Morgunblaðið - 16.05.2014, Page 92

Morgunblaðið - 16.05.2014, Page 92
FÖSTUDAGUR 16. MAÍ 136. DAGUR ÁRSINS 2014 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 425 ÁSKRIFT 4680 HELGARÁSKRIFT 2900 PDF Á MBL.IS 4470 I-PAD ÁSKRIFT 4470 1. Fjarlægja risavaxinn fílapensil 2. Með 915.000 á mánuði 3. Eingöngu að klekkja á Hjördísi 4. Hurfu sporlaust frá Dalvík »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Hin kunna sópransöngkona Pat- ricia Rozario verður heiðursgestur á tónleikum Kammerkórs Suðurlands á Listahátíð 24. maí næstkomandi. Rozario hreifst af flutningi kórsins á verkum tónskáldsins Sir John Tav- ener í Lundúnum í nóvember og mál þróuðust þannig að hún mun syngja einsöng með kórnum í verkum eftir Tavener á tónleikunum hér. Rozario hefur frumflutt yfir 30 verk sem hann samdi sérstaklega fyrir hana. Rozario syngur með Kammerkórnum  Tékkneska hljómsveitin ILLE heldur tónleika í verslun 12 Tóna við Skólavörðu- stíg kl. 17.30 í dag. Fyrsta breið- skífa ILLE kom út í fyrra og fékk af- ar góða dóma. Í kjölfarið var sveitin tilnefnd til tékk- nesku Grammy-verðlaunanna sem besta hljómsveitin og besti nýliðinn. Tékknesk hljómsveit við Skólavörðustíg  Þessa dagana ferðast hópur unn- enda þýska tónskáldsins Richards Wagners um landið, sækir tón- leika og hlýðir á fyrirlestra. Hópurinn kom við í Reyk- holti og hlýddi á fjóra fyrir- lestra sem Wagner-félagið hafði undirbúið. Meðal fyrirlesara voru Arthúr Björgvin Bollason og Árni Björnsson. Unnendur Richards Wagners á landinu Á laugardag Austlæg átt, 8-13 m/s og rigning, en úrkomulítið fyrir norðan. Hiti 5 til 12 stig, hlýjast vestanlands. Á sunnudag Gengur í norðan 8-13 með rigningu eða slyddu fyrir norðan og hita 0 til 5 stig, en bjartviðri syðra og hiti um 12 stig. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Lægir og léttir heldur til austanlands í kvöld, en snýst í suðaustan 5-10 með rigningu við suðvesturströndina. VEÐUR Júdókappinn Þormóður Árni Jónsson flaug beint upp í átjánda sætið á styrk- leikalistanum í Evrópu með silfurverðlaununum á Opna breska meistara- mótinu. Hann hafði verið frá keppni í heilt ár og var dottinn af listanum. „Mið- að við það að ég hef verið meiddur og eytt mestu púðri í skólann þá var fínt að gera alvöruhluti á mínu fyrsta alvörumóti eftir þetta allt saman,“ segir Þormóður. »2-3 Þormóður flaug upp í átjánda sæti eftir fyrsta mótið Spjótkastarinn Sindri Hrafn Guðmundsson er þriðji Ís- lendingurinn sem tryggir sér keppnisrétt á heims- meistaramóti unglinga í frjálsíþróttum í sumar, á eftir Anítu Hinriksdóttur og Hilmari Erni Jóns- syni. „Hann setur stefnuna hátt. Það er ofsalega góð tilfinning að vera búinn að bæta árangur sinn í vorverk- unum,“ segir Einar Vil- hjálmsson, þjálfari hans. »4 Sindri fylgir Anítu og Hilmari á HM í sumar ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is „Mér finnst skemmtilegast að leika í bíómyndum og mér finnst líka rosalega gaman í sundi,“ segir Haf- dís Eva Pálsdóttir, 10 ára, sem fer með stórt hlutverk í kvikmyndinni Vonarstræti, sem verður frumsýnd í dag. Hún er líka í aðalhlutverki í stuttmyndinni Handan hafsins sem verður frumsýnd 21. maí, er af- reksstúlka í sundi og afburðanem- andi í skólanum. Hafdís segir að sér finnist gaman að vinna með atvinnuleikurum. Það sé eins og að vera í Hollywood. Hún hefur ákveðnar skoðanir á Vonarstræti. „Myndin er mjög sorgleg, en samt rosalega skemmti- leg,“ segir hún. Bætir við að það hafi verið undarlegt að sjá sjálfa sig á hvíta tjaldinu. „Mér fannst röddin í mér rosalega skrýtin og það var skrýtin tilfinning að sjá mig á stórum skjá.“ Nóg að gera Hafdís Eva æfir sund hjá Íþróttabandalagi Reykjanesbæjar, ÍBR, sex daga í viku og er þar af- rekskona eins og annars staðar. Hún tók síðast þátt í sundmóti um liðna helgi og stóð sig með prýði. „Ég var sprettsundsdrottning, of- urhugi og fékk afreksverðlaun og fór þrisvar á pall, fékk tvenn gull- verðlaun og eitt brons.“ Hún býr á Ásbrú en æfir í Keflavík. „Ég er rosalega sjálfstæð og tek bara strætó,“ segir hún. Þó að mikið sé að gera í frístundum bitnar það ekki á náminu. „Ég fékk 10 í stærð- fræði í samræmdu prófunum og mér gekk mjög vel og fékk verðlaun frá bæjar- stjóranum í Keflavík.“ Þrátt fyrir gott gengi á hinum ýmsu sviðum hefur Hafdís nægan tíma til að rækta vinskapinn og fjölskylduna. „Mér finnst rosalega skemmtilegt að leika við vinkonur mínar og þegar ég fer til pabba í Reykjavík um pabbahelgar gerum við margt skemmtilegt saman. Svo fer ég oft með Óskari pabba á hreystivöllinn, en hann er Íslandsmeistari í bekk- pressu.“ Hafdís segir að stundum sé erfitt að sinna öllu í einu. „Þegar ég var að leika í bíómyndunum fékk ég al- veg fjóra daga í frí, því ég var í bíómyndunum frá klukkan átta til átta alla dagana. Í Vonarstræti lék ég bara á nóttunni, var gjör- samlega uppgefin og svaf næstum því í heilan dag á eftir.“ Hæfileikarnir eru á mörgum sviðum en markmiðin eru skýr. „Mig langar helst að vera í öllu en markmiðin mín eru að komast til Hollywood og reyna að komast á Ólympíuleikana,“ segir Hafdís Eva Pálsdóttir. Hollywood og Ólympíuleikar  Markmiðin skýr hjá leikkonunni og sundkappanum Ljósmynd/Heiður María Rúnarsdóttir Ung leikkona Hafdís Eva Pálsdóttir leikur í tveimur myndum sem verða frumsýndar með nokkurra daga millibili. Hafdís Eva Pálsdóttir er dóttir Maríu Hauksdóttur og Páls Krist- inssonar en fósturfaðir hennar er Óskar Ingi Víglundsson. María segir að fyrstu fimm ár ævinnar hafi Hafdís verið langveik. Þá hafi hún gjarnan verið með geislaspil- ara, spilað barnaleikrit, verið með búninga og spegil og verið heilu dagana í hlutverki. „Hún hefur stöðugt verið að setja upp leikrit og verið með leik- sýningar og danssýningar,“ segir María. Hafdís byrjaði í leiklistarskóla sex ára. „Þar lék ég tré og var sögumaður,“ segir hún. „Pabbi er rosalega duglegur að sýna mér bíómyndir og hann er líka í kvikmyndabransanum eins og ég.“ Nýlega fór hún í áheyrn- arprufur fyrir söngleikinn Billy Elliot. „Ég vona bara að ég kom- ist áfram.“ María leggur áherslu á að Haf- dís, sem hafi fengið 10 á sam- ræmdu prófunum, hafi ekkert þurft að hafa fyrir náminu og þess vegna hafi hún fengið að vera eins mikið í leiklistinni og sundinu og raun beri vitni. „Hún hefur þurft að fá frí í skólanum vegna kvikmyndanna, en það hef- ur gengið.“ Hefur sett upp leikrit í mörg ár HAFDÍS EVA PÁLSDÓTTIR AFREKSSTÚLKA Hafdís Eva Pálsdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.