Morgunblaðið - 29.05.2014, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 29.05.2014, Qupperneq 12
12 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. MAÍ 2014 E N N E M M / N M 6 2 9 0 7 Business or pleasure? Skiptir ekki máli Með Ferðapakka Símans nýturðu úrvalskjara á símaþjónustu þegar þú ferðast um Evrópu og Bandaríkin. Lauflétt er að sækja um Ferðapakkann. Sendu textann „Ferðapakki“ í númerið 1900 og Ferðapakkinn virkjast um leið og þú ert kominn í viðkomandi land. SMS skeytið er viðskiptavinum að kostnaðarlausu. Mínúturnar eru ódýrari, þú greiðir 0 kr. fyrir móttekin símtöl og daggjald aðeins þá daga sem þú notar þjónustuna. siminn.is Sterkara samband við Bandaríkin með Ferðapakka 490 kr. 990 kr. Daggjald í Evrópu Daggjald í Bandaríkjunum Hringd símtöl Móttekin símtöl SMS MB 5 kr. mín. 0 kr. 0 kr. 25 kr. / MB Ferðapakki BAKSVIÐ Baldur Arnarson baldura@mbl.is Hlutdeild Íbúðalánasjóðs (ÍLS) í nýjum íbúðalánum mun að óbreyttu minnka enn frekar í ár vegna tak- markana á hámarksútlánum hans. Eins og hér er sýnt á grafi námu ný íbúðalán hjá ÍLS á fyrstu fjórum mánuðum ársins aðeins 2 milljörð- um. Samkvæmt upplýsingum frá Seðlabanka Íslands voru veitt ný íbúðalán fyrir tæpa 7,4 milljarða á fyrstu þremur mánuðum ársins. ÍLS lánaði þá 1,7 milljarða og var hlutur sjóðsins því um 23% á fyrsta árs- fjórðungi. Það er svipað hlutfall og í fyrra þegar ný útlán hjá sjóðnum voru samtals um 13,4 milljarðar. Til samanburðar var sjóðurinn með 768 milljarða útistandi íbúðalán um ára- mótin, sem var um 57% hlutdeild. Lagt var til að sjóðurinn yrði lagð- ur niður í núverandi mynd í skýrslu verkefnisstjórnar um framtíðarskip- an húsnæðismála. Vinsældir verð- tryggðra lána valda því hins vegar að sjóðurinn heldur hlutfalli sínu af nýj- um útlánum milli ára. Það gæti hins vegar breyst hratt næstu mánuði. Sigurður Erlingsson, forstjóri Íbúðalánasjóðs, segir það veikja samkeppnisstöðu sjóðsins að há- markslánsfjárhæð skuli ekki hafa hækkað í takt við hækkandi raun- verð fasteigna. Þessi þróun styrki markaðsstöðu bankanna. Samkvæmt lögum um störf sjóðs- ins veitir hann að hámarki 20 millj- óna lán, að frádregnum lánum á fyrri veðréttum. Lánað er fyrir allt að 80% af kaupverði með verðtryggðum jafngreiðslulánum til allt að 40 ára. „Nær engar líkur“ á aukningu Sigurður segir það líka hamla sjóðnum að bjóða aðeins verðtryggð lán. Því séu „nær engar líkur á því“ að útlán sjóðsins í ár verði umtals- vert meiri en í fyrra. „Eftirspurnin er nokkuð stöðug. Ef eitthvað er, fer hún minnkandi,“ segir Sigurður. Að mati Oddgeirs Á. Ottesen, aðalhagfræðings IFS Greiningar, mun það ýta Íbúðalánasjóði út af markaðnum ef hámarkslánin verða ekki hækkuð. Útlit sé fyrir meiri verðbólgu á næsta ári. Því muni há- markslán sjóðsins dragast enn frek- ar aftur úr verðlagsþróun. Þá telur Oddgeir hættu á að nýir lántakendur hjá sjóðnum verði hrakval. „Ef bank- arnir bjóða betri kjör en Íbúðalána- sjóður en eru með strangari útlána- skilyrði, þá munu þeir sem kjósa að fara til ÍLS verða þeir sem gátu ekki fengið lán í bönkum. Það má nefna hrakval. Sjóðurinn fær verstu lán- takendurna. Lán Íbúðalánasjóðs með föstum vöxtum út líftímann eru þó ekki alveg sambærileg við fast- eignalán bankanna, sem eru með fasta vexti í að hámarki fimm ár.“ Ásgeir Jónsson, lektor í hagfræði við Háskóla Íslands, bendir aðspurð- ur á að hlutdeild Íbúðalánasjóðs á íbúðamarkaði geti breyst hratt verði ný útlán áfram jafn lítil hjá sjóðnum. Hlutdeild sjóðsins hafi breyst mikið á árunum 2004-2006, þegar bankarn- ir hófu innreið sína á markaðinn. Það geti endurtekið sig. Fáir möguleikar í stöðunni Ásgeir telur ÍLS hafa fáa kosti í stöðunni. Uppgreiðsluvandi sjóðsins geti magnast um leið og viðskipti á fasteignamarkaði fara að glæðast. Sjóðurinn bjóði lakari vaxtakjör en bankarnir og hafi því ekki lengur verið fyrsta val hjá lántakendum. „Eins og kom skýrt fram í rann- sóknarskýrslunni um Íbúðalánasjóð þá er fjármögnun sjóðsins föst í því háa vaxtastigi er ríkti hérlendis fyrir hrun þar sem útgefin skuldabréf sjóðsins eru óuppgreiðanleg. Það er því erfitt fyrir sjóðinn að lána út með kjörum sem byggja á þessari óhag- stæðu fjármögnun og halda jákvæð- um vaxtamun. Til að mynda er mjög óhægt fyrir sjóðinn að bregðast við ef hann verður fyrir uppgreiðslum og koma peningum aftur í vinnu. Miðað við núverandi stöðu byggist framtíð Íbúðalánasjóðs á því að lang- tímavextir hækki og bæti þannig samkeppnisstöðu sjóðsins. Þá er það einnig svo að markaðsvirði skulda- bréfa sjóðsins hækkar eða lækkar eftir ávöxtunarkröfu á markaðnum. Lækkun kröfunnar á síðustu árum hefur leitt til þess að skuldir sjóðsins hafa hækkað langt umfram eignir og sett hann í gríðarlegan vanda. Seðlabankinn liggur á rúmlega 100 milljörðum af KB íbúðabréfum sem gætu hækkað langtímakröfuna ef þau væru sett á markað og breytt forsendum bankanna til að bjóða löng, verðtryggð íbúðalán. Það gæti styrkt stöðu sjóðsins.“ Ásgeir telur það undirstrika slæma stöðu sjóðsins að hann sé ekki að sækja í sig veðrið í nýjum útlánum það sem af er ári, á tímabili þegar fasteignamarkaður er að taka við sér. Útlit sé fyrir frekari hækkun raunverðs fasteigna og á þannig tímabilum séu bankar viljugir til að lána. „Þetta er því rétti tíminn til að taka meiriháttar ákvarðanir um framtíð sjóðsins,“ segir Ásgeir sem telur, líkt og Oddgeir, að hætta sé á hrakvali í nýjum viðskiptamanna- hópi hjá Íbúðalánasjóði. Þrengir að Íbúðalánasjóði  Forstjóri Íbúðalánasjóðs segir reglur um 20 milljóna hámarkslán sjóðsins veikja samkeppnisstöðuna  Minnkar að óbreyttu hlutdeild sjóðsins  Hagfræðingur telur hættu á hrakvali í viðskiptahópi ÍLS Morgunblaðið/Sigurður Bogi Þúsund eignir Forstjóri ÍLS segir áform um að selja 1.000 eignir í eigu sjóðsins á þessu ári á áætlun. Söluáætlun fyrir 2015 liggur ekki fyrir. Ný útlán hjá Íbúðalánasjóði Skipting eftir ársfjórðungum, 2009 til 2014* *Í milljörðum króna. Tölur fyrir annan ársfjórðung 2014 vísa til aprílmánaðar. Heilmild: Íbúðalánasjóður 9 8 7 6 5 4 3 2 1 0 2009 2010 2011 2012 2013 2014 1. Ársfjórðungur 2. Ársfjórðungur 3. Ársfjórðungur 4. Ársfjórðungur 9,4 8,0 6,9 6,8 5,2 8,4 5,8 6,96,7 3,7 4,03,9 2,92,7 3,1 1,7 0,3 4,7 3,7 4,5 6,56,3 Stefnt er að því að selja mest allt íbúðar- húsnæði í eigu Hildu, dótturfélags Eignasafns Seðlabanka Íslands, á næstu 18 mánuðum. Við síðustu mánaðamót áttu Hilda og dótturfélög um 230 íbúðir og voru þar af 30 í út- leigu. Um 90 íbúðir voru ófull- búnar og er búið að samþykkja tilboð í 20 þeirra. Gert er ráð fyrir að selja um 100 íbúðir á næstu 18 mánuðum, að sögn Birgis Birgissonar, fram- kvæmdastjóra Hildu, sem bend- ir á að í eignasafni Hildu sé einnig að finna um 100 eignir sem flokkist undir atvinnu- húsnæði og tæplega 40 bygg- ingarlóðir, auk sumarhúsalóða. Gert sé ráð fyrir að úrvinnsla eignasafns Hildu taki 3 til 5 ár. Hilda fer með eignir sem voru í eigu SPRON og Frjálsa fjárfest- ingarbankans. Meðal slíkra eigna í eigu Hildu eru 11 fokheld raðhús í Þingavaði í Norðlinga- holti í Reykjavík sem Hilda hef- ur fengið samþykkt tilboð í. Þá áformar Hilda sölu 12 raðhúsa í sömu götu í sumar en sex þeirra eru fullbúin og nú í útleigu. Þá átti Hilda 7 fokheldar íbúðir í fjölbýlishúsi í sama hverfi, sem seldust um daginn. Loks má nefna að Hilda hyggst selja 8 íbúðir í Freyjubrunni í Úlfars- árdal og 8 íbúðir við Vesturgötu í Hafnarfirði. Alls eru þetta 46 eignir en allar voru þær í bygg- ingu þegar hrunið varð. Hilda á um 230 íbúðir DÓTTURFÉLAG SÍ Norðlingaholt
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.