Morgunblaðið - 16.05.2014, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 16.05.2014, Blaðsíða 16
16 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. MAÍ 2014 Verslunarhúsið á Kópaskeri er til leigu undir rekstur dagvöruverslunar. Í húsinu eru til staðar kælar, hillurekkar og ýmiss annar búnaður sem þarf til rekstrar slíkrar verslunar. Húsnæðið er rúmgott og gefur möguleika á að setja upp veitingasölu samhliða verslunarrekstri. Fyrir liggur ítarleg greining og rekstraráætlun fyrir slíka verslun, sem m.a. er byggð á eldri gögnum um rekstur í þessu húsi. Fleira er hagstætt við að hefja reksturinn og byrjunin auðveldari en margan gæti grunað. Allar nánari upplýsingar fást hjá eftirtöldum: Jón Grímsson: 894-0033 Sigurlína Jóhanna Jóhannesdóttir: 465-2169 Atvinnuþróunarfélag Þingeyinga, Reinhard Reynisson: 464-0418 Verslunarhúsið á Kópaskeri e.h.f. Spennandi tækifæri fyrir duglegan einstakling eða fjölskyldu - góðar forsendur fyrir rekstri Atvinnutækifæri á Kópaskeri Viltu fara í eigin rekstur? Guðni Einarsson gudni@mbl.is Óvenjumikill snjór er í Oddsskarði á skíðasvæði Skíðamiðstöðvar Austur- lands. Bæjarráð Fjarðabyggðar hef- ur samþykkt að svæðið verði opið um helgar fram eftir júní. Dagfinnur Ómarsson, forstöðumaður skíða- svæðisins, taldi að svæðið gæti orðið opið út júní og jafnvel lengur. Hann man ekki til þess að svæðið hafi áður verið opið svo lengi. „Snjódýptin nú er sú mesta sem við munum eftir,“ sagði Dagfinnur. Snjódýptin er um þremur metrum meiri en venjulega á þessum árstíma. Hann sagði að menn myndu nokkuð glöggt eftir snjóalögum í Oddsskarði allt aftur til ársins 1958 og snjórinn hefði líklega aldrei verið meiri en hann væri nú. Skíðasvæðið teygir sig frá 500 metrum og upp í 840 metra yfir sjávarmáli. Snjódýptin efst er nú 6-7 metrar en 4-5 metrar neðst. Erfiðlega hefur gengið að halda skíðasvæðinu opnu í vetur vegna veð- urs. Rekstur Skíðamiðstöðvarinnar hefur snúist um að halda svæðinu opnu. Á þremur vikum í vetur þurfti t.d. að ryðja burt um 70 þúsund rúm- metrum af snjó. Opið verður um helgar Opið verður um helgar, föstudag til sunnudags svo lengi sem opið verður í sumar. Aðsóknin hefur verið ágæt. Nú í maí hafa gjarnan komið 150-200 manns á dag á skíði. Sumir koma langt að, eins og t.d. frá Horna- firði. Stefnt er að því að halda fjalla- skíðahátíð um sjómannadagshelgina, fyrstu helgina í júní. Þá er von á gest- um af höfuðborgarsvæðinu og víðar að, að sögn Dagfinns. Sjö starfsmenn vinna á skíðasvæðinu þegar það er opið en fastir starfsmenn allt árið eru tveir. Undirbúningshópur fer nú yfir áform um frekari uppbyggingu á skíðasvæðinu. Von er á nýjum snjó- troðara í janúar á næsta ári. „Það er allt á uppleið í olíubænum Fjarða- byggð,“ sagði Dagfinnur. Skíðasvæðið verður opið út júní  Gríðarmikill snjór í Oddsskarði og snjódýptin sú mesta í manna minnum  Ákveðið var að fram- lengja þann tíma sem svæðið verður opið fram á sumar  150-200 manns hafa komið á dag á skíði Skíðamiðstöð Austurlands Skíðasvæðið er stundum kallað Austfirsku alparnir. Á góðum dögum iðar þar allt af skíðafólki á öllum aldri. Ljósmyndir/Fjarðabyggð Oddsskarð Svæðið þykir eitt besta skíðasvæði landsins. Fjallið myndar skál þar sem eru margar skemmtilegar skíðaleiðir. Aðstæður eru þannig að sólbráð verður ekki of mikil á sólríkum dögum. Unnið er að hugmyndum um framtíðarskipan svæðisins með tilliti til skíðaiðkunar og ferðaþjónustu. Vinsælt skíðasvæði Fólk kemur víða að til að fara á skíði í Oddsskarði. Jafnvel alla leið frá Hornafirði, sem er 2-3 klukkustunda akstur hvora leið. Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Evrópusambandið er ákveðið í því að halda virkni samningsins um Evr- ópska efnahagssvæðið. Þetta kom fram í máli Michael Barnier, sem fer með málefni inni markaðarins í framkvæmdastjórn Evrópusam- bandsins, á fundi hans með Gunnari Braga Sveinssyni utanríkisráðherra í fyrradag, samkvæmt upplýsingum utanríkisráðuneytisins. Barnier sagðist á fundinum með Gunnari Braga skilja stöðu Íslands vegna gjaldeyrishaftanna og vonast til þess að úr þeim leystist sem fyrst, að því er fram kemur í fréttatilkynn- ingu utanríkisráðuneytisins um fund Barniers og Gunnars Braga. Einnig kom fram að Evrópusam- bandið væri tilbúið til samstarfs um lausn gjaldeyrishaftanna innan EES-samningsins. „Samstarf ESB og EES-ríkjanna um innri markað og framkvæmd EES-samningsins er mikilvægt fyrir okkur öll. Í 20 ár hefur samningur- inn verið okkur farsæll og einfaldað viðskipti innan Evrópusambandsins og Evrópska efnahagssvæðisins,“ er haft eftir Gunnari Braga eftir fund- inn í tilkynningu ráðuneytisins. Utanríkisráðherra fundaði einnig með Kristni Árnasyni framkvæmda- stjóra Fríverslunarsamtaka Evrópu, EFTA, þar sem rætt var um stöðu fríverslunarsamninga hjá samtökun- um. „Einnig fundaði Gunnar Bragi með Stine Andresen, framkvæmda- stjóra uppbyggingarsjóðs EFTA. Kom fram mikil ánægja með verk- efni sem Íslendingar hafa unnið að og þá sérstaklega mennta- og rann- sóknastofnanir sem hafa tekið virk- an þátt í starfi sjóðsins,“ segir enn- fremur í fréttatilkynningu utanríkis- ráðuneytisins í gær. Viðræður Gunnar Bragi Sveinsson og Michel Barnier ræddu um EES. ESB ákveðið í að halda virkni EES  Tilbúið til samstarfs um lausn haftanna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.