Morgunblaðið - 29.05.2014, Side 28

Morgunblaðið - 29.05.2014, Side 28
28 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. MAÍ 2014 Skeifunni 8 | Kringlunni | sími 588 0640 | casa.is Fallegar útskriftargjafir Ritzenhoff bjórglös og krúsir Verð frá 2.490,- stk. Ritzenhoff snafsaglös Verð 1.990,- stk. KARTELL Take borðlampar Hönnun: Ferruccio Laviani Verð 17.500.- stk KARTELL BOURGIE borðlampar Hönnun: Ferruccio Laviani Verð frá 49.000,- Ritzenhoff kaffimál og bollar Verð frá 2.990,- stk. Ritzenhoff kampavínsglös, Verð 2.890,- stk Ritzenhoff vínglös, Verð 2.990,- stk Ritzenhoff vínglös, verð 3.250- stk „Aðsóknin í nám í hestamennsku hefur farið fram úr okkar björtustu vonum,“ sagði Guðbjörg Aðalbergs- dóttir, skólameistari Framhalds- skólans í Mosfellsbæ, sem býður upp á nám í hestamennsku frá og með næsta hausti. Hægt er að ljúka námi á einu til tveimur árum og útskrifast sem hestasveinn á þremur eða þremur og hálfu ári með stúdentspróf af hestakjörsviði. Þetta er eini fram- haldsskólinn sem býður upp á slíkt nám til stúdentsprófs. Skólinn hefur verið í nánu samstarfi við hesta- mannafélagið Hörð í Mosfellsbæ við undirbúning á brautinni sem hefur tekið um tvö ár. Kostnaðurinn fyrir hverja önn er 60 þúsund krónur og að auki þurfa nemendur að hafa hest til umráða. Um tuttugu nemendur verða teknir inn á fyrstu önnina. „Kostnaðurinn við brautina er þó- nokkur því nemendur þurfa að greiða hærri kostnað en á bóknáms- braut. Ástæðan fyrir gjaldinu er sú að nauðsynlegt er að hafa litla hópa en sex eru í hóp. Til samanburðar eru 25 manna hópar í bóklegri kennslu,“ sagði Guðbjörg. Á námsbrautinni eru almennir bóklegir áfangar, verklegt nám og vinnustaðanám. Samningur er gerð- ur við hestabúgarða um vinnustaða- námið. Námið er í samræmi við nýja aðal- námsskrá fyrir framhaldsskóla sem gefin var út af menntamálaráðuneyti árið 2011 og byggist á lögum um framhaldsskóla frá 2008. Skólinn flutti í nýtt húsnæði í byrjun árs að Háholti 35 og er því í stakk búinn til að taka á móti nem- endum á nýrri námsbraut. Reiknað er með að samtals verði nemendur í skólanum tæplega 400 í haust. thorunn@mbl.is Morgunblaðið/Styrmir Kári Hestabraut Mikil aðsókn er í nám í hestamennsku í FMOS. Stúdentspróf af hestakjörsviði  Framhaldsskólinn í Mosfellsbæ Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Fosshótel Austfirðir verður opnað fyrir gestum í franska spítalanum og öðrum uppgerðum húsum á Fá- skrúðsfirði í lok mánaðar, opið hús verður í þyrpingunni fyrir gesti og gangandi 14. júní og sýning um sjó- sókn Frakka verður síðan formlega opnuð á Frönskum dögum 26. júlí í sumar. Franski spít- alinn er í hópi sögufrægari húsa á Austfjörðum. Minjavernd hefur unnið að upp- byggingu frönsku húsanna á Fá- skrúðsfirði und- anfarin ár og margir komið að verkinu. Minja- vernd á húsin sem um ræðir, fimm að tölu, og leigir þau til Íslandshót- ela og að hluta til til Fjarðabyggðar. Hótel og sýning Sá hluti bygginganna sem sveitar- félagið leigir verður nýttur fyrir sýningu um sjósókn Frakka við Austfirði í um 400 ár en þó mest um tímabilið frá 1820 fram að fyrri heimsstyrjöld. Sýningin verður fyrst og fremst í spítalanum, í göngum á milli spítalans og læknishússins og á jarðhæð læknishússins. Þorsteinn Bergsson, framkvæmdastjóri Minja- verndar, segir að í raun verði sýn- ingin um öll húsin, bæði innandyra og utan, í formi mynda og upplýs- andi efnis af ýmsum toga. Hótelið verður í öllum húsunum að einhverju leyti nema kapellunni, sem verður blessuð að kaþólskum sið á Frönskum dögum í sumar. Í fyrsta áfanga eru 28 hótelherbergi, en stefnt er að því að hefja vinnu við 2. áfanga með haustinu og í honum verða um 20 herbergi. Gert er ráð fyrir því að framkvæmdum ljúki fyr- ir sumarbyrjun 2016. Heildarkostn- aður er áætlaður um milljarður króna, að sögn Þorsteins. Franskt hverfi á Fáskrúðsfirði  Fosshótel Austfirðir verður opnað fyrir gestum í franska spítalanum og öðrum uppgerðum húsum  28 hótelherbergi í fyrsta áfanga og stefnt að því að tæplega 50 herbergi verði tilbúin árið 2016 Franski spítalinn Minjavernd hefur tekið til hendi og verður ekki annað sagt en að vel hafi tekist til um endurgerðina. Morgunblaðið/Albert Kemp Bærinn Franski kjarninn er áberandi í hjarta Fáskrúðsfjarðar og franski andinn svífur áfram yfir vötnunum. Þorsteinn Bergsson Franski spítalinn á Fáskrúðsfirði var einn þriggja spítala sem byggðir voru af franska ríkinu hér á landi vegna þess fjölda franskra sjómanna sem stund- uðu veiðar við landið. Hinir voru í Vestmannaeyjum og Reykja- vík. 1939 var byggingin flutt á Hafnarnes, sem nú er eyðibyggð austarlega á suðurströnd Fá- skrúðsfjarðar. Þar var húsið notað bæði til íbúðar og skóla- halds. Minjavernd lét flytja það aftur inn í þéttbýliskjarnann á Fáskrúðsfirði 2009. Þorsteinn Bergsson, framkvæmdastjóri Minjaverndar, segir að Lækn- ishúsið sem Georg Georgsson, læknir Frakka á svæðinu, hafi haft fyrir sig hafi verið endur- byggt og tengt við spítalann með göngum undir Hafnargötu. Franska sjúkraskýlið, fyrsta húsið sem Frakkar reistu þarna 1896, hafi verið endurgert. Minjavernd hafi einnig keypt kapellu sem Frakkar hafi reist við hlið sjúkraskýlisins og kom- ið henni á fyrri stað. Líkhús við hlið spítalans hafi ennfremur verið endurgert. Sögufræg hús fá upp- lyftingu MIKLAR BREYTINGAR Morgunblaðið/Albert Kemp Áður Spítalinn var að grotna niður á Hafnarnesi. Nú er öldin önnur.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.