Morgunblaðið - 29.05.2014, Síða 20

Morgunblaðið - 29.05.2014, Síða 20
20 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. MAÍ 2014 þjóðlegt gómsætt og gott alla daga www.flatkaka.is Gríptu með úr næstu verslun k ÖkugerÐ hp kom til landsins árið 1947. Hún var til að byrja með gerð út frá Reykja- vík og hafði einkennisstafina RE 95, en varð AK 77 þegar Bæjarútgerð Akraness eignaðist skipið. Umfangsmiklar breytingar og fjárhagserfiðleikar Fyrir um 50 árum þótti skipið of gamalt og Færeyingar keyptu það, en fengu ekki innflutningsleyfi fyrir togaranum á þeim tíma. Skipinu var því skilað aftur til Íslands og lagt í Hvalfirði, að því er fram kom á vefnum togarar.123.is í fyrra. Skipið var síðar selt til Noregs og fór það- an vestur um haf. Það hefur meðal annars borið nöfnin Petrel V, Cape Harrison og nú Caledonia og gegnt ýmsum verkefnum sem fiskiskip, rannsóknaskip og seglskúta, en fer- ill þess liggur ekki nákvæmlega fyr- ir. Í byrjun árs 2008 lauk umfangs- miklum breytingum á skipinu og er það vart þekkjanlegt frá því að það kom til Íslands á sínum tíma. Breyt- ingunum fylgdu fjárhagserfiðleikar útgerðar og minna varð úr sigl- ingum en ráð var fyrir gert. Skipið hefur um skeið verið til sölu. Á sumrin átti að gera út á ferðir frá austurströnd Kanada, en á vet- urna í Karíbahafinu. Þess vegna um öll heimsins höf. Skipið er 75 metra langt og er gert ráð fyrir 70 farþeg- um og 21 í áhöfn. Ekki þarf að taka fram að allur aðbúnaður um borð er hinn glæsilegasti. „Það væri ekki amalegt að sigla á henni um Karíbahafið,“ segir Magn- ús Örn og lætur sig dreyma. „Skipið hefur víða farið og saga þess er ótrúlegt ævintýri. Hún ber sig vel undir fullum seglum, hámöstruð og falleg. Ég er viss um að hún fer vel í sjó því seglin róa svona skip og svo er gott stál í skipinu og góð ballest. Það hefur verið mikið lagt í það og núna er talsverður lúxus um borð.“ Of kulvís til að vera á dekki Hverfum tæp sextíu ár til baka, en í september 1954 var Magnús Örn fyrst skráður á Akurey AK, þá 16 ára gamall, og var á skipinu í tvö ár. Síðar leysti hann nokkrum sinn- um af um borð, en þar með lauk sögu hans á síðutogurum. Hann lauk vélstjóranámi og skiptist starfsferillinn nokkurn veginn í 30 ár á sjó, mest á flutningskipum, og 30 ár í vélsmiðjum í landi. Auk þess rak hann í nokkur ár reiðhjólaverk- stæðið Borgarhjól við Hverfisgötu. „Í fyrsta túrnum á Akureynni fórum við á Jónsmið við Austur- Grænland, en svo vorum við bara á þessum hefðbundnu togaramiðum allt í kringum landið, mest út af Vestfjörðum,“ segir Magnús Örn. „Við vorum á karfa við Vestur-- Grænland og ég komst í afleysingu á karfa við Nýfundnaland, en þá var ég að læra til vélstjóra og vann í smiðju í landi. Ég var alltaf í vél- inni, fyrst sem kyndari eða spíssari og við sáum um ketilinn og að halda dampi á gufuvélinni. Á dekki var ég aldrei, því ég er alltof kulvís til þess.“ Margar kempur á togurunum „Á þessum árum fóru togararnir mikið í salttúra á miðin við Vestur-Grænland og voru upp í 90 daga í túrnum, en ég fór aldrei í saltið. Það var alls ekki alltaf mok- veiði eins og gjarnan er sagt frá í sögum af sjónum. Stundum var þó alveg ótrúlegt hvað fiskaðist og það er lygilegt að menn fylltu skipin stundum á 2-3 sólarhringum, 320- 330 tonn. Það voru margar kempur á þessum skipum sem lentu í ýmsu, en sjálfur kynntist ég aldrei ísingu Gleyma aldrei bátunum sínum  Var kyndari á síðutogaranum Akurey fyrir 60 árum  Rak í rogastans þegar hann sá mynd af skipinu sem nú er glæsiskúta í Kanada  „Væri ekki amalegt að sigla á henni um Karíbahafið“ Ljósmynd/Shipfax/Mac Mackay Caledonia Seglum þöndum siglir gamli skrokkurinn undir kanadísku flaggi. Ljósmynd/Ólafur Árnason Akurey AK 77 Komið með fullfermi af karfa af Grænlandsmiðum til Akraness fyrir tæplega 60 árum. SVIÐSLJÓS Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is „Sjómenn gleyma aldrei bátunum sínum, það er klárt mál,“ segir Magnús Örn Óskarsson, vélstjóri til sjós og lands í 60 ár. Árið 1954 réðst hann sem kyndari eða spíssari á síðutogarann Akurey frá Akranesi og allar götur síðan hefur hann fylgst með skipinu og staldrað við þegar hann hefur séð myndir eða fréttir af því. Ekki er ofsögum sagt að hann hafi rekið í rogastans þegar hann fyrir nokkrum árum sá að gamla Akureyin, smíðuð árið 1947, var enn á floti, nú gerð út frá Kan- ada sem skemmtiferðaskúta. Skipið ber nú nafnið Caledonia og er sennilega elsti síðutogari Íslendinga sem enn er á floti. Akurey var smíðuð í Englandi og Andri Karl andri@mbl.is Sérstakur saksóknari krafðist þess við aðalmeðferð BK-44-málsins fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í gær að Símon Sigvaldason, dómari málsins, dæmi þá Birki Kristinsson, Elmar Svavarsson og Jóhannes Baldursson í fimm ára fangelsi. Þá krafðist hann þess að Magnús Arnar Arngrímsson verði dæmdur í fjögurra ára fangelsi. Ástæðan er viðskipti á milli eign- arhaldsfélagsins BK-44 og Glitnis banka en þar störfuðu þeir allir. Ákæruatriðin snúa að 3,8 millj- arða lánveitingu Glitnis banka til BK-44 í nóvember 2007 en pening- arnir voru notaðir til kaupa 150 millj- ón hluta í bankanum. Bréfin lækk- uðu en lánið hækkaði vegna vaxta, engu að síður voru bréfin seld þann- ig að félagið kom skaðlaust út úr við- skiptunum en Glitnir tapaði tveimur milljörðum. Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, sagði ljóst að þessir fjór- ir menn hefðu staðið að lánveiting- unni og uppgjörinu. Það byggir hann á fyrirliggjandi gögnum, sem eru þó frekar rýr, enda eru engin gögn um að lánabeiðni hafi verið útbúin, að fjallað hafi verið um málið í áhættu- nefnd, samið um lánakjör eða trygg- ingar. Er það enda helsta vörn tveggja sakborninga, að þeir tengist málinu eiginlega bara ekkert. Fór framhjá öllum Að aðalmeðferðinni lokinni stend- ur upp úr að hægt hafi verið að kaupa um eitt prósent hluta í Glitni banka í nóvember 2007 (BK-44 varð sextándi stærsti hluthafi í bank- anum) án þess að nokkur veitti því sérstaka athygli. Grunnt er á gögn- um og enginn fyrrverandi starfs- manna bankans, eða núverandi Ís- landsbanka, virðist vilja kannast við að hafa heyrt af þessum viðskiptum. Burtséð frá ákærðu í málinu þá var til dæmis tekin skýrsla af þáver- andi ritara áhættunefndar. Hann fékk tölvupóst um lánveitinguna sama dag og hún var samþykkt en veitti honum ekki athygli. Sjálfur viðurkenndi hann að hafa haft ákveð- ið eftirlitshlutverk í áhættunefnd. Hann var spurður að því hvort sala á 1% hlut í bankanum hefði getað farið framhjá honum. „Það getur vel ver- ið,“ sagði hann. Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, fór um víðan völl í ræðu Vill Glitnismenn í áralangt fangelsi  Verjendur segja kröfuna fráleita
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.