Morgunblaðið - 16.05.2014, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 16.05.2014, Blaðsíða 18
18 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. MAÍ 2014 SVIÐSLJÓS Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Ellefu bændur setja niður kartöflur í Þykkvavæ á þessu vori og eru akrar þeirra rúmlega 400 hektarar. Þetta er mikil breyting, því þegar best lét voru bændurnir nærri sextíu og sveitarbragur því annar. „Á margan hátt er þetta í samræmi við þróun tímans. Þeir bændur sem minnst umsvif eru með hafa helst úr lestinni en aðrir styrkst. Hér eru ræktuð sennilega 8.000 tonn af kartöflum á ári og hefur það verið verið á því róli, þó framleiðendum hafi fækkað. Frá ári til árs er heildaruppskeran ann- ars breytileg og ræðst að mestu af veðráttu hvers sumars,“ segir Sig- urbjartur Pálsson, bóndi í Skarði. Miðbær með skóla og kirkju Byggðin í Þykkvabæ er dreifð, frá bæjunum austur við Hólsá og út í Háfshverfi eru um sjö kílómetrar. Svo má líka velta upp hvort Þykkvi- bærinn sé þorp, enda eru íbúarnir ekki nema 55, samkvæmt tölum Hagstofu Íslands. Heimamenn sjálf- ir nota þó önnur óformlegri viðmið og telja íbúana losa rúmlega 80. Hér eru nákvæmar tölur þó ekki aðal- atriði, punkturinn í málinu er sá að fólkinu hefur fækkað. Þykkbæingar voru um 260 fyrir þrjátíu árum. Frá Ægissíðu við Hellu eru 16 kílómetrar í Þykkvabæinn. Vegur- inn liggur um sléttlendi niður með Ytri-Rangá sem síðar verður Hólsá. Og svo er komið í sveitaþorpið. Nokkur þyrping bæja og húsa myndar einskonar miðbæ, þar sem eru kirkja, félagsheimili, skólabygg- ing og verksmiðja þar sem fram- leiddar eru franskar kartöflur og fleira slíkt. Um 25 ár eru síðan verslunar- rekstur í byggðarlaginu lagðist af. Og fyrir um áratug þegar aðeins fjórtán krakkar voru eftir í 1.-7. bekk grunnskólans, var starfsem- inni hætt. Er öllum börnunum í byggðinni nú ekið í skóla á Hellu. Þykkvabæjar er fyrst getið í heimildum frá árinu 1220 og sumir segja þetta elsta þorp eða þétt- býlisstað á landinu. Byggðin var lengi blómleg og fyrr á tíð var til þess tekið að íbúarnir voru afar sam- taka við lausn ýmissa viðfangsefna. Lengi var það svo að flæðandi vötn umluktu byggðina sem þá var eins og eyja í grænum sjó. Það var um 1930 sem karlarnir í sveitinni tóku sig saman og reistu varnargarða svo byggðin komst á þurrt land. „Þegar fór að rakna úr fyrir þjóð- inni stóðu Þykkbæingar að vísu miklu betur að vígi heldur en dreif- byggðar sveitir. Það var þeim mikið hagræði, að byggðin stóð „þykkt“, Þar gat haldizt í hendur verkaskipt- ing og samstarf,“ segir Árni Óla í Þykkvabæjarbók sinni, Þúsund ára sveitaþorp, sem út kom árið 1962. Kartöflur og egg voru skiptimynt Sendinn og moldarblandaður jarðvegur skapar kjöraðstæður til kartöfluræktunar í Þykkvabæ og menn þar í sveit komust fljótt upp á lagið við slíkan búskap. Sú var tíðin að bændurnir seldu sínar afurðir í gegnum Grænmetisverslun land- búnaðarins sem var að nokkru leyti ríkisrekið fyrirtæki. „Rigningarsumarið 1983 brást uppskera hér og þá var gripið til þess ráðs að flytja inn kartöflur frá Finnlandi sem reyndust skemmdar af völdum hringrots. Mikil umræða skapaðist um þetta sem átti sjálfsagt sinn þátt í því að þetta hálfopinbera sölufyrirtæki lagði upp laupana,“ segir Sigurbjartur og heldur áfram: „Eftir þetta opnaðist markaðurinn. Samkeppnin breytti sveitaþorpinu  Þykkvibær, einn elsti þéttbýlisstaður landsins, er í Rangárþingi og á fallanda fæti  Mikil fólks- fækkun  8.000 tonn af kartöflum og 11 bændur  Þurfa hærra afurðaverð og betri samgöngur Bændur Hjónin Jóhanna Lilja Þrúðmarsdóttir og Sigurbjartur Pálsson, sem er innfæddur Þykkbæingur, stunda kartöflurækt og búa á bænum Skarði. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Byggðarlag Þrátt fyrir að Þykkvabæjarþorpið sé lítið er þar það sem kalla má miðbæjarkjarna og Hábæjarkirkja setur svip á staðinn. Enda á milli frá austustu bæjunum til Háfshverfis í vestri eru alls um sjö kílómetrar. Þykkvibær Grunnkort/Loftmyndir ehf. Selfoss Eyrarbakki Stokkseyri Þjórsá Ölfusá Hella Hvolsvöllur Hó ls á Þykkvibær Í Þykkvabæ eru hinir einu sönnu morgunhanar. Það er um klukkan þrjú á nóttinni sem fuglar Júlíusar Más Baldurssonar, sem stendur að Landnámshænsnasetri Íslands, hoppa niður af prikinu og fyrstur fer haninn sem lætur í sér heyra með hvellum hljómi. Syngur sitt gaggala- gú og þá byrja hænurnar að kvaka. Júlíus Már var lengi með starf- semi sína að Tjörn á Vatnsnesi, þar sem allt eyðilagðist í eldsvoða snemma árs 2010. „Hver einasti fugl drapst,“ segir Júlíus sem flutti í Dísukot í Þykkva- bæ á síðasta ári. Þar er hann með um 300 fugla og væntir þess að frjó egg sem eru þessa dagana í útung- unarvélum skili honum kynstrunum öllum af ungum í páskalit vonar- innar. „Stofn íslenskra landnámshænsna var á tímabili nærri því að deyja út. Nú er hann hins vegar orðinn all- stór. Talsvert er um að fólk sem býr til sveita og raunar líka í þéttbýli komi hingað og kaupi hænur eða unga til eldis og ég sendi vítt og breitt um landið. Þá er ég að selja vistvæn egg á markað og þetta dæmi er alveg að gera sig,“ segir Júlíus í Dísukoti. Hænsnfugl Júlíus Már Baldursson hér með hinn eina sanna morgunhana. Gaggalagú - klukkan þrjú Þó margt hafi breyst í Þykkvabæ og látið undan eru þar líka sprotar og ágæt atvinnustarfsemi. Kartöflu- verksmiðja Þykkvabæjar hf. var stofnuð árið 1981 og að henni stóðu alls 58 bændur í sveitinni, það er hinum gamla Djúpárhreppi. Í sam- ræmi við stærð eignarhluta síns gátu bændurnir lagt þar inn afurðir sínar sem þótti ágætt fyrirkomulag. Nasl og gratín Í dag eru eigendurnir 28 en inn- leggjendurnir aðeins níu. Fram- leiðslan er seld undir vörumerkinu Þykkvabæjar og er unnið úr um 2.500 tonnum á ári. Starfsmenn verksmiðjunnar eystra, sem Auðun Gunnarsson stýrir, eru 14 og átta- starfa á skrifstofu og dreifingarstöð í Garðabæ. Kartöflur eru hráefni verksmiðj- unnar þaðan sem koma franskar, forsoðnar, gratín, nasl, kartöflumús og plokkfiskur í neytenda- umbúðum. „Flutningabílstjórinn kemur í bæ- inn þrisvar til fjórum sinnum í viku með fullfermi, vörur sem við dreif- um í verslanir, veitingastaði og mötuneyti,“ segir Friðrik Magnús- son framkvæmdastjóri. Hann segir talsverða samkeppni á kartöflu- markaði, mikið sé flutt til dæmis af nasli og frönskum. Þá séu kartöflur í mikilli samkeppni við aðrar kol- Franskar, plokkfiskur og Morgunblaðið/Sigurður Bogi Framleiðsla Phaithun Khamphan vinnur í kartöfluverksmiðjunni. Trukkur Veisla í farangrinum, eins og skáldsaga Hemmingway heitir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.