Morgunblaðið - 16.05.2014, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - 16.05.2014, Blaðsíða 59
UMRÆÐAN 59 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. MAÍ 2014 Má ekki halda því fram með rökum að forvitni sé grunnur menntunar? Forvitnin hlýtur að vera það afl sem knýr einstakling- inn áfram til að svala fróðleiksfýsn sinni. Í ljósi þess ætti að vera keppikefli allra skóla að viðhalda og örva forvitni nemenda. Nýta sér hana til að nemandinn spyrji og leiti svara – mennti sig. Nú getum við spurt hvort skóla- kerfið sé sá heilsubrunnur sem fróðleiksþyrstir fái svalað þorsta sínum. Líklega eru fleiri en bréf- ritari er telja að svo sé alls ekki. Í raun er dapurlegt að sjá hvernig hin skapandi og forvitna sál barnsins er kæfð á ótrúlega skömmum tíma eftir að skólagang- an hefst. Hvað veldur? Fyrir því eru margar ástæður enda um að ræða flókið samspil margra þátta. Einn drjúgur þáttur þar í er örugglega kerfið sjálft. Öll eins? Menntakerfi okkar byggir í grunninn á skipulagi iðnaðarsam- félags þar sem leitað er eftir því að flokka fólk eftir fyrirfram gef- inni kunnáttu. Þeir sem ekki féllu/ falla að henni lenda utan kerfis – sum hver eftir mismiklar uppá- komur. Þannig má segja að list- greinar, verklegar og nýsköpun falli ekki að „kerfinu“ enda erfitt að mæla þær á hefðbundinn hátt. Samræmd próf og áherslur í skólastarfi byggja á normi sem býr fólk undir samfélag sem er og var en síður undir óljósa framtíð. Allt kerfi okkar er sniðið að þess- um markmiðum – kjarasamningar, próf, skólabyggingar o.s.frv. Og til þess notum við löngu úr sér gengna kennsluhætti. Við röðum í bekki eftir aldri fremur en þroska og hæfileikum, kennsluhættir gera ráð fyrir kennaranum sem mið- punkti kennslustundar. Bara heit- ið KENNSLUstund segir allt sem segja þarf og lýsir verknaðinum. Kennarinn er virkur megnið af tímanum og nem- endur eiga að þiggja fróðleiksmolana af borði hans. Væri ekki nær að tala um lær- dómsstund þar sem áherslan væri á nem- andanum fremur en kennaranum? Prófin valda kvíða Margar rannsóknir sýna að hræddur ein- staklingur eða kvíð- inn nýtur sín ekki til fulls. Of mikil orka hans rennur til að yfirvinna óttann. Samt sem áð- ur ríghöldum við í gamla próf- aformið. Við fyllumst ofurtrú á samræmdum prófum, Pisa-prófum og öðru slíku sem í raun gera lítið annað en að mæla afmarkaða færni við afmörkuð skilyrði. Verra er jafnvel að ofurtrú okkar á próf- um leiðir til þess að við látum þau stýra menntakerfinu í þágu hinnar dáðu normalkúrfu. Fróðlegt væri að vita hve margir einstaklingar hafa orðið fórnarlömb normalkúrf- unnar og hvað það hefur kostað samfélagið. Próf sem leið til að sanna kunnáttu er algjörlega á skjön við daglegt líf okkar. Á vinnustöðum, í fjölskyldum, fé- lagasamtökum og víðar talar fólk sig saman um viðfangsefni. Gagn- kvæm samskipti um málefni örvar hugsun og hugmyndir. Þannig vinnur fólk í daglegu lífi sínu. Skólakerfið í raun hafnar þeirri leið af ótta sínum við að fólk svindli eða í bjargleysi sínu til að komast að kunnáttu einstaklinga. Þannig má segja að með svipunni sem nefnist próf er kvíði fjöl- margra einstaklinga vakinn um leið og hafnað er möguleikanum á að maður verði manns gaman við úrlausn viðfangsefna. Um leið og herpist að nýsköpun meðal nem- enda, tækifærum þeirra til að njóta þess að skapa og skreyta þá herðist á prófalotum. Svo er auð- vitað ekkert rúm eða leið að prófa nýsköpun, listir eða annað sem fellur utan rammans. Hættum prófalotum! Fjölmargir hafa orðið til þess á liðnum árum að benda á einhverja af ofanrituðum þáttum. Í raun eru þeir færri sem hafa stigið fram til að verja gamla kerfið. Samt lifir það betra lífi en nokkru sinni. Löngu er orðið tímabært að stokka upp. Byrjum á að fella nið- ur hefðbundin próf og leyfum nemendum að sanna kunnáttu sína með aðferðum sem eru nær raun- veruleikanum. Hættum að láta kjarasamninga stjórna skólastarf- inu. Færum kennsluhætti að veru- leika nemendanna og þeirri ein- földu staðreynd að tæknin hefur opnað nýja leið til þekkingaröfl- unar. Notum hana og gefum kenn- urunum nýtt og spennandi hlut- verk í vendinámi og hlítarnámi þar sem nemandinn er hinn virki sem nýtur aðstoðar kennarans. Búum til óttalaust umhverfi þar sem hlutverk kennarans verður m.a. það að svara spurningum for- vitinna nemenda sinna í stað þess að kæfa þær. Þá hygg ég fleiri nemendur muni finna sig í skólum, starfsgleði þeirra muni vaxa í réttu hlutfalli við lifandi forvitni og sköpunargleði. Þar með værum við að leggja grunn að lifandi skóla. Drepur skólinn? Eftir Hjálmar Árnason » Í raun er dapurlegt að sjá hvernig hin skapandi og forvitna sál barnsins er kæfð á ótrú- lega skömmum tíma eft- ir að skólagangan hefst Hjálmar Árnason Höfundur er framkvæmdastjóri Keilis. - með morgunkaffinu Fyrirtæki og verslanir Sumarleikföng í úrvali www.danco.is Heildsöludreifing Fötur Sápukúlur Boltar 45cm boltar Flottir á trampólín Vatnsbyssur YooHoo Kútar VINNINGASKRÁ 2. útdráttur 15. maí 2014 345 10529 18017 27668 36474 46743 58345 71055 377 10691 18061 28026 37196 46809 59060 71397 720 10833 19023 28062 37221 47195 59170 71826 989 10921 19167 28565 37338 47749 60043 72117 998 11340 20042 28856 38183 48903 60546 72575 1101 11588 20347 29201 38873 48992 61513 73217 1345 11778 20755 29393 38920 49091 62170 73488 1474 11790 20764 29848 39196 49129 62420 73632 2542 12026 21125 29925 39413 49587 62593 74162 2971 12208 21634 30538 39761 49677 62617 74487 3375 12843 22253 30545 39798 50046 63104 74858 3509 13091 22368 30763 39867 50155 63198 75210 3655 13299 22484 31782 40771 50391 63572 75385 3674 13581 22530 32240 40921 50436 63773 75407 3744 13611 22566 32670 41191 50935 63974 75640 3859 13613 22936 32709 41304 51257 64426 76233 4346 13778 23732 33003 41456 51956 64785 77319 4400 13928 23931 33408 41470 53082 64832 77369 4471 14176 24026 33700 41902 53498 65884 77590 4774 14331 24036 33802 42042 53684 66574 77644 5079 14855 24067 34187 42121 53749 66744 77784 5712 15298 24324 34246 42594 53929 67584 78053 9081 15502 24730 34422 42639 54060 67636 78610 9389 15864 25286 34508 42862 54469 68051 78680 9631 16136 25780 34660 43139 55068 68237 79444 9977 16796 25831 34818 43296 55174 68382 79902 10010 17259 25991 35056 43895 55796 69089 10245 17346 26101 35070 44163 55939 69168 10394 17398 26123 35198 44465 56547 69208 10398 17579 26530 35275 44812 57015 69993 10427 17623 27174 35782 46437 57676 70130 10457 17719 27605 36248 46540 58149 70296 1085 10883 18717 29981 39843 51397 66633 73904 5449 10893 19858 30724 40654 55092 66878 74449 6085 11206 20628 31812 40742 56883 66997 76178 6289 11583 21620 32544 42428 56905 68436 76373 6868 11744 22901 32753 44087 57280 69018 76738 7551 12659 23388 33853 44343 57577 69992 77901 7978 13169 23944 35553 45151 57900 70191 77932 8038 14004 24152 35717 45485 58606 70352 78359 8106 14213 25054 35822 45556 59099 70984 79762 9548 15380 26949 37269 46603 60500 71712 9574 17262 28395 37626 49383 62558 72942 9752 17600 28924 38089 49668 63417 73006 10881 18451 29004 38121 51145 65402 73658 Næstu útdrættir fara fram 22. maí & 30. maí 2014 Heimasíða: www.das.is Vinningur Kr. 10.000 Kr. 20.000 (tvöfaldur) Vinningur Kr. 20.000 Kr. 40.000 (tvöfaldur) Vinningur Kr. 100.000 Kr. 200.000 (tvöfaldur) 11952 60701 67980 69291 Vinningur Kr. 50.000 Kr. 100.000 (tvöfaldur) 1301 5703 18146 31508 50896 69973 2072 10286 21091 37000 52184 77355 2839 11061 23538 38096 55197 78960 3525 13468 29964 38504 56273 79270 A ð a l v i n n i n g u r Kr. 2.000.000 Kr. 4.000.000 (tvöfaldur) 9 5 2 5 Móttaka aðsendra greina Morgunblaðið er vettvangur lifandi umræðu í landinu og birtir aðsendar grein- ar alla útgáfudaga. Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Kerfið er auðvelt í notkun og tryggir öryggi í sam- skiptum milli starfsfólks Morgunblaðsins og höfunda. Morgunblaðið birtir ekki greinar sem einnig eru sendar á aðra miðla. Að senda grein Kerfið er aðgengilegt undir Morgunblaðslógóinu efst í hægra horni forsíðu mbl.is. Þegar smellt er á lógóið birtist felligluggi þar sem liðurinn "Senda inn grein" er valinn. Í fyrsta skipti sem innsendikerfið er notað þarf notandinn að nýskrá sig inn í kerfið. Ítarlegar leiðbeiningar fylgja hverju þrepi í skráningarferlinu. Eftir að viðkomandi hefur skráð sig sem notanda í kerfið er nóg að slá inn kennitölu notanda og lykilorð til að opna svæðið. Hægt er að senda greinar allan sólar- hringinn. Nánari upplýsingar veitir starfsfólk Morgunblaðsins alla virka daga í síma 569-1100 frá kl. 8-18.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.