Morgunblaðið - 29.05.2014, Síða 40

Morgunblaðið - 29.05.2014, Síða 40
40 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. MAÍ 2014 sem hafi þurft að rifa seglin vegna veiðigjalds- ins segir Sigmundur það ljóst að veiðigjöldin séu ennþá mjög há á Íslandi fyrir sum fyr- irtæki, en önnur fyrirtæki ráði betur við þau. „Þess vegna höfum við talað fyrir og munum sjá í nýju fiskveiðistjórnunarkerfi aukna teng- ingu milli hagnaðar og gjaldtöku. Við munum líta á afkomu fyrirtækjanna, sem eðlilegt er í gjaldtökunni, frekar en að leggja hana flatt yf- ir línuna. Með því er vonandi hægt að styrkja frekar stöðu minni og meðalstóru fyrirtækj- anna og viðhalda fjölbreytni í greininni, því að það sem annars myndi augljóslega gerast, er að sú hagræðingarkrafa sem fylgir háum veiði- gjalda felur í sér aukna samþjöppun, aflaheim- ildir færast þá á hendur færri fyrirtækja og færri byggðarlaga.“ Sigmundur segir að kerfið verði að vera til þess fallið að viðhalda fjöl- breytileika í greininni og að jafnframt sé þörf á ákveðnum byggðatengingum. „Það er ekki hægt að heilu byggðalögin búi við óvissu um aðgang að þeirri auðlind sem þau hafa byggst upp á.“ Sigmundur segir að lokum um sjávarútveg- inn að það sé ótrúlegt hversu neikvæð umræð- an sé oft um íslenskan sjávarútveg. „Sér- staklega í ljósi þess að hér hefur tekist, sem er afar sjaldgæft í veröldinni, að vera með um- hverfisvænt, sjálfbært kerfi í sátt við náttúr- una, sem jafnframt er hagkvæmt, á meðan í Evrópu horfa menn upp á ríkisstyrkta rán- yrkju, ofveiði sem þarf stuðning stjórnvalda til þess að geta gengið,“ segir Sigmundur. „Það, hversu illa hefur verið talað um þessa undir- stöðuatvinnugrein, sem er einhver mesta ný- sköpunargrein landsins og hefur náð árangri á heimsmælikvarða þrátt fyrir erfiðar aðstæður, er að mínu mati afskaplega óbilgjarnt.“ Reynt að gera alla óánægða Sigmundur bendir á að svipuðum brögðum hafi verið beitt á stærsta mál ríkisstjórnar sinnar, skuldaleiðréttinguna, þar sem farin hafi verið sú leið að reyna að gera sem flesta óánægða með aðgerðirnar, með því að ala á tali um að sumir myndu fá en aðrir ekki. Slíkt væri vísasta leiðin til að enginn fengi neitt. „Að- gerðin átti, eðli málsins samkvæmt, að koma til móts við ákveðinn hóp, sem hafði verið van- ræktur. Þar með var ekki sagt að það ætti ekki að koma til móts við leigjendur, eða náms- menn, eða einhverja aðra,“ segir Sigmundur og bendir á að enginn sé skilinn útundan, reynt sé að koma til móts við alla. Til dæmis sé komið til móts við leigjendur og fólk með bú- seturétt í tillögum ríkisstjórnarinnar um breytingar á húsnæðismálum. Engu að síður séu viðbrögð stjórnarandstöðunnar þau að tína til hópa sem eiga að vera óánægðir með að- gerðirnar í stað þess að taka höndum saman um þær úrbætur sem verið sé að gera. „Þetta finnst mér slæm nálgun á pólitík, og raunar al- veg með ólíkindum að þau hafi leyft sér að greiða atkvæði gegn þessum tillögum.“ Eitt af því sem mikið var rætt um varðandi skuldaleiðréttingarnar er munurinn á þeim leiðum sem lagðar voru til í kosningabarátt- unni og þeirri útfærslu sem farin var. Að- spurður segir Sigmundur að hann sé afar sátt- ur við þá blönduðu leið sem farin var í skuldamálunum. „Það er frábært hvernig þessar tvær leiðir vinna saman, vega upp galla hvorrar um sig og ýta undir jákvæðu hlið- arnar. Ég er líka augljóslega ánægður með að þarna eru málin kláruð á þann hátt, að það er ekki hægt með nokkru móti að segja að við höfum ekki staðið við okkar fyrirheit, sem voru þau að bæta fólki það, sem í daglegu tali er kallað forsendubresturinn, en eins og ég út- skýrði í kosningabaráttunni er sú viðbót sem kom á lánin vegna ófyrirsjáanlegrar verð- bólgu.“ Sigmundur bætir við að í ljósi þess að þegar menn ná að nýta þessar leiðir, munu þeir ná að taka af láninu allar verðbætur í kringum hrun umfram 2-3% verðbólgu, sé ekki hægt að segja annað en að leiðrétt hafi verið fyrir allri óvæntri verðbólgu á þessum árum. Tökum náð á efnahagnum Af öðrum málum ríkisstjórnarinnar sem gengið hafa í gegn á árinu segir Sigmundur að hann sé mjög ánægður með það hvernig tekist hafi að ná tökum á efnahagsmálunum. „Fjár- málaráðherra á heiður skilinn fyrir að hafa náð í samvinnu við þingið að skila hallalausum fjár- lögum, þrátt fyrir mjög aukin útgjöld til ým- issa málaflokka sem hafa verið sveltir und- anfarin ár,“ segir Sigmundur og bætir við að Árangurinn byggðist Morgunblaðið/Árni Sæberg Ársafmæli ríkisstjórnarinnar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, er mjög ánægður með þann árangur sem ríkisstjórnin hefur náð á árinu, og vonast til þess að 70 ára afmæli lýðveldisins verði til þess að blása mönnum í brjóst framfara- og bjartsýnisanda á ný. VIÐTAL Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is „Auðvitað er mjög margt ógert ennþá, en mað- ur hlakkar bara til að takast á við það, þegar maður horfir yfir árangurinn af fyrsta árinu,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, for- sætisráðherra, en í síðustu viku var liðið ár frá því að ríkisstjórn hans tók til starfa. „Það hef- ur mjög margt breyst mikið til hins betra, sem gerir okkur betur í stakk búin til að takast á við komandi verkefni.“ Það vakti athygli þegar ríkisstjórnin var mynduð að enginn í henni hafði verið ráðherra áður, og var það í fyrsta sinn á lýðveldistím- anum. Sigmundur Davíð segir að þrátt fyrir það hafi fátt komið á óvart við starfið. „Ég var reyndar búinn að fylgjast með þessu utan frá lengi, bæði eitt kjörtímabil sem þingmaður og svo hef ég haft áhuga á stjórnmálum frá því að ég man eftir mér, þó ég hafi ekki ætlað að fara út í þau sjálfur. Að flestu leyti er þetta svipað og maður átti von á,“ segir Sigmundur. Hann bætir við að hann sé ánægður með það til dæmis hvað embættismennirnir í forsætis- ráðuneytinu séu góðir samstarfsmenn og til- búnir til að leggja sér lið. „Ég átti nú ekki von á neinni mótspyrnu, en það er þekkt í stjórn- málum víða um lönd að það sé fyrirstaða við breytingar hjá embættismannakerfinu, en ég hef ekki fundið fyrir því hér, og það kom mér skemmtilega á óvart.“ Furðulítil breyting Þegar ríkisstjórn Sigmundar Davíðs var mánaðargömul ritaði forsætisráðherra nokkuð áhugaverða grein um samskipti fjölmiðla við stjórnarflokkana, þar sem hann talaði um „loftárásir“ ýmissa fjölmiðla á mál ríkisstjórn- arinnar. Hvernig upplifði Sigmundur breyt- inguna frá því að vera í stjórnarandstöðu til þess að vera í stjórn? „Reyndar varð furðulítil breyting á samskiptum okkar við fjölmiðla eft- ir því hvort við vorum í stjórn eða stjórnarand- stöðu,“ segir forsætisráðherra. Hann bætir við að hann vilji síður alhæfa, en ljóst sé að sumir fjölmiðlamenn séu í andstöðu við þá flokka sem nú myndi ríkisstjórn. „Það sem ég vakti athygli á í þessari grein, var ein- mitt það að hjá þessum aðilum hefði þetta haldist óbreytt við stjórnarskiptin. Það var því ekki hægt að halda því fram að þetta væri spurning um hvort flokkarnir væru í stjórn eða stjórnarandstöðu, heldur snerist það um þessa tilteknu flokka. Ég er svo sem enn þeirr- ar skoðunar, svo ég orði það kurteislega, að ríkisstjórn þessara flokka sé haldið meira við efnið heldur en ríkisstjórn vinstri flokkanna,“ segir Sigmundur. Hann bætir við að vissulega sé aðhald af hinu góðu, en það verði að gæta einhvers jafn- ræðis svo að skilaboðin brenglist ekki. „Það verður til dæmis að segja frá því góða líka, og gæta sanngirni í framsetningu.“ Sigmundur nefnir sem dæmi það hvernig talað er um sjáv- arútveginn, þar sem fullyrðingar um að ríkis- stjórnin gefi sægreifum pening en skeri niður í velferð á móti hafi átt fullgreiða leið í fjölmiðla. „Þannig er dregin röng mynd af stöðunni, sem er sú að þessi ríkisstjórn er búin að auka fram- lög til velferðarmála, hvort sem litið er til fé- lagsmála, heilbrigðismála, eldri borgara, ör- yrkja; allir þessir málaflokkar hafa fengið verulega aukið fjármagn í tíð þessarar rík- isstjórnar. Á sama tíma hefur sjávarútvegur- inn skilað meiri tekjum til samfélagsins en nokkurn tímann áður.“ Stefnan færð í skynsemisátt Talið berst að sérstaka auðlindagjaldinu, og þeim breytingum sem gerðar voru á því frá því sem vinstri stjórnin ætlaði sér. „Þau áform voru í fyrsta lagi óframkvæmanleg og jafn- framt stórhættuleg. Hefðu þau náð fram að ganga, þá væri staðan sem nú er komin upp á Djúpavogi, Þingeyri og Húsavík ekki und- antekningar, heldur regla í smærri sjávar- útvegsbyggðum um landið. Minni og með- alstór sjávarútvegsfyrirtæki hefðu ekki lifað af, um það þarf ekki einu sinni að deila,“ segir Sigmundur og bætir við að það hefði sett byggðarlög um allt land í uppnám og valdið gríðarlegu tjóni samfélagsins. „Í staðinn erum við með kerfi sem skilar samfélaginu meiri tekjum en nokkru sinni fyrr og við munum halda áfram að laga það til þess að treysta byggðastöðuna í þessum þorpum og bæjum.“ Spurður um nýlegar fréttir af útgerðum Sigmundur segir að ríkisstjórnarsamstarfið hafi gengið mjög vel. „Auðvitað eru áhersl- urnar ólíkar eins og flokkarnir, en það hefur tekist að leysa úr öllum álitamálum, og sam- starf mitt og fjármálaráðherra er ákaflega gott. Það er mjög gott að vinna með honum. Hann er fyrst og fremst traustur maður og góður maður, og það skiptir miklu máli í samstarfi að maður hafi álit á persónunni, og þá er auðveldara að leysa úr þeim vanda- málum sem koma upp,“ segir Sigmundur. Sigmundur segir aðspurður það vera til- finningu sína að heldur hafi dregið úr því á síðustu árum að stjórnmálamenn séu vinir yfir ganginn á milli stjórnar og stjórnarand- stöðu. „Það er þá afleiðing af því að stjórn- málaumræðan og baráttan hefur harðnað eftir bankahrunið. Það var oft þannig að menn áttu ekki síst vini í öðrum flokkum. Þá gátu menn orðið vinir á grundvelli annarra mála en stjórnmála. Það eru alveg ennþá dæmi um slíkt, en ég hugsa að það sé rétt tilfinning að það sé heldur minna en áður var. „Hins vegar er núna eins og áður, mynd fólks af sam- skiptum stjórnmálamanna mjög villandi. Það kemur fólki oft á óvart þegar það kemur í þingið að sjá þingmenn ólíkra flokka, sem jafnvel hafa verið í hávaðarifrildi sitja saman og spjalla í mötuneytinu yfir kaffi. Það er ekki mikið um beinlínis óvild á milli manna. Þetta er ekki nýtt, ég hugsa að alla tíð hafi menn talið að það væri verra á milli fólks en raunin er, því að stjórnmálamenn birtast yf- irleitt í átökum. Það er oftast bara hluti af vinnunni, og oftast er það innan eðlilegra marka. Það eru undantekningartilvik, og kannski er ekki mikill samgangur, en það er ekki hægt að tala um að það sé óvild sem leiðir af sér að menn talist ekki við.“ Byggist á trausti og vináttu SAMSTARFIÐ VIÐ SJÁLFSTÆÐISFLOKKINN
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.