Morgunblaðið - 29.05.2014, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 29.05.2014, Qupperneq 22
VIÐTAL Guðni Einarsson gudni@mbl.is „Ísland er það land í heiminum sem breytist örast,“ sagði Oddur Sigurðs- son, jarðfræðingur og sérfræðingur á sviði jöklafræði hjá Veðurstofu Ís- lands. „Ísland er öðruvísi en flest önnur lönd. Það er að miklu leyti vegna þess að landið er hluti af sjáv- arbotni en ekki meginlandi. Það eru afar fá lönd í heiminum, og ekkert jafn stórt og Ísland, sem eru sjáv- arbotn. Ísland er stærsta úthafseyja heims í þeim skilningi.“ Oddur hefur lagt sig fram um að skrá síbreytilega ásýnd landsins sem enn er í mótun. Hann hefur tekið marga tugi þúsunda ljósmynda á löngu árabili sem sýna hopandi jökla, eldgos, flóð og skriðuföll. Myndirnar eru einstök heimild um ólífræna nátt- úru Ísland. Grundvöllur að gagnsemi Nýlega undirrituðu Oddur og Árni Snorrason, forstjóri Veðurstofunnar, samning um varðveislu, skráningu og notkun á náttúrumyndasafni Odds. Veðurstofan mun varðveita safnið og veita aðgang að því að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Áætlað er að safnið sem afhent verður geymi um 55 þúsund ljósmyndir. Auk þess hef- ur Oddur tekið tugi þúsunda mynda af öðrum myndefnum. Elstu skráðu myndirnar í safni Odds eru frá árunum 1966-1967. Þá var hann háskólanemi í Uppsölum í Svíþjóð og hafði keypt notaða mynda- vél af frænda sínum. Upphafið að ljósmyndun Odds tengdist því að hann fór að sýna myndir frá Íslandi úti í Svíþjóð. Því framtaki var mjög vel tekið. „Ég tek ekki myndir sem ljós- myndari heldur sem uppfræðari. Ég tek eiginlega aldrei mynd nema með það í huga að sýna hana einhverjum og segja frá einhverju,“ sagði Oddur. Hann heldur marga fyrirlestra og eru þeir ævinlega byggðir í kringum ljósmyndir. „Þetta var fremur sundurlaust og myndirnar heldur lélegar framan af,“ sagði Oddur. Hann fór að skrá mynd- irnar á árunum 1976-1977. Þá voru innan við 3.000 myndir í safninu. Skráningin er grundvöllurinn að gagnsemi safnsins, að mati Odds. Hún geymir dagsetningu, staðsetn- ingu, myndefni og tæknileg atriði hverrar myndar. Skipulag safnsins er þannig að það tekur Odd innan við mínútu að finna mynd sem hann vantar. Til að byrja með var skráin á spjöldum. Seinna var hún skráð í stafrænan gagnagrunn. Oddur færði skrána í gagnagrunninn og naut m.a. aðstoðar dætra sinna við þá miklu vinnu. Þrívíddarmyndir úr flugvél Oddur kom alkominn heim úr námi 1971 og fór þá að vinna hjá Orku- stofnun við virkjanarannsóknir. Hann tók talsvert af myndum í tengslum við starfið. „Ég komst upp á lag með að taka þrívíddarmyndir, aðallega úr lofti. Ég á tugi þúsunda þrívíddarmynda af landinu,“ sagði Oddur. Hann var ekki með sérstaka myndavél til að taka þrívíddarmynd- irnar. Kanadískur prófessor benti Oddi á að ef tvær myndir eru teknar með sekúndu millibili út um hlið- arglugga á flugvél myndi þær þrí- vídd. Færslan var miklu meiri en milli mannsaugnanna sem olli því að þrívíddarskynið fór upp í um 100 kíló- metra en með berum augum skynjum við aðeins um 10 metra dýpt. „Það er afar lærdómsríkt fyrir jarðfræðinga að skoða landið í þrí- vídd,“ sagði Oddur. Hann notar ein- falda víðsjá (stereoscope) frá Zeiss til að skoða myndirnar. Oddur sagði að þrívíðar ljósmyndir úr venjulegum myndavélum væru orðnar hluti af nú- tíma landmælingum. En hvað er merkilegast við mynda- safnið, að mati Odds? „Ætli það sé ekki skráningin, ef eitthvað er,“ sagði Oddur. „Í sjálfu sér er ég enginn snillingur í ljós- myndun. Ég hef iðulega lent á for- vitnilegum stöðum. Einnig hef ég lagt mig eftir því að fljúga í myndatökur og lent í slagtogi með ljósmyndurum eins og Ragnari Axelssyni, Páli Stef- ánssyni og Ragnari Th. Sigurðssyni og fleiri góðum mönnum.“  Ekkert land í heiminum breytist ör- ar en Ísland  Oddur Sigurðsson, jarð- fræðingur, hefur tekið tugþúsundir mynda af síbreytilegri ásýnd landsins Ljósmyndir/Oddur Sigurðsson Dynjandisvogur Hvassbrýndar eggjar Urðarfjalls gnæfa yfir Dynjandisvogi í Arnarfirði. Fyrir botni hans er fossinn Dynjandi sem einnig hefur verið kallaður Fjallfoss. Fossinn heitir Dynjandi og er það dregið af hljóðinu í fossinum. Grímsvötn Þar gýs oftar en í öðrum eldstöðvum Íslands. Myndin er af eldgosi sem hófst á jólaföstu 1998. Land örra breytinga 22 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. MAÍ 2014  Brynjólfur Þorkelsson Framkvæmdastjóri binni@remax.is Sylvía GWalthersdóttir Löggiltur fasteignasali sylvia@remax.is „...veittu mér framúrskarandi þjónustu í alla staði“ „Katrín heiti ég. Þau hjónin Binni og Sylvía sáu um að selja húsið mitt sumarið 2013 og veittu mér framúrskarandi þjónustu í alla staði. Haldið var opið hús þar sem þau sáu um að bjóða fólkið velkomið og fylgdu opna húsinu svo eftir en það leiddi til sölu sem allir voru sáttir við. Ég mæli hiklaust með þessum sætu hjónum“ 820 8080 Hringdu núna ogpantaðu frítt söluverðmat
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.