð og er góðs viti fyrir framtíðina, en einn- ig hafa allt að 60 cm bleikjur veiðst. „Það er drjúgt pundið í hrygnunum“  Góð urriðaveiði hefur verið í Þingvallavatni  Umgengni veiðimanna í þjóðgarðinum er sögð hafa batnað mikið  Bleikjan er farin að taka  Veiði í Hlíðarvatni fer ágætlega af stað  Laxinn mættur Miklar sviptingar hafa verið með leigu Fossár í Þjórsárdal undanfarin misseri en þar má veiða bæði lax og silung. Hregg- nasi, sem meðal annars fer með veiðina í Grímsá og Laxá í Kjós, hafði leigt veiðiréttinn en land- eigendur buðu ána síðan aftur út, án vitundar leigutakans sem taldi sig vera með fimm ára samning. Nú hefur áin verið leigð nýj- um aðilum, Helga Guðbrands- syni veiðileiðsögumanni og fé- lögum hans, sem leigja Laugardalsá við Djúp. Greindu þeir frá því á heimasíðu sinni að þeir hefðu gengið frá samningi um ána. Á annað hundrað laxar veiddust í Fossá í fyrra, þótt ástundun hafi verið hófleg. Nýir leigutak- ar að Fossá VENDINGAR Í LEIGUMÁLUM Ljósmynd/Haraldur Eiríksson Þurrfluguveiði Óskar Páll Sveinsson með fallegan urriða sem hann veiddi í Þorsteinsvík í sunnanverðu Þingvalla- vatni. Hann tók þurrflugu, Black Gnat númer 12. „Það var bullandi klak í gangi og mikið af fiski,“ sagði hann. Fjórir umsækjendur voru um emb- ætti sóknarprests í Skagastrand- arprestakalli, Húnavatns- og Skagafjarðarprófastsdæmi. Emb- ættið veitist frá 1. ágúst 2014. Umsækjendur eru: Arnaldur Máni Finnsson, cand. theol., séra Bryndís Valbjarnardóttir, Elvar Ingimundarson mag. theol. og Ólöf Margrét Snorradóttir cand. theol. Biskup Íslands skipar í embættið að fenginni umsögn valnefndar. Valnefnd skipa níu manns úr prestakallinu auk prófasts í Húna- vatns- og Skagafjarðarprófasts- dæmi. Fjórar umsóknir um Skagaströnd
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.