Morgunblaðið - 16.05.2014, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 16.05.2014, Blaðsíða 52
52 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. MAÍ 2014 Laugavegi 25, 101 Reykjavík. Sími 552-7499 | Hafnarstræti 99-101, 600 Akureyri. Sími 461-3006 www.ullarkistan.is Gæða ullarfatnaður á góðu verði Hlýr og notalegur í útivistina Nýja herralínan frá Barack Obama Bandaríkjaforseti vígði í gær safn um hryðjuverkaárás- irnar 11. september 2001 en það stendur í grunni tvíburaturnanna í New York. Á safningu er að finna tvær sýningar; In Memoriam, til minningar um fórnarlömb voðaverkanna, og Historica, þar sem gerð er grein fyrir at- burðum dagsins og eftirmálum þeirra. Meðal safngripa eru tröppur sem stóðu á Vesey Street en um þær fór fjöldi fólks þennan örlagaríka dag, á flótta úr brennandi turnunum. Safnið verður opnað almenningi 21. maí nk. AFP Til minningar um 9/11 Sagan varðveitt í grunni tvíburaturnanna Bangkok. AFP. | Yf- irmaður taílenska heraflans, hers- höfðinginn Pra- yut Chan-O-Cha, varaði við því í gær að herinn myndi ekki láta það viðgangast að ofbeldi og vopn- um væri beitt gegn almennum borgurum. Ummælin lét hann falla eftir að þrír létust og 23 særðust þeg- ar vopnaðir menn köstuðu hand- sprengjum og skutu á mannfjöldann í mótmælum stjórnarandstæðinga í Bangkok. Hershöfðinginn hótaði því að herinn myndi grípa til aðgerða til að stilla til friðar og koma á lögum og reglu en fylgismenn stjórnarinnar, svokallaðir rauðstakkar, hafa varað við því að valdarán hersins sé yfirvof- andi. Rauðstakkar hafa sömuleiðis sagt að borgarastyrjöld muni brjótast út ef stjórnarandstæðingar fá sínu framgengt en mótmælendur vilja að efri deild taílenska þingsins útnefni nýjan forsætisráðherra á grundvelli ákvæða stjórnarskrárinnar. Sitjandi forsætisráðherra, Niwatt- umrong Boonsongpaisan, sem var út- nefndur af stjórninni þegar Yingluck Shinawatra var vikið úr embætti vegna spillingar í síðustu viku, var tilneyddur að flýja í gær þegar mót- mælendur trufluðu fund ráðherra og yfirkjörstjórnar landsins. Kosninga- yfirvöld sögðu í samtali við AFP í gær að ómögulegt yrði að halda kosningar 20. júlín nk. líkt og til stóð vegna óróans í landinu en mögulega yrði efnt til kosninga í byrjun ágúst. Stjórnarandstæðingar hafa tekið yfir eina álmu stjórnarráðsbygging- arinnar í Bangkok, þar sem þeir halda blaðamannafundi til að sýna fram á að ríkisstjórnin sé óstjórnhæf. Þeir hafna því að efnt verði til kosn- inga fyrr en ákveðnum umbótum hef- ur verið komið í gegn en hafa þó ekki skilgreint nákvæmlega hverjar þær eiga að vera. Hótar inngripi hersins Niwattumrong Boonsongpaisan Sao Paulo. AFP | Víðtæk mótmæli fóru fram í Brasilíu í gær og vildu þátttakendur lýsa yfir óánægju sinni með há útgjöld vegna heimsmeist- aramótsins í knattspyrnu, sem hefst 12. júní. Sögðu fréttaskýrendur að mótmælin væru prófsteinn á örygg- isviðbúnað fyrir mótið. Yfirstandandi verkföll lögreglu og kennara og hótun um verkfall alrík- islögreglunnar hafa valdið áhyggj- um um að Brasilíumenn muni ekki ráða við að halda HM. 5.000 félagar í Hreyfingu heim- ilislausra verkamanna gengu í gær að leikvangi liðsins Corinthians í Sao Paulo þar sem fyrsti leikur mótsins milli Brasilíu og Króatíu fer fram og kveiktu í hjólbörðum. Brasilía hefur varið rúmlega 11 milljörðum dollara (tæplega 1.250 milljörðum króna) í undirbúning fyr- ir mótið. Mótmælendur segja að því fé hefði verið betur varið í að bæta grunnþjónustu á borð við almenn- ingssamgöngur, menntun, húsnæð- ismál og heilbrigðisþjónustu. Mótmælin í Sao Paulo í gær tepptu umferð og náðu bílaraðir allt að 150 km. Hreyfingar mótmælenda höfðu boðað til 50 mótmæla í 10 af þeim 12 borgum þar sem leikirnir fara fram. Alríkislögreglan sér um landa- mæraeftirlit og vegabréfaskoðun. Verkfall hennar skylli á um leið og búist er við 600 þúsund gestum á HM. Mótmæli í Brasil- íu vekja ugg  Óttast glundroða þegar heimsmeist- aramótið í knattspyrnu fer fram AFP Mótmæli Lögregla fylgist með mót- mælendum í Sao Paulo í gær. Mótmælendur hafa beint kröfum sínum til Dilmu Rousseff, forseta Brasilíu, sem sækist eftir endur- kjöri í kosningum í október. „Dilma, hvar er húsið okkar?“ kölluðu mótmælendur úr röðum Hreyfingar heimilislausra verka- manna í Sao Paulo í gær. Fyrir nokkrum árum var mikill uppgangur í Brasilíu og landið fyr- irmynd svokallaðra nýmarkaðs- landa. Nú hefur dregið úr hagvext- inum og stöðnun blasir við. Millistéttin stækkaði á tím- um velmeg- unarinnar, en nú býr hún við aukna skatt- byrði á meðan grunnþjónusta situr á hakanum í spilltu stjórn- kerfi. „Dilma, hvar er húsið okkar?“ ÞRÝST Á FORSETANN Dilma Rousseff Helmut Kohl, fyrrverandi kanslari Þýska- lands, hvatti í gær til frekari sameiningar Evrópu og sagði að Evrópa ætti að vera íbúum álfunnar hjart- ans mál. „Evrópa er framtíð okkar,“ sagði Kohl í viðtali við dagblaðið Bild. „Evrópa er örlög okkar. Evr- ópa er spurning um stríð og frið, með öllu sem það felur í sér, þar á meðal ekki bara frið heldur frelsi, velmegun og lýðræði.“ Kohl, sem er 84 ára, sagðist uggandi vegna ástandsins í Úkra- ínu og sagði mikilvægt að taka upp viðræður að nýju. Hann sagði reynsluna hafa kennt sér að það væri mögulegt, ef menn hefðu raunverulega vilja til þess. Kanslarinn fyrrverandi sagði enn fremur að hann vonaðist eftir sigri íhaldsflokkanna á Evrópu- þinginu og að vinur hans Jean- Claude Juncker yrði næsti forseti framkvæmdastjórnar Evrópusam- bandsins. Hann sagði brýnt að koma efnahagsmálum aðildarríkj- anna á réttan kjöl en því næst ætti að setja pólitískan samruna aftur á dagskrána. ÞÝSKALAND Hvetur til frekari samruna Evrópuríkjanna Helmut Kohl Skipstjórinn Lee Joon-seok og þrír áhafnarmeðlimir ferjunnar sem sökk undan ströndum Suður-Kóreu í apríl sl. voru í gær ákærðir fyrir manndráp. Að minnsta kosti 284 létust þegar ferjan fór á hliðina og sökk og eiga ákærðu yfir höfði sér dauðarefsingu ef þeir verða fundnir sekir. Ákærðu eru m.a. sakaðir um vítaverða vanrækslu, þar sem þeir aðhöfðust ekkert þrátt fyrir að hafa fengið leiðbeiningar um að aðstoða farþega við að komast frá borði og yfirgáfu skipið í einum af fyrstu björgunarbátunum sem komið var á flot. Ellefu aðrir áhafnarmeðlimir hafa verið ákærðir fyrir minni brot, þ.á m. fyrir að hafa yfirgefið skipið, en 20 er enn saknað. SUÐUR-KÓREA Skipstjóri ferjunnar og þrír áhafnar- meðlimir ákærðir fyrir manndráp Lee Joon-seok bjarg- að frá borði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.