Morgunblaðið - 29.05.2014, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 29.05.2014, Qupperneq 24
Kolgrafafjörður á Snæfellsnesi Hjarðarbólsoddi og Kolgrafaoddi kölluðust á yfir Kolgrafafjörð. Nú er búið að tengja saman þessa fallegu náttúrusmíð með brú. Þekkilegur svipurinn verður aldrei samur. Sem kunnugt er hefur brúin verið mikið í fréttum í tengslum við síldardauða í firðinum. Mosi Gróbaukar dýjahnappsins, eða dýjamosans, eru sem perlum stráðir eftir næturþoku á Grímsstöðum á Fjöllum. Dúnurt Dúnurtin treystir vindinum fyrir afkvæmum sínum og hann bregst ekki traustinu og ber fræin á vængjum sínum. Birkikreklar Björkin er tvíkynja. Karlreklarnir hanga en kvenreklar standa sperrtir og bíða eftir frjókornunum. Rýrnun jöklanna á undanförnum ára- tugum er afskaplega áberandi í ásýnd landsins. Oddur hefur farið reglulega á nokkra tiltekna staði og tekið jökla- myndir. Á að minnsta kosti einum stað, við Sólheimajökul, sést ekki lengur jökull þaðan sem Oddur var vanur að taka myndirnar. Jökullinn hopaði úr myndinni! Oddur hefur einnig tekið myndir af mörgum eld- gosum, allt frá Heklugosinu 1970 og þeim sem síðar hafa orðið. Sjón- arhorn Odds er oft annað en annarra ljósmyndara. „Ég hef bæði reynt að komast nær myndefninu og eins fjær því heldur en þorri annarra,“ sagði Oddur. „Ég flýg gjarnan mjög hátt til þess að fá yfirsýn. Ég er forvitinn um stóru myndina. Þetta er unnt vegna þess að loftið yfir Íslandi er oftast svo tært.“ Oddur sagði merkilegt að menn hefðu ekki fundið út eðli Bárð- arbungu í Vatnajökli fyrr en gervi- hnattamyndir sáust af landinu. „Þeg- ar menn sáu fyrstu myndirnar úr gervihnetti áttuðu þeir sig á því að það var svona feiknaleg askja undir jöklinum. Hún blasti við úr geimn- um.“ Af minnisstæðum vatnsflóðum nefndi Oddur flóð sem urðu fyrir jólin 2006 austur á Skeiðum og víðar í Ár- nessýslu og eins á Norðurlandi og í Borgarfirði. Hann vann mikið við að kortleggja þessi flóð. Af skriðuföllum nefndi hann skriðu sem féll 1979 ná- lægt bænum Víðivöllum í Fljótsdal og olli miklu tjóni. Einnig á hann mikið af myndum af berghlaupum, fornum skriðuföllum, víða um land. „Svo tel ég mig eiga myndir af nán- ast öllum jöklum landsins,“ sagði Oddur. „Ég gerði mér far um að telja þá og kortleggja. Þeir reyndust vera um það bil 300.“ Oddur tók m.a. myndir af öllum jöklunum á Trölla- skaga en þeir eru um 160. Oddur tók fyrst myndir á 35 mm filmur. Svo fékk hann sér Mamya 645 myndavél sem tók myndir á 60x45 mm filmur og síðar Fuji 6x9 mynda- vél. Oddur hefur tekið myndir á filmu fram á þennan dag. Hann fékk sér stafræna myndavél fyrst í vetur sem leið. Það er Canon 6D sem er „hóg- vær vél“, að mati Odds, en orðin það góð að skerpan í myndunum jafnast á við 35 mm filmu. „Ég kemst ekki í andlegt samband við stafrænu vélina. Ljósmyndaáhug- inn hefur talsvert dalað við það að fara í stafrænu tæknina. Ég á þó von á að hann glæðist aftur,“ sagði Odd- ur. Hann sagði snúnara að skoða þrí- víddarmyndir úr stafrænni vél en filmuvél. Það þarf nokkur handtök áður en hægt er að setja stafrænu myndirnar í víðsjána. Ekki er búið að skanna filmusafn Odds nema að litlum hluta á stafrænt snið. Hann kvaðst hafa geymt marg- ar filmur vegna heimildagildis þeirra, þar á meðal myndir sem ekki þykja sérstaklega góðar sem ljósmyndir. Þess vegna hefur hann geymt miklu fleiri myndir en aðrir hefðu gert. Oddur sagði að svo virðist sem film- urnar varðveitist mun betur en staf- ræn gögn því stafræn gögn tapist með einu eða öðru móti. Grasygla á engjarós Grasyglukarlinn er með fjaðraða fálmara sem hann skynjar með boðefni kvendýrsins. Hjá yglunni eru örsmáar kögurvængjur. 24 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. MAÍ 2014 SPORTÍS MÖRKIN 6 108 REYKJAVÍK S:520-1000 SPORTIS.IS NÝ SENDING - SUMAR 2014
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.