Morgunblaðið - 16.05.2014, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 16.05.2014, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. MAÍ 2014 Aðalfundur Haga hf. 5. júní 2014 Aðalfundur Haga hf., kt. 670203-2120, verður haldinn fimmtudaginn 5. júní 2014 og hefst hann kl. 09:00 áHilton Reykjavík Nordica, Suðurlandsbraut 2 í Reykjavík. Dagskrá fundarins: 1. Skýrsla stjórnar félagsins um starfsemina á liðnu starfsári. 2. Ársreikningur félagsins fyrir liðið starfsár, ásamt skýrslu endurskoðanda, lagður fram til samÞykktar. 3. Ákvörðun um ráðstöfun hagnaðar félagsins á reikningsárinu 2013/14. 4. Tillaga að breytingu á samÞykktum félagsins. • Grein 2.1 um hlutafé félagsins verði breytt Þar sem hlutafé verði lækkað úr kr. 1.217.585.840 að nafnverði í kr. 1.171.502.190 að nafnverði og eigin hlutafé, að nafnvirði kr. 46.083.650, Þannig eytt. 5. Ákvörðun um Þóknun til stjórnarmanna. 6. Tillögur stjórnar um starfskjarastefnu. 7. Kosning stjórnar félagsins og endurskoðanda. 8. Umræður og atkvæðagreiðslur um önnur málefni sem löglega eru upp borin. Ársreikning og önnur gögn, ásamt upplýsingum um póstatkvæðagreiðslu, rétt hluthafa til að bera fram tillögur og framboð til stjórnar er að finna á vefsíðu félagsins, http://www.hagar.is/hluthafaupplysingar/adalfundur-/ Stjórn félagsins vill einnig árétta að forsvarsmenn hluthafa sem sækja fundinn, Þ.e. forsvarsmenn fyrirtækja, lífeyrissjóða, fjárfestingasjóða, einstaklinga og annarra hluthafa ber að skila umboði við skráningu inn á fundinn. Einnig verða einstaklingar beðnir um að framvísa persónuskilríkjum. Stjórn Haga hf. Málflutningur Guðmundar Stein-grímssonar er ágætt dæmi um hvernig samfylkingarmenn allra flokka tala um Evrópusambands- mál. Í viðtali við mbl.is sagðist hann vonast til að stjórn- armeirihlutinn hefði lært það af ESB- málinu að það verði „að tala betur sam- an“ og að það sé „ekkert hægt að hleypa þingstörfum svona upp“.    Þá sagði hann að það sé „alvegsáttafarvegur“ í ESB-málinu og að þar sem þetta sé deilumál þá verði það að fara í sáttafarveginn.    Vandinn er þó sá að „sáttin“ semsamfylkingarmennirnir bjóða er engin sátt heldur krafa um að aðrir sætti sig við að samfylking- arsjónarmiðin ráði þó að þau hafi orðið undir í síðustu þingkosn- ingum.    Þetta er svo sem ekki nýtt því aðsama krafa var uppi eftir kosn- ingarnar 2009. Þá urðu samfylking- arsjónarmiðin um ESB-aðild líka undir en þeir sem urðu ofan á voru knúnir inn á sáttafarveginn til Brussel og eru þar enn.    Þá var aðild barin í gegnum þing-ið undirbúnings- og umræðu- laust og þá töluðu samfylkingar- menn ekki um að ríkisstjórnin yrði að bæta samtalstæknina eða hleypa þingstörfum ekki upp.    Nú er búið að ræða málið í þaulaog skrifa skýrslur en þá er tal- að um skort á umræðum og upp- hlaup.    Og þeir stjórnarliðar eru til semtelja ástæðu til að láta svona rökleysu ráða ferðinni. Guðmundur Steingrímsson Rökleysur Evrópu- sambandssinna STAKSTEINAR Veður víða um heim 15.5., kl. 18.00 Reykjavík 8 skúrir Bolungarvík 5 skýjað Akureyri 9 skýjað Nuuk 2 skýjað Þórshöfn 10 þoka Ósló 11 skýjað Kaupmannahöfn 15 léttskýjað Stokkhólmur 12 heiðskírt Helsinki 11 heiðskírt Lúxemborg 11 skýjað Brussel 15 léttskýjað Dublin 17 skýjað Glasgow 17 léttskýjað London 18 heiðskírt París 16 heiðskírt Amsterdam 15 léttskýjað Hamborg 13 skýjað Berlín 16 léttskýjað Vín 10 skúrir Moskva 18 heiðskírt Algarve 22 heiðskírt Madríd 27 heiðskírt Barcelona 20 léttskýjað Mallorca 22 léttskýjað Róm 13 skúrir Aþena 21 léttskýjað Winnipeg 7 léttskýjað Montreal 25 léttskýjað New York 17 skúrir Chicago 7 alskýjað Orlando 29 léttskýjað Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 16. maí Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 4:09 22:40 ÍSAFJÖRÐUR 3:48 23:11 SIGLUFJÖRÐUR 3:30 22:55 DJÚPIVOGUR 3:33 22:16 Hæstiréttur stað- festi í gær sak- fellingu yfir Woj- ciech Marcin Sadowski sem ákærður var fyrir frelsissviptingu, nauðgun og sér- staklega hættu- lega líkamsárás gagnvart ástr- alskri konu í Reykjavík í apríl í fyrra. Hann var dæmdur í fimm ára fangelsi og til að greiða konunni 3.176.114 krónur í bætur. Ríkissaksóknari ákærði manninn þann 2. júlí síðastliðinn fyrir frelsis- sviptingu með því að halda konunni nauðugri í húsnæði Vídeóhallarinnar að Lágmúla í Reykjavík í 30 til 40 mínútur. Allan þann tíma beitti hann hana líkamlegu og kynferðislegu of- beldi, veitti henni mörg högg og sparkaði m.a. í höfuð hennar og and- lit. Í dómi Hæstaréttar segir að frelsisskerðingin hafi verið alvarleg og „aðstæður brotaþola ógnvæn- legar enda átti ákærði alls kostar við hana í átökum þeirra“ eins og segir í dómnum. Sadowski hleypti konunni ekki út þrátt fyrir að hún bæði hann um það. Þá kemur fram að hún hafi reynt að komast út úr húsnæðinu, sem var læst, m.a. með því að brjóta gler í útidyrahurð. Eftir að hún beit í kyn- færi hans jókst ofbeldi hans til muna. Konan var á Íslandi í tveggja daga helgarferð og þáði far hjá Sadowski. Í stað þess að fara með hana á Kex Hostel þar sem hún gisti ók Sa- dowski sem leið lá að húsnæði Vídeóhallarinnar í Lágmúla. Hús- næðið stóð autt. Sökum ókunnug- leika átti konan erfitt með að segja hvar árásin hefði átt sér stað, en í ökuferð með lögreglunni tók hún eft- ir brotnu rúðunni. Haft var uppi á eiganda húsnæðisins sem benti á Sa- dowski. Fimm ára fangelsi fyrir nauðgun Dómur Hús Hæstaréttar. Aukablað um bíla fylgir Morgunblaðinu alla þriðjudaga
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.