Morgunblaðið - 16.05.2014, Blaðsíða 92

Morgunblaðið - 16.05.2014, Blaðsíða 92
FÖSTUDAGUR 16. MAÍ 136. DAGUR ÁRSINS 2014 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 425 ÁSKRIFT 4680 HELGARÁSKRIFT 2900 PDF Á MBL.IS 4470 I-PAD ÁSKRIFT 4470 1. Fjarlægja risavaxinn fílapensil 2. Með 915.000 á mánuði 3. Eingöngu að klekkja á Hjördísi 4. Hurfu sporlaust frá Dalvík »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Hin kunna sópransöngkona Pat- ricia Rozario verður heiðursgestur á tónleikum Kammerkórs Suðurlands á Listahátíð 24. maí næstkomandi. Rozario hreifst af flutningi kórsins á verkum tónskáldsins Sir John Tav- ener í Lundúnum í nóvember og mál þróuðust þannig að hún mun syngja einsöng með kórnum í verkum eftir Tavener á tónleikunum hér. Rozario hefur frumflutt yfir 30 verk sem hann samdi sérstaklega fyrir hana. Rozario syngur með Kammerkórnum  Tékkneska hljómsveitin ILLE heldur tónleika í verslun 12 Tóna við Skólavörðu- stíg kl. 17.30 í dag. Fyrsta breið- skífa ILLE kom út í fyrra og fékk af- ar góða dóma. Í kjölfarið var sveitin tilnefnd til tékk- nesku Grammy-verðlaunanna sem besta hljómsveitin og besti nýliðinn. Tékknesk hljómsveit við Skólavörðustíg  Þessa dagana ferðast hópur unn- enda þýska tónskáldsins Richards Wagners um landið, sækir tón- leika og hlýðir á fyrirlestra. Hópurinn kom við í Reyk- holti og hlýddi á fjóra fyrir- lestra sem Wagner-félagið hafði undirbúið. Meðal fyrirlesara voru Arthúr Björgvin Bollason og Árni Björnsson. Unnendur Richards Wagners á landinu Á laugardag Austlæg átt, 8-13 m/s og rigning, en úrkomulítið fyrir norðan. Hiti 5 til 12 stig, hlýjast vestanlands. Á sunnudag Gengur í norðan 8-13 með rigningu eða slyddu fyrir norðan og hita 0 til 5 stig, en bjartviðri syðra og hiti um 12 stig. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Lægir og léttir heldur til austanlands í kvöld, en snýst í suðaustan 5-10 með rigningu við suðvesturströndina. VEÐUR Júdókappinn Þormóður Árni Jónsson flaug beint upp í átjánda sætið á styrk- leikalistanum í Evrópu með silfurverðlaununum á Opna breska meistara- mótinu. Hann hafði verið frá keppni í heilt ár og var dottinn af listanum. „Mið- að við það að ég hef verið meiddur og eytt mestu púðri í skólann þá var fínt að gera alvöruhluti á mínu fyrsta alvörumóti eftir þetta allt saman,“ segir Þormóður. »2-3 Þormóður flaug upp í átjánda sæti eftir fyrsta mótið Spjótkastarinn Sindri Hrafn Guðmundsson er þriðji Ís- lendingurinn sem tryggir sér keppnisrétt á heims- meistaramóti unglinga í frjálsíþróttum í sumar, á eftir Anítu Hinriksdóttur og Hilmari Erni Jóns- syni. „Hann setur stefnuna hátt. Það er ofsalega góð tilfinning að vera búinn að bæta árangur sinn í vorverk- unum,“ segir Einar Vil- hjálmsson, þjálfari hans. »4 Sindri fylgir Anítu og Hilmari á HM í sumar ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is „Mér finnst skemmtilegast að leika í bíómyndum og mér finnst líka rosalega gaman í sundi,“ segir Haf- dís Eva Pálsdóttir, 10 ára, sem fer með stórt hlutverk í kvikmyndinni Vonarstræti, sem verður frumsýnd í dag. Hún er líka í aðalhlutverki í stuttmyndinni Handan hafsins sem verður frumsýnd 21. maí, er af- reksstúlka í sundi og afburðanem- andi í skólanum. Hafdís segir að sér finnist gaman að vinna með atvinnuleikurum. Það sé eins og að vera í Hollywood. Hún hefur ákveðnar skoðanir á Vonarstræti. „Myndin er mjög sorgleg, en samt rosalega skemmti- leg,“ segir hún. Bætir við að það hafi verið undarlegt að sjá sjálfa sig á hvíta tjaldinu. „Mér fannst röddin í mér rosalega skrýtin og það var skrýtin tilfinning að sjá mig á stórum skjá.“ Nóg að gera Hafdís Eva æfir sund hjá Íþróttabandalagi Reykjanesbæjar, ÍBR, sex daga í viku og er þar af- rekskona eins og annars staðar. Hún tók síðast þátt í sundmóti um liðna helgi og stóð sig með prýði. „Ég var sprettsundsdrottning, of- urhugi og fékk afreksverðlaun og fór þrisvar á pall, fékk tvenn gull- verðlaun og eitt brons.“ Hún býr á Ásbrú en æfir í Keflavík. „Ég er rosalega sjálfstæð og tek bara strætó,“ segir hún. Þó að mikið sé að gera í frístundum bitnar það ekki á náminu. „Ég fékk 10 í stærð- fræði í samræmdu prófunum og mér gekk mjög vel og fékk verðlaun frá bæjar- stjóranum í Keflavík.“ Þrátt fyrir gott gengi á hinum ýmsu sviðum hefur Hafdís nægan tíma til að rækta vinskapinn og fjölskylduna. „Mér finnst rosalega skemmtilegt að leika við vinkonur mínar og þegar ég fer til pabba í Reykjavík um pabbahelgar gerum við margt skemmtilegt saman. Svo fer ég oft með Óskari pabba á hreystivöllinn, en hann er Íslandsmeistari í bekk- pressu.“ Hafdís segir að stundum sé erfitt að sinna öllu í einu. „Þegar ég var að leika í bíómyndunum fékk ég al- veg fjóra daga í frí, því ég var í bíómyndunum frá klukkan átta til átta alla dagana. Í Vonarstræti lék ég bara á nóttunni, var gjör- samlega uppgefin og svaf næstum því í heilan dag á eftir.“ Hæfileikarnir eru á mörgum sviðum en markmiðin eru skýr. „Mig langar helst að vera í öllu en markmiðin mín eru að komast til Hollywood og reyna að komast á Ólympíuleikana,“ segir Hafdís Eva Pálsdóttir. Hollywood og Ólympíuleikar  Markmiðin skýr hjá leikkonunni og sundkappanum Ljósmynd/Heiður María Rúnarsdóttir Ung leikkona Hafdís Eva Pálsdóttir leikur í tveimur myndum sem verða frumsýndar með nokkurra daga millibili. Hafdís Eva Pálsdóttir er dóttir Maríu Hauksdóttur og Páls Krist- inssonar en fósturfaðir hennar er Óskar Ingi Víglundsson. María segir að fyrstu fimm ár ævinnar hafi Hafdís verið langveik. Þá hafi hún gjarnan verið með geislaspil- ara, spilað barnaleikrit, verið með búninga og spegil og verið heilu dagana í hlutverki. „Hún hefur stöðugt verið að setja upp leikrit og verið með leik- sýningar og danssýningar,“ segir María. Hafdís byrjaði í leiklistarskóla sex ára. „Þar lék ég tré og var sögumaður,“ segir hún. „Pabbi er rosalega duglegur að sýna mér bíómyndir og hann er líka í kvikmyndabransanum eins og ég.“ Nýlega fór hún í áheyrn- arprufur fyrir söngleikinn Billy Elliot. „Ég vona bara að ég kom- ist áfram.“ María leggur áherslu á að Haf- dís, sem hafi fengið 10 á sam- ræmdu prófunum, hafi ekkert þurft að hafa fyrir náminu og þess vegna hafi hún fengið að vera eins mikið í leiklistinni og sundinu og raun beri vitni. „Hún hefur þurft að fá frí í skólanum vegna kvikmyndanna, en það hef- ur gengið.“ Hefur sett upp leikrit í mörg ár HAFDÍS EVA PÁLSDÓTTIR AFREKSSTÚLKA Hafdís Eva Pálsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.