Morgunblaðið - 16.05.2014, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 16.05.2014, Blaðsíða 26
26 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. MAÍ 2014 Opnum á morgun Ný og endurbætt Opnum á morgun nýja, endur- bætta verslun á Laugavegi 13. Bjóðum upp á kaffi, kleinur og Svala í tilefni dagsins. Vertu velkomin! Villidýr á verði · tiger.is Sumarkort á 16.900.- Gildir til 1. sept. Stórhöfða 17 | Sími 577 5555 | veggsport.is Sumartilboð Komdu þér í gott form í sumar Persónulegt þjónusta og vinalegt umhverfi Atli Vigfússon Laxamýri Sauðburður stendur sem hæst og hafa sauðfjárbændur á Húsavík í nógu að snúast þessa dagana. Krakkarnir víkja ekki úr fjárhús- unum eftir að skóla lýkur á daginn. Það nóg að sjá og skemmtilegt fyrir þau að taka þátt í ævintýrinu sem svo margir hafa gaman af. Torfi Aðalsteinsson er frístunda- bóndi og félagi í Fjáreigendafélagi Húsavíkur. „Við erum aldir upp með kindum og höfum gaman af kindum. Þetta er frábær félags- skapur og það er mjög gefandi að vera í þessu,“ segir Torfi. Hann býr með nokkrar kindur í Lækjarbrekku á Húsavík ásamt föður sínum Aðalsteini Þórólfssyni og bróður sínum Trausta Aðal- steinssyni. Þá er Óskar Karlsson þarna einnig með kindur og í næstu húsum eru aðrir húsvískir fjár- bændur. Það er því ekki langt á milli manna og oft er farið í húsin hjá nágrönnunum og litið á lömbin og fleira sem gleður augað. Hafa byggt sér reykhús Fjáreigendafélag Húsavíkur hef- ur verið starfandi í áratugi, en nú eru þar yfir tuttugu frístundabænd- ur sem eru með kindur. Áherslur eru mismunandi í ræktuninni, en víða má sjá mjög fjölbreytta liti og vel aldar kindur. Hátíðisdagar eru nokkrir svo sem réttardagurinn og alltaf er fjöldi fólks á hrútasýningu sem haldin er á Mærudögum þ.e. bæjarhátíð Hús- víkinga. Torfi ólst upp í Stóru-Tungu í Bárðardal og er því öllu vanur. Undanfarið hefur hann unnið á Fil- ippseyjum við jarðboranir, en er í fríi heima í sauðburðinum. Hann segir að Aðalsteinn faðir sinn og Óskar Karlsson sjái mjög mikið um kindurnar yfir veturinn og séu alltaf komnir kl. hálfníu á morgnana í húsin. Þeir séu lengi í verkunum og mikið sé spjallað og síðan sé farið í kaffi og sagðar sögur. Þeir fara tvisvar á dag og seinna málið byrjar klukkan fjögur og þá er enn spjallað um kindurnar og fleira skemmti- legt. Torfi segir að þeir hafi allt til alls, góð fjárhús, kæligeymslu undir kjöt og svo hafa þeir félagar byggt sér reykhús svo þarna verður til indælis hangikjöt. Hann segir að þetta sé heilsubætandi áhugamál sem öll fjölskyldan tekur þátt í. Heilsubætandi áhugamál sem öll fjölskyldan tekur þátt í  Sauðfjárbændur á Húsavík hafa í nógu að snúast þessa dagana Morgunblaðið/Atli Vigfússon Falleg lömb Torfi Aðalsteinsson, frístundabóndi og kindakarl, ásamt syni sínum Gunnari Kjartani Torfa- syni og Hildi Önnu Brynjarsdóttur. Kindakarlar Óskar Karlsson, Torfi Aðalsteinsson og faðir hans Aðalsteinn Þórólfsson. Yfir tuttugu frístundabændur eru með kindur á Húsavík. Sauðfé Víða má sjá mjög fjölbreytta liti og vel aldar kindur. Einar K. Guðfinnsson, forseti Al- þingis, var í gær viðstaddur hátíðar- fund í norska Stórþinginu í tilefni 200 ára afmælis þingsins og stjórn- arskrár Noregs, sem samþykkt var á Eiðsvöllum 17. maí 1814. Einar var viðstaddur fundinn í boði Olemics Thommessens, forseta norska Stór- þingsins, og afhenti Einar gjöf frá Alþingi Íslendinga til norska Stór- þingsins í tilefni tímamótanna. Gjöf- in er endurgerður handritshluti Konungsbókar Grágásar á kálf- skinni sem varðveitir fyrsta samning Íslendinga við erlent ríkisvald; samninginn við Ólaf konung helga Haraldsson um gagnkvæm réttindi Íslendinga og Norðmanna í löndun- um tveimur. Endurgerð handritsins var í umsjón sérfræðinga, m.a frá Árnastofnun, skv. upplýsingum Al- þingis. Allir þingforsetar Norður- landa voru viðstaddir. Færði endurgerð handrits að gjöf Gjöfin afhent Olemic Thommessen, forseti Stórþingsins, og Einar K. Heilbrigðisstarfsmönnum verður heimilt að veita heilbrigðisþjónustu á eigin starfsstöð til 75 ára aldurs, með möguleika á framlengingu, í kjölfar breytinga á lögum um heil- brigðisstarfsmenn sem Alþingi sam- þykkti í fyrradag. Auk þessa endurheimta áfengis- og vímuefnaráðgjafar starfsheiti sitt með lagabreytingunni, að því er seg- ir í frétt á vef Velferðarráðuneyt- isins. Lögin öðlast gildi 1. júlí. Með lagabreytingunni hækka starfsaldursmörkin í 75 ár og verður heilbrigðisstarfsmönnum óheimilt að veita heilbrigðisþjónustu eftir þann aldur nema að fenginni undan- þágu frá Embætti landlæknis. Að uppfylltum skilyrðum getur fengist undanþága til allt að þriggja ára í fyrsta skipti en eftir það í eitt ár í senn. Starfsaldursmörkin hækkuð í 75 ár
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.