Morgunblaðið - 16.05.2014, Blaðsíða 76

Morgunblaðið - 16.05.2014, Blaðsíða 76
76 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. MAÍ 2014 ✝ Ólafía Þor-steinsdóttir fæddist í Efri- Vatnahjáleigu í Austur-Landeyjum 9. nóvember 1933. Hún lést á Landa- koti 8. maí 2014. Foreldrar henn- ar voru Þorsteinn Ólafsson, f. 24. júní 1896, d. 13. apríl 1967, og Gíslný Jó- hannsdóttir, f. 3 júlí 1911, d. 14 janúar 1993. Fósturforeldrar hennar voru Magnús Ólafsson, f. 15. mars 1889, d. 26. desember 1964, og Kristín Lilja Þorgeirs- dóttir, f. 21. apríl 1898, d. 12. maí 1992. Systkini Ólafíu: Jóhanna, f. 1930, d. 2000, Tryggvi, f. 1931, Trausti, f. 1935, Halla, f. 1936, Lilja, f. 1937, Reynir, f. 1938, Sólveig, f. 1940, Birgir, f. 1942, Guðrún, f. 1943, Jónína, f. 1944, Smári, f. 1946, Svanur, f.1947, Sigurvin, f. 1950, d. 1980, Vil- borg, f. 1951 og Sigurbjörg, f. 1953. ur þeirra er Elías, Ólafur Ingi, Jónína Lilja, í sambúð með Sverri Fannbergssyni, Erna Karen, í sambúð með Árna Gunnari Ingþórsyni, þeirra börn eru Elísabet Lilja og Haukur Þór, Benedikt Árni. 5) Þórný, f. 1963, unnusti Lúðvík Helgason, maki Þórnýjar var Valdimar Árnason, d. 2000. 6) Ágúst, f. 1964, maki Drífa Dröfn Geirs- dóttir, þeirra börn eru Súsanna Dögg, Viktor Elí og Gabríel Annas, fyrrverandi sambýlis- kona Ágústar, Brita Berglund, þeirra sonur er Aksel Freyr. 7) Gísli, f. 1968. 8) Halla, f. 1969, maki Borgþór Hjörvarsson, son- ur Höllu og Árna Þórs Guð- mundssonar er Stefán. 9) Þór- dís, f. 1973. Ólafía ólst upp frá sex ára aldri að Dufþaksholti í Hvol- hreppi þar til hún stofnaði heim- ili. Hún gekk í barnaskóla í sinni heimasveit, síðan fór hún í Hús- mæðraskólann að Laugarvatni. Ólafía og Guðni bjuggu í Lundi í Kópavogi frá 1955-1964 en þá fluttu þau til Víkur í Mýrdal en þaðan fluttu þau árið 1979 í Keilufell 20 og bjuggu þar alla tíð. Útför Ólafíu fer fram frá Fossvogskirkju í dag, 16. maí 2014, og hefst athöfnin kl. 15. 30. júlí 1955 gift- ist Ólafía Guðna Ágústssyni, f. 4. maí 1928, d. 16. desember 2010. Foreldrar hans voru Ágúst Bjarna- son, f. 5. ágúst 1893, d. 28. maí 1929, og Kristín Lilja Þorgeirs- dóttir, f. 21. apríl 1898, d. 12. maí 1992. Fósturfaðir Guðna var Magnús Ólafsson, f. 15. mars 1889, d. 26. desember 1964. Guðni og Ólafía eignuðust níu börn. 1) Magnús, f. 1954, unn- usta Birte Nielsen, fyrrverandi sambýliskona Magnúsar, Ing- unn Björnsdóttir, þeirra börn eru Guðmundur Friðrik og Nína María. 2) Þorsteinn, f. 1957, sambýliskona Ósk Árnadóttir. 3) Bjarni, f. 1958, maki Elínbjörg Kristjánsdóttir. 4) Kristín, f. 1960, fyrrverandi maki Krist- ínar, Þórarinn Þorláksson, þeirra börn eru Guðni Þór, í sambúð með Pernille Mott, son- „Ég er svo lífseig,“ sagði amma stundum glettnislega síð- ustu árin. Þar hitti hún sannar- lega naglann á höfuðið eins og hennar var von og vísa. Í raun var ótrúlegt hve lengi hún lifði eftir að heilsan gaf sig. Hósta- köst þar sem hún missti andann voru m.a. algeng síðustu árin, en þau liðu ævinlega hjá. En allt tekur enda um síðir og eftir erf- iða sjúkrahúsvist frá lokum síð- asta árs kvaddi amma jarðlífið 8. maí. Amma ólst upp í sveit á Suður- landi og var hluti af sextán systk- inahópi, hvorki meira né minna. Hún og hin eftirlifandi systkinin héldu eftirminnilega upp á sam- anlagt þúsund ára afmæli sitt í fyrra. Amma ólst þó ekki upp með þeim og foreldrunum í Eyj- um, heldur hjá föðurbróður sín- um og fjölskyldu hans í Rang- árvallasýslu. Amma og afi komu upp stórri fjölskyldu og áttu níu börn. Amma var gríðarlega sterkur og litríkur karakter og hafði sín lífsgildi á hreinu. Fjöl- skyldan var alla tíð hennar ær og kýr og hún lagði mikið á sig fyrir hana. Hugsa þurfti vel um hverja krónu með stóran barnahóp og amma vildi aldrei henda mat, hún var einstaklega nýtin og nægju- söm. Snobb átti hún ekki til, auk þess að vera afar ósérhlífin og samviskusöm. Amma var hrein- skilnasta manneskja sem ég hef kynnst og sagði ævinlega ná- kvæmlega það sem henni fannst, hún var ekki vön að skafa neitt af því. En hún gat líka verið ansi dómhörð og séð hlutina í svart- hvítu ljósi. Amma hafði einstakt lag á að segja frá og hún sagði frá gamalli tíð af mikilli list, af atburðum sem birtust manni ljóslifandi fyr- ir hugskotssjónum eins og maður væri á staðnum, svo myndrænar voru lýsingar hennar. Stundum sýndi hún líka leikræna tilburði í frásögnum sínum sem gæddu þær enn meira lífi. Hún var mik- ill húmoristi, oft bæði hnyttin og kaldhæðin. Ég man þegar amma leit í opna stærðfræðibók frá mér úr MR með sönnun og Q.e.d. í lokin og sagði: „Guð minn almátt- ugur, að þurfa að læra þetta! Það er eins gott að vera með höfuðið í lagi!“ Alltaf var manni vel tekið hjá ömmu og afa og það var mjög notalegt að renna við hjá þeim gömlu í kaffi og spjalla um dag- inn og veginn. Þar gat ég auð- veldlega slakað á frá amstri hversdagsins. Amma var mikið náttúrubarn og sveitakona í sér og hafði sérstakt dálæti á að fylgjast með smáfuglunum. Minningar úr sveitinni voru henni hugleiknar undir það síð- asta og hún spurði mig oft frétta af bændum fyrir norðan þegar ég fór til hennar á spítalann. Síðan ég var í menntaskóla hef ég litið á ömmu sem bæði mína helstu fyr- irmynd og einn af mínum bestu vinum. Auk þess tel ég mig hafa lært margt af því hagnýtasta í líf- inu af henni. Fáir hafa mótað líf mitt meira en „Ólamma“ eins og ég kallaði hana þegar ég var að læra að tala, því það var erfitt að læra að segja Ólafía, en hafðist þó að lokum. Ég var viss um að ég væri að kveðja ömmu í hinsta sinn á Landakotsspítala 27. apríl, tveimur dögum áður en ég lagði upp í langferð, en þá rúllaði ég m.a. súrefniskútnum á eftir henni úr matsalnum inn í sjúkrastof- una. Takk fyrir allt, elsku amma. Hvíl í friði. Guðmundur Friðrik. Við systkinin viljum hér minn- ast systur okkar, Ólafíu, sem var þriðja elst af 16 börnum foreldra okkar. Fjölskyldan flutti úr Landeyj- um til Vestmannaeyja, þegar Ólafía var ung. Þegar hún var sex ára var hún send til sumardvalar að Dufþaksholti í Hvolhreppi til Magnúsar föðurbróður okkar og ílengdist hún þar. Eftir að skyldunámi lauk fór Ólafía í hús- mæðraskólann að Laugarvatni. Hún giftist Guðna Ágústssyni og eignuðust þau níu börn. Þau hófu búskap í Kópavogi en bjuggu síð- an mörg ár í Vík í Mýrdal. Seinna fluttu þau til Reykjavíkur. Alltaf voru góð og náin sam- skipti milli Ólafíu, foreldra okkar og systkinanna. Hún var mikil hannyrðakona og einstaklega nýtin húsmóðir. Ólafía var afskaplega góður starfskraftur, vel liðin af vinnu- veitendum og samstarfsfólki. Hún var ávallt hreinskiptin og ákveðin og sagði alltaf sína mein- ingu. Síðustu árin glímdi hún við mikið heilsuleysi. Viljum við systkinin þakka Ólafíu systur okkar fyrir ánægju- lega samferð í lífinu. Vottum við afkomendum Ólaf- íu og Guðna okkar innilegustu samúð við andlát hennar. Systkinin. Ólafía Þorsteinsdóttir Í liðinni viku féll frá hún amma mín, Rannveig Elín Sigur- tryggvadóttir, sem kallaði sig alltaf Elínu eða Ellu. Hún var orðin 94 ára gömul og hafði sjálf sagt að nú væri komið að leið- arlokum hjá sér, en samt hefði maður viljað hafa hana svo miklu lengur hjá okkur. Hún amma mín var kjarnorku- kona sem sagði alltaf það sem hún meinti og kunni svo vel skil á réttu og röngu. Hún var ófeimin við að tjá skoðanir sínar og lét mann ekkert eiga hjá sér ef rök- rætt var um málefni sem skiptu hana miklu, hvort sem það voru byggðamál, stjórnmál, skattlagn- ing ríkisvaldsins eða síðan seinni árin aðstæður aldraðra á Íslandi. Það sem var einna best við ömmu er að hún hafði skoðanir á öllu. Hún var þannig frábær fyrir- mynd fyrir okkur barnabörnin sín og kenndi okkur að maður ætti að láta sig hlutina varða, Rannveig Elín Sigurtryggvadóttir ✝ Rannveig ElínSigurtryggva- dóttir fæddist á Litlu-Völlum í Bárðardal 26. sept- ember 1920. Hún lést á Heilbrigðis- stofnuninni á Blönduósi 28. apríl 2014. Útför hennar fór fram frá Blönduós- kirkju 9. maí 2014. setja sig inn í þá og hafa á þeim skoðan- ir vegna þess að t.d. stjórnmál væru jú mál fólksins og það væri enginn betur gefinn til að taka þar afstöðu en ein- mitt við. Hún kenndi mér líka að standa með sjálfri mér og láta ekki skoðanir annarra ráða í eigin ákvörðunum, hvort sem er stórum eða litlum. Þær stundir sem við áttum saman í húsinu hennar á Blönduósi síð- ustu áratugina voru alltaf skemmtilegar og eftir stendur minningin um góða konu sem gaf okkur svo mikið. Þegar mikið er misst er margs að sakna og við Óli, Kittý og Jón eigum eftir að sakna þess að koma við hjá ömmu á Blönduósi og höldum örugglega áfram að staldra við hjá henni í huganum í hvert sem við eigum leið þar um. Við munum sakna yndislega við- mótsins, gestrisninnar og áhuga- verðra umræðna um alla mögu- lega hluti, ekki síst um börnin hennar, börn, barnabörn og barnabarnabörn sem voru henni ávallt efst í huga. Og ég mun líka sakna þess að þurfa ekki lengur að svara fyrir hvert einasta verk starfsfélaga minna í lögfræðistéttinni enda taldi amma að þar mættu ýmsir gera betur hreint fyrir sínum dyrum. Fyrst og fremst vil ég þó þakka allt sem hún amma mín gaf mér á langri ævi og þá fyrirmynd sem hún var mér og verður ávallt. Þorbjörg Inga Jónsdóttir. Elsku Ella frænka, í dag kveðjum við þig er þú ferð á slóð- ir foreldra og systkina þinna og ég veit að þar verður kátt. Þú kvaddir síðust þinna systkina og ég veit að þú kvaddir með ró í hjarta og með vissu um að það yrði tekið vel á móti þér. Ég var svo heppin að fá að dvelja í sveitinni þinni fallegu og eru mín æskuár lituð góðum minningum um gott fólk, öruggt umhverfi og gott atlæti. Heppin ég. Ég man þær stundir er þú tókst á móti endalausum skara af fólki. Ekkert kynslóðabil, full- orðnir og börn voru velkomin. Þú hugsaðir vel um alla og ekki heyrði maður annað en dillandi hláturinn sem ég heyri enn hljóma þegar ég hugsa til þeirra stunda sem við dvöldum í Vatns- dalnum á Kornsá. Fólkið sem þú tókst á móti var oft talið í tugum, þá var hrært í pottum og pönnum svo allir fengju nægju sína af mat og drykk. Þú vaknaðir fyrir allar aldir og vinnudagurinn var lang- ur. Oft hugsaði maður „hvenær sefur hún Ella frænka?“ Miklir kærleikar voru milli systkinanna, stelpurnar tvær og strákarnir sex voru kát, stríðin og góð. Virðing og tillitssemi var það sem einkenndi ykkar sam- band. Þar var sannarlega gott að alast upp við þau gæði sem ein- kenndi ykkur í daglegu amstri. Þú átt yndislegan skara af börnum, sem hafa verið sveitinni þinni trú og ég efa ekki að þangað hugsi þau oft með gleði í hjarta og nú með söknuði yfir því að þessum kafla í lífi okkar sé lokið. Minningar okkar Ingu dóttur þinnar eru vel geymdar í huga og hjarta þar sem við jafnöldrur átt- um góða tíma og ýmislegt var brallað, flest gott en þó sumt sem ekki mátti fréttast. Þó er ég viss um að ekki hafi margt farið fram hjá húsfrúnni á bænum. Það virðist svo stutt síðan við krakkarnir hlupum um túnin full af gleði og hlátri og litum upp til ykkar sem vísuðu okkur veginn. Þið stóðuð ykkur vel og skiljið eftir falleg spor sem verða minn- ing um ykkur til þeirra sem á eft- ir koma. Full þakklætis og með virð- ingu kveð ég þig og sendi börnum þínum, tengdabörnum og börn- um þeirra innilegar samúðar- kveðjur. Þar til við hittumst næst, gott faðmlag og koss á kinn til þín, elsku Ella frænka. Kveðja, Unnur Sæmundsdóttir. Hérna kveður mikil kona kvödd af skara barna. Hún vill enda ævin svona en ætíð varstu þarna. Öllum var hún lífsins ljós leikandi afkomendum, ætíð átti’ hún hlýju og hrós hinstu kveðju sendum. (AH) Sigurður, Anna Hulda og synir. Elsku pabbi. Það er sárt að þú sért farinn. Að geta ekki hitt þig aftur, verið með þér og spjallað. En margs er að minnast og þér á ég margt að þakka. Þú varst góð fyrirmynd á svo margan hátt. Það var ávallt gott að leita ráða hjá þér, þú varst góður og traustur vinur og við gátum talað saman um allt, sama hvað var. Þú lagðir ávallt mikla áherslu á heiðarleika, kurteisi og vinnusemi og barst virðingu fyrir fólki og skoðunum þess, þótt þú værir ekki endilega sammála þeim. Þú varst laginn og hafðir áhuga á að fræða og kenna þegar til þín var leitað. Þú gerðir aldrei kynja- mun. Þér fannst t.d. jafnsjálfsagt að kenna okkur systrunum að tálga og beita smíðaverkfærunum og þú hafðir kennt bræðrum okk- ar áður. Við vorum alin upp við að það væru engin sérstök kven- manns- eða karlmannsverk á heimilinu, bara verkefni sem leyst voru í sameiningu og samvinnu. Þannig unnuð þið mamma alltaf og voruð samstiga. Þú varst mikill fjölskyldumað- ur og þér þótti ofur vænt um mömmu og fjölskyldu þína alla. Það fór aldrei framhjá neinum og það kom einnig svo vel fram í ljóð- um þínum og skrifum. Þú varst góður penni og hafðir skemmti- legan frásagnarstíl, bæði hnytt- Gísli Sigurjón Sigurðsson ✝ Gísli SigurjónSigurðsson húsasmíðameistari fæddist á Akranesi 4. nóvember 1934. Hann lést 23. apríl 2014 á Heilbrigðis- stofnun Vestur- lands á Akranesi. Útför Gísla fór fram frá Akranes- kirkju 14. maí 2014. inn og tilfinningarík- an. Ég er ótrúlega glöð yfir því að við skyldum ná að gefa út „Bergrúnir“, bók- ina ykkar mömmu. Hún er fjársjóður a.m.k. fyrir okkur systkinin og okkar afkomendur. Elsku pabbi, takk fyrir allt. Þín dóttir, Guðrún. Elsku besti afi minn. Ég trúi því ekki enn að þú sért farinn frá okkur og vil ekki trúa því. Elsku afi minn, ef þú bara vissir hversu mikið ég sakna þín. Ég vil þakka þér fyrir allar minningarnar í gegnum árin og þakka þér fyrir að vera ein af fyrirmyndum mín- um. Ein af uppáhaldsminningum mínum með þér var þegar þú spil- aðir oft lagið „Bíddu pabbi, bíddu mín“ fyrir okkur krakkana þegar þið amma áttuð heima á Hjarð- arholtinu. Ég get ennþá séð fyrir mér brosin á vörum ykkar ömmu þegar við Sylvía hlupum syngj- andi og dansandi út um allt þegar þetta lag var spilað. Þú varst góð- ur maður og hugsaðir vel um fjöl- skyldu og afkomendur þína. Sú ást sem þú barst til ömmu var ólýsandi og það gleður mig í sorg- inni að hugsa til þess að þið séuð sameinuð á ný og að Jón Elías hafi ykkur bæði hjá sér eftir langa bið. Eins sárt og það er fyrir okk- ur að hafa misst þig þá veit ég að það var enn sárara fyrir þig að vera ekki lengur hjá ömmu. Takk fyrir allt og ég elska þig, afi minn. Ég bið þig að knúsa ömmu frá mér því ykkar er sárt saknað og minning ykkar mun aldrei gleym- ast. Þín, Ragnheiður Eva Guðmundsdóttir. Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, "Senda inn minningargrein", valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/sendagrein Minningargreinar ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, HALLDÓRA Ó. GUÐLAUGSDÓTTIR, Skúlagötu 40, lést laugardaginn 10. maí á hjúkrunar- heimilinu Grund. Útförin fer fram í Fríkirkjunni í Reykjavík mánudaginn 19. maí kl. 15.00. Blóm og kransar afþakkaðir. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á líknarfélög. Arnbjörg Guðmundsdóttir, Ólafur J. Sigurðsson, Elín Guðmundsdóttir, Sigríður Guðmundsdóttir, Óli Valur Guðmundsson, Jan Ola Hjelte, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur hlýhug og samúð við andlát móður okkar, tengdamóður og ömmu, GEIRRÚNAR TÓMASDÓTTUR, Vestmannaeyjum, sem lést á Landspítalanum í Fossvogi þriðjudaginn 29. apríl. Sérstakar þakkir fær starfsfólk Heilbrigðisstofnunar Vestmannaeyja. Tómas Jóhannesson, Margrét Sigurgeirsdóttir, Lúðvík Jóhannesson, Ingibjörg Þorsteinsdóttir, Jóna Dís Kristjánsdóttir, Hlynur Jóhannesson, Aldís Björgvinsdóttir, Hjalti Jóhannesson, Þórdís Sigurðardóttir, Helga Jóhannesdóttir, Guðmundur Helgi Sigurðsson, Sæþór Jóhannesson, Svanhildur Hanna Freysteinsdóttir og barnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.