Morgunblaðið - 29.05.2014, Side 11
Af vef setursins
Skrímslasetrið Á Bíldudal fer hátíðin fram í kringum Skrímslasetrið og þar sem allt getur gerst þessa daga í júní
ætti ekki að koma neinum á óvart að eins og eitt skrímsli ræki hausinn upp úr Arnarfirðinum.
Bíldudalur og gufan
Hvernig ætli Bíldudalur sem
slíkur tengist gufupönkinu? Bærinn
sjálfur tengist því ekki með beinum
hætti en að sögn Ingimars bjó þar
merkur kaupsýslumaður í kringum
aldamótin 1900 og hét hann Pétur
Thorsteinsson. Pétur mun hafa ver-
ið afar framúrstefnulegur í verk-
efnum sínum. „Hann byggði hér
hús og járnbrautarteina og var
með sinn eigin gjaldmiðil og flutti
út fisk beint frá Bíldudal til Portú-
gal og Spánar. Á þessum tíma var
mikill uppgangur og bjó hér fjöldi
fólks. Árið 1918 var sett upp raf-
stöð og skipin svo mörg að þau
voru eins og skógur á voginum, svo
mikið var athafnalífið,“ segir Ingi-
mar um þennan sérstaka bæ,
Bíldudal. Þó mun gufupönkhátíðin,
eða Ævintýrahátíðin eins og hún
kallast, ekki einskorðast við Bíldu-
dal. „Þá breytist öll Vesturbyggð,
Patreksfjörður, Barðaströnd og
Bíldudalur í ævintýralandið Bíldal-
íu. Við verðum með landamæra-
vörslu þar sem seld verða vegabréf
á hátíðina. Landamæraverðirnir
verða í gufupönkuðum herbúning-
um og við erum búin að fá fána
sem við munum dreifa um svæðið.
Tilfinningin verður sú að þú sért að
koma inn í annað land og í þessu
landi getur í rauninni allt gerst því
hér eru ævintýrin,“ segir skrímsla-
setursstjórinn sem jafnframt er
konungur Bíldalíu.
Þar sem allt getur gerst ættu
gestir hátíðarinnar ekki að kippa
sér upp við það ef rauðfext skrímsli
styngi hausnum upp úr sjónum eða
ef furðuför flygju yfir.
„Hingað koma alla vega álfar
og alls kyns kynjaverur,“ segir
hann.
Á Bíldudal fer hátíðin öll fram
í kringum Skrímslasetrið sem
margir þekkja. Setrið er í gömlu
iðnaðarhúsnæði sem búið er að
gera vandlega upp en í húsinu voru
áður framleiddar Bíldudals grænar
baunir. Setrið var formlega opnað
sumarið 2009 og hefur laðað að
fjölda gesta, innlenda sem erlenda.
Á túninu við setrið verður
bryddað upp á ýmsu í tilefni gufu-
pönkhátíðar. Meðal annars verður
þar gufupönkmarkaður, sirkus og
síðast en ekki síst viðundrasýning
(e. freak show). „Elfar Logi Hann-
esson og Kómedíuleikhúsið sýna
verkið Skrímslafræðinginn. Elfar
Logi ætlar að útskýra skrímslin.
Hljómsveitin Skuggamyndir frá
Býsans ætlar að spila hér og þar
yfir daginn. Sirkus, sígaunar og
balkantónlist fara vel saman,“ segir
Ingimar Oddsson sem mun taka vel
á móti gestum Bíldalíu í hlutverki
sínu á gufupönkhátíðinni í lok júní-
mánaðar. Viðburðinn má finna á
Facebook undir Steampunk Ice-
land.
Ljósmynd/Mdm. Paquette
Gufupönk Ingimar Oddsson í loftfari framtíðarinnar úr fortíðinni. Þá er
ekki verra að vera uppábúinn og tilbúinn að takast á við ævintýrin.
Á túninu við setrið verð-
ur bryddað upp á ýmsu í
tilefni gufupönkhátíðar.
Meðal annars verður
þar gufupönkmarkaður,
sirkus og síðast en ekki
síst viðundrasýning,
sem á ensku kallast
freak show.
DAGLEGT LÍF 11
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. MAÍ 2014
Glæsilegt úrval af sundfatnaði
Bláu húsin v/Faxafen • Sími 553 7355
www.selena.is • Póstsendum
Næg bílastæði • Vertu vinur á Facebook