Morgunblaðið - 16.05.2014, Blaðsíða 68

Morgunblaðið - 16.05.2014, Blaðsíða 68
68 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. MAÍ 2014 -VOTTUÐ FRAMLEIÐSLA Smiðjuvegi 7 - 200 Kópavogi - Sími: 54 54 300 www.ispan.is - ispan@ispan.is Hjá okkur fáið þið allar gerðir af gleri og speglum n slípun n sandblástur Allt í gleri úti og inni SUMARIÐer tíminn Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Með sumrinu fara bakkar Elliðaáa og Elliaðvatns að fyllast af alsælum stangveiðimönnum. Ofan í vatninu eða ánni standa þeir í veiðivöðlunum og sveifla stönginni af mikilli fimi. Árni Friðleifsson hefur engar áhyggjur af því að vinsældir stang- veiði kunni að dvína á tímum há- skerpusjónvarps, snjallsíma og int- ernets. „Þetta eru bestu sumardagarnir: úti í á með veiði- stöngina, hlustandi á árniðinn og fuglasönginn, í náinni snertingu við íslenska náttúru.“ Árni er formaður Stangaveiði- félags Reykjavíkur en þar er sum- arstarfið núna að fara af stað. Veiðar í Elliðavatni hófust venju samkvæmt á sumardaginn fyrsta og Elliðaár verða opnaðar 20. júní. Núna um helgina verður svo haldin afmælisveisla en þá verða liðin 75 ár frá stofnun félagsins, en það var stofnað 17. maí 1939. Pulsur og fluguhnýtingar „Laugardaginn 17. maí verður opið hús á skrifstofu okkar á Rafstöðv- arvegi milli kl. 13 og 16 og ýmislegt um að vera. Flugukastsmenn verða með kastsýningu, gestum gefst tæki- færi á að spreyta sig sjálfir á að kasta, og mælt hver nær að kasta lengst. Innandyra verða fluguhnýt- ingamenn að störfum, boðið verður upp á grillaðar pylsur og gos. Upp úr kl. 15 mun stórveiðimaðurinn Ásgeir Heiðar ganga með gestum með Ell- iðaánum, fræða um svæðið og miðla af reynslu sinn um hvernig best er að bera sig að við veiðarnar á hverjum stað. Þeir sem eiga veiðileyfi í ánni í sumar ættu endilega að mæta og hlusta á hvað hann hefur að segja. Þá verður Jóhannes Sturlaugsson frá Laxfiskum á bökkum Elliðaáa við Rafstöðvarveg um kl. 14 og mun sýna gestum hvernig seiði eru merkt en það er liður í rannsóknum á lífríki Elliðaáa.“ Í Stangaveiðifélaginu eru samtals um 3.500 félagsmenn og starfar fé- lagið allt árið. Þegar ekki er hægt að veiða eru haldin fræðslukvöld og sýn- ingar, og á sumrin er staðið fyrir metnaðarfullu barna- og unglinga- starfi. „Börnum og unglingum sem eru meðlimir í félaginu er boðið að veiða í Elliðaánum yfir fimm daga tímabil á sumrin og einnig eigum við í nánu samstarfi við Klettaskóla og bjóðum nemendum þar að koma í urriðaveiði í maí ár hvert, í samvinnu við Orkuveitu Reykjavíkur.“ Hjartað í starfsemi félagsins er El- liðaárnar og Elliðavatn en félagið hef- ur gert samninga við bændur víða um land um aðgang að veiðiám. „Fé- lagsmenn hafa aðgang að á fjórða tug veiðisvæða á borð við Sogið, Anda- kílsá, Langá á Mýrum, Hítará á Mýr- um, Varmá og hinum geysifallegu urriðasvæðum í Laxá í Mývatns- sveit.“ Árni reiknar með góðu veiðisumri og virðist lífríkið við Elliðaár koma vel undan vetri. „Ágætisveiði hefur verið í Elliðavatni. Fiskarnir sem ég hef séð hefa verið feitir og patt- aralegir og seiðabúskapurinn er góð- ur.“ Árni vill hvetja alla sem áhuga hafa á veiði að skoða þá veiðimöguleika sem í boði eru. Laxveiðileyfin í Ell- liðaám geti kostað sitt en ódýrara sé að veiða í vatninu og hægt að gera mjög góð kaup með veiðikortinu. „Þá fá börn undir 12 ára aldri að veiða frítt í Elliðavatni ef þau eru í fylgd með fullorðnum. Sömuleiðis að reyk- vískir ellilífeyrisþegar fá að veiða án endurgjalds í Elliðavatni.“ „Þetta eru bestu sumardagarnir“  Stangaveiðifélag Reykjavíkur 75 ára á laugardag  Lífríkið kemur vel undan vetri Morgunblaðið/Kristinn Hjarta Árni segir Elliðárnar perlu sem Reykvíkingar geti verið stoltir af. Morgunblaðið/Einar Falur Kátur Árni Friðleifsson segir fiskana sem veiðst hafa í Elliðavatni í vor vera feita og pattaralega. Háskóli fluguveiðimannsins Árni segir Stangaveiðifélag Reykjavíkur, Reykjavíkurborg og Orku- veituna eiga í nánu og góðu samstarfi um uppbyggingu og ásýnd veiðisvæðisins í kringum Elliðaár og Elliðavatn. Um einstakt svæði sé að ræða í hjarta borgarinnar og hvergi annars staðar sé hægt að finna laxveiðiá í þessum gæðaflokki sem renni gegnum miðja borg. „Elliðaárdalur er sannkölluð perla sem Reykvíkingar mega vera stoltir af,“ segir hann. Að veiða í Elliðavatni þykir líka skemmtileg áskorun fyrir veiði- manninn. Kannski eru það vinsældir þessa veiðisvæðis sem hafa kennt fiskinum að fara varlega: „Menn vilja meina að fiskurinn í Elliðavatni sé mjög vandfýsinn á agn og flugur. Veiðimenn þurfa að haga sér rétt til að komast í tæri við hann og þeir sem náð hafa góðum tökum á veiðum í Elliðavatni þykja miklir sérfræðingar. Fyrir vikið er Elliða- vatn oft kallað háskóli fluguveiðimannsins.“ Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Núna er skemmtilegasti tími ársins að ganga í garð hjá fuglaskoðurum. Tilhugalífið og hreiðurgerðin í full- um gangi, egg að klekjast út og ungar komnir á kreik, og hver veit svo nema einhver framandi flæk- ingur berist til landsins sunnar úr álfunni. Hólmfriður Arnardóttir er framkvæmda- stjóri Fugla- verndarfélags Ís- lands. Segir hún að fuglaskoðun sé hin skemmti- legasta iðja, og eitthvað sem áhugamenn um útivist og hreyfingu ættu alveg sér- staklega að skoða. „Þegar komið er út í íslenska náttúru, hvort sem það er upp á fjallstind eða inn í gróinn birkiskóg er næsta skref oft að verða forvitinn um það lífríki sem þar þrífst og þá ekki síst fuglalífið.“ Fuglavernd stendur bæði fyrir fuglaskoðunarferðum og fræðslu- starfi og í sumar verður ýmislegt í boði jafnt fyrir óreynda byrjendur í fuglaskoðun og lengra komna. „Skráðir félagsmenn eru um 1.200 talsins og felst starfsemin m.a. í út- gáfu tímarits, fræðslufundum og myndasýningum. Félagið hefur einnig lagt ríka áherslu á gerð og dreifingu fræðsluefnis fyrir börn í leik- og grunnskólum og stöndum við m.a. fyrir útgáfu kennslurits um haförninn sem dreift er til allra skóla á búsvæði íslenska arnarins,“ útskýrir Hólmfríður. „Félagið gæt- ir líka hagsmuna villtra fugla og hefur auga með því að fram- kvæmdir valdi ekki raski á heim- kynnum þeirra. Að auki safna sjálf- boðaliðar félagsins upplýsingum um ástand mikilvægra fuglasvæða og höfum við eftirlit með friðlandi fugla Í Flóa.“ Þeir sem vilja kynnast fugla- skoðun betur ættu að leggja leið sína í Norræna húsið í sumar en þaðan verður farið í fuglaskoð- unarferðir um Vatnsmýrina alla laugardaga í júní kl. 4, undir leið- sögn fuglafræðings sem leiðbeinir gestum um hvernig má bera sig að við fuglaskoðunina. Einnig verða skipulagðar ferðir í fuglafriðlandið í Flóa einhverja sunnudaga í júní og í lok maímánaðar er á döfinni hóp- ferð um Suðurland. Verður sú ferð auglýst nánar á www.fuglavernd.is. Hólmfríður segir fuglaskoðun að- gengilegt áhugamál og auðvelt að byrja. „Góður sjónauki kemur að gagni en hann þarf þó ekki að vera mjög fullkominn. Gott er að hafa meðferðis skrifblokk og blýant til að skrifa hjá sér einkenni s.s. stærð, lögun, lit og flughátt, og eiga greiningarbók til að fræðast um þær tegundir fugla sem fyrir augu ber eða greina hvort fuglinn er karl- eða kvenfugl, ungur eða gamall.“ Þeir sem komnir eru lengra í áhugamálinu hafa margir gaman af að eiga lítið hefti með lista yfir all- ar fuglategundir landsins og haka þar við þá fugla sem þeir hafa séð. „Tæknin hefur gert það enn auð- veldara að stunda fuglaskoðun og á vefnum er með einföldum hætti hægt að finna fjölda greina og leið- beininga sem nýtast fuglaskoðand- anum. Jafnvel snjallsíminn getur komið að gagni við fuglaskoðun því til eru forrit sem nota má til að greina fuglategundir eftir útliti eða jafnvel eftir hljóði. Skilst mér að eitt slíkt sé í smíðum, gert með ís- lenska fuglafánu í huga.“ ai@mbl.is Fuglaskoðun er mjög aðgengilegt áhugamál Morgunblaðið/Sigurgeir S. Fljúgandi Kríur í Vatnsmýrinni. Hólmfríður segir auðvelt að stíga fyrstu skrefin í fuglaskoðun. Góður sjónauki og glósubók komi sér þá vel.  Farið verður í fuglaskoðunarferðir frá Norræna húsinu alla laugardaga í júní og margt fleira um að vera hjá Fuglavernd í sumar Hólmfríður Arnardóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.