Morgunblaðið - 29.05.2014, Side 4
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. MAÍ 2014
Stangarhyl 1a, 110 R • S:5678030
www.rj.is
testo
hitamyndavélar
Við mat á ástandi bygginga
eða lagna, hættu á myglu,
við eftirlit og bilanagreiningu
á vélum og rafbúnaði.
www.rj.is
We measure it.
Veggmyndir úr koparvír eftir Sig-
urjón Ólafsson sem prýða húsakynni
Arion banka í Austurstræti 5, verða
fluttar og hengdar upp í höf-
uðstöðvum bankans í Borgartúni 19 í
sumar.
Minjastofnun Íslands ákvað í sam-
ráði við eigendur húsnæðisins og
handhafa höfundarréttar Sigurjóns
Ólafssonar að veggmyndirnar yrðu
fluttar í annað húsnæði í eigu bank-
ans. Þetta var gert í samráði við
húsafriðunarnefnd. Ástæðan er sú
að útibú Arion banka í Austurstræti
og við Hlemm sameinast í nýju
útibúi í Borgartúni 18, hinn 12 júní
nk. Þann 11. júní, verður Arion
banka í Austurstræti og við Hlemm
lokað að því undanskildu að boðið
verður upp á þjónustu gjaldkera á
Hlemmi fram til 8. ágúst að því er
fram kemur í tilkynningu bankans.
Engin breyting verður á fjölda
starfsmanna í nýja sameinaða úti-
búinu en þeir verða 36 talsins. Nýja
útibúið mun bæði þjóna ein-
staklingum og fyrirtækjum. Þar
verða hraðbankar sem bjóða upp á
fjölbreyttari aðgerðir en áður. thor-
unn@mbl.is
Morgunblaðið/Golli
Listaverk Veggmyndir úr koparvír eftir Sigurjón Ólafsson sem prýða húsakynni Arion banka í Austurstræti 5,
verða fluttar, þegar útibúið lokar 11. júní nk. Þær verða hengdar upp í höfuðstöðvum bankans í Borgartúni 19.
Veggmyndir fluttar
Arion banki í Austurstræti 5 og við Hlemm sameinast í
nýju útibúi í Borgartúni Minjastofnun samþykkti flutning
Anna Lilja Þórisdóttir
annalilja@mbl.is
Dýralæknar fást í auknum mæli við
aðskilnaðarkvíða hjá gæludýrum,
einkum hundum. Algeng meðferð er
atferlismeðferð
og lyfjameðferð,
þar sem dýrið fær
kvíðastillandi lyf.
Dýralæknir segir
atferlisvanda
gæludýra vaxandi
grein innan dýra-
læknisfræðinnar.
„Hundar eru
miklar fé-
lagsverur og það
er þeim óeðlilegt
að vera einir,“ segir Hanna María
Arnórsdóttir, dýralæknir á Dýra-
spítalanum í Garðabæ. „Þegar eig-
andinn fer að heiman á morgnana
getur hundurinn fundið fyrir sárum
söknuði, jafnvel angist. Sumir fást
við það með því að slaka á, en mun
fleiri verða virkilega hræddir, eiga
erfitt með að vera einir og fá alvar-
legt kvíðakast. Til þess að hægt sé að
fást við vandann þarf stundum að ná
geðshræringunni niður með lyfjum.“
Tengist hvorki aldri né tegund
Þegar grunur leikur á því að hund-
ur þjáist af aðskilnaðarkvíða eru
hagir hans kannaðir, m.a. hversu
mikið hann er hreyfður og fylltur er
út spurningalisti til að greina dag-
lega hegðun hundsins. Komi í ljós að
hundurinn sýni oft hegðun á borð við
að elta eigandann um allt og sýna
óviðeigandi atferli þegar hann er
einn heima, sé næsta skref að ákveða
meðferð. Hanna María segir að að-
skilnaðarkvíði sé hvorki bundinn við
tegund né aldur hunda.
Lyfjameðferð af þessum toga var-
ir að lágmarki í 6-8 mánuði og sam-
hliða henni er dýrið í atferlisþjálfun
þar sem tekist er á við vandann.
Sjaldgæft er að lyfjameðferðin
standi yfir í mörg ár, þó er það til.
Hanna María segir að hundaeig-
endur leiti talsvert á dýraspítalann
með vanda af þessum toga. Það hafi
aukist, en hafa beri í huga að hunda-
eign hafi líka aukist á undanförnum
árum. „Flest fólk hugsar mjög vel
um hundana sína. Sumum finnst
kjánalegt að gefa hundi kvíðastill-
andi lyf, en myndu ekki flestir gefa
hundinum sínum lyf ef hann væri
með sykursýki eða sýkingu? Hér er-
um við að tala um hunda sem eru
veikir af kvíða. Þetta eru engar
galdrapillur sem breyta hundinum,
en þær hjálpa honum við að tileinka
sér heilbrigðara atferli,“ segir
Hanna María.
Hundum lógað vegna hegðunar
Hún segir að atferlisvandi sé
helsta ástæðan í heiminum fyrir því
að hundum er lógað, þannig að mik-
ilvægt sé að vinna í því, komi upp
vandamál með hegðun hunda. „Sem
betur fer verða sífellt fleiri meðvit-
aðir um þá hjálp sem hægt er að fá
hjá dýralæknum og dýraatferlis-
fræðingum sem beita jákvæðum að-
ferðum og með því að gefa lyf. Hug-
arfar fólks varðandi gæludýr hefur
breyst heilmikið, en oft leitar það
ekki aðstoðar fyrr en hegðunin hefur
gengið býsna langt.“
Hundar þjást af
aðskilnaðarkvíða
Atferlisvandi gæludýra er vaxandi
fræðigrein Dýrin fá kvíðastillandi lyf
Morgunblaðið/Sverrir
Hvutti Aðskilnaðarkvíði getur þjáð
hunda, að sögn dýralæknis.
Hanna María
Arnórsdóttir
Aðskilnaðarkvíði gæludýra á sér
ýmsar birtingarmyndir, að sögn
Hönnu Maríu. Algengt er að
hundar gangi örna sinna á heim-
ilinu. „Sumir skemma hluti, gelta
mikið eða væla. Þeir elta eigand-
ann út um allt og væla þegar hann
fer á klósettið eða inn í lokað her-
bergi. Hjá köttum kemur þetta oft
út með því að þeir pissa á ýmsa
staði á heimilinu.“
En fleiri dýrategundir geta sýnt
kvíðaeinkenni. Hanna María nefnir
dæmi um stóran
páfagauk sem er-
lendur kollegi
hennar með-
höndlaði, en fugl-
inn var þunglynd-
ur og sýndi
áráttuhegðun,
reif m.a. af sér
fjaðrirnar. „Ég þekki engin slík
dæmi hér, enda fáir slíkir fuglar
hér á landi, en þessi fugl fékk lyf,“
segir Hanna María.
Þunglyndur páfagaukur
ÝMSAR BIRTINGARMYNDIR AÐSKILNAÐARKVÍÐA GÆLUDÝRA
Kristján H. Johannessen
khj@mbl.is
„Þetta er eins og við áttum von á og
því fögnum við þessari niðurstöðu
sem er skjólstæðingum okkar hag-
felld,“ segir Skúli Sveinsson lögmað-
ur hjá Lögvernd og vísar í máli sínu
til niðurstöðu Persónuverndar um að
varðveisla Vodafone á smáskilaboð-
um hafi ekki samrýmst lögum um
persónuvernd og meðferð persónu-
upplýsinga. Skúli undirbýr nú mál-
sókn á hendur Vodafone fyrir hönd
skjólstæðinga sinna sem aðild eiga að
málsóknarfélagi sem stofnað var um
miðjan febrúar síðastliðinn.
Hefur Persónuvernd nú úrskurðað
í sjö málum sem kærð voru til stofn-
unarinnar vegna leka á persónuupp-
lýsingum frá Vodafone þann 30. nóv-
ember 2013. En málin snúast um
smáskilaboð sem tölvuhakkari komst
yfir þegar hann gerði árás á tölvu-
kerfi Vodafone. Segist hakkarinn
hafa náð persónuupplýsingum, þar á
meðal voru notendanöfn og smáskila-
boð, um sjötíu þúsund notenda hér á
landi. Í kjölfarið birti hann svo upp-
lýsingarnar á netinu.
„Liggur fyrir að sms-skilaboðin
vistuðust sjálfkrafa á þjónustusvæði
á vefsíðu Vodafone nema afhakað
væri við reit um vistun gagna,“ segir
í einum úrskurði Persónuverndar en
kvartað var yfir að smáskilaboðin
hefðu verið orðin eldri en sex mánaða
og að því hefði fyrirtækinu verið
skylt að eyða þeim. Hins vegar bentu
lögmenn Vodafone m.a. á að hin
stolnu skilaboð voru vistuð í skeyta-
sögu og að mjög auðvelt hafi verið að
eyða þeim stæði vilji notanda til þess.
Styttist í málshöfðun
Aðspurður segir Skúli senn líða að
málshöfðun. Nú sé fyrst og fremst
beðið eftir því að Póst- og fjarskipta-
stofnun ljúki sínum hluta málsins auk
þess sem verið sé að safna enn fleir-
um í félagið. „Undirbúningur gengur
samkvæmt áætlun og hvet ég alla þá
sem orðið hafa fyrir tjóni eða óþæg-
indum af þessu að ganga í [málsókn-
ar]félagið og sækja sinn bótarétt. Við
gerum ráð fyrir því að bótakrafan,
sem við komum til með að gera fyrir
hinn venjulega notanda, verði á
bilinu 300 til 500.000 krónur,“ segir
Skúli.
Varðveisla smáskila-
boða brot gegn lögum
Bótakröfur einstaklinga gætu hljóðað upp á hálfa milljón
Morgunblaðið/Ómar
Tölvuárás Ráðist var á vef Voda-
fone í fyrra og upplýsingum stolið.
„Það er skýr stefna okkar að á
spítalanum ríki launajöfnuður.
Annað er ekki ásættanlegt af okk-
ar hálfu,“ segir Bryndís Hlöðvers-
dóttir, starfsmannastjóri Land-
spítalans, LSH, en í
jafnréttisáætlun spítalans kemur
m.a. fram að karlar sem starfa á
spítalanum hafi fengið hærri laun
en konur í sjö af fjölmennustu
stéttarfélögunum sem þar starfa.
Um þetta var fjallað í Morg-
unblaðinu í gær og þar kom m.a.
fram að mestur var munurinn hjá
læknum þar sem konur voru með
80% af grunnlaunum karlkyns
lækna og 60% af
yfirvinnulaunum
þeirra.
Bryndís segir
að muninn á
launum lækna
megi að hluta til
útskýra með því
að fleiri eldri
læknar séu karl-
ar. „80% yf-
irlækna eru
karlar og það er að hluta til vegna
þess að karlkyns læknar eru al-
mennt með lengri starfsaldur en
konur. En undanfarin fimm ár
hafa kynjahlutföll nýráðinna yf-
irlækna verið jöfn og í dag eru
fleiri konur en karlar ráðnar sem
læknar á Landpítalanum,“ segir
Bryndís.
Hún segir hægt að útskýra
hluta launamunarins, annað sé
ekki hægt að útskýra með góðu
móti og það verði nú skoðað. Áð-
urnefnd jafnréttisáætlun var unn-
in af jafnréttisnefnd spítalans og
verður hún efld frekar. „Við mun-
um ráða starfsmann, sem mun
m.a. rýna betur í þessar tölur og í
framhaldinu leitum við leiða til úr-
bóta.“ annalilja@mbl.is
Launamisrétti ekki ásættanlegt
Bryndís
Hlöðversdóttir
Munu rýna í tölurnar og því næst leita leiða til úrbóta