Morgunblaðið - 16.05.2014, Blaðsíða 61

Morgunblaðið - 16.05.2014, Blaðsíða 61
UMRÆÐAN 61 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. MAÍ 2014 Greiðsluáskorun Innheimtumenn ríkissjóðs skora hér með á gjaldendur eftirtalinna gjalda að gera skil nú þegar eða í síðasta lagi innan 15 daga frá dagsetningu áskorunar þessarar: Gjöldin eru: Staðgreiðsla tekjuskatts, útsvars og tryggingagjalds sem fallið hefur í eindaga til og með 15. maí 2014, virðisaukaskattur sem fallið hefur í eindaga til og með 5. maí 2014 og önnur gjaldfallin álögð gjöld og ógreiddar hækkanir er fallið hafa í eindaga til og með 15. maí 2014, á staðgreiðslu tekjuskatts, útsvars og tryggingagjalds, virðisaukaskatti, virðisaukaskatti í tolli, vanskilum launagreiðenda á gjöldum í og utan staðgreiðslu, fjármagnstekjuskatti á skilaskylda aðila, áfengisgjaldi, launaskatti, bifreiðagjaldi, úrvinnslugjaldi, olíugjaldi, kílómetragjaldi, gistináttaskatti, fjársýsluskatti, viðbótar- og aukaálagningu söluskatts vegna fyrri tímabila, skráningargjaldi vegna lögskráningar sjómanna, vinnueftirlitsgjaldi, vörugjaldi af innlendri framleiðslu, vörugjaldi af ökutækjum, eftirlitsgjöldum, aðflutningsgjöldum, skilagjaldi á umbúðir, fasteignagjöldum, skipulagsgjaldi, skipagjöldum, fisksjúkdómagjaldi, jarðarafgjaldi, sektum skattrannsóknarstjóra, ofgreiddri uppbót á eftirlaun, eftirlitsgjaldi Fjármálaeftirlitsins, árgjaldi handhafa markaðsleyfis og álögðum þing- og sveitarsjóðsgjöldum, sem eru: Tekjuskattur og útsvar ásamt verðbótum á ógreiddan tekjuskatt og útsvar, sérstakur tekjuskattur manna, eignarskattur, sérstakur eignarskattur, fjármagnstekjuskattur, slysatryggingagjald vegna heimilisstarfa, tryggingagjald, búnaðargjald, iðnlánasjóðs- og iðnaðarmálagjald, markaðsgjald, gjald í framkvæmdasjóð aldraðra og skattur af verslunar- og skrifstofuhúsnæði, ofgreiddar barnabætur, ofgreiddar vaxtabætur og útvarpsgjald. Fjárnáms verður krafist án frekari fyrirvara að þeim tíma liðnum fyrir vangoldnum eftirstöðvum gjaldanna ásamt dráttarvöxtum og öllum kostnaði, sem af innheimtu skuldarinnar kann að leiða, á kostnað gjaldenda. Athygli skal vakin á því að auk óþæginda hefur fjárnám í för með sér verulegan kostnað fyrir gjaldanda. Fjárnámsgjald í ríkissjóð er allt að 19.100 kr. fyrir hvert fjárnám. Þinglýsingargjald er 2.000 kr. auk útlagðs kostnaðar eftir atvikum. Eru gjaldendur hvattir til að gera full skil sem fyrst til að forðast óþægindi og kostnað. Þá mega þeir gjaldendur, sem skulda staðgreiðslu, staðgreiðslu tryggingagjalds, vörugjald, afdreginn fjármagnstekjuskatt, áfengisgjald og virðisaukaskatt, búast við því að starfsemi þeirra verði stöðvuð án frekari fyrirvara, þeir gjaldendur er skulda bifreiðagjöld og þungaskatt mega eiga von á að skráningarnúmer verði tekin af ökutækjum þeirra án frekari fyrirvara og þeir gjaldendur sem skulda gjöld þar sem lögveð fylgir mega búast við að send verði út sérstök greiðsluáskorun fyrir gjaldföllnum kröfum. Greiðsluáskorunin hefur ekki áhrif á þessi innheimtuúrræði þannig að fyrrgreindur 15 daga frestur frá dagsetningu áskorunar þessarar gildir ekki í þessum tilvikum. Reykjavík, 16. maí 2014 Tollstjóri Sýslumaðurinn í Kópavogi Sýslumaðurinn í Hafnarfirði Sýslumaðurinn í Keflavík Sýslumaðurinn á Akranesi Sýslumaðurinn í Borgarnesi Sýslumaðurinn í Stykkishólmi Sýslumaðurinn í Búðardal Sýslumaðurinn á Ísafirði Sýslumaðurinn í Bolungarvík Sýslumaðurinn á Patreksfirði Sýslumaðurinn á Hólmavík Sýslumaðurinn á Siglufirði Sýslumaðurinn á Sauðárkróki Sýslumaðurinn á Blönduósi Sýslumaðurinn á Akureyri Sýslumaðurinn á Húsavík Sýslumaðurinn á Seyðisfirði Sýslumaðurinn á Eskifirði Sýslumaðurinn á Höfn Sýslumaðurinn í Vestmannaeyjum Sýslumaðurinn á Selfossi Sýslumaðurinn í Vík Sýslumaðurinn á Hvolsvelli Reykjavíkurborg þarf að hrista af sér slenið. Við þurfum miklu skýrari stefnu og markvissari að- gerðir til að fólk sjái ástæðu til að búa áfram í borginni. Upp hefur safnast gríðar- legur velferðarvandi og vinnandi fólki fjölgar ekki í Reykja- vík eins og í ná- grannasveitarfélögunum. Í borgina vantar fleiri og jafnframt verð- mætari störf og forsenda þess er að hér búi fólk sem hefur þekk- ingu og hæfileika til að drífa áfram öflugan vinnumarkað. Nauðsynlegt er að beina sjónum að þessum hlutum, ef ekki á illa að fara. Gagnrýna má margt. Við eigum ekki að sætta okkur við að námsárangur barna hér sé lakari ár- angri jafnaldranna í öðrum löndum. Það er merkilegt að fylgjast með borgarfulltrúum meirihlutans hamla gegn breytingum og skýla sér á bak við það, að börnum líði vel í skólunum. Auðvitað er gott að börnum líði vel en það er engin ástæða til að telja að ekki sé líka hægt að ná ásættanlegum árangri. Þegar skólakerfið stenst ekki samkeppni erum við illa stödd. Samkeppn- ishæfi þjóðarinnar allrar stendur og fellur með því. Huga þarf að því að í borginni sé frjór jarðvegur fyrir atvinnu- lífið. Sérstaklega þarf svo að huga að því hvernig borgaryfirvöld geta auðveldað frumkvöðlum eða nýjum fyrirtækjum að koma sér fyrir og hefja rekstur. Einfalda verður samskiptaleiðir við borgina og for- gangsraða málum þannig að íbúar þurfi ekki að standa í biðröð og ei- lífu stappi til að fá niðurstöðu í einföldum afgreiðslumálum. Stund- um virðast hlutirnir vera orðnir allt of flóknir og að stjórnkerfið standi í vegi fyrir umbótum. Það sem aðgreinir frambjóð- endur sjálfstæðismanna í borginni skýrt frá öðrum framboðum er að við viljum að fólk hafi athafnafrelsi á sem flestum sviðum. Hinir flokk- arnir leggja allir áherslu á að grunnþjónustan þurfi í öllum til- fellum að vera á vegum borg- arinnar og enginn geti rekið þá þjónustu nema borgarstarfsmenn. Þarfir viðskiptavinarins eru ekki í forgangi af því að samkeppnin um þjónustuna er engin. Viðskiptavin- urinn á engra kosta völ og verður að bíða eftir að honum sé sinnt. Þetta ástand má bæta með meiri samkeppni. Góð hugmynd er að gefa hæfu fólki tækifæri til að spreyta sig á rekstri grunnþjónustu. Hægt er að gera slíkt með samningum eins og ríkið hefur gert með afar góðum árangri í heilsugæslunni. Um leið gefst tækifæri til að innleiða nýja nálgun í rekstur þjónustunnar og viðskiptavinurinn verður aðalatriði. Þetta á við um velferð sem og menntun. Ungt fólk með reynslu af slíku fyrirkomulagi erlendis, t.d. annars staðar á Norðurlöndum, kallar eftir því að við hefjum slíkt breytingarferli hér. Og þetta skap- ar tækifæri og mun leiða af sér meiri nýsköpun. Skapa þarf umhverfi sem fær fólk til að vilja setjast að. Við njót- um öll kraftsins sem slíkir ein- staklingar bera með sér. Und- anfarin ár hefur Reykjavík verið að dragast aftur úr. Í stað þess að vera kraftmikil og skapandi er hún þreytt og þung. Stöðnun og hnign- un er á næsta leiti. Afar mikilvægt er að á næsta kjörtímabili komist að ný sjónarmið og breytt vinnu- brögð í Reykjavík. Þannig stönd- um við vörð um velferðina og bæt- um lífsgæðin í framtíðinni. Hristum af okkur slenið, Reykvík- ingar. Reykvíkingar, hristum af okkur slenið Eftir Áslaugu Mar- íu Friðriksdóttur » Afar mikilvægt er að á næsta kjörtímabili komist að ný sjónarmið og breytt vinnubrögð í Reykjavík. Áslaug María Friðriksdóttir Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Vesturbærinn í Reykjavík er heillandi borgarhluti, misgam- alla en heilsteyptra íbúðahverfa og rótgró- ins mannlífs. Hann á sér langa og fjölbreytta sögu og þar má ljóslega lesa reykvíska bygging- arsögu, allt frá elstu húsunum við Vest- urgötu frá því á 19. öld, og fikra sig til nútímans, upp Stýri- mannastíginn, yfir Landakotshæðina og suður á Haga og Ægisíðu. Nýtt aðalskipulag Reykjavíkur og útfærslur þess í nýlegum hugmyndum að hverfaskipulagi, eru alvarleg ögrun við mörg íbúðahverfi þessa borg- arhluta, sérkenni þeirra og yfirbragð. Þrenging – ekki þétting Innan skamms eiga að rísa drunga- legir íbúðakassar við Mýrargötu í hróp- andi misræmi við gömlu húsin við Ný- lendugötu, Bakkastíg og Vesturgötu. Þrengja á mjög að byggðinni í full- byggðum hverfum með því að fara inn á lóðir íbúa og nýta þær til uppbygg- ingar. Þannig er gert ráð fyrir bygg- ingum á bílskúrslóðum og bílastæðum við Hjarðarhaga, Meistaravelli og á KR-svæðinu við Flyðrugranda. Gert er ráð fyrir að byggt verði á lóð skóla- garðanna við Þorragötu. Fá græn svæði eru orðin eftir í hverfinu og með þessu skipulagi fær ekki einn einasti grænn blettur að vera í friði. Hringbraut þrengd og henni breytt eins og Hofsvallagötunni Einnig er gert ráð fyrir miklum breytingum á gatnakerfinu í hverfinu. Opna á götur og þrengja stofnæðar. Grenimelur og Reynimelur verða opn- aðir út á Hofsvallagötu, Kaplaskjóls- vegur út á Hringbraut, Víðimelur út á Birkimel, Hagamelur út á Hagatorg sem gerir Melskólann að umferð- areyju og síðast en ekki síst þá verður Hringbrautin þrengd og gerð að svo- kallaðri borgargötu eins og Borg- artúnið og Hofsvallagatan er. Þessar þrengingar munu beina bíla- umferð í síauknum mæli inn í íbúða- hverfin. Þrengingar við Hofsvallagötu hafa nú þegar aukið umferð ökutækja gegnum íbúðahverfi Melanna um 1.000 bíla á dag. Hvað ætli þeir verði margir þegar búið er að þrengja Hringbrautina líka? Ekki hætt við hverfaskipulagið Vesturbæingum var illa brugðið þeg- ar þeir sáu þessar hugmyndir og urðu agndofa og gagnrýndu þetta skipulag harðlega. Þá brá borgarstjórnarmeiri- hlutinn á það ráð að svæfa málið. Það er ekki nýlunda hjá þeim að svæfa óþægileg mál og það er heldur ekki til- viljun að bakkað er í málinu einmitt á þessum tímapunkti rétt fyrir kosn- ingar. Það er augljóst mál að Samfylk- ingin og Björt framtíð ætla sér að halda áfram að vinna að þessu um- deilda hverfaskipulagi fái þeir stuðning til þess í komandi borgarstjórn- arkosningum. Enda byggist hverfaskipulag- ið á Aðalskipulaginu sem Dagur B. Eggerts- son fullyrti á borg- arstjórnarfundi 6. maí sl. að ekki ætti að bakka með. Meirihlutinn hefur unnið að þessu skipulagi allt kjörtímabilið og kostnaðurinn við það verður kominn upp í 150 milljónir á þessu ári. Það er því ekki trúverðugt að Samfylkingin og Björt framtíð séu hætt við þessi áform sín, það er ein- faldlega verið að kaupa sér tíma rétt fram yfir kosningar og svo verður skipulagið keyrt í gegn, ekki bara í Vesturbænum heldur um alla borg. Lýðræði borgaryfirvalda Borgarbúar hafa því miður reynslu af slíkum vinnubrögðum Samfylk- ingar og Bjartrar framtíðar. Þegar 12.000 foreldrar mótmæltu skólasam- einingum í borginni þá var málið svæft rétt á meðan mestu mótmælin áttu sér stað og voru svo keyrðar í gegn. Vesturbæingar muna líka fund- inn í Hagaskóla þegar þess var kraf- ist að breytingarnar á Hofsvallagötu yrðu dregnar til baka. Á þessum sama fundi lýstu íbúar yfir áhyggjum sínum af stóraukinni umferð inn í hverfið eftir breytingarnar á Hofs- vallagötunni og bentu á að öryggi barna sem eru að leik eða á leið í og úr skóla væri ógnað. Á þetta hefur ekki verið hlustað og þessar fram- kvæmdir hafa ekki verið dregnar til baka að fullu þrátt fyrir vilja íbúa og nú stendur til að setja 150 milljónir í að breyta götunni enn meira. Þá hef- ur heldur ekki verið hlustað á þá 70 þúsund einstaklinga sem mótmælt hafa lokun Reykjavíkurflugvallar í Vatnsmýrinni. Undirskriftasöfn- uninni var stungið undir stól og látið eins og hún hafi aldrei átt sér stað. Þetta er nú allt samráðið og íbúa- lýðræðið sem Samfylkingin og Besti flokkurinn/Björt framtíð boðuðu og staðfestir hvernig farið er gegn hags- munum og vilja borgarbúa í hverju málinu á fætur öðru. Eftir Mörtu Guðjónsdóttur » Samfylkingin og Björt framtíð ætla að halda áfram að vinna að þessu umdeilda hverfaskipulagi fái þeir stuðning til þess í borg- arstjórnarkosningum. Marta Guðjónsdóttir Höfundur er varaborgarfulltrúi og skipar 6. sæti á framboðslista Sjálf- stæðisflokksins. Vegið að Vesturbænum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.