Morgunblaðið - 16.05.2014, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 16.05.2014, Blaðsíða 20
Morgunblaðið/Ómar Endurnýjun Gangandi vegfarendur fá aukið pláss á kostnað bíla þegar lokið verður endur- bótum á Pósthússtræti á milli Austurstrætis og Tryggvagötu. Verkinu á að ljúka í júlí. Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Sumarið er tími framkvæmda í borgum og bæjum. Í Reykjavík er unnið að úrbótum á götum og á lóð- um einkafyrirtækja á nokkrum stöð- um. Pósthússtræti tekur stakkaskipt- um við endurnýjum á milli Austur- strætis og Tryggvagötu. Ístak hóf framkvæmdir í apríl og á þeim að ljúka í júlí. Þessa dagana er unnið að endurnýjun fráveitu- og kaldavatns- lagna. Gangstéttir á þessum kafla göt- unnar verða hellulagðar og einnig akbrautin á milli Austurstrætis og Hafnarstrætis en kaflinn að Tryggvagötu malbikaður. Gang- stéttir breikka, snjóbræðsla kemur undir götuna og nýir ljósastaurar rísa. Við Tryggvagötu verður gerður haus að vestan og upphækkuð hellu- lögð gönguleið yfir Tryggvagötu. Í þessum áfanga endurbóta á Pósthússtræti er ekki gert ráð fyrir framkvæmdum við torg á mótum Pósthússtrætis og Tryggvagötu, þar sem pylsuvagn Bæjarins bestu er. Áformað er að rífa geymsluskúra sem tilheyrðu verslun Ellingsen á sínum tíma en leigubílastöðin Borg- arleiðir notaði í mörg ár. Á lóðinni sem telst til Hafnarstrætis 17-19 á að byggja hótel og er ætlunin að byrja í sumar. Á teikningum er gert ráð fyrir því að Bæjarins bestu standi á sínum stað á umræddu torgi. Verksmiðjuhúsið lagfært Vestur á Granda stendur HB Grandi í framkvæmdum til að fegra umhverfið. Verið er að rífa bragga og hráefnisþró við fiskimjölsverk- smiðjuna í Örfirisey. Verksmiðju- húsið mun standa áfram en verið er að lagfæra það að utan. Samkvæmt upplýsingum Jónasar Guðbjörns- sonar fjármálastjóra hefur ekkert verið ákveðið um nýtingu hússins sem lengi hefur staðið ónotað. Það er verksmiðjubygging, einn geimur en með pöllum á nokkrum hæðum. „Við vonumst til að húsið verði til prýði á sjómannadaginn,“ segir Jónas. Framkvæmdir við götur og lóðir  Pósthússtræti endurnýjað  Umhverfið lagað í Örfirisey  Hótel undirbúið í miðbænum Hótel Nýtt hús rís á horni Pósthússtrætis og Tryggvagötu, þar sem skúrarnir eru á bak við Bæjarins bestu. Hótel verður rekið í húsinu og aðliggjandi byggingum. Snurfusað Verið er að fjarlægja hráefnisþró og bragga við gömlu fiskimjölsverksmiðjuna í Örfirisey. 20 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. MAÍ 2014 Nýsköpunarfyrirtækið Kerecis hef- ur samið við Icepharma um mark- aðssetningu, sölu og dreifingu á vörum fyrirtækisins. Kerecis, sem er með höfuðstöðvar á Ísafirði, framleiðir MariGen Omega3- stoðefni og MariCell Omega3-krem og kemur fram í fréttatilkynningu að fyrirtækið hafi náð góðum ár- angri í þróun á lækningavörum sem byggist á hagnýtingu á próteinum og fitusýrum úr fiski. MariGen Omega3 er stoðefni til meðhöndl- unar á þrálátum sárum. Fram kem- ur að næstu kynslóðar tækni fyrir- tækisins mun m.a. innihalda lifandi frumur og er markmiðið að nota þá tækni til meðhöndlunar á þrálátum sárum og meðhöndlunar og jafnvel uppbyggingar á sködduðum líf- færum. Þá er unnið að þróun á stoð- efnum til viðgerðar á kviðsliti, end- ursköpun á brjóstum eftir brottnám vegna krabbameins o.fl. Margrét Guðmundsdóttir, forstjóri Iceph- arma og dr. Baldur Tumi Baldursson húð- sjúkdómalæknir, einn stofnenda Kerecis. Semja um sölu á lækningavörum STUTT „Menningar- arfur er mark- aðsvara – vægi safna, sýninga og sögu í ferða- þjónustu,“ er yfirskrift mál- þings Sam- taka um sögu- ferðaþjónustu sem haldin verður í Þjóðminjasafn- inu í dag, föstudag, kl. 13-17.30. Fyrirlesarar eru úr röðum samtak- anna, frá Íslandsstofu, Handverki og hönnun auk íslenskufræðings og sagnfræðings. Ákveðið hefur verið að útvíkka samtökin þannig að allir sem vinna með sögu og menningar- arf í tengslum við ferðaþjónustu geta sótt um aðild. Menningararfur er markaðsvara Handrit Sagan er not- uð í ferðaþjónustu. Kynning fer fram á starfsemi Borg- arbókasafnsins á víetnömsku á morgun, laugardag, kl. 13. Sam- kvæmt upplýsingum safnsins býður það reglulega upp á kynningu á starfsemi safnsins á ýmsum tungu- málum í samstarfi við einstaklinga og félög innflytjenda á landinu. Á meðan fullorðnir fá leiðsögn um safnið og upplýsingar um starfsemi þess á víetnömsku er boðið upp á sögustund og leiki fyrir börnin. Kynna Borgarbóka- safnið á víetnömsku SPORTÍS MÖRKIN 6 108 REYKJAVÍK S:520-1000 SPORTIS.IS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.