Morgunblaðið - 16.05.2014, Page 20
Morgunblaðið/Ómar
Endurnýjun Gangandi vegfarendur fá aukið pláss á kostnað bíla þegar lokið verður endur-
bótum á Pósthússtræti á milli Austurstrætis og Tryggvagötu. Verkinu á að ljúka í júlí.
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Sumarið er tími framkvæmda í
borgum og bæjum. Í Reykjavík er
unnið að úrbótum á götum og á lóð-
um einkafyrirtækja á nokkrum stöð-
um.
Pósthússtræti tekur stakkaskipt-
um við endurnýjum á milli Austur-
strætis og Tryggvagötu. Ístak hóf
framkvæmdir í apríl og á þeim að
ljúka í júlí. Þessa dagana er unnið að
endurnýjun fráveitu- og kaldavatns-
lagna.
Gangstéttir á þessum kafla göt-
unnar verða hellulagðar og einnig
akbrautin á milli Austurstrætis og
Hafnarstrætis en kaflinn að
Tryggvagötu malbikaður. Gang-
stéttir breikka, snjóbræðsla kemur
undir götuna og nýir ljósastaurar
rísa. Við Tryggvagötu verður gerður
haus að vestan og upphækkuð hellu-
lögð gönguleið yfir Tryggvagötu.
Í þessum áfanga endurbóta á
Pósthússtræti er ekki gert ráð fyrir
framkvæmdum við torg á mótum
Pósthússtrætis og Tryggvagötu, þar
sem pylsuvagn Bæjarins bestu er.
Áformað er að rífa geymsluskúra
sem tilheyrðu verslun Ellingsen á
sínum tíma en leigubílastöðin Borg-
arleiðir notaði í mörg ár. Á lóðinni
sem telst til Hafnarstrætis 17-19 á
að byggja hótel og er ætlunin að
byrja í sumar. Á teikningum er gert
ráð fyrir því að Bæjarins bestu
standi á sínum stað á umræddu
torgi.
Verksmiðjuhúsið lagfært
Vestur á Granda stendur HB
Grandi í framkvæmdum til að fegra
umhverfið. Verið er að rífa bragga
og hráefnisþró við fiskimjölsverk-
smiðjuna í Örfirisey. Verksmiðju-
húsið mun standa áfram en verið er
að lagfæra það að utan. Samkvæmt
upplýsingum Jónasar Guðbjörns-
sonar fjármálastjóra hefur ekkert
verið ákveðið um nýtingu hússins
sem lengi hefur staðið ónotað. Það er
verksmiðjubygging, einn geimur en
með pöllum á nokkrum hæðum. „Við
vonumst til að húsið verði til prýði á
sjómannadaginn,“ segir Jónas.
Framkvæmdir við götur og lóðir
Pósthússtræti endurnýjað Umhverfið lagað í Örfirisey Hótel undirbúið í miðbænum
Hótel Nýtt hús rís á horni Pósthússtrætis og Tryggvagötu,
þar sem skúrarnir eru á bak við Bæjarins bestu. Hótel
verður rekið í húsinu og aðliggjandi byggingum.
Snurfusað Verið er að fjarlægja hráefnisþró og bragga við
gömlu fiskimjölsverksmiðjuna í Örfirisey.
20 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. MAÍ 2014
Nýsköpunarfyrirtækið Kerecis hef-
ur samið við Icepharma um mark-
aðssetningu, sölu og dreifingu á
vörum fyrirtækisins. Kerecis, sem
er með höfuðstöðvar á Ísafirði,
framleiðir MariGen Omega3-
stoðefni og MariCell Omega3-krem
og kemur fram í fréttatilkynningu
að fyrirtækið hafi náð góðum ár-
angri í þróun á lækningavörum sem
byggist á hagnýtingu á próteinum
og fitusýrum úr fiski. MariGen
Omega3 er stoðefni til meðhöndl-
unar á þrálátum sárum. Fram kem-
ur að næstu kynslóðar tækni fyrir-
tækisins mun m.a. innihalda lifandi
frumur og er markmiðið að nota þá
tækni til meðhöndlunar á þrálátum
sárum og meðhöndlunar og jafnvel
uppbyggingar á sködduðum líf-
færum. Þá er unnið að þróun á stoð-
efnum til viðgerðar á kviðsliti, end-
ursköpun á brjóstum eftir brottnám
vegna krabbameins o.fl.
Margrét Guðmundsdóttir, forstjóri Iceph-
arma og dr. Baldur Tumi Baldursson húð-
sjúkdómalæknir, einn stofnenda Kerecis.
Semja um sölu á
lækningavörum
STUTT
„Menningar-
arfur er mark-
aðsvara –
vægi safna,
sýninga og
sögu í ferða-
þjónustu,“ er
yfirskrift mál-
þings Sam-
taka um sögu-
ferðaþjónustu
sem haldin verður í Þjóðminjasafn-
inu í dag, föstudag, kl. 13-17.30.
Fyrirlesarar eru úr röðum samtak-
anna, frá Íslandsstofu, Handverki
og hönnun auk íslenskufræðings og
sagnfræðings. Ákveðið hefur verið
að útvíkka samtökin þannig að allir
sem vinna með sögu og menningar-
arf í tengslum við ferðaþjónustu
geta sótt um aðild.
Menningararfur
er markaðsvara
Handrit Sagan er not-
uð í ferðaþjónustu.
Kynning fer fram á starfsemi Borg-
arbókasafnsins á víetnömsku á
morgun, laugardag, kl. 13. Sam-
kvæmt upplýsingum safnsins býður
það reglulega upp á kynningu á
starfsemi safnsins á ýmsum tungu-
málum í samstarfi við einstaklinga
og félög innflytjenda á landinu. Á
meðan fullorðnir fá leiðsögn um
safnið og upplýsingar um starfsemi
þess á víetnömsku er boðið upp á
sögustund og leiki fyrir börnin.
Kynna Borgarbóka-
safnið á víetnömsku
SPORTÍS
MÖRKIN 6 108 REYKJAVÍK S:520-1000 SPORTIS.IS