Morgunblaðið - 16.05.2014, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 16.05.2014, Blaðsíða 24
24 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. MAÍ 2014 Skútuvogi 8 • 104 Reykjavík • Sími 567 6700 • www.vakahf.is Dekkjasala og þjónusta Bifreiða- verkstæði Varahlutir Bifreiða- flutningar Endurvinnsla bifreiða VIÐTAL Baldur Arnarson baldura@mbl.is Nýjum og auðum íbúðum í Reykja- nesbæ er farið að fækka verulega, m.a. vegna aðflutnings fólks frá höfuðborgarsvæðinu. Atvinnuhorfur eru að glæðast og um áramótin má ætla að at- vinnuleysi á svæðinu verði farið að nálgast landsmeðaltalið. Að sögn Árna Sigfússonar, bæjarstjóra Reykjanesbæjar, á hátt fast- eignaverð á höfuðborgarsvæðinu þátt í þessari þróun. Velta á leigu- markaði þar er einnig að aukast, eins og sýnt er á grafi hér á síð- unni. „Hækkun fasteignaverðs hef- ur þau áhrif að fólk leitar hingað og það er vinnandi fólk sem sækir í nýbyggingarsvæðin. Það sem af er ári hefur íbúafjölgunin fyrst og fremst orðið í nýju hverfunum í Innri-Njarðvík. Það eru komnir yfir 14.650 íbúar í Reykjanesbæ. Fyrsta maí sl. vantaði tvo íbúa upp á að við værum búin að fylla þann fjölda sem við áætluðum að yrði í lok árs 2014. Það er mjög mikil fjölgun. Sú fjölgun á sér nær öll stað í nýju hverfunum í Innri-Njarðvík. Þarna er um að ræða autt húsnæði sem fólk hefur flutt inn í,“ segir Árni en samkvæmt upplýsingum Hagstofu Íslands bjuggu 14.527 í Reykja- nesbæ 1. janúar sl. Vinna á höfuðborgarsvæðinu Árni segir líka mörg dæmi um að ungt fólk kaupi gömul hús í eldri hverfum, geri þau upp og flytji inn. „Þar eru á ferð einstaklingar, eða fjölskyldur, sem hafa störf á höfuð- borgarsvæðinu, en sjá færi á að kaupa hér húsnæði á hentugum tíma og setja upp sitt heimili í barn- vænu umhverfi, jafnvel þótt önnur fyrirvinnan sé gjarnan enn að störf- um á höfuðborgarsvæðinu. Það er þróunin. Fjöldi íbúa í Ásbrú er hins vegar nær 2.000 og hefur verið svipaður síðustu tvö ár. Þar af er langstærsti hlutinn námsmenn. Þar eru nú lausar um eitt þúsund íbúðir en þær eru ekki allar tilbúnar. Það þarf að taka út amerískt rafmagn, eins og sagt er, og gera smávægi- legar lagfæringar. Þær munu því koma hægar inn. Þetta er hugsað sem hverfi fyrir námsmenn. Þá hef- ur svæðið verið opnað fyrir ferða- þjónustuna. Fjögur fyrirtæki hafa keypt blokkir og breytt þeim í gisti- rými.“ Rúm fyrir þúsund íbúa Árni áætlar aðspurður að enn sé rúm fyrir um þúsund íbúa í Reykja- nesbæ, án þess að til þurfi að koma nýbyggingar. „Innviðirnir eru enn mjög sterkir og það er vel hægt að taka við hátt í þúsund íbúum í Innri-Njarðvík.“ Að sögn Vinnumálastofnunar voru 788 manns atvinnulausir á landinu í mars og atvinnuleysið 7,5%. Landsmeðaltalið, samkvæmt sömu skilgreiningu, var þá 4,5%. Árni áætlar aðspurður að um næstu áramót verði atvinnuleysi í Reykjanesbæ á svipuðu róli og landsmeðaltalið. Margt sé í píp- unum. Til dæmis sé áætlað að stækkun Keflavíkurflugvallar muni skapa 100 störf. Kísilver sé að fara af stað með framkvæmdir, gagna- ver Verne sé að stækka og Advania að byggja nýtt gagnaver á Fitjum. Þá muni t.d. þörungaverksmiðja Algalífs á Ásbrú og Stolt Seafarm uppskera á næstu mánuðum. Draugahverfin eru að fyllast af fólki  Verulega er farið að ganga á autt íbúðarhúsnæði á Suðurnesjum  Bæjarstjóri Reykjanesbæjar segir íbúafjölgunina mesta í Innri-Njarðvík  Margir nýju íbúanna vinna á höfuðborgarsvæðinu 140 120 100 80 60 40 20 0 2009 (samt. 324) 2011 (samt. 301) 2013 (samt. 393) 2010 (samt. 337) 2012 (samt. 340) 2014 (samt. 468) Heimild: Fasteignaskrá Janúar Febrúar Mars Apríl 98 75 82 69 94 71 98 74 81 62 85 73 91 9 3 93 63 10 2 93 1 0 1 97 13 9 92 10 3 Aukning milli ára: 4,0% 13,0% 15,6% 19,1%-10,7% 13 4 Þinglýstir leigusamningar um íbúðarhúsnæði á Suðurnesjum Tímabilið 1.1. til 30.4. árin 2013 og 2014 Ljósmynd/Hilmar Bragi Nýir íbúar Fjölbýlishús í Innri-Njarðvík. Íbúar á höfuðborgarsvæðinu sjá kauptækifæri í Reykjanesbæ. Árni Sigfússon Veltan að aukast » Samkvæmt Fasteignaskrá var velta kaupsamninga vegna fasteigna á Suðurnesjum 8,07 milljarðar í fyrra, 7,44 ma. 2012, 4,53 ma. 2011 og 6,52 ma. árið 2010 og 6,46 ma. 2009, á verðlagi hvers árs. Sævar Pétursson, rekstrarverk- fræðingur og framkvæmdastjóri Eignamiðlunar Suðurnesja, segir söluna tekna að glæðast. Hann hefur selt fasteignir á svæðinu í 15 ár og greinir sömu þróun á mark- aðnum og árið 2007. „Það var mjög rólegt á mark- aðnum fyrir þann tíma, en upp úr 2007 byrjaði hann að lifna við. Þetta er það sama og er að gerast nú á Suðurnesjum. Íbúðaverð fór þá mikið upp í Reykjavík og það varð of dýrt að búa þar fyrir marga. Það hjálpaði dálítið að bensínið var þá ódýrara. Fólki fannst ekkert mál að aka þessa vegalengd, nú er fólk farið að aka á sparneytnari bílum og bensínið er ekki lengur jafnstór lið- ur í rekstri heimilanna og var eftir hrun,“ segir Sævar um þróunina. Hann segir fólk úr öllum stéttum leita að húsnæði suður með sjó, þar með talið eldra fólk ásamt fjöl- skyldum og einstaklingum sem eru að leita eftir „skynsömum kaupum“. „Suðurnesin eru í um 20 mínútna akstursvegalengd frá höfuðborgar- svæðinu og hafa upp á alla grunn- þjónustu að bjóða og myndi ég telja hana nánari og persónulegri en í stóru samfélagi. Verðið hjá okkur er lágt og það á þátt í að fólk ákveður að flytjast hingað. Við erum að fá fólk af höfuðborgarsvæðinu sem er að stækka við sig. Það hefur selt sínar eignir og vill losa sig út úr skuldum. Dæmi er ungt par sem seldi þriggja herberbergja íbúð í Reykja- vík. Það þurfti eitt herbergi í viðbót en átti ekki möguleika á að kaupa fjögurra herbergja íbúð í Reykjavík. Þau gátu fengið góða eign í Reykja- nesbæ sem hentaði þeim á sama verði og íbúðin sem þau seldu.“ Fermetraverðið „mjög lágt“ Að sögn Sævars er fermetraverð á Suðurnesjum enn „mjög lágt“. „Í því liggja mikil tækifæri því verðið á eftir að hækka hér þegar eftirspurnin eykst. Meðaltalið er frá 160 til 170 þús. kr. en hærra ef hús- næðið er nýtt. Þá nálgast meðal- verðið 180-190 þús kr. Það fer aldrei yfir það, nema þegar um er að ræða nýbyggingu. Leiguverð er líka lágt á Suðurnesjum, að jafnaði um þúsund krónur á fermetra.“ baldura@mbl.is Sama þróunin á markaði og 2007  Fasteignasali segir Reykjavík of dýra Sævar Pétursson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.